Morgunblaðið - 26.01.1993, Page 48

Morgunblaðið - 26.01.1993, Page 48
MORGUNBLADID. ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVlK SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! JltargpsiiMiifófe ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Flugleiðir í vanda vegna flóttamanna Rífa vegabréf- in í fhigvélinni BRÖGÐ hafa verið að því undanfarið að farþegar Flug- leiða á leið til Bandaríkjanna frá Evrópu, einkum fólk frá þriðjaheimslöndum, reyni að komast vestur um haf á föls- uðu vegabréfi, en eyðileggi síðan vegabréf og flugmiða á leiðinni til þess að geta beðið um pólitískt hæli vestra án þess að vera snúið til baka. Flugleiðir reyna nú að bregð- ast við þessum vanda, enda sekta bandarísk stjórnvöld flug- félögin um rúmar 180.000 krónur fyrir hvern skilríkjalaus- an farþega sem þau flytja inn í landið. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, hafa starfsmenn félagsins undanfarna mánuði haft afskipti af fjórum til 'fimm farþegum á dag vegna gruns um að skilríki þeirra væru fölsuð eða ekki væri allt með felldu að öðru leyti. í þessum tilfellum reyna Flugleiðamenn að taka Ijósrit af vegabréfi og flugmiða viðkomandi farþega er hann skiptir um flugvél í Keflavík, því geti flugfélagið sýnt fram á að farþeginn hafi haft þessa pappíra er hann lagði af stað vest- ur, sleppur það við sektina. Margir Sómalir og Tamílar Einar segir að einkum sé um að ræða fólk frá stríðshijáðum löndum þriðja heimsins og hefur til dæmis verið mikið um að Sóm- alir og Tamílar hafi reynt að kom- ast ólöglega til Bandaríkjanna. Einar nefnir sem dæmi að árvök- ull starfsmaður Flugleiða hafi tek- ið eftir tveimur farþegum í flugvél á leið vestur, sem voru áberandi taugaóstyrkir og lögðu leið sína á salemið með skömmu millibili. Þar fundust vegabréf þeirra og önnur ferðaskjöl sundurrifin í ruslakörf- unni. Rifrildunum var haldið til haga og slapp félagið því við að greiða sekt vegna mannanna. I grein í nýjasta hefti Flugleiðafrétta segir að SAS-flugfélagið hafí fyrir skömmu þurft að greiða 72.000 dollara í sekt vegna farþega í einu flugi, en það samsvarar 4,6 millj- ónum króna. Morgunblaðið/Kristinn Býður kuldabola birginn ÝMSUM þykir nóg um kuldann, sem fylgir heimskautaloftinu sem rík- ir hér í þorrabyrjun, en yngsta kynslóðin lætur sér fátt um fínnast. Óánægja meðal fyrirtækja í sjávarútvegi með ýmiss konar félagsgjöld Ejjafyrirtækin greiddu 20 milliónir á einu ári Hagnaður Landssambands íslenskra útvegsmanna nam um 40 millj. í fyrra ÞEIR Sighvatur Bjarnason, forstjóri Vinnslustöðvarinnar hf., og Sigurður Einarsson, forstjóri Isfélags Vestmanna- eyja hf., hafa í sameiningu ritað þeim félaga- og hagsmuna- samtökum atvinnurekenda sem fyrirtæki þeirra eiga aðild að bréf, þar sem þeir fara þess á leit að gerð verði könnun á greiðslu félagsgjalda fyrirtælqa þeirra, jafnframt því sem þeir lýsa þeirri skoðun sinni að þeir telji upphæðirnar sem fyrirtækin greiða í félagsgjöld töluvert háar. Kristján Ragn- arsson, formaður LÍÚ, segir sjálfsagt og eðlilegt að hin ýmsu félagsgjöld verði tekin til athugunar. „Við vildum beina því til yðar, að þér kannið, hvort hægt er að lækka þessi félagsgjöld með því að lækka kostnað yðar eða lækka fé- lagsgjöldin með einhveijum öðrum hætti", segir orðrétt í bréfi sem sent var stjómum Landssambands íslenskra útvegsmanna, Samtaka fiskvinnslustöðva, Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda og fram- kvæmdastjóm Vinnuveitendasam- bands íslands. Sighvatur Bjamason og Sigurður Einarsson sögðu í samtölum við Morgunblaðið í gær að þeir í Vest- mannaeyjum teldu óeðlilegt að hagsmunasamtök, eins og til dæmis LÍU, væm að safna í digra sjóði með háum félagsgjöldum þegar ekki áraði betur en nú. Sjóðir LÍÚ um 500 milljónir „Á síðastliðnu ári var hagnaður LÍÚ um 40 milljónir króna og þeir eiga fleiri hundmð milljónir í sjóðum," sagði Sighvatur. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins standa sjóðir LIÚ nú í um hálfum milljarði króna. Sighvatur sagði að bréf þeirra Sigurðar væri ein aðferð þeirra til að leita hagræðingar og spamaðar í rekstri, en samtals greiddu þessi tvö fyrirtæki í félagsgjöld eitthvað á annan tug milljóna á ári, og sam- tals mætti áætla að sjávarútvegur- inn í Vestmannaeyjum greiddi um 20 milljónir króna í félagsgjöld á ári. „Vinnslustöðin ein greiddi á sl. ári um sex milljónir króna í hin ýmsu félagsgjöld. Við eram líka að fylgja eftir þeirri samþykkt siðasta aðalfundar LÍÚ að sameina undir einn hatt hagsmunasamtök eins og LÍÚ, Samtök fiskvinnslustöðva og Félag íslenskra fískimjölsframleið- enda, sem Einar Oddur Kristjáns- son gerði tillögu um. Sú tillaga hans var einnig samþykkt á síðasta aðalfundi Samtaka fiskvinnslu- stöðva, en síðan hefur ekkert gerst í málinu,“ sagði Sighvatur. Félagsgjöldin verða skoðuð Kristján Ragnarsson sagði að sameiningarmálin hefðu enn ekki farið af stað af neinni alvöru. „Hvorugur hefur haft frumkvæði að því að sameiningarviðræður LÍÚ og Samtaka fiskvinnslustöðva hæf- ust. Við munum þurfa og viljum eiga framkvæði að slíkum viðræð- um, miðað við það að ekkert heyr- ist frá Samtökum fískvinnslu- stöðva,“ sagði Kristján. „Þeir biðja um könnun á ýmsum félagsgjöldum og það er sjálfsagt og eðlilegt að velta því fyrir sér og sjá hvað hægt er að gera í þeim efnum,“ sagði Kristján. Morgunblaðið/Þorkell Skoðaði 24 tjónabíla fyrir hádegi MIKIÐ hefur verið um hvers kyns smáárekstra í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Að sögn Péturs Más Jónssonar, deildarstjóra tjónadeild- ar VÍS, hafa verið miklar annir ailan janúarmánuð enda færð og veður verið með þeim hætti að hætta á hvers kyns smáóhöppum í umferðinni er meiri en endranær. Svo mikið var að gera í gær að fyrir hádegi skoðaði Óskar Þór Þráinsson, skopunarmaður í tjónaskoðunarstöð Vátryggingafélags íslands, sem sést hér á myndinni, 24 tjónabíla og hafði ekki áður skoðað jafnmarga á jafnskömmum tíma. Samræmd próf í fram- haldsskóla NEFND um mótun mennta- stefnu leggur m.a. til að sam- ræmd próf í kjarnagreinum verði tekin upp í framhalds- skólum. Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra kveðst vera ánægður með tillögur nefndarinnar, sem hann segir að hafi í för með sér grundvall- arbreytingar á námi á fram- haldsskólastigi. Hann vonast til að frumvarp um þetta efni verði lagt fram á næsta þingi. Nefndin leggur jafnframt til að rekstur grunnskóla færist alfarið til sveitarfélaga. Ólafur sagði að sá rekstur væri í höndum sveitarfélaga annar en launakostnaður kennara, sem ríkið stæði straum af. Sá kostn- aður er um fimm milljarðar kr. á þessu ári. Sagði Ólafur að sveitarfé- lögin fengju þennan kostnað til baka með tilfærslu á tekjuliðum frá ríki til sveitarfélaga. I tillögunum er gert ráð fyrir að þrjár brautir verði innan framhalds- skólanna, fornáms-, gagnfræða- og framhaldsnámsbrautir, og fari það eftir námsárangri á grannskólaprófí á hvaða braut nemendur geta skráð sig. Lagt er til að nám til stúdents- prófs verði stytt. Sjá nánar bls. 5. Blaðauki um Valtý í DAG, 26. janúar, era 100 ár liðin frá fæðingu Valtýs Stef- ánssonar, sem varð ritstjóri Morgunblaðsins árið 1924 ásamt Jóni Kjartanssyni og gegndi því starfi lengur en nokkur annar, eða til ársins 1963 er hann lést. í dag fylgir því blaðauki um Valtý og Morgunblaðið eftir Matthías Johannessen ritstjóra. Pirelli sýn- ir áhuga FORSVARSMENN alþjóðlega fyr- irtækisins Pirelli sýna nú áhuga á að hefja einhvers konar rekstur eða starfsemi hér á landi, og viðr- uðu þessa hugmynd á fundi með borgarsljóra í gærdag. Nefnd manna frá Pirelli afhenti fyrr um daginn Landsvirkjun form- lega niðurstöðu framathugana á sæstrengslögn frá íslandi til Evrópu, sem samkvæmt skýrslu þeirra þykir tæknilega framkvæmanleg. Sjá miðopnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.