Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 2
2 B M0RGUNI3LADID SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1093 Danspar Ástin kviknaði á milli Jó- hannesar og Hye-Young í dansinum en þar með er ekki sagt að það sé sam- felld sæla að dansa við makann. arríkjum heims. Það hefur verið haft á orði að Kórea minni um margt á Japan fyrir 10-15 árum, og bent á stúdentaóeirðir og sífellt öflugri rafeinda- og bílaiðnað því til sönnunar. Kóreumenn taka ekki undir þetta enda eru þeir lítt hrifn- ir af Japönum, sem lögðu landið undir sig fyrr á öldinni. Mér fínnst það kostur að búa í eins stórri borg og Seoul er, en íbú- ar eru um 10 milljónir. Maður fellur betur inn í fjöldann, núorðið get ég bjargað mér á kóresku þótt ég eigi langt í land með að tala málið reip- rennandi. Ég skil þó nokkuð en get lítið skrifað. En þar sem stjórnandi bailettsins og ballettmeistari eru báðir bandarískir, er ævinlega töluð enska í vinnunni. Ástin kviknaði í dansinum Auðvitað kemur það fyrir að ég sakna ættingja og vina og stundum finn ég fyrir því hversu mikill mun- ur er á þjóðfélögunum tveimur; því íslenska og því kóreska. Fólk skilur ekki alltaf hvað ég er að kvarta. Við erum svo góðu vön hér á ís- landi að erfítt getur reynst að sætta sig við það sem þykir fullboðlegt í Kóreu, til dæmis húsnæði. En svo á ég kærustu úti sem heldur í mig, hún heitir Hye-Young Kim og er upprennandi stjarna í ballettinum." Þrátt fyrir að ástin hafí kviknað á dansgólfínu er ekki þar með sagt að það sé ein allsheijarsæla að dansa við þann sem maður býr með. „Það getur verið býsna erfitt. Maður er viðkvæmur þegar maður er að dansa og tekur það sem sagt er mjög nærri sér. Þegar heim kem- ur getur verið erfítt að láta sem ekkert sé.“ Horfst í augu við spegilinn Dansflokkurinnn sem Jóhannes dansar með er einn margra í Seoul og sérhæfir sig i sígildum ballett. Hann heitir hvorki meira né minna en Universal Ballet Company (Al- heims dansflokkurinn) og er þar verið að vísa til þess að dansarar hvaðanæva úr heiminum eru í flokknum. Hann var stofnaður fyrir níu árum og hefur dönsurunum fjölgað ört, þeir eru nú um sextíu, þar af 14 útlendingar. Auk Jóhann- esar dansar stúlka af íslenskum „Stúlknahópurinn leit ekki vió hinum kóreska aóaldansara, vildi bara sjó þann I jóshæróa. Ég varó þvi aó sætta mig vió þaó aóiþetta sinn væri þaó hvorki tækni min né listrœn útfærsla sem heféi hrif- ió stúlkurnar, heldur húralitur- inn." Kamivali dýranna, Serenade og fleiri verkum. Flokkurinn setur upp sjö, átta uppfærslur á ári og eru sýningar allt að 100. „Ein af ástæð- um þess að útlensk- ir karldansarar fá svo góð tækifæri í Kóreu er sú að erf- itt er að komast undan tveggja ára herskyldu í Kóreu og kóreskir karl- dansarar missa því úr tvö mikilvæg ár.“ Samkeppnin er hörð í ballettheimin- um, eins og Jóhann- es hefur kynnst. Sjálfur hefur hann ekki lent í neinu misjöfnu en mar- goft séð hversu fólk er tilbúið að ganga langt til að ná sínu fram. „Það skiptir mestu að hafa óbil- andi sjálfstraust. Dansarinn verður að vera öruggur með sig en ekki endilega eins ör- uggur um stöðu sína. Menn mega ekki slá slöku við í trausti þess að staða þeirra sé trygg. Þá krefst það ekki síður sjálfstra- usts að æfa sig fyr- ir framan spegilinn allan liðlangan dag- inn, horfa gagnrýn- um augum á spegil- mynd sína; bæta þær hreyfíngar sem betur mega fara og vera jafnframt sáttur við það sem maður sér.“ Jóhannesi hefur komið það til góða þegar aðrir voru of öruggir um sína stöðu. „Flokkurinn hafði fengið tvo þekkta dansara frá Bandaríkjunum til að dansa aðal- hlutverkin á sýningarferðalagi til Japans. Hins vegar hafði ekki verið ákveðið hvor þeirra dansaði á stærstu sýningunni sem var í Tókýó. Þeir voru svo öruggir um stöðu sína að þeir hirtu ekki um að mæta á æfingu, og því var ég látinn dansa hlutverkið þar sem ég var varamaður þeirra. Mér gekk prýðisvel á æfíngunni, en stjómend- ur voru að sama skapi óánægðir með að stjömumar skyldu ekki mæta. Því var ákveðið að vara- maðurinn fengi að dansa á aðalsýn- ingunni í Tókýó." Háraliturinn vekur hrifningu Gengi Jóhannesar við ballettinn í Seoul hefur verið gott. Hann hef- ur dansað hvert aðalhlutverkið á fætur öðra og ferðast víða um Austurlönd og Evrópu. „Gagnrýni í blöðum tíðkast hins vegar ekki í Kóreu. Ef skrifaður er leikdómur um sýningu birtist hann yfírleitt ekki fyrr en að sýningum er lokið. Ég sakna gagnrýninnar, þótt hún sé ekki alltaf réttmæt er hún lífs- mark; merki þess að einhver fylgist með. Gagniýni, góð og vond, vekur einnig umtal. En besti dómurinn um frammistöðu mína hlýtur að vera að mér hafa boðist flest aðal- hlutverkin, það hefur verið ómetan- legt.“ Og Jóhannes hefur vakið athygli fyrir fleira, nefnilega Ijóst yfír- bragðið. Hávaxinn og ljóshærður Islendingur stingur vissulega í stúf við Kóreubúa. „Það hefur komið fyrir á sýningarferðalögum að hóp- ur smástelpna hefur hópast að mér eftir sýningar í von um eiginhand- aráritun, hvort sem ég hef dansað aðalhlutverkið eða ekki. í eitt skipt- ið var þetta sérlega vandræðalegt, því stúlknahópurinn leit ekki við hinum kóreska aðaldansara, vildi bara sjá þann ljóshærða. Ég varð Jóhannes fór ekki út í ballettnám af alvöru fyrr en hann hafði lokið stúdentsprófi frá Versl- unarskólanum. Eftir stúdentsprófið dansaði hann í eitt ár með íslenska dansflokknum áður en útþráin rak hann til Bandaríkj- anna. „Ég var eini strákurinn í dansflokknum og langaði að reyna fyrir mér erlendis. Ég fór til Fílad- elfíu í tveggja ára nám, í School of the Pennsylvania Ballet. Að því loknu fékk ég nemendasamning við dansflokk tengdan skólanum, Pennsylvania Ballet Company. Ég hafði ekki verið þar lengi þegar mér var boðið að sýna í Kóreu og þar bauðst' mér að dansa í þijá mánuði. Mér fannst boðið gott og sló til, þrátt fyrir að með því tefldi ég framtíð rriinni hjá Fíladelfíubal- lettinum í hættu. Énda fór svo að annar dansari var ráðinn í minn stað.“ Þegar út var komið, var Jóhann- esi boðið að ganga í kóreska flokk- inn'og ákvað hann að þiggja það til eins árs. „Þetta var gott boð fyrir mig. Ég var kominn yfír tví- tugt en í ballettinum, rétt eins og í fímleikum, era krakkar orðnir at- vinnudansarar mjög ungir, jafnvel sextán, sautján ára. Þegar ég kom til Bandaríkjanna var ég því í það elsta. Valið hjá mér stóð í raun og vera um það að vera lítill fískur í stórum^ sjó eða stór fískur í litlu vatni. Ég valdi það síðara, í Kóreu bauðst mér að dansa stór hlutverk en í Bandaríkjunum var á brattann að sækja og samkeppnin geysihörð. Ég ætlaði reyndar aðeins að vera í eitt ár í Kóreu en ílengdist og eftir á að hyggja var það skynsam- leg ákvörðun. Eg hefði tæpast feng- ið sömu tækifæri í Bandaríkjunum og ég fæ í Kóreu." Bjargar sér á kóresku Þegar vel gengur hikar maður við að segja upp góðu starfí og halda út í óvissuna. Og Jóhannes segir gott að búa í Kóreu þrátt fyr- ir að landið sé gjörólíkt því sem hann hafí áður kynnst. „Þar kemur margt til, í Kóreu nýtur eldra fólk mun meiri virðingar en það yngra og maður má því ekki alltaf segja það sem manni býr í bijósti. Matur- inn er gjörólíkur því sem ég hef áður kynnst, svo og öll ásýnd borg- arinnar, sem mér fannst hræðilega skítug fyrst þegar ég kom þangað. Síðan þá hefur ýmislegt breyst, fyrst og fremst vegna Ólympíuleik- anna 1988. Götumar hafa breikk- að, húsin stækkað og umhverfíð er miklu snyrtilegra nú. Iðnað- urinn er líka geysilega öflugur, Kórea er með öflugri iðnað- ættum með ballettinum, Jenny Hjalmarsson. Jóhannes er nú einn fög- urra karldansara sem skipta með sér aðalhlutverkum í sýningum, hefur meðal annars dansað aðalhlutverkið í Coppeliu, La Sylphide, Hnotubijótnum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.