Morgunblaðið - 31.01.1993, Page 24

Morgunblaðið - 31.01.1993, Page 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMDI SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993 HÖGNI HREKKVÍSI HÖGMI ÚTBJÓ NESTJP.' BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Þj ónustugj öld, skatt- ar og sljómarskrá Frá Jónasi Fr. Jónssyni Að undanförnu hefur það tíðkast í ríkari mæli að opinberir aðilar fjármagni starfsemi sína með svo- kölluðum þjónustugjöldum. Er markmið slíkra gjalda að vera endurgjald fyrir veitta þjónustu. A ýmsum sviðum er aukin kostnaðar- hlutdeild tvímælalaust af hinu góða, en hins vegar getur verið mjótt á milli slíkrar gjaldtöku og skattheimtu. Skattar og réttaröryggi Skattar eru gjöld sem eru innt af hendi án þess að eitthvert sér- greint endurgjald komi í staðinn. Við innheimtu þeirra eiga skattaðil- ar ekkert val um það hvort þeir greiða skattana, en oft eiga menn val um það hvort þeir nýta tiltekna þjónustu. í íslensku stjórnarskránni er að finna ákvæði sem gera lágmarks- kröfur til skattákvarðana í því skyni að tryggja réttarstöðu fólks og fyrirtækja. Þannig er gerð sú krafa að skatta þurfi að leggja á með lögum, en með því er átt við að Alþingi taki ákvarðanir, og beri ábyrgð á, hvort skattar skuli lagðir á eða ekki. Jafnframt eru gerðar þær kröfur til slíkra lagaheimilda að þær kveði á um almenn skilyrði skattlagningar s.s. hveijir séu greiðendur skatts og hversu hár skatturinn eigi að vera. Einnig eru gerðar kröfur um það að skattálög- ur mismuni ekki þeim sem eins er ástatt um. Hvenær verða þjónustugjöld að skatti? Hér að framan voru nefndar lág- markskröfur til skattákvörðunar en sömu ströngu kröfur þarf ekki að gera til þjónustugjalda. Ef hins vegar þjónustugjöld fela í sér dulda skattheimtu verða slíkar ákvarðan- ir að uppfylla þessar kröfur. Ríkis- valdið á ekki að komast framhjá réttarvemdarákvæðum stjórnar- skrárinnar með því að kalla gjald- álögur mismunandi nöfnum. Það sem máli skiptir er eðli álagningar- innar en ekki nafngiftin. Þjónustugjöld verða að skatti þegar þau eru hærri en sem nemur kostnaði (beinum og óbeinum) við viðkomandi þjónustu. Sé ekki full- nægjandi lagastoð fyrir slíkum álögum geta gjaldendur neitað að greiða hluta gjaldsins eða greitt með fyrirvara og farið í endurkr- öfumál. Álit umboðsmanns Alþingis í nýlegu áliti frá umboðsmanni Alþingis, vegna kvörtunar frá að- ildarfélaga Verslunarráðs Islands, var fallist á þau sjónarmið sem hér hafa verið sett fram. í álitinu segir að þegar gjaldtaka fer umfram kostnað við þjónustu verði að líta á slíkt sem skatt. Jafn- framt segir umboðsmaður að meg- inregla íslensks réttar sé sú að lög þurfí að setja til að gjald megi taka fyrir þjónustu, sem veitt hafi verið almenningi að kostnaðarlausu. Byggir umboðsmaðurinn þetta á svokallaðri Iögmætisreglu, sem kveður á um það að allar íþyngj- andi skyldur á almenning verði að eiga sér lagastoð. Rétt er að benda á að umboðs- maðurinn er trúnaðarmaður Al- þingis, skipaður til þess að fylgjast með því að framkvæmdarvaldið virði rétt fólks og fyrirtækja. Sljórnvöld fari að lögum Þau sjónarmið sem hér hafa ver- ið reifuð um þjónustugjöld eiga við um stofnanir og fyrirtæki ríkisins óháð því hvert rekstrarform þeirra er. Einnig má færa sterk rök að því að hið sama eigi við um gjöld sem ríkisvaldið skyldar skattþegna til að greiða, þó svo að gjaldið renni til einkaaðila að forminu til, s.s. kirkjugarðsgjald og skráningar- gjald bifreiða. Ástæða er til þess að hvetja stjórnvöld til þess að gæta að rétt- um leikreglum þegar gjöld eru lögð á, en reyna ekki að læða sköttum inn undir yfirskini þjónustugjalda. Sé það gert stangast þær ákvarðanir á við réttaröryggisá- kvæði stjórnarskrárinnar. JÓNAS FR. JÓNSSON, lögfræðingur Verslunarráðs íslands, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, Reykjavík. Vinsamleg tilmæli til vélsleða- manna - í ljósi frétta síðustu daga Frá Baldri Hafstað: Vindar gnauða göflum á — gott er vín á kúti — vertu inni í vóndri spá svo verðirðu’ekki úti. BALDUR HAFSTAÐ, Ásvallagötu 24 Reykajvík Yíkveiji skrifar Til skamms tíma sóttu íslending- ar hjarta/kransæðaaðgerðir til útlanda, einkum Bretlands. Vík- veija er kunnugt um að þessar að- gerðir kostuðu samfélagið verulega meiri fjármuni en hliðstæðar að- gerðir á Landspítala. Oft þurfti sjúklingur enskumælandi fylgdar- mann, svo kostnaður viðkomandi íjölskyldu var einnig umtalsverður. Heilsufar sumra sjúklinga stóð heldur ekki til ferðalaga eða biðar eftir aðgerð. Um mitt sl. ár var ákveðið að fjölga hjartaaðgerðum á Landspít- ala. Sú ákvörðun sparaði ríkis- sjóði/tryggingakerfi töluverða fjár- muni. Hún leiddi á hinn bóginn til nokkurs útgjaldaauka fyrir Land- spítalann. Skurðaðgerðum fjölgaði frá fyrra ári, bæði af þessari ástæðu og öðrum. Starfsumfang Landspítala jókst á fleiri sviðum. Sjúklingafjöldi jókst um 2,5% milli áranna 1991-92. Þau gleðilegu tíðindi gerðust, svo dæmi sé nefnt, að það fæddust 355 fleiri börn síðara árið en hið fyrra (14% fjölgun). Náttúran og nýburamir lúta sum sé ekki fjárlögum. Sama máli gegnir reyndar um sjúkdóma og slys, sem landsmenn sæta. Á hinn bóginn ber sjúkrastofnunum að halda sig innan fjárlaga, hvað sem tautar og raular; hvort heldur eftirspurnin eftir þjónustu stofnan- anna er meiri eða minni. Aukin eft- irspum skekkir raunar rekstrar- dæmið á fjárlagareknum stofnun- um sem Landspítala, öfugt við „venjulegan" rekstur. Það er erfitt að „lifa á umsetningunni“ á slíkum stofnunum. xxx rátt fyrir aukið starfsumfang tókst Landspítala að halda sig 140 m.kr. innan annars þröngs fjár- lagaramma 1992. Sá hagnaður hverfur raunar allur í skuldir. Þetta tókst með aðhaldi, hagræðingu og spamaði. En máski ekki sízt með tímabundnum lokunum deilda, sem að sjálfsögðu bitna á þjónustu. For- stjóri Landspítala segir að hér sé um 80 m.kr. sparnað á launa- og rekstrargjöldum að ræða, sem og 60 m.kr. „sparnað" vegna frestunar á áformuðum framkvæmdum, við- haldi og tækjakaupum. Þessi spamaður náðist ekki átakalaust. Starfsmönnum fækkaði um 70 milli ára. Sparnaður á laun- um og öðrum rekstrargjöldum varð 360 m.kr. frá fyrra ári. Spamaður á yfirvinnu var 8% milli áranna 1991 og 1992. Miðað við framreikn- uð rekstrargjöld 1991 náðist 140 m.kr. sparnaður árið 1992, m.a. með hagræðingu á innkaupum og auknum útboðum. Spamaðarátakið hafði að sjálf- sögðu áhrif á starfsemi Landspít- ala. Lokun deilda leiddi með öðru til 2,9% fækkunar legudaga 1992. Sjúklingafjöldinn jókst hins vegra (styttri innlagnir). Aðhald og hagræðing átti rétt á sér að dómi Víkverja. Sjálfsagt má enn betur gera. Það ber hins vegar að fara með gát í frekari niður- skurð. Sums staðar er jafnvel þegar of langt gengið. xxx Víkverji átti á dögunum erindi við sérfræðing á heilbrigðis- sviðinu. Þegar hann skráði sig inn var við hlið hans maður sem pant- aði þrekpróf, sem bókað var eftir tvær vikur eða svo. Aðspurð um verð svaraði kona í afgreiðslu að gjaldið væri kr. 3.900.-. Manninum þótt gjaldið hátt. Kom þá í ljós að það var nýhækkað úr kr. 1.500.-. Þar kom tali sjúklings og konu í afgreiðslu að fleiri og fleiri spyrðu um verð, þegar tími væri pantaður, og að fólk heltizt jafnvel úr lestinni þegar því væri ljóst hver gjaldtakan væri orðin. Víkveiji tekur undir með þeim sem halda því fram að nauðsynlegt hafí verið að auka verðskyn lands- manna gagnvart heilbrigðisþjón- ustunni, sem öðmm útgjaldaþátt- um. Menn eiga og að fá í hendur sundurliðaðan kostnað, hvað trygg- ingar borga og hvað þeir sjálfir. En svo langt má ekki ganga í gjald- tökunni að þeir sem heilbrigðisþjón- ustu þarfnast neyðist til að snið- ganga eigin heilsugæzlu kostnaðar- ins vegna. Fyrr má nú rota en dauð- rota, eins og þar stendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.