Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993 B 27 Agnar Kofoed Hansen, þáverandl flugmálastjóri, er hér búinn að hagræða sér í flugstjórasætinu og tilbúinn að hefja flugið. SÍMTALID... ER VIÐ SIGURÓSK SVANHÓLMNUDDARA Sameiginlegt átak 683960 Sigurósk! - Góðan daginn, þetta er á Morgunblaðinu, Sveinn Guðjóns- son heiti ég ... Komdu blessaður. - Ég var að frétta að nuddar- ar, bæði svæðanuddarar og hinir almennu, hefðu opnað sameigin- lega skrifstofu. Hvers vegna? Já, Pélagið Svæðameðferð og Félag íslenskra nuddara opnuðu þessa skrifstofu nú skömmu fyrir áramót og tilgangurinn er fyrst og fremst sá að nýta sameigin- lega krafta okkar á ýmsum svið- um. Til dæmis sameiginleg nám- skeið, sameiginlega fundi og fleira. - En eru þetta ekki mjög ólík- ar greinar, bæði hvað varðar að- ferðir við nuddið sjálft og nám eða undirbúning undir fagið? Jú, þær eru það, en grunnurinn er sá sami. Menn fara fyrst í fomám, sem er sjúkraliðabraut í Pjölbrautaskólunum. Það eru tvær annir hjá þeim sem ætla að læra svæðanudd, en ljórar annir hjá hinum sem ætla í almennt nudd. Síðan hefur það verið þann- ig að lærlingar hafa verið á samn- ingi hjá nuddurum, en nú erum við að undirbúa stofnun skóla, sem yrði þá eins árs fagskóli. Að því námi loknu geta svæða- nuddarar farið að starfa, en hinir, sem ætla í almennt nudd, fara til meist- ara í eitt ár í viðbót. Þetta er sem sagt fjögurra ára nám hjá þeim sem ætla í almenna nuddið, en tveggja ára nám hjá svæðanuddurum? Já. - Hvenær verður þessi fag- skóli kominn í gagnið? Við ætlum að reyna að opna í apríl. Við höfum sent mennta- málaráðuneytinu bréf um málið og vitum ekki annað en að þetta erindi hafi verið tekið fyrir þar. - Nú eru einhver áhöld um það hvort þessi starfsemi sé í samræmi við lög. Menn fá til dæmis ekki endurgreitt frá sjúk- rasamlaginu, eins og þegar leitað er til löggildra sjúkranuddara ...? Nei, það er ekki enn búið að samþykkja þessa grein af hinu opinbera, en við erum að vinna í því að fá þetta viðurkennt sem ákveðinn þátt í heilbrigðisþjón- ustunni, það er að segja svæða- nuddið annars vegar og almenna nuddið hins vegar. — En nú eru til ýmsar tegund- ir af nuddi. Verður lögð áhersla á einhveija eina tegund í þessum fagskóla? Það þarf að taka tillit til ýmissa ólíkra þátta, bæði í svæðanuddinu og almenna nuddinu og hvað það síðarnefnda varðar verða líklega kynntar tvær til þijár tegundir af nuddi í fagskólanum. Síðan fer það eftir hveijum og einum, og jafnframt meist- aranum, sem menn fara til eftir fagskólann, hvers konar núdd þeir koma til með að stunda. - Ég vona bara að þetta gangi vel hjá ykkur og ég þakka fyrir spjallið. Já, þakka þér sömuleiðis. Blessaður. Morgunblaðið/Kristinn Sigurósk Svanhólm. FRÉTTA- LfÓSÚR FORTÍÐ SKIPT YFIR ÍHÆGRIUMFERÐ1968 ALLTÖFUGT Sunnudagurinn 26. maí 1968 rennur þeim sem komnir eru á miðjan aldur sjálfsagt seint úr minni, en þá var tekin upp hægri umferð á íslandi. Breyt- ingin fór ekki fram hjá neinum, fjölmiðlar voru undirlagðir og hátíðarstemmning í Reykjavík þegar bílstjórar fikruðu sig fyrstu bíllengdirnar hægra megin götunnar. Tók almenn- ingur breytingunni vel og þótti hún ganga afbragðsvel fyrir sig. Svíum gekk vel, hví ekki okk- ur?“ spurði Morgunblaðið 23. maí, en þar var rakið hvernig ná- grönnum okkar gekk að skipta yfir í hægri umferð. Það var i september 1967 og mynduðust miklir umferðarhnútar fyrstu dag- ana vegna þess að mörgum akst- ursleiðum var gjörbylt í tilefni breytingarinnar. Segir í fréttinni að hefðu Svíar ekki skipt yfír í hægri umferð, hefði breytingin ef til vill aldrei orðið hér. Ekki voru gerðar jafn miklar breytingar á íslenska gatnakerfinu og því sænska og gekk umferðin því mun greiðar fyrir sig hér á landi við breytinguna. Viðbúnaður var mikill, flytja þurfti flestöll umferðarmerki, breyta strætisvögnum, fá yfir 600 manns til að starfa við umferðar- vörslu og lögreglumenn og bíl- stjórar slökkviliðs- og sjúkrabíla æfðu akstur í hægri umferð. Sagði einn þeirra að akstur í hægri umferð væri ekkert erfiður, maður yrði bara að einbeita sér að því að gera allt öfugt við það sem áður var. Morgunblaðið var með sérstaka umferðarfræðsluþætti 1im akstur í H-umferð, eins og hún var kölluð til þægindaauka, les- endur voru minntir á það sem koma skyldi með ýmsum hætti; „Munið — við erum öll byijendur“ og „Hægri umferð á íslandi“ sagði í flennistórum fyrirsögnum sama dag og breytingin varð og birtur var vísupartur sem ortur var af þessu tiléfni; „Er þú ekur veg- inn, / aktu hægra rnegin." Breyting þessi var vel undirbú- in, en að henni stóð „hægri nefnd- in“ svokallaða. í henni áttu sæti; Einar Pálsson verkfræðingur, Kjartan Jóhannsson læknir, Val- garð Briem hdl. og Benedikt Gunnarsson. Var haft á orði að góður undirbúningur breytingar- innar hefði stuðlað að því hversu vel hún gekk fyrir sig og að um- ferðaróhöppum hefði fækkað fyrst 28.51968 Mynd frá Miklubraut, stuttu fyrir H-dag, 26. maí 1968. Hægri umferð á Is eftir breytinguna þar sem öku- menn vönduðu sig meira en áður. Fyrstu dagana virtust beygjumar vefjast dálítið fyrir fólki, sér í lagi vinstri beygjumar, sem vora oft á tíðum full krappar. Og fólki var svo umhugað um aksturinn að þegar lögregluþjóni sem stýrði umferð í Aðalstræti varð það á að klóra sér í hnakkanum, lá við slysi þar sem einn bílstjórinn hélt að hann væri að aðvara sig. Lög- reglunni til aðstoðar vora umferð- arverðir, margir ungir að áram eins og þau Amgrímur Hermanns- son íjórtán ára og Marta Jónsdótt- ir, nemandi í Húsmæðraskólanum, sem tóku starf sitt alvarlega og stýrðu umferð gangandi og akandi af skörangsskap. H-daginn fóra blaðamenn Morgunblaðsins á stjá rétt eins og fjölmargir ibúar höfuðborgar- svæðisins og heyrðu hljóðið í veg- farendum. Allir brostu þeir — nema sómamaðurinn Jón, sem var nokk sama um þetta brölt. „Ég hef ekki hugmynd um hvort um- ferðin gengur vel eða illa, og ætla ekki að skipta mér af því,“ sagði Jón og arkaði með það á braut til að grípa í telpukorn sem virtist hafa það í hyggju að steypa sér út í Tjörnina. Þar hittu blaðamenn einnig Guðmund Pálsson leikara, sem var ásamt dóttur sinni Hrafn- hildi að fylgjast með hægri umferð hjá öndunum. Töldu þau að hún gengi eftir áætlun og leist ekki síður á umferðina. Viðmælendur blaðsins, utan Jón, voru vel með á nótunum, meira að segja Mar- grét Friðriksdóttir fjögurra ára sem sagðist alveg vita hvað væri verið að gera. „Það á sko alltaf að keyra hægra megin núna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.