Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993 __________AF SPJÖLDUM GLÆPASÖGUNNAR/Bartholomew Roberts,_________________ sem kallaður var Svarti Barti, var einn illræmdasti sjóræningi sem uppi hefur verið. Þó tileinkaði hann sér fáa af siðum og sérkennum sjóræningja. Hann smakkaði ekki áfengi og hvatti áhafnir sínar til að snerta það ekki. Hann gaf út nýjar reglur sem allir í áhöfnunum urðu að sverja að fara eftir. Hann lét ekkert virðingarleysi viðgangast. REGLUSAMI SJÓRÆNINGINN BARTHOLOMEW Roberts, sem hlaut viðurnefnið „Black Bart“, eða Svarti Barti, var einn illræmdasti sjóræningi sem uppi hefur verið. Hann fæddist um 1682, að því er talið er. Hálf fertugur að aldri átti hann að baki tuttugu ára sjómennsku og kunni vel til allra verka, svo sem skipsstjórn- ar, stjórnar áhafnar og bardagaaðferða í sjóhemaði, en allt þetta lærðist fljótt hvort sem var um borð í skipum brezka flotans eða skipum sem einkaaðilar gerðu út í vík- ingaferðir með samþykki yfirvalda. Þótt Roberts væri frá- bær sjómaður gat hann aldrei átt von á yfirmannsstöðu á sjónum vegna þess að hann var ekki af nógu góðum ætt- um. Hann hikaði við að snúa sér að sjóránum þar til skip- stjórinn á sjóræningjaskipinu Royal Rover, þar sem hann var í haldi, féll í launsátri og áhöfnin bauð honum að taka við skipsstjórninni. oberts féll vel inn í þetta nýja hlutverk sitt. Þótt hann tæki upp nýjan klæðaburð, (svo Sem skarlatsrautt damaskvesti og hnébuxur, rauða fjöður í þrí- strendnum hattinum og gullkeðju um hálsinn með krossi settum dem- öntum), tileinkaði Roberts sér fáa af siðum og sérkennum sjóræn- ingja. Hann smakkaði ekki áfengi og hvatti áhafnir sínar til að snerta það ekki. Hann gaf út nýjar reglur sem allir í áhöfnunum urðu að sveija að fara eftir. Hann lét ekk- ert virðingarleysi viðgangast. Roberts og nýja sjóræningja- áhöfnin hans létu úr höfn í júlí 1719. Fyrst var komið við á Prinsa- eyju, þar sem fyrri skipstjórinn hafði verið drepinn, og byggðarlag Portúgala þar lagt í eyði í hefndar- skyni. Síðan sigldi Roberts skipi sínu suður með strönd Afríku þar sem hann tók og rændi tvö skip - hollenzkt flutningaskip og þræla- flutningaskip frá Konunglega Afr- íkufélaginu. Áhöfnin kaus síðan að halda til Brasilíu, og sigldi Roberts þangað á mettíma, 28 dögum. í september áríð 1719 kom Roy- al Rover að skipalest 42 portúgalskra flutningaskipa sem voru hlaðin gulli frá Brasilíu, tób- aki, sykri og húðum. Roberts sýndi mikla dirfsku, sem varð táknræn fyrir hann, og sigldi skipi sínu inn á meðal skipanna, réðst til upp- göngu á skipið sem var með verð- mætasta farminn, rændi það (ráns- fengurinn var metinn á 50.000 dollara) og sigldi á brott án mót- spymu. Eftir að hafa fagnað sigri á Djöflaeyju út af strönd Guiana, sigldu Roberts og áhöfn hans inn á Karíbahaf. Þar hrakti brezki flot- inn þá á flótta og ferðinni var beint til Nýfundnalands, sem var áfanga- staður flutningaskipa á leíð yfir Atlantshafið. í júní árið 1720 sigldi Royal Rover inn í höfnina á Trev- assey á Nýfundnalandi þar sem áhöfnin rændi og ruplaði förmum tuttugu og sex flutningaskipa. Roberts hertók eitt skipanna til eigin nota og gaf því nafnið Royal Fortune. Við Nýfundnalandsbanka tók Roberts sex frönsk skip, og skipti á einu þeirra fyrir skipið frá Trevassey. Hann setti 28 fallbyssur til viðbótar um borð í franska skip- ið og gaf því einnig nafnið Royal Fortune. Frá miðju sumri árið 1720 fram á haust 1721 nutu Roberts og áhafnir hans ótrúlegrar velgengni. Út af ströndum Nýja Englands í Amerfkunýlendum Breta tóku þeir fjölda skipa herskildi, þar á meðal herskipið Samuel. Þeir snera aftur til Karíbahafsins um stund, en ákváðu svo að halda á ný að Afríku- ströndum. Veður hamlaði ferðinni þangað, og þeir lentu í Surinam á norðurströnd Suður Ameríku. Án tillits til veru brezka flotans Samtimateikning af sjóræningjaforingjanum Bartholomew Roberts, með flota sinn í baksýn. |úJ plwft. fj PP| \ •> ••'. ýffi'- Áhöfn Svarta Barta gerir sér glaðan dag á milli átaka á höfum úti. 15-70% AFSLATTUR CB TEPPABUÐIN SUÐURLANDSBRAUT 26, SÍMAR 681950 OG 814850 kredit raðgreiðslur á Karíbahafi ákváð RobertS að halda þangað á ný. Þar skelfdu Roberts og áhafnir hans eyja- skeggja svo mjög að þeir reyndu án árangurs að leita aðstoðar við að koma sjóræningjanum fyrir kattarnef. Roberts móðgaðist svo vegna þessara tilrauna að hann tók upp einkafána með mynd af honum sjálfum standandi á tveimur haus- kúpum, og á annaristóð „ABH“, sem táknaði A Barbadian Head (höfuð Barbadosbúa), og á hinni „AMH“ eða A Martinican Head (höfuð íbúa Martinique). Þegar hann hafði nánast stöðvað allar siglingar um Karíbahaf ákvað Roberts að snúa aftur til Afríku þar sem unnt væri að selja ráns- fenginn fyrir gull. í Sierra Leone fékk Roberts upplýsingar um tvö herskip Breta, Swallow og Weymo- uth, sem send höfðu verið til Afr- íkustranda til að gæta hagsmuna Breta gegn ásókn Roberts og hans líka. í ágúst 1721 hertók Roberts freigátuna Onslow, sem Konung- lega Afríkufélagið, Royal African Company, gerði út, og eftir að hafa fjölgað fallbyssum skipsins úr 26 í fjöratíu varð Onslow þriðja og síðasta skip hans sem bar nafn- ið Royal Fortune. Seint í desember urðu Roberts á hernaðarleg mistök. Hann treysti á upplýsingar sem hann hafði feng- ið um að ensku herskipin yrðu víðs íjarri ef hann sigldi til baka norður með ströndinni. En vegna blóð- kreppusóttarfaraldurs höfðu ensku skipin tafizt á Prinsaeyju. Hinn 11. janúar 1722 sigldi Roberts skipum sínum inn til Whydah, sem var miðstöð þrælasölu á ströndinni. Þar með sigldi hann rétt framhjá ensku skipunum, sem lágu við akkeri hjá Coast Castle höfða. Ensku skipin urðu vör við ferðir hans og Swallow hóf eftirför. Hinn 5. febrúar 1722 sáust skip hans í árósum skammt frá Lopez-höfða. Roberts sá til ferða Swallow, en hélt að þar væri kaupskip á ferð og sendi James Skyrme skipstóra á Great Ranger til að elta og hertaka skipið. Skip- stjórinn á Swallow sneri á brott og þóttist flýja, en sá til þess að sjóræningjarnir nálguðust smátt og smátt. Þegar þeir vora komnir í skotmál og ekki lengur hætt við að skotdrunurnar heyrðust til lands hóf enska herskipið skothríð á sjó- ræningjaskipið. Skyrme skipstjóri neyddist til að gefast upp. Eftir að hafa sent fangana í fylgd gæzlu- manna til Prinsaeyju, sneri Swallow til baka að landi þar sem hin tvö skipin undir stjóm Roberts biðu. Roberts var komið á óvart, og hann reyndi í fyrstu að komast undan enska herskipinu. En svo ákvað hann að snúast til varnar. í fyrstu skothríðinni fékk Roberts skot í hálsinn og varð það hans bani. Þetta kom mönnum hans úr jafnvægi. Þeir vörpuðu líkinu fyrir borð eins og hann hafði óskað og reyndu að halda áfram að berjast. Eftir margra klukkustunda bar- daga játaði áhöfnin á Royal Fort- une sig sigraða og baðst griða. 254 fangar voru teknir, og af þeim voru 169 ákærðir. Allir lýstu sig saklausa. Sjötíu og fjórir voru sýkn- aðir, fimmtíu og fjórir dæmdir til dauða (tveir þeirra fengu síðar mildari dóma), sautján vora sendir í fangelsi í London, og tuttugu voru dæmdir til sjö ára þrælkunar- vinnu í námum Konunglega Afríku- félagsins. Fimmtíu og tveir menn, þeirra á meðal Skyrme skipstjóri, voru hengdir. Þeir síðustu voru hengdir 20. apríl 1722. Lík átján verstu afbrotamannanna voru smurð tjöru og hengd upp í gálga á þremur hólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.