Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993 B 5 LÆKNISFRÆÐI Wi) sjá ígegnum holt og hcebir ___ RÖNTGEN EFTIR TÆP ÞRJÚ ÁR verður þess minnst að öld er liðin frá þeim degi er þýski eðlisfræðingurinn Wilhelm Konrad von Röntgen uppgötv- aði geislana sem nefndir eru eftir honum. Röntgen fæddist árið 1845 og stóð því á fimmtugu þegar þessi saga gerðist og var þá prófessor við háskólann í Wiirzburg í Bæjara- landi. Hinn 8. nóvember 1895 var hann að gera til- raunir með svo- nefnda katóðu- geisla sem landi hans Julius Plucker hafði uppgötvað nærri ijörutíu árum fyrr. Rafstraumi er hleypt gegnum þynnt loft í lokuðu glerhylki, og allt í einu tók Röntgen eftir því að daufur grænn bjarmi lék um pappaspjald í þriggja metra fjar- lægð frá geislatækinu, en spjaldið var þakið lagi af efni með baríum- sambandi. Þessi glæta hlaut að koma frá glerhylkinu en utan um það hafði hann vafið svörtu blaði svo að engin venjuleg ljósbirta gat komist þar í gegn. Næst lét hann á það reyna hvort þessir annarlegu geislar gætu smogið gegnum margfaldan pappír eða tré. Þeim varð ekki skotaskuld úr því og þegar hann bar höndina upp að geislagjafanum gat hann tal- ið kjúkurnar í fingrunum. Litlu síðar prófaði hann hvort áhrif geislanna kæmu fram á Ijósmyndaplötu og bað þá eiginkonu sína að ljá sér hönd. Árangurinn af þeirri tilraun sést hér á myndinni sem oft er prentuð í bók- um um geislafræði. Þegar svo Rönt- gen skýrði opinberlega frá uppgötv- un sinni skömmu síðar talaði hann um „nýja tegund geisla“ og nefndi þá X-geisla (hina óþekktu geisla) og undir því nafni ganga þeir víða enn í dag, einkum meðal enskumælandi þjóða. Það er ekki ofmælt að fréttin um röntgengeislana og þýðingu þeirra fyrir lækna og sjúklinga barst um heiminn á vængjum vindanna. Sögur herma að fyrsta röntgenmyndatakan til sjúkdómsgreiningar hafi farið fram í Liverpool í febrúar 1896. Skot úr loftbyssu hafði farið á kaf í úlnlið drengs þar í borg og sá róm- aði frumkvöðull slysalækninga Rob- ert Jones skar til kúlunnar en áður fékk hann tekna röntgenmynd af úlnliðnum. Myndasmiðurinn var eng- inn annar en Sir Oliver Lodge eðlis- fræðiprófessor og spíritisti sem eftir hafnfirskum heimildum að dæma fór ekki með neina lygi. Röntgen fluttist til Múnchen alda- mótaárið og gerðist forstöðumaður eðlisfræðistofnunar við háskóla þar. Ári síðar voru nóbelsverðlaun veitt í fyrsta sinn og hlaut hann þá eðlis- fræðiverðlaunin eins og áður hefur verið frá sagt í þessum pistlum. Frægðin steig honum ekki til höfuðs og alla ævi þótti hann ómannblend- inn. Sem yfirboðari var hann kröfu- harður og strangur; starfíð og fræð- in voru honum eitt og allt. Hann andaðist í febrúar 1923. í fyrstu notfærðu læknar sér nýja tækið til sjúkdómsgreininga þegar grunur var um beinbrot, liðhlaup eða aðskotahluti eins og dæmið um enska drenginn sannar. En fljótlega kom í ljós að fleira var hægt að skoða en bein og byssukúlur. Loft og vökva mátti greina og ef slíkt sást þar sem það átti ekki að vera, t.d. loft undir þind eða vökvi í bijóstholi lá sjúk- dómsgreining í augum uppi. Svo komu skuggaefnin til sögunnar eitt af öðru og röntgenfræðin nam ný og víðari lönd. Meltingarvegurinn var kortlagður með því að láta sjúklinga drekka skuggaefni eða gefa þeim það í stólpípu, gallvegir og þvagfæri komu fram á myndum eftir að sprautað var þartilgerðum skugga- efnum í bláæð á handlegg, slagæða- kerfi ákveðinna líffæra teygðu kvísl- ar sínar eins og tijágreinar í allar áttir á röntgenfilmunni og þannig tók hver nýlundan við af annarri - leit að blæðingu í heila eða meltingarfær- um og stíflu í kransæðum hjartans eða slagæðum útlima, notkun geisla- virkra ísótópa til að afhjúpa sjúka líkamsvefi o.s.frv. Með tölvusneið- myndum opnuðust lokaðir heimar og systurrannsóknir röntgenvísinda blómstra: Hljóðbylgjutækni (ómskoð- un) og nú síðast segulómun. Tuttugasta öldin hefur þrátt fyrir allt verið börnum sínum betri en engin. eftir Þórarin Guónason ÞJÓÐLÍFSÞANKAR17//// EES minnka kjördœmapotib f Lámðarkram ogþymikóróna í UMRÆÐUM manna á meðal um Alþingi hefur stundum ver- ið haft á orði að það væri að sumu leyti heppilegri skipan að þingmenn væru allir lands- kjörnir, heldur en að þar sætu kjördæmakosnir þingmenn eins og reyndin er. Rökin fyrir þessu hafa gjarnan verið þau að landskjörnir þingmenn þyrftu ekki að vera að reka vinsældastefnu heima i héraði og þá myndi hverfa þetta kjör- dæmapot sem í reynd hefur verið óhagkvæmt þegar stefna er mótuð í meðferð sameigin- legra fjármuna okkar. Þessar raddir hafa síður heyrst úti á landsbyggðinni, enda má ætla að byggðastefnan svokall- aða biði afhroð ef kjördæmaskipan yrði breytt á þennan veg. Litlar fréttir hef ég séð um störf stjórn- arskrárnefndar, en ljóst mun þó vera að breyting- ar á kjördæma- skipan í þessa veru eru ekki á döfinni. Nú er hins vegar breyt- □ eftir Guórúnu Guðlougsdóttur inga von sem miða í þá átt að móta stefnu fjármála landsins og minnka svigrúm til undantekninga. í samantekt um EES-samning- inn sem mér barst í hendur fyrir skömmu segir að það sé mat sér- fræðinga að EES-samningurinn muni leiða til umtalsverðra kerfís- breytinga hér á landi, bæði hvað snertir framkvæmd og form opin- berra styrkja. í reglugerð um rík- isstyrki í EES-samningnum er byggt á reglugerð EB. Höfuðatriði reglugerðarinnar er að allir ríkis- styrkir sem ekki samræmast mark- miðum samningsins um frelsi í við- skiptum og samkeppni á svæðinu, þ.e.a.s. að einstök lönd verndi vörur sínar eða innlenda þjónustu með beitingu ríkisstyrkja, séu brot á samningnum. Skilgreining EB á ríkisstyrkjum nær yfir bein fjár- framlög, ábyrgðir og skattaívilnan- ir og á jafnt við um ríki, sveitarfé- lög og fyrirtæki í opinberri eigu. Ætla má að þetta ákvæði EES- samningsins muni breyta mikið ís- lenskum stjórnmálum. Eftir gildis- töku samningsins verður ekki leng- ur hægt að úthluta fjármunum utan þess ramma sem ákveðinn hefur verið við fjárlög. Samkvæmt regl- um um EES þurfa aðildarríki að tilkynna eftirlitsstofnun EFTA um fyrirhugaðar stuðningsaðgerðir. En sérstakar reglur eru um hvað má styrkja og jafnvel um það hve hátt hlutfall styrks má vera af kostnaði. Eftirlitsstofnunin verður að samþykkja áætlanir um aðstoð- ina áður en hún kemur til fram- kvæmda. Sé þetta ekki gert getur stofnunin krafist þess að styrkur- inn sé endurgreiddur. Mjög mikill þrýstingur hefur jafnan verið úr ýmsum áttum á stjórnvöld og þing að fá peninga til styrktar margvíslegum fram- kvæmdum og málefnum sem ekki er sérstaklega kveðið á um í fjár- lögum. Þingmenn hafa yfírleitt vik- ist vel við slíkum styrktarbeiðnum. Þeir hafa lagt metnað sinn í að fá sem mestu áorkað fyrir sitt kjör- dæmi. Nú virðist sem þunginn í þessum efnum færist í auknum mæli á fjárlögin sjálf. Það segir sig sjálft, þegar reglur EES um ríkis- styrki eru skoðaðar, að margt af þvi sem áður þótti eðlilegt að veita fé í fellur ekki lengur undir þá málaflokka sem leyfilegt er að styrkja skv. reglum EES-samn- ingsins. Á hinn bóginn kann þetta að leiða til þess að meiri yfírsýn fáist í meðferð opinberra fjármuna. Nákvæm og samræmd heildarat- hugun á ríkisstyrkjum sem skv. reglum EES verður nauðsyn, leiðir að líkindum til meiri yfirvegunar í ríkisfjármálum. Fyrrum þingmaður sagði mér eitt sinn að hann hefði í upphafi þingmannsferils síns fengið ómet- anlega leiðsögn frá þingmanni ann- ars flokks, sem jafnan sinnti vel fjarlægu kjördæmi sínu. „Þú skalt“, sagði hann, „aldrei segja við nokkum mann úr kjördæmi þínu að eitthvað sé ómögulegt sem hann biður þig að gera, jafnvel þótt þú sjáir mæta vel að svo sé. Skrifaðu heldur viðkomandi stofn- un og láttu hana um að segja nei. Þá bitnar reiði kjósandans ekki á þér, þvert á móti færðu orð fyrir að gera alltaf það sem þú getur í öllum rnálurn." Ofangreint „lögmál" hefur ríkt í mismiklum mæli milli kjósanda, þingmanna og opinberra aðila. Dyggileg ræktun þessa „lögmáls" hefur vafalaust fært mörgum þing- manni lárviðarkrans í héraði, en einnig átt sinn þátt í að krýna þessa þjóð þymikórónu þeirrar skulda- byrði sem hún dregst nú með. ÚTSALAN hefst á mánudag STORKURINN gafmtGisfuh LAUGAVEGI 59,1^18258 TÍUDDSKÓLI RaFMS QEIRDALS Af gefnu tilefni skal tekið fram að skólinn er 100% löglegur og hefur verið frá upphafi. 35 nuddfræðingar hafa útskrifast og geta þeir allir starfað sjálfstætt við nudd, margir þeirra hafa nýtt sér það. Ég hef ekki vitund um að nein yfirvöld hafi spornað gegn því. Jafnframt er nuddnám við skólann viðurkennt af Félagi íslenskra nuddfræðinga. Jafnframt hefur skól- inn bréf frá námsmatsnefnd menntamálaráðuneytis- ins um að hann sé metinn til 10 stiga. Það þýðir að ráðuneytið viðurkennir tilvist skólans, en er ekki opinber yfirlýsing um viðurkenningu. Félag íslenskra nuddfræðinga hefur jafnframt óskað eftir löggildingu á nuddi sem iðngrein, skv. ráði heil- brigðisráðherra og tillögu deildarstjóra menntamála- ráðuneytis. Skólastjóri \K FELAG JARNIDNADARMANNA lllsheijar atkvæöagreiösla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæóa- greiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaróðs Félags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins skal skila til kjörstjórnar félagsins á skrif- stofu þess á Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, ásamt meómælum a.m.k. 75 fullgildra félagsmanna. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess tillögur um 14 menn til viðbótar í trúnað- armannaráð og 7 varamenn þeirra. Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs rennur út kl. 18.00 mánudaginn 8. febrúar 1993. Sliórn Félags járniónaóarmanna. TILBOÐ ÓSKAST íVolkswagen Jetta, árgerð ’89 (ekinn 21 þús. mílur), Nissan PathfinderXEV6 4x4, árgerð ’87, Geo Tracker4x4, árgerð '92 tjónabifreið (ekinn 6 þús. mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 2. febrúarkl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.