Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANUAR 1993 I sviósljósinu/ Sigurður G. Tómasson er dagskrárstjóri Rásar 2 ög einn af stjórnendum Þjóðarsálarinnar og sem slíkur í sviðsljósinu hvern virkan dag Þjóðarsálin í loftinu SIGURÐUR G. Tómasson kemur sér fyrir í stólnum, setur á sig heyrnartól- in og kinkar kolli til tæknimannsins sem situr hinum megin við hljóðhelt glerið í hljóðveri númer 2 í Efstaleit- inu. Klukkan er nokkrar mínútur geng- in í sjö og á sjónvarpsskermi fyrir framan stjórnandann birtast nöfn þeirra sem bíða á línunni. Kynningar- stef þáttarins hljómar og rauða Ijósið kviknar á hljóðnemanum. Þjóðarsálin er komin í loftið. eftir Björn Malmquist Þjóðarsálin hefur lengi verið einn umtalaðasti út- varpsþáttur hér á landi. Harðvítugar deilur hafa spunnist út af honum, vitnað hefur verið í þáttinn á Al- þingi og málefni viðmælenda hafa oft og tíðum vakið mikla athygli. En það eru líka margir sem halda því fram að þátturinn sé ekkert annað en ómerkilegur vettvangur nöldrara og kverúlanta sem þarna fái tækifæri til að hella úr skálum reiði sinnar. „Það er ákveðinn stétta- hroki sem kemur oft fram í viðhorfum fólks til þáttarins," segir Sigurður G. Tómasson, dagskrárstjóri Rásar 2 og einn af stjórnendum Þjóðar- sálarinnar. Og hann heldur áfram: „Ég hef orðið var við að betri borgarar í hvítflibba- störfum hér í höfuðborginni finnst mörgum hveijum að Þjóðarsálin sé fyrir neðan þeirra virðingu; þetta sé hin ómenntaða alþýða sem þama sé að kvarta og kveina og það sé óþægilegt að hlusta á það. En samt hlusta þeir alltaf á þáttinn, kannski vegna þess að það er meðal annars þama sem hjartsláttur samfélagsins heyrist. Meginhluti fólksins í þessu landi er nefnilega ekki með hvítan flibba; það vinnur önnur störf og hefur kannski að einhverju leyti önnur hugðarefni. Samt eru það al- menn samfélagsmál og póli- tík sem hvíla lang þyngst á þjóðinni, og það kemur fram í þættinum á hverjum einasta degi.“ Sérstaða þessa þáttar kemur ekki síst fram í því að um- ræðan tengist ann- arri umfjöllun sem fer fram í Dægurmálaútvarpinu. An þess að ég vilji fara að gera of mikið úr þessum þætti — þetta er jú bara útvarpsþáttur — þá eru þarna ákveðin tengsl sem fólkið í landinu hefur við stjórnkerfið og þar með held ég að þátturinn sé talsvert mikilvægur. í Þjóð- arsálina kemur fólk sem hef- ur völd og áhrif í þjóðfélag- inu, fólkið sem fæst við að setja og framfylgja lögum og stundum gefst hlustendum færi á að ræða við þetta fólk. Þjóðarsálin er líka mjög með- færilegur þáttur og það er mikið til á valdi stjórnandans að stýra umræðunni á hverj- um tíma. Ég man til dæmis eftir mjög góðum þætti sem Stefán Jón Hafstein stjórn- aði, daginn sem Hekla byrjaði að gjósa 1991. Sá þáttur er einsdæmi í íslenskri útvarps- mennsku, því þarna er að finna heimildir um gosmökk- inn frá útvarpshlustendum um allt land; í hvaða hæð hann var, í hvaða stefnu hann fór og hvernig gosið leit út. Þetta er samtímavitnisburð- ur, fenginn þegar Hekla er að byrja að gjósa. Þetta hafði aldrei áður verið gert í ís- lensku útvarpi og ég veit ekki til þess að þetta hafi gerst annars staðar. Þarna er það stjórnandi Þjóðarsálarinnar sem tekur ákvörðun um að nota þáttinn með þessum hætti — og það stendur ekki á hlustendum." Sú gagnrýni hefur stund- um heyrst að umræðuþættir eins og Þjóðarsálin ýti undir fordóma og þar komi oft og tíðum fram ómakleg gagn- rýni á þekkt fólk í þjóðlífinu. „Ég held þvert á móti að Þjóðarsálin dragi úr fordóm- um, vegna þess meðal annars að hún tengist skipulegri umræðu í Dægurmálaútvarp- inu. Það er heldur ekkert leyndarmál að við sem stjórn- um þættinum reynum að koma því á framfæri, sem við teljum sannast og réttast. Oft er nauðsynlegt að andmæla þeim sem hringja, einfaldlega til að halda uppi ákveðinni spennu í samtalinu og svo er það nú ein af skyldum stjórn- andans að reyna að draga fram sem flestar skoðanir í umdeildum málum. Það segir svosem ekkert um okkar eig- in afstöðu; þetta er einungis gert til þess að tiltekin mál fái ekki einhliða umfjöllun í þættinum. Vegna þessa tel ég að umræðan í Þjóðarsál- inni sé til þess fallin að draga úr fordómum og auka upplýs- ingu. Það er líka gert skipu- lega þegar sérfræðingar koma fram sem gestir í þætt- inum og geta þá gefið fólki sérhæfðar upplýsingar. Við teljum hins vegar að einka- mál fólks eigi ekki erindi í útvarpið, nema þegar sagan sem það segir snertir al- mannaheill og skaðar ekki neinn, sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér. Það eru þarna ákveðin mörk, en þau eru ekki mjög nákvæmlega skilgreind og það þarf að meta hvert mál fyrir sig. En almenna reglan er að það má ekki skammast út í fólk - En það má skammast út í ráðamenn? „Já, vegna þess að ráða- menn þurfa að standa ábyrg- ir gerða sinna gagnvart al- menningi; þeirra gerðir eru sífellt til umræðu og eiga auðvitað að vera það. Stjórn- málamenn hafa sjálfviljugir boðist til að sinna verkefnum í þágu þjóðarinnar og það þýðir að þeir þurfa í sífellu að setja ljós sitt undir mæli- ker. Það gerist meðal annars í Þjóðarsálinni. Auðvitað er þetta vandmeðfarið, því öllum sjónarmiðum þarf að koma á framfæri og einhver víðsýni verður að vera í umræðunni; það er yfirlýst ætlun okkar. Það hefur meira að segja tek- ist svo vel að mér hafa verið gerð upp ákveðin pólitísk við- horf sem ég hef alls ekki. En ég reyni ævinlega að láta öll sjónarmið koma fram; það finnst mér vera skylda mín sem umsjónarmanns." Fljótlega eftir að ég byijaði með Þjóð- arsálina var ég til dæmis sakaður um að vera sérlegur útsendari og stuðningsmaður Davíðs Oddssonar og styðja mál- flutning hans ljóst og leynt. Ástæðan var auðvitað sú að í Þjóðarsálinni hafði ég stund- um reynt að halda uppi vörn- um fyrir Davíð meðan hann var í borgarstjórn. Hann var ekki staddur í hljóðveri og einhver varð auðvitað að koma hans sjónarmiðum á framfæri, þannig að ég reyndi að tíunda þau eins vel og ég gat. Það tókst nú örugglega ekki eins vel og ef hann hefði gert það, en nógu vel til þess að fjöldi fólks hélt að ég væri handgenginn skoðana- bróðir Davíðs — sem ég er ekki og hef aldrei verið. Þetta byggist jú allt á því að ég reyni að andmæla fólki sem hringir inn, með því að tína til rök þeirra sem ekki eru sammála. Á hinn bóginn hef ég stundum líka notað þá aðferð að vera fyllilega sam- mála þeim sem hringja og tekið mjög rækilega undir með þeim. Það hefur síðan haft þau áhrif að það tryllist allt af þeim sem eru á móti. Með því að ýkja viðhorf við- mælendans fæ ég viðbrögð frá hlustendum, sem hringja þá inn með mótrökin. Þetta hef ég gert með góð- um árangri. Eg hef alltaf haft mjög gaman af rökræðum. Frá því ég man eftir mér var dagleg pólitísk um- ræða á mínu heimili og þar voru alltaf heitar umræður um samfélagsleg málefni, þar sem tekist var á um andstæð sjónarmið og umræðan stunduð eins og sú íþrótt, sem hún raunverulega er. Þegar tjóðarsálin er hvað skemmti- legust, þá er þessi samræðu- og kappræðuíþrótt stunduð af eins mikilli list og hún hefur nokkurn tímann verið stunduð hér á ís- landi.“ - Tekst oft svo vel til? „Kannski ekki á hveijum degi, en það líður varla sú vika að einhver snillingurinn hringi ekki og hefur þá undir- búið mál sitt mjög vel. Menn tala þá oftar en ekki undir rós, sem er gömul íslensk aðferð til að koma gagnrýni á framfæri. Yfirleitt er slíku fólki tekið mjög vel og stund- um er jafnvel spilað áfram á líkingamálið í ræðu viðkom- andi.“ Auðvitað hringir fólk í þáttinn, sem hringt hefur áður. En það er alls ekki eins algengt og margir halda. Það sem kannski villir um fyrir hlustendum er að þeir sem hringja hafa hlustað oft á þáttinn og þekkja rödd mína vel. Þeir tala þess vegna kumpánlega við mig og ég tek því ævinlega vel. En það þýðir ekki endilega að ég kannist við þá. Ég þekki líka til á mörgum stöðum á land- inu og stundum kemur það fyrir að ég veit eitthvað um hagi þess fólks sem hringir, án þess að ég þekki það per- sónulega." Ómerkilegur röflþáttur? „Nei,“ segir Sigurður, „ég held að Þjóðarsálin hafí margsinnis sýnt að hún er verðugt útvarpsefni. Gott dæmi er þáttur sem ég stjórn- aði haustið 1989, en þann dag voru liðin áttatíu ár frá því að fyrsta bók Halldórs Lax- ness, Barn náttúrunnar, kom út. Á þessum tíma voru mikl- ar umræður í Útvarpsráði um Þjóðarsálina. Að mínu áliti var þetta svolítil hvítflib- baumræða, enda eiga kaffí- brúsakallar og alþýðufólk ekki fulltrúa í ráðinu; þar sit- ur ágætt skrifstofufólk á veg- um stjómmálaflokkanna. Það var enda mikið talað um hve Þjóðarsálin væri vondur út- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993 B 15 varpsþáttur og þyrfti að fara að hætta. En sem betur fer ræður Útvarpsráð ekki úrslit- um um dagskrá Ríkisútvarps- ins. Vegna þessa stéttahroka sem ég taldi lýsa sér í þess- ari afstöðu ráðsins, fannst mér að það þyrfti kannski að sýna fulltrúum ráðsins og öðrum fram á að fólkið í land- inu, fólkið sem hlustaði á þáttinn og hringdi í hann, væri vel lesið og vitiborið fólk og það væri óþarfi að hnýta í eftirlætisþátt þess vegna þess hve alþýðlegur hann væri. Ég sneri þess vegna þætti þessa dags upp í tjóðar- sál um Halldór Laxness og sagði í upphafi þáttarins að í dag langaði mig að tala um Halldór; ég vildi spyija fólk hvenær það hefði kynnst verkum skáldsins og hver væri uppáhaldspóstur þess í verkum hans. Það vom ekki margir sem komust inn í þátt- inn, enda hafði fólk frá ýmsu að segja. En það var enginn langskólagenginn maður sem hringdi; þetta var allt alþýðu- fólk. Þarna hringdi bílstjóri úr flutningabílnum sínum undir Eyjafjöllum, ég talaði við húsmæður, sjómenn og bændafólk. Hver einasti við- mælandi lýsti því hvenær hann byijaði að lesa verk Halldórs og sumir kunnu ut- anbókar heilu kaflana úr verkum hans. Þetta sagði mér svo sem engar fréttir; ég hef verið ansi víða og veit að það er fjöldinn allur af svona fólki við ýmis störf í landinu. Þetta fólk vinnur ekki á skrifstofum í Reykjavík; það er að vinna þjóðnýt störf og þeirra þáttur er íjóðarsálin. Hins vegar held ég að þetta hafi sannað fyrir Útvarpsráði, sem alltaf var að hnýtá í þáttinn, að þetta er ekki eitthvert lág- menningarkjaftæði alþýð- unnar í landinu. Ég gerði þetta líka til þess að almenn- ingur gæti vottað skáldinu virðingu sína. Það tókst. Og svo allir njóti nú sannmælis, þá situr annað fólk í Útvarps- ráði núna. Annað gott dæmi er þáttur sem var á dagskrá fyrir örfáum árum. Þar sat Árni Björnsson þjóðháttafræðingur við hljóð- nemann og var að segja okk- ur frá álfum og jólasveinum. í þann þátt hringdi kona ætt- uð vestan af fjörðum. Hún sagði Árna og þjóðinni frá jólasveininum Flotsokku, sem enginn hafði heyrt um getið og engar ritaðar heimildir voru til um. Seinna talaði svo Árni betur við hana og fann fleiri vitnisburði. íjóðarsálin var líka á dagskrá 1. desem- ber síðastliðinn. Þá hringdu tveir menn sem staðið höfðu fyrir utan stjórnarráðshúsið, 1. desember 1918, daginn sem fáninn var dreginn að Morgunblaðið/Ámi Sæberg húni og ísland varð fullvalda ríki. Það eru svona atvik," segir Sigurður, „sem sýna það og sanna að tjóðarsálin er ekki ómerkilegur röflþáttur. Hún hefur margsannað tilverurétt sinn og hún er miklu merkilegri þáttur en margir gera sér grejn fyrir.“ Ég' tala við fólk í útvarpinu alveg eins og ég tala við fólk annars staðar. Ég geng út frá því að viðmælandi minn sé maður eins og ég, með fullu viti, góðviljaður og eigi erindi. Að öðr- um kosti væri mér ómögulegt að stýra þættinum. Mér þykir einfaldlega vænt um fólk. Það er lífsskoðun mín að mannskepnan sé góð inn við bein- ið og vilji vel og það er sú afstaða sem lýsir sér í því, hvernig ég tala við fólk. Það er líka sjaldgæft að mann- eskja veki ekki forvitni mína og mig langi ekki til að heyra hvað hún hefur að segja. Ég held nefnilega að flestir hafl eitthvað til málanna að leggja." Þjóðarsálin hef- ur lengi verið einn umtalaðasti útvarpsþáttur hér á landi. Harðvítugar deil- ur hafa spunnist út af honum, vitnað hefur ver- ið íþáttinn á Al- þingi og málefni viðmælenda hafa oft og tíðum vakið mikla at- hygli. Höfundur er lausamaður í blaðamennsku. Crillsteikumar hjá iariinum: Mest seldu steikur á Islandi NAUTAGRILLSTEIK, SIRLOIN, m. bak. kart., kryddsmjöri og hrásalati. Safarík og bragbmikil steik úr völdu ungnautakjöti...kr. 690 LAMBAGRILLSTEIK, FILLET, m. bak. kart., kryddsmjöri og hrásalati. Erum þrælmontin af lambasteikinni okkar. Brábnar nánast í munni manns... kr. 750 SVÍNAGRILLSTEIK, HNAKKI, m. bak. kart., kryddsmjöri og hrásalati. Brag&gób og mjúk undir tönn. Góð steik.kr. 690 Sprengisandi — Kringiunni i ¥ jartinn ~VEITINGASTOFA ■ ÍSLENSKA ÓPERAN lllll__lllll Sardasfurstynjan Óperetta eftir Leo Stein og Bela Jenbach með tónlist eftir EMMERICH KÁLMÁN flutt með leyfi Josef Weinberger Ltd. í íslenskri þýðingu Flosa Ólafssonar og Þorsteins Gylfasonar Hljómsveitarstjóri: Páll Pampichler Pálsson Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Dansar: Auður Bjarnadóttir Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Búningar: Hulda Kristín Magnúsdóttir Lýsing: Jóhann B. Pálmason Stjórnandi kórs/æfingastjóri: Peter Locke Sýningarstjóri: Kristín S. Kristjónsdóttir Píanóleikari ó æfingum: Iwona Jagla Kór íslensku óperunnar Hljómsveit íslensku óperunnar Konsertmeistari: Zbigniew Dubik Söngvarar: • Signý Sæmundsdóttir • Þorgeir J. Andrésson • Bergþór Pólsson • Jóhanna Llnnet • Sigurður Björnsson • Bessí Bjarnason • Sieglinde Kahmann • Kristinn Þ. Hallsson FRUMSÝNING föstudaginn 19. febrúar HÁTÍÐARSÝNING laugardaginn 20. febrúar Styrktarfélagar eiga forkaupsrétt á miaum dagana 1 .-4. febrúar Almenn sala miða hefst S. febrúar Mlðasalan er opln frá kl. 1S-19 daglega. Sýnlngardaga tll kl. 20. Sími 11475 - Greiðslukortaþjónusta SCHOLTES OFNAR - ALDREI GLÆSILEGRI! Bakstur Með fullkominni hitastjórn og nákvæmu loftstreymi nærðu þeim árangri við þaksturinn sem þig hefur alltaf dreymt um. Ofnsteiking Með innrauðum hita og margátta loftstreymi færðu steikina safaríka og fallega brúnaða. Qlóðsteiking Með innrauðum hita og loftstreymi, sem líkir eftir aðstæðum undir beru lofti, nærðu útigrillsáhrifum allan ársins hring.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.