Morgunblaðið - 31.01.1993, Side 25

Morgunblaðið - 31.01.1993, Side 25
PSMVJ3V aiGAJfMUDaOM 'NNUDAGUR 31. JANUAR 1993" seei HAiiviAt ií ■ MÖRGUNBEAÐIÐ VETRARSÓL VELVAKANDI YNDISLEG KVÖLDSTUND í PERLUNNI Kæri Velvakandi. Ég vil benda þér og öðrum sem lesa pistlana sem þér eru sendir á ágæta skemmtun í Perlunni á sunnudagskvöldum. Svo er mál með vexti að við, tvenn hjón, álpuðumst í Perluna sl. sunnudagskvöld og barst þá á móti okkur dillandi dansmús- ík. Það er að segja þessi gömlu góðu amerísku danslög frá stríðsárunum sem allir þekkja og eru löngu orðin sígild tón- list. Við settumst þarna niður við dansgólfið og pöntuðum okkur kaffi og tertu og fengum okkur snúning. Ég lét segja mér að þetta væri danshljóm- sveit Karls Jónatanssonar. Átta til tíu trompetar og saxafónar og eitthvað af ritma-hljóðfær- um. Slangur var af fólki þarna og jókst frekar er á leið. Sem sagt, rafmagnsgítarhljómsveit- ir, sem nú ríkja um stundir. Sem sagt, indælis kvöldstund og litlu til kostað. NN ÞJÓÐKIRKJAN ÚRTAKTIVIÐ TÍMANN Eftir að hafa hlustað á há- degisfréttir Ríkisútvarpsins mánudaginn 25. janúar sl. þar sem rætt var við einn af að- standendum félags sem hefur að markmiði aðskilnað ríkis og kirkju langar mig til að eftirfar- andi komi fram: Viðmælandi segir að um 93% íslendinga séu skráðir í þjóðkirkjuna. Hins vegar veit ég að fram hefur komið í könnunum sem gerðar hafa verið, þ. á m. hjá guð- fræðideild Háskólans, að um það bil 15% íslendinga telji sig trúlausa og ennþá fleiri telji sig „trúa á sinn hátt“ en séu ekki bundnir neinum söfnuði. í ljósi þessa vildi ég að kæmi fram að það er mjög auðvelt að fara niður á Hagstofu og láta skrá sig utan trúfélaga eða í annan söfnuð. Ég held að flestir sem skráðir eru í þjóð- kirkjuna séu þar af því að þeir eru sjálfkrafa skráðir þar við fæðingu og hafa ekki haft nægilegan áhuga á trúmálum til að láta breyta því. TAPAÐ/FUNDIÐ Silfureyrnalokkur með grænbláum steini tapaðist í miðbæ Reykjavíkur föstu- daginn 22. janúar. Finnandi vinsamlega hringi í síma 656760. Týndur frakki Svartur ökklasíður karl- mannsfrakki úr kasmírull tap- aðist á Bíóbarnum föstudags- kvöldið 22. janúar sl. í vösunum voru svartir kvenleðurhanskar. Finnandi vinsamlega háfi sam- band í síma 41922. Helgi Sigurðsson GÆLUDÝR Páfagaukur tapaðist Grár dísarpáfagaukur tapað- ist frá Seilugranda. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 23437. Fundarlaun. Læðu vantar heimili Ársgömul, fálleg, þrílit læða óskar eftir góðu heimili. Upp- lýsingar í síma 19294. Týndur köttur Svartur hálfsíðhærður kött- ur af norsku skógarkattakyni hvarf frá Mánagötu í Norður- mýri sl. fimmtudag. Hann er frekar styggur og ekki auðvelt að nálgast hann. Hafi einhver orðið hans var hafi hann vin- samlega samband í síma 12259. Matvæla- verð of hátt á Islandi Frá Gunnari Þorkelssyni: Stöðugleikinn sem myndaðist eftir samningana 1990 er vissulega mikils virði. En ef svona mikið at- vinnuleysi er óumflýjanlegur fýlgi- fiskur, spyr maður sig hvort hann sé þess virði. í mínum huga er at- vinna grundvallarmannréttindi hvers manns. í höfuðatriðum get ég sætt mig við þau kjör sem gilt hafa á þessum tíma nema matvælaverðið, sem mér finnst of hátt. Fyrir um ári fékk ég arf eftir foreldra mína og ákváðum við hjón- in þá að ferðast til útlanda. Þá kynntist ég hvílíkur reginmunur er á því að lifa og hrærast þar sem verð á matvælum vegur ekki eins þungt í kostnaði og hér heima. Sú kynning sannfærði mig enn frekar um að matvælaverð er of hátt á íslandi. Til að gefa einhveija viðmiðun þá má nefna að við fengum fýrir eina gistingu í Noregi, 2 nætur í Danmörku og 4 í Moseldalnum og álíka munur var á verði á matvæl- um. Verðlag í Noregi kemst næst því sem ríkir hjá okkur, en þeir hafa á móti hærri laun. í öllum til- fellum var um að ræða gistingu í tveggja manna herbergi með baði og morgunverði. Eftir þessi kynni er ég ekki hissa á þeirri ráðstöfun Þjóðveija og Suð- ur-Evrópubúa að taka með sér eins mikið af mat og þeir geta þegar þeir heimsækja Island. Því vil ég skora á alla þá sem standa að gerð næstu samninga að leita allra leiða til verðlækkunar á matvælum. Sýnist mér vænlegast til þess breyting á virðisaukaskatt- inum. Það kæmi öllum til góða en þeim þó mest sem hafa ekki hærri laun en svo að bróðurparturinn fer í mat. Ég man þá tíð að fískur og kart- öflur voru ódýr fæða og því var hægt að borða ódýrt og spara sam- an til þess sem þurfti að borga. Þann möguleika eigum við ekki í dag. GUNNAR ÞORKELSSON, Óðinsgötu 18, Reykjavík. Pennavinir Frá Þýskalandi skrifar 26 ára karlmaður sem er félagi í ísland- svinafélaginu í Hamborg. Vill eign- ast íslenskar pennavinkonur: Claus Widmann, Zanger Strasse 33, W-7923 Königsbronn, Deutschland. Frá Nígeríu skrifar 18 ára piltur með margvísleg áhugamál: Jimmy Oyetola, 44 Kirikiri Road, Olodi Apapa, Lagos, Nigeria. Frá Suður-Afríku skrifar 43 ára einhleyp kona með áhuga á ferða- lögum, útivist og náttúrulífí auk þess sem hún safnar frímerkjum o.fl.: Shirley Soffiantini, Victoria Mews, 3 Egret Lane, Umhlanga Rocks, Durban 4320, South Africa. LEIÐRÉTTING Misritun í bréfí til blaðsins eftir Matthías Eggertsson, sem birtist í Morgun- blaðinu í gær, misritaðist eitt orð í næstsíðustu setningunni þannig að merking hennar breyttist. Rétt hljóðar setningin þannig: „Þau lán lækka ekki þótt tekjumöguleikar rýrni.“ Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessari misritun. ROBERT REDFORD DAN AYKROYD SIDNEY POITIER DAVID STRATHAIRN MARY McDONNELL OG ÞETTA ERU GfiDU KALLARHIR FRUMSÝND Á MHDJUDM í HÁSKÓIABÍÓI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.