Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993 „ (Ljósm. Rut) HJONABAND. 28. nóvember sl. voru gefin saman í hjónaband Berg- lind Gunnarsdóttir og Eggert Jóns- son í Seltjamameskirkju af sr. Vig- fúsi Þór Ámasyni. Heimili þeirra er í Frostafold 26, Reykjavík. HJÓNABAND. 2. janúar sl. vom gefin saman í hjónaband Sigrún Amadóttir og Níels Guðmundsson í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matth- íassyni. Heimili brúðhjónanna er í Hæðargarði 50, Reykjavík. HJÓNABAND. 6. janúar sl. voru gefin saman í hjónaband Jóhanna Sigmundsdóttir og Magnús Norðdahl á heimili sínu í Vallarhús- um 21, Reykjavík af sr. Vigfúsi Þór Ámasyni. Kork*o*Plast KORK-gólfflísar meó vlnyl-plast áferö Kork*o-PIast / 20 geröam KorkOFIoor er ekkert annað en hiö viöurkennda Kork O Plast, Iknt á þéttpressaðar viöartrefjaplötur, kantar meö nót og gróp. UNDlRLAGSKORKIÞREMUR ÞYKKTUM. VEGGTÖFLUKORKPLÖTURIÞREMUR ÞYKKTUM. KORK-PARKETT, VENJULEGT, / TVEIMUR ÞYKKTUM. £8 Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 Metsölublað á hverjum degi! BAÐSTRÖND „BETRI" BORGARA PEENEMUNDE er óspenn- andi 800 manna þorp með 80% atvinnuleysi. Þar er ekkert við að vera nema skoða safnið og fara í bátsferðir um Greifw- alder-flóa. En tanginn sem þorpið stendur á er fallegur. Hann er -skógivaxinn og var svo lengi lokaður almennri umferð að hanner eins og frið- að svæði. Sjóemir verj>a þar og þeir verpa víst ekia hvar sem er. Það er lítið hótel í Peene- múnde og annað við ströndina í Karlshagen á leiðinni út á tangann. Starfsmenn dagblaðsins Neues Deutschland höfðu orlofsheimili þar á meðan kommúnistastjórnin var og hét. Starfsmenn annarra öflugra rík- isfyrirtækja höfðu orlofsaðstöðu Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir Usedom var kölluð „baðker Berlínar" í gamla daga. Eyjan er tilvalin fyrir göngu- eða hjólreiðaferðir þegar hitastigið býður ekki upp á sólbað á Eystrasaltsströnd. í huggulegum, tveggja hæða íbúðarhúsum út með ströndinni við Karlshagen. Sumir áttu auð- veldara með að fá inni í orlofs- heimilunum á tímum sósíalism- ans en aðrir. Hluti 'íbúðanna hefur nú verið •seldur en aðrar eru leigðar ferða- mönnum. Þær eru einfaldar en hafa það allra nauðsynlegasta oglcostuðu í haust 80 þýsk mörk, 3:040JSK, yfir nóttina. Eystra- saltsströnd gæti verið hreinni fen hún og skógarstígar um tangann eru tilvalin fyrir göngu- eða hjól- reiðaferðir þegar hitastigið býður ekki upp á sólbað. Brýr tengja Usedom, eyjuna sem Peene- múnde og Karlshagen eru á, við meginlandið. Hún verður orðin jafn vinsæll ferðamannastaður og hún var fyrir stríð áður en langt um líður. UNDRAVOPN HITLERS UPPHAF GEIMFERÐA eftir Önnu Bjamadóttur WERNER von Braun, sem síð- ar átti stóran þátt í að Banda- ríkjamenn komust til tungls- ins, var að leita að afskekktum stað fyrir eldflaugarannsóknir Þjóðveija um jólin 1935 þegar móðir hans rifjaði upp ferðir til Peenemiinde, lítils sjávar- pláss við Eystrasalt. Þorpið er yst á eyjunni Usedom sem var kölluð „baðker Berlínar" á þessum tíma af því að íbúar höfuðborgarinnar flykktust þangað á sumrin til að sóla sig á ströndinni og synda í sjón- um. Plássið er um 200 kílómetra norðan við Berlín og 200 kílómetra austan við Hamborg, skammt frá landamærum Þýskalands og Pól- lands. Það er úr alfaraleið og reyndist tilvalinn staður fyrir leynilegar rannsóknir þýsku vís- indamannanna sem voru á mála hjá hernum. Von Braun lagði til að herinn yfirtæki tangann sem Peenemúnde er á. Það var gert og hann var lokaður almenningi í 53 ár eða þangað til Austur- Þýskaland leystist upp 1989. Rannsóknir vísindamannanna gengu vonum framar og þeir skutu fyrstu eldflauginni á loft frá Peenemúnde 3. október 1942. Herinn hrósaði happi og tækninni var beitt til að skjóta V2-flugskeytum nasistastjórnar- innar til Bretlands og Belgíu. 2.855 féllu fyrir sprengjunum í Bretlandi og 4.483 í Belgíu. Fangar framleiddu flugskeytin í þrælkunarvinnu í Thúringen og þelm var skotið frá Hoek van Holland. Vísindamennimir héldu rannsóknum sínum áfram. Hluti þeirra fór til Banda- ríkjanna með Wemer von Braun að heimsstyij- öldinni lok- inni og þar komu þeir fótunum und- ir geimferða- iðnað Banda- ríkjamanna. Peenemún- de var á áhrifasvæði Sovétmanna í stríðslok. Þeir sprengdu og eyðilögðu mannvirki nasista í þorpinu sam- kvæmt sam- Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir Schmidt-hjónin kynntust í Peenemiinde fyrir fimmtíu árum þegar þau unnu þar að eldflaugarannsóknum þýska hersins. Þau eru hér við V2-flugskeyti nasistastjórnarinnar í safni um upphaf geimrannsóknanna í Peenemiinde. Austur-þýski ríthöfundurinn Ruth Kraft skrifaði skáldsögu, „Insel ohne Leuc- htfeuer“ (Eyja án vita), um starfið í Peenemiinde en hún var aðstoðarstúlka þar. Hér skoðar hún líkan af þorpinu eins og það var þegar vísindamenn þýska hersins réðu þar ríkjum. ( Oddur af ónýtu flugskeyti. komulagi Bandamanna og starfsemin þar átti að falla í gleymsku. Skuggi Hitlers lá yfir staðnum og austur-þýska stjórn- in sá enga ástæðu til að státa af frammistöðu vísindamanna hans. Það var ekki fyrr en múrinn féll og allt fór úr skorðum í Austur-Þýskalandi að tveir for- ingjar úr flughernum í Peene- múnde fóru að leita að leifum frá stríðsárunum og safna gögn- um um rannsóknar- og tilrauna- starfið í Peenemúnde. Þeir settu á fót „upplýsingamiðstöð“ í gömlu byrgi skammt frá höfn- inni og hún er nú orðin að litlu en forvitnilegu safni um upphaf geimferðatækninnar. Þeir, og framsýnir leiðtogar á svæðinu, gera sér vonir um að safnið eigi eftir að vaxa og dafna og Pee- nemúnde verði í framtíðinni þjálfunar- og ráðstefnusetur geimferðaiðnaðar Þýskalands. En skuggi fortíðarinnar hvílir yfir staðnum. Það kom best í ljós í haust þegar Samband fyrir- tækja í loftferðaiðnaði ætlaði að halda hátíð í Peenemúnde í til- efni af að 50 ár voru liðin síðan fyrstu eldflaug mannkynssög- unnar var skotið þaðan á loft. Hugmyndin vakti slíka hneyksl- un að það var hætt við hana. Vísindamennirnir í Peenemúnde stigu ekki aðeins fyrsta skrefið út í geiminn heldur útveguðu Hitler „undravopn“ sem and- stæðingar hans óttuðust og varð þúsundum að bana. Það á eftir að koma í ljós hvort fæðingar- staður þess getur þróast yfir í virta geimferðamiðstöð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.