Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 10
IP B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993 AXEL A GJðCRI ja hann tekur sko hraustlega ínefiÖ eftir Vilmund Honsen AXEL Thorarensen á Gjögri er óvei\julegur maður á margan hátt. Hann er 86 ára, fæddur 1907. Axel.hefur búið á Gjögri alla sína tið og þar kann hann líka best við sig. Líf hans er nátengt þeim nátt- úruöflum sem ráða ríkjum í þess- ari harðbýlu og afskektu sveit norður á Ströndum. í áttatíu og sex ár hefur Axel lifað í sátt við umhverfið, sótt sjóinn og stundað veiðar. Axel hefur frá mörgu að segja og segir skemmtilega frá milli þess sem hann býður í nefið. Faðir minn var Jakob Thorarensen sonur Jakobs Thorarensens sem verslaði í Kúvík- um, en móðir mín hélt Jóhanna Sigrún Guð- mundsdóttir frá Kjós í Arneshrepp. Jakob Thorarensen skáld var hálf- bróðir minn. Ég hef aldrei fengist við að yrkja, hitt er annað þetta er svo sem hægt. Þetta er bara vani mikið víst, að hnoða þetta saman. Hann var afskaplega mikill maður hann Jakob, afi gamli. Hann hafði mikla verslun. Hann fór alltaf til Danmerkur til að kaupa allt inn sem hann þurfti. Pabbi var danskur í aðra ættina og talaði dönskuna alveg eins og íslensku, því Jakob afí minn talaði alltaf dönsku við krakkana, ja og þau voru alveg jafn fær í dönsku eins og íslensku. Ég hef eignast hátt upp í þó nokk- uð af börnum með Agnesi Gísladótt- ur, konunni minni heitinni, alls níu. Þau eru Óli, Jakob, Jóhanna, Stein- unn, Ölver, Olga, Kamila, Elva og eitt dó á fyrsta ári. Ölver dó úr hel- vítis krabbanum. Já, svo er orðið mikið af bamabörnum, blessaður vertu, sægur orðinn. Já og barna- bamabömum. Er orðinn langalang- afí meira að segja, ég held það. Eg held að bamabörnin séu eitthvað yfír þrjátíu. Þau koma nú alltaf hing- að í frí á sumrin. Ég hef verið að kenna þeim að verka selskinn. Ég hef verkað fleiri hundruð skinn yfír ævina, en ég kann ekki að flá þá með hreifunum. Það er voðalegur vandi og það hef ég aldrei gert, sko. Þetta er allt annað en að flá tófu, sko. Þar eru fláðar klæmar og allt saman, sko, og minka jafnvel. En með sel er það allt verra sko. (Fær sér í nefíð.) Byrjaði að taka ■ nefið ijórtán ára og Npilaði á harmonikku Ég hef verið svona fjórtán, fimmt- án ára gamall þegar ég byijaði að taka í nefíð og hef tekið í nefið síð- an. Ég var við að beita ásamt öðr- um, við vorum í landi við beitingu. Karlarnir sem voru við að beita þarna, ég var náttúrulega grútsyfj- aður og þeir voru að segja mér að þetta væri svo gott að taka í nefíð upp á það að geta haldið sér vak- andi. Þeir gáfu mér í nefíð svona og svo fór ég smám saman að læra það, ha. Ég spilaði á harmónikku. Ég spil- aði á skröllunum hérna hjá okkur, já, ég held nú það, en ég spilaði aldr- ei á samkomum. Ég átti alltaf harmónikku, þær fást nú ekki leng- ur, ekki svoleiðis hnappaharmónikk- ur, tvöfaldar harmónikkur. Það voru tvöfaldar nótnaraðir á þessum harm- ónikkum, svo átti ég eina sem var þreföld sko, það voru þijár nótnarað- ir. Sko það voru svona plötur litlar, svona eins og tölur, já, já. Ég hef alltaf haft svo ógurlega gaman af harmónikkunni. Já, við vorum hérna alltaf krakkarnir, það var svo mikið af krökkum hér og unglingum þegar ég var að alast upp. Og þá var ball um „hvuija" helgi, já, bara heima- böll í einu húsi hérna, já, já. En ég er alveg hættur að spila núna. Ég á mikið af spólum með harmónikku- lögum sem Jakob minn hefur tekið upp fyrir mig. Ég á fleiri, fleiri spól- ur af því en þér að segja þá er ég dálítið vandlátur, ha. Veóurfar og búskapur Ég er búinn að vera með veðurat- hugun hér í tuttugu ár líklega. Og tíðarfar var upp og niður þá eins og enn. Þá kom ís oftast nær mark- visst á hveiju ári, svo voru bara ísa- leysisár í þijátíu ár. Það sást ekki einn einasti ísjaki, en svo kom tals- vert mikill ís nú fyrir nokkrum árum. Ég man nú ekki alveg hvenær. Þá fylltist alveg fjörðurinn héma sko og allt saman út úr. Það hafa einnig verið misjafnlega miklir snjóavetrar inn á milli, þó man ég eftir skal ég segja þér eftir svo góðum vetri að það kastaði úr tveimur smá éljum allt árið, allan veturinn sko. Þá var vel fært og allir labbandi eða á hest- baki, þeir sem áttu truntu einhvetja. Ég hef aldrei verið gefinn fyrir sauðfé, nema þá að éta það. Ég hafði nokkrar kindur alltaf svona bara til að hafa fyrir mig til að éta. Belju átti ég líka einu sinni og ég var þeirri stundu fegnastur þegar hún hrökk upp af. Ég sveik af mér allt sumarið við að heyja fyrir henni og rótar fískur eins og hann var. Maður var alltaf að slá allt með Ijá og orfí og svo voru þurrkarnir mis- jafnir, þá var ekki vothey. Ekki þar fyrir, ég þurfti svo sem ekki að hafa belju. Sveitungar mínir hérna, þeir létu mig hafa héma alltaf mjólk, eins og þeir gera enn í dag, það held ég- Ja, o« þarna fékk ég nóra <srli. skal é« segja þer í tveimnr skotum Ég kann náttúrulega ýmsar veiði- sögur. Það em bæði refír og það eru sprökur og það eru selir en bjarndýr hef ég aldrei skotið. Þó að ég hafí skotið fleiri hundruð seli þá get ég ekki sagt neitt sögulegt um þá, nema það að ég skaut og annað hvort lá hann eða ekki hann lá. Ég skaut einu sinni fjóra seli á tveimur mínútum, það get ég sagt þér og það með riffli. Svoleiðis er að ég var hér úti í kartöflugarði í Akurvík, að sá þar um vorið. Þau voru með mér krakkarnir mínir, þau voru um fermingu. En ég var ekki með neina byssu með mér. Krakk- arnir eru að leika sér niðri ífjöru og koma og segja mér að þau sjái sel frammi á vík. Ég leit nú upp og sá þá að þá er selur þar alveg frammi undir Klömp nærri því, en það var nú náttúrulega helvíti Iangt færi. Svo ég segi Jóhönnu að hún skuli hlaupa heim og sækja fyrir mig riffíl- inn. Þetta var riffill 22, en þeir eru nú litlir. Ég fékk hann hjá kaupfé- lagsstjóranum, sem var þá í Norður- fírði, hann var að flytja. Hann hét Ófeigur Pétursson og hann seldi mér riffilinn. Þetta var alveg forláta verkfæri, en hann var bara með einu skoti. Svo fer ég þarna norður í vík- ina, það er standklettur hér, ég sá að það myndi vera einna styst það- an, ef ég skyti nú þaðan. Og ég er þar, og þegar ég kem þangað þá eru selimir tveir, stórir selir sko, þetta voru landselir samt ekki stórir miðað við útseli. Jæja, þeir eru nú báðir uppi í einu, það hefur verið líklega allt að svona 50-60 metrar, ég veit ekki hvað það var langt, 60 metrar eða jafnvel meira og þar eru báðir uppi, skal ég segja þér. Ég vil ekki skjóta meðan þeir voru báðir uppi, en svo fara þeir báðir í kaf. Svo eftir nokkurn tíma þá kemur annar upp aftur og þá var ég ekki lengi á mér og skaut og hann liggur og rétt um leið sko þá kemur hinn upp. Þá er ég búinn að setja skotið í og skaut hann líka. Og þeir lágu þarna báðir, flutu þarna báðir. Jæja, svo sendi ég Jóhönnu heim til þess að biðja Valda bróðir minn að koma á trillu út eftir, til að sækja þá. En það var álandsvindur, þegar Valdi kom á trillunni þá voru þeir reknir upp í ijöruna undan kulinu. Þeir sukku ekki, en af hveiju sukku þeir ekki? Vegna þess að þeir voru komn- ir alveg að því að kæpa. Þetta voru tvær urtur og ég get svarið það að ég fékk fyrsta flokks skinn, bæði kópaskinnin. Ég fékk fullt verð fyrir þau alveg eins og þeir sem voru að veiða í lögnunum. Já, og þarna fékk ég fjóra seli, skal ég segja þér í tveimur skoþum, segir Axel skelli- hlæjandi og fær sér stórt í nefið. Nprakan Hefur þú ekki heyrt um það þeg- ar ég veiddi sprökuna. Það var svo- leiðis einu sinni sem oftar sem ég fór út á sjó, ég var nú alltaf á sjó og ég fór hérna norður undir hjá vitanum. Og lá þar, rnaður lá nú alltaf, það gerir það að það rak svo fljótt oft á tíðum og það var mikið, mikið betra að liggja. Það var mikið betra að liggja, þá gat maður verið að kippa eins og það var kallað. Það að kippa er að róa á sama stað, og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.