Morgunblaðið - 31.01.1993, Side 13

Morgunblaðið - 31.01.1993, Side 13
B 13 MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993 --------------------------------------— MSUMARIÐ verður líflegt og margar sveitir munu bít- ast um hylli ballgesta. Meðal þeirra verður rokksveit sem var upp á sitt besta fyrir tæpum tuttugu árum, hljómsveitin Pelican. Pelic- an skipa flestir þeir sömu og forðum^ Pétur Krist- jánsson, Asgeir Óskars- son, Björgvin Gíslason og Jón Olafsson, en í stað Ómars Óskarssonar kemur Guðmundur Sálarmaður Jónsson. Að sögn Pétur Kristjánssonar verður burð- urinn í dagskrá sveitarinnar lög eftir þá félaga, þar á meðal allnokkur eftir Guð- mund, en Pelican hyggur á plötuútgáfu í byrjun maí og síðan þétta rokkkeyrslu fram á haust. Rastafarireggí ÞEGAR Bob Marley féll frá fjaraði að mestu und- an reggíinu, þó um tíma hafí virst sem það væri á góðri leið með að leggja undir sig heiminn. Við tóku mögur ár þó reggíið hafi lifað góðu lífí í Jamaica og þróast í ótal afbrigði. Síðustu misseri hefur virst sem svo að reggíið sé að sækja í sig veðrið í poppbúningi eða sem dansragga. Þeir eru þó margir sem halda sig við ómengað rastafari- regg', þar á meðal Mikey Dread, sem sendi frá sér fyrirtaks skífu fyrir skemmstu. Obsession. Mikey Dread hóf feril sinn sem plötusnúður í Jamaica, en þar felst í starfinu að geta spunnið viðstöðulaust yfír þau lög sem leikin eru. Með tímanum fór hann að taka upp sjálfur og fyrstu plötur hans eru fyrirtak, þó mörgum þyki þær eflaust undarlegar við fyrstu hlustun. Um tíma átti Mikey Dread snaran þátt í þróun pönksins, því pönkarar höfðu dá- læti á honum og meðal annars vann hann með Clash um tíma. Þegar pönkið gaf um öndina flutti Mikey sig aftur til Jama- ica og heyrðist fátt af einum þar til Ob- session kom út fyrir skemmstu. Obsession fagna Mikey Dread aðdáend- ur, aukinheldur sem regg'unnendur fá nokkuð fyrir sinn snúð, því á plötunni eru átján fyrirtaks dæmi um að þó rastafari- trú sé ekki allra, þá skilja allir tónlistina sem henni tengist. Rastafarlreggf Mikey Dread DÆGURTÓNLIST Fyrirhvab stendurFIRE Fjandvinlr Tommi hinn ólánssami Mikkjáll og Jenni, Vendill ungherra úr Þröng. Tommi og Jenni á FYRSTA útgáfa ársins hefur þegar litið dagsins ljós, því Skífan sendi frá sér fyrir skemmstu plötu með tónlist úr myndinni Tommi og Jenni mála bæinn rauðan. Tónlistina semur Henry Mancini, en allmargir koma við sögu við að snúa öllu yfír á íslensku. Tommi og Jenni eru íslenskum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnir fyrir teiknimynda- syrpur, sem Sjónvarpið hefur sýnt öðru hvoru síðustu ár. Með reglulegu millibili hafa sprottið af þeim sýningum deilur, og því má segja meira en tímabært að sýna hér mynd um kappana í fullri lengd. i samræmi við þróun síðustu ára var myndin talsett hér á landi og öll lög sungn á íslensku. Flytjendur eru fjölmarg- ir, þar á meðal Björgvin Halldórs- son, Þórhallur Sigurðsson, Magn- ús Ólafsson, sem eru villikettir, Egill Ólafsson er Dýrfinnur, Mar- grét Helga Jóhannsdóttir er Fé- íslensku fríður frænka, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er Rósa Laxdal, Laddi er Fjármundur, Jóhann Sigurðarson er Stjáni blái, Sig- urður Siguijónsson er Gauksi og Magnús Ólafsson er Muggur. Aðalpersónurnar sjá Örn Arna- son, Tommi, og Sigrún Edda Björnsdóttir, Jeríni, um. Eins og áður sagði er tónlistin í myndinni eftir Henry Mancini, sem er með þekktustu tónsmiðum vestan hafs, en íslenskun texta var í höndum Ólafs Hauks Símon- arsonar. Sumarsmelllr Púff. sem þeir félagar eru sam- mála um að sé fremsta neð- anjarðasveit landsins um þessar mundir. Púff fór í hljóðver fyrir stuttu og tók upp fimm lög, „sumarsmelli", segja þeir, en draga svo strax úr og segja að reyndar séu sumarsmell- imir ekki nema tveir ef að er gáð, „enda vomm við fam- ir að sofna yfír tónlistinni í stúdíóinu". Ekki segjast Púff- arar hafa grúa laga í fartesk- inu, enda hafí þeir verið dug- LJósmynd/Björg Sveinsdóttir legir við að henda lögum upp á síðkastið; lög sem þeir segja að hafi stungið í stúf við hljómsveitina eins og hún er í dag. Líkt og Stilluppsteypuliðar segja Púffarar að gróskan sé mikil neðansjávar um þessar mundir, en hvað haldi þeim gangandi sé einfalt: „Gummi í Sálinni sagði rokkið væri brennivín og kerlingar, og ekki ætlum við að mótmæla því.“ Þriðja bylgjan Stilluppsteypuuppstilling. Morgunblaðið/Sverrir MSÁLIN hefur tekið sér frí eins og margir hafa frétt, en ekki hyggjast Sálarmenn leggjast í kör. Guðmundur Jónsson verður á ferð og flugi með Pelican, en Stefán Hilmarsson, sem hyggur á sólóskífu á árinu, hefur fleiri jám í eldinum, því hann hef- ur stofnað hljómsveit með Ingólfi Guðjónssyni og Sig- urði Gröndal úr Loðinni rottu og Rikshaw, en það samstarf á sér árs aðdrag- anda. Að auki verður með þeim félögum Friðrik Stur- luson úr Sálinni. Ekki er sveitin fullskipuð, né heldur er komið á hana nafn, en þeir félagar hyggja á tón- leikahald í sumar. Mplötuútgáfa verður lífleg á árinu og þegar er búið að ákveða útgáfu á tíu breið- skífum fram á vor, sem á verð- ur tónlist ólíkrar gerðar. Meðal þeirra sveita sem senda frá sér plötur em Stjómin, sem gefur út safnplötu, GCD og Pelican, en einnig verða á ferð safnplöt- ur með innlendu og erlendu efni, gömlu og nýju, þar á meðal reifsafrí og Grimm sjúkheit 2 frá Steinum og klassík og Bakarasnælda frá Skífunni. ROKKIÐ gengur I bylgjum; á milli þess sem allir keppast við að vera sem ömurlegastir og sölulegast- ir samtímis koma tímabil þegar frumleikinn ræður ferðinni og menn verða að hafa sig alla við að fylgj- ast með því sem fram fer. Síðasta sumar sáust vís- bendingar um að nýr sælutími væri framundan sem gæti átt eftir að geta af sér nýja burðarása í ís- ienskt neðansjávarrokk. I næstu viku, 4. febrúar, heldur félagsskapurinn FIRE tónleika í MS, þar sem fram koma fjórar sveitir sem iíklegar eru til stór- virkja á næstu misserum, Kolrassa krókríðandi, Still- uppsteypa, Púff og sólósveitin Curver. Kblrössur þekkja margir, . enda sendu þær stöllur frá sér breiðskífuna Drápu á síðasta ári, sem flestir töldu með bestu plötum árs- ins, en hin- ar sveitirn- ar eru óræðari stærðir, þó þær hafi verið iðnar við tón- , ,, leikahald Mntthiasson síðasta árið og ein þeirra, Stillupp- steypa sent frá sér einskonar plötu. Sveigjusteypa Stilluppsteypa sendi frá sér á síðasta ári svonefnda flexiplötu, þ.e. plötu sem pressuð er úr mjúku plasti með lágmarks hljómgæðum. Meðlimir sveitarinnar settu það þó ekki fyrir sig, því þeir mátu það meira að koma frá sér plötu, en að sú væri tæknilega fullkomin. Sveit- armeðlimir, sem ekki vilja segja frekari deili á sér en að í sveitinni séu Gjói, Helgi, Björt og Ingi Rafn og allir spili á allt, segja Stillupp- steypu ríflega ársgamla, en sl. haust urðu mannaskipti í sveitinni. „Við byijuðum strax á tilraunum, en þær eru miklu meiri núna. Lögin á plötunni erum við löngu hætt að spila og þau voru reyndar úrelt þegar þau komu út.“ Þau segja reynd- ar að þeim þyki yfirleitt leið- inlegt að vera að spila sama lagið oftar en einu sinni. Það hafí þó ekki verið eftir neinu að bíða, því það gerðist ekk- ert í neðjanjarðartónlistinni á íslandi ef menn gerðu það ekki sjálfir. „Það er aragrúi af neðanjarðarhljómsveitum á íslandi, en þær gera ekki neitt og því ber ekki eins mikið á þeim og oft áður.“ Stilluppsteypur segja að FIRE sé að vissu leyti svar við þeirri deyfð og um tíma virtist sem sveitimar hefði fengið til afnota kjörað- stöðu, þegar þær héldu tvenna tónleika í Hlaðvarpa- kjallaranum síðasta sumar., en sá staður er lokaður fyr- ir tónleikahaldi í bili. Stilluppsteypur segjast hafa mest gaman af að spila fyrir fólk sem hreyfir sig og segist spila danstónlist, en það séu bara ekki allir sem kunni að dansa við tón- listina. Tónlist sveitarinnar hefur þróast hratt upp á síð- kastið, enda jafnan' mikið í gangi samtímis, þó æfingar sé ekki mjög þéttar eins og er. „Við þróumst í allar átt- ir, jafnt í átt að þyngri tón- list og léttari, og reynum að vera ekki klisjukennd. Það geir fólki kannski erfíð- ara að henda reiður á okk- ur, en það skiptir ekki svo miklu máli.“ Kerlingar og brennivín Púff er jafn gömul Still- uppsteypa, þó hún eigi sér nokkum aðdraganda, enda tók langan tíma að fínna gít- arleikara í sveitina. „Við leit- uðum lengi að gítarleikara og prófuðum sjö, en það eina sem þeir vildu gera var að taka sóló. A endanum fund- um við uppgjafa bassaleikara sem gerðist gítarleikari." í Púff hefur verið fjögurra manna Iq'ami í sveitinni, þó íjölmargir hafí komið við sögu á líftíma hennar. Lengst af var í Púff hljómborðsieik- ari, en hann hætti til að helga sig vaxtarrækt, segja þeir félagar og hlæja við tilhugs- unina. Púffínenn segja að þeir hafi byijað á breskri dans- línu, en með tímanum hafí þeir snúið sér að rokkinu; „við fórum til markaðsráð- gjafa og hann ráðlagði okkur eindregið að leika rokk, því rokkið blífur". Þeir félagar segjast hafa verið ósammála um tónlistarstefnuna í upp- hafí „og erum það enn og líklega meira ósammála en nokkru sinni“. Sveitin hefur verið iðin við tónleikahald og fékk mikinn stuðning frá Risaeðlunni og síðar Ham,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.