Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993 svo lá ég þarna rétt fyrir framan með vitanum. Þetta var á stríðsárunum sem þetta var, og þá var nú lítið til af skotum og ég var ekki einu sinni með byssu með mér, því það þýddi ekkert, ég hafði ekki eitt einasta skot til. Annars skaut ég þær venju- lega, það er gott að skjóta sprökur. Sérstaklega undan reki, sko. Já, það er fínt að skjóta þær, maður skaut þær í hausinn, sko, í hnakkann. Jæja, svo ligg ég þarna frammi á vitanum, og ég hafði kröku með fjór- um örmum sem soðnir voru úr steyputeinum. Ég hafði hana því hún var létt, og ég hafði steina með mér svona tvo faðma frá krökunni, svo hún fattaði betur. Jæja, svo ligg ég þarna skal ég segja þér og þegar ég er búinn að draga svona líklega um 200 pund eða svo af fiski. Þá kemur sprakan á, þessi stærðar djöfulsins spraka og ég dreg hana nú upp undir borð. Ég var alveg í vandræðum ég hafði ekkert til að rota hana með, þær voru venjulega rotaðar líka, sko. Það er ekki hægt að taka inn lifandi spröku, svona stóra, það er ekki hægt einu sinni, þessi var 220 kíló. Ég er nú að spekulera hver andskot- an ég eigi nú að hafa, það var ekk- ert til. Ekkert nema bara varaárin sem ég hafði nú alltaf með mér, ég var með þrjár árar ef það brotnaði eða eitthvað svoleiðis. Svo þegar ég er að draga upp þá fór ég nú að leggja hausinn í bleyti, bíddu við, ég fann út hvað ég mundi getað notað, kannski, það var steinninn. Hann var frammi í barka sko, alveg frammi í, vara steinninn. Og skal ég segja þér, gat ég haldið í með færinu með annarri hendinni á með- an. Þá var hún nú að andskotast niður, það verður sko að marg gefa þessu sko, þetta er alveg eins og ólmir hestar, bara það verður að marg gefa þessu en þær daprast nokkuð fljótt. Hún hefur ekki verið búin að fara meira en svona fjórum, fimm sinnum þá fór hún að daprast svo að maður gat degið hana alveg upp að borði, sko. Jæja, sko, er hún stoppuð við al- veg og ég ætla að fara að draga, þá get ég farið fram í og seilst eftir steininum og held í færið á meðan. Svo er ég búinn að ná steininum og þá er þetta undir eins skárra, hann er dálítið stór og sleipur. Svo kem ég með hana upp að borði og ég dreg náttúrulega taumið inn og held í sökkuna samt, til vonar og vara. Fyrri utan ef hún skyldi fara að rykkja þá gæti ég kastað því undir eins út, það mátti ekki setja sökkuna niður í bát. Þá var slitið undir eins taumið á borðstokknum. Þegar sprakan kemur þá hélt ég sí svona í og ég ætla að beija hana í hnakk- ann með steininum og gerði það en þá missi ég steininn um leið, segir hann og hlær. Heyrðu þá andskotast hún maður, þá fer hún bara ofan sjóar skal ég segja þér, með hvítuna up og undan si svona. Alveg undan, beint aftur undan og ég sé það að það fór ekki að líta fallega út. Þetta var ekki nema sextugt færi sem ég var með, ég sá það að hringunum fækkaði svo fljótt að ég varð að gera eitthvað annað, annað hvort varð ég að setja fast í bátinn hrein- lega eða þá halda í það sjálfur. Svo ég var nú svo vitlaus að ég vind upp á hendina og set yfir bakið og spymi í þóttuna. Það kemur þessi ógurlegi rykkur og ég áfram aftur fyrir þóttu og ég finn það að það er ekki tekið í meira. Ég taldi upp að hún hefði slitið en svo fór ég að athuga, ég sá að báturinn er kominn á rek. Ég dreg hana til mín steindauða, þetta voru bara dauðateygjumar svona hrottalegar. Ég get svarið það hún var alveg steindauð, alveg. Ég gat tekið hana inn í bátinn og ekki það síst að það var komið það að físki í skektuna, að hún þol’ana vel á borðunum. Jæja, svo þegar ég er búinn að ná henni inn þá fer ég nú að athuga, þá sé ég það að báturinn er á reki og ég fer að athuga hvað er og ég finn það að krakan er með. En svo dreg ég upp þá er krak- an og tvær álmumar af. Það var það sem bjargaði mér líklega, ann- ars væri ég ekki hér aðtala við þig. Ég hefði farið út á eftir henni, held- ur þú að það sé gáfulegt. Þetta vom steyputeinar eins og ég var búinn að segja þér. Þetta var soðið á legg- inn og það bilaði steypan. Þetta er alveg eins og að halda við ólma hesta, vitlausa hesta bara. Ég seldi hana inn á Djúpavík, þá var síldar- stationin þar. Tófa, Nilungur, grásleppa og nátlúruvernd Tófur hef ég skotið margar og það er nú eiginlega ekki nema eitt sem ég get sagt um það. Þá fór ég venjulega hér út á Reykjanesbjörg, ég hef fengið flestar mínar tófur þar. Svo einu sinni þá skal ég segja þér héma, þær vora nú oft venjulega inni, það er þarna grjóturð, ég hafði það nú venjulega að fæla þær út, einhvem veginn lagað. Ég fór nú stundum heim og sótti við og fældi þær út ef þær vildu ekki fara með öðra móti, kveikti í. Þá hlupu þær út, en það vora margar útgöngur hjá þeim, það er ekki svo gott, þægi- legt að sjá hvar þær myndu koma út. Svo er það að það stekkur út tófa sko, hvít og ég var ekki nógu fljótur, hún fór undir eins í hvarf. Ég rakti för hennar, það var snjór, hún fór beint svona á Kvíasandinn sem kallaður er. Svo ég sá það þeg- ar ég kom þama á flugvöllinn, að það þýddi ekkert að vera að hugsa upp á hana meira. En pabbi var búinn að biðja mig að fara fyrir sig í vitann venjulega þegar ég var á þessu flakki svona. Svo ég var búinn að afmunstra tófuna og fer bara ofan í vitann og var ekkert að herða mig neitt. En svo legg ég af stað heim og þegar ég kem svona upp undir flugvöllinn, þá sé ég hvar tæsa er að koma neðan af og hún stefnir sísvona. Hún gat nú ekki farið heim með sjó því það era nú húsin þar og já hún var sísvona niður af mér. Svoldið svona og bí við mig, hún ætlaði sko að fara á bí við mig. Ég passaði mig með það að labba þann- ig að láta ekki stefna á hana, eins og ég héldi svona sko (Axel sýnir skástefnu með höndunum) og þá leggst hún niður sko. Helvíti era þær nú falskar. Ég passaði mig með það þegar ég labbaði svona, þá sté ég alltaf meira upp á annan fótinn (hlær) og nálgaðist hana svona allt- af heldur en hélt þó sömu stefnu. Þegar ég er kominn sí svona beint norður af henni sko og var nú í sæmilegu færi, þá snéri ég mér bara allt í einu við og skaut, ha, hún stein- drapst náttúralega. Ég gat nú verið dáldið lúmskur líka (skellihlær og tekur í nefið), hún ætlaði að láta mig labba hjá sér, já, já. Ég hef nú skotið marga’silunga, það var alvanalegt að maður fór héma í varimar þegar var verið að gera til og silungurinn var að taka uppi. Þá kastaði maður lifur og lét hann taka uppi eftir lifrinni og skaut hann um leið. Ég hef skotið silung bæði með riffli og hagla- byssu, þetta er enginn vandi hann kemur með nefíð upp úr, maður verður bara að vera dáldið fljótur. Það er bara eitt sem maður varð að vara sig á, maður varð að skjóta á hliðina á hon- um, með haglabyssu sko. Það kom fyrir ef maður skaut beint framan á þá, þá fóra þeir í tvennt, höglin fóru svo þétt á svona stuttu færi. Þeir vora bara í tveimur pört- um, það var ómögu- legt. En ef maður skaut á hliðina á þeim þá kom skotið á haus- inn á þeim en skemmdi ekki skrokkinn á þeim. Það var ágætt að skjóta þá með riffli, það var ágætt, það var sama hvernig þeir snéra þá. Það er nú ekki til grásleppa ef við fáum hana ekki hér í Reykj- arfirði. Við eram héma frammi á grunninu, langt frammi, með eina trossu við Spena. Við erum Spena samjaðra fram af Kaldbaks- homi. Speninn skal ég segja þér er alveg samjaðra hominu, þar eram við með tross- urnar. Jakob segir að við þurfum engan dýptarmæli, því ég sé með allar rnishæðir og steina í hausnum og það held ég _sé nokkru leyti rétt. Ég veigra mér alltaf við að leggja mikið af netum í maí, það er alveg hryllingur að fá mikið af netum eftir stóran sjógarð. Auð- vitað tapar maður á því oft en maður hefur líka grætt á því stundum. Mér fmnst náttúravemd vera gengin út í öfgar eiginlega, ég get ekki fundið annað. Þó ég sé sam- mála ýmsu og finnst að það eigi að vernda náttúrana. Það er til dæmis ekki fyrir íslendinga að vera að láta aðra ráða yfir því hvernig íslending- ar fara með hvalveiðar. Islendingar hafa lengi stundað hvalveiðar og hvalastofninn hefur alltaf verið sá sami. Þeir hafa alltaf haft stjórn á þessu og það er •óþarfi að láta fara að stjóma þeim neitt á neinn hátt. Hvað sem aðrar þjóðir gera, það getur vel verið náttúralega að þeir séu að ganga af þessu öllu dauðu. Það á nú ekki að eiga sér stað, þetta með reknetin, ha. Það er nú bara það, það finnst mér ekki eigi að eiga sér stað, ha. Ég hef heyrt það í frétt- unum. Já, já, þetta era bara fleiri, fleiri tugir kílómetra löng net og þama drepst allt í, fuglar, hvalir og allt mögulegt. Þetta finnst mér aldr- ei annað en að banna það undir eins, algjörlega hreint. Selurinn féll svo í verði þegar þetta byijaði, þau féllu bara oní ekki neitt það þýddi ekkert að drepa sel upp á það. Það var bara ekki hægt að selja það fyrir neitt. Þau gerðu meira en að falla í verði, það var nú það. Þetta kom sér ógurlega illa skal ég segja þér, því það var nú talsvert mikið upp úr selskinnum að hafa. Ég vissi vel um það, ég skaut svo mikið af kóp- um og selum og maður gat selt öll skinn bæði stór og smá. Verðið var náttúralega misjafnt, það var alltaf miklu meira verð á kópaskinnum, vorskinnum. Vorkópum sko það fer undir eins að vera annar litur á þeim þegar fer að koma fram á vetur, þá falla þau í verði. Ilefur þú lieyrl þaú þcgar ég skanl fjandann, ha Hefur þú heyrt það þegar ég skaut fjandann, ha. Ég hef verið svona lík- lega innan við tvítugt, sextán, átján ára eitthvað svoleiðis. Ég get sagt þér frá því. Mamma sáluga bannaði mér að skjóta á sunnudögum, ég mátti aldrei hreyfa byssu á sunnu- dögum. Og svo var það einu sinni sem oftar að ég fer út, út fyrir Hleinabúð sem kallaðir eru og er að sækja rollurnar, þær vora þar. Þá er þar kópur sem kemur alveg upp, bara upp að fótunum á mér, það var hvíta stafandi logn. Ég gat ekki stillt mig annað en að hlaupa heim og sæki byssuna. 0g þá er kópurinn þama ennþá og hann kemur bara svona, það var ekki lengra en svona þrír metrar í hann. Ég hef nú ein- hvern tímann skotið sel á lengra færi. Ég skaut þarna á hann, nú það var ekki neitt nema bara rippið eftir höglin þar _sem hann var og hann er horfinn. Ég tel upp á það að hann hafi sokkið eins og steinn við skotið sko. Þarna var örgrannt og sandur og gott að sjá. Ég veð bara, ég gat vaðið þangað fram s_em hann var og hann er ekki þar. Ég fer á bátn- um, ég sæki hann og leita og leita og ég hef ekki fundið selinn enn, ha. Það var bara verið að freista mín ég er viss um það. (Fær sér í nefið.) En svo var það einu sinni skal ég segja þér að þá var það á hvíta- sunnudag. Þá er ég hérna fyrir neð- an hús og það er svona hvíta logn, og ég er að spila á harmónikku. Eg spilaði á harmónikku hér í þá daga. Þá kemur selur æðandi hérna bara alveg upp í vog og heldur þú að mig hafi ekki langað til að skjóta, en ég stillti mig nú í það skiptið, ha. Og veistu bara hvað, ég get svar- ið það að ég segi þetta satt, hann skríður upp á flúrumar hérna sem ég hef sko aldrei séð sel nokkurn tíma fara upp á alla mína hundstíð sem ég hef verið hérna. Hann liggur þarna og ég skipti mér ekkert af honum, ég lét hann eiga sig, ég lét ekki fjandann freista mín þá. Svo líður hvítasunnan og annar í hvíta- sunnu líður og ekki sést selurinn. Þriðja í hvítasunnu þá er ég að fara út í íjárhús að gefa rollunum þá sé ég sama selinn, þá kemur hann þarna upp fyrir neðan fjárhúsin sko. Ég hleyp eftir byssunni og skaut hann, ha. Já, þá fékk ég hann, fyrir það þó ég hafi ekki verið að skjóta hann á hvítasunnudag. Draugurlnn í rúminu og IHórl Það var norskt skip sem strand- aði hér og þá er ketillinn úr því enn hér frammi í sjó, en það er nú farið allt annað. Það var sagt að það væri draugur í því skipi, Nyssi sem kallaður var, skipið var nú norskt. Það var að fara til Djúpuvíkur og strandaði þarna úti frá. Það vora íslendingar á því eitthvað tveir eða þrír. Ég get sagt þér það að ég lá úti fyrir tófu þarna hjá því og meira að segja í frampartinum á því í myrkri. Aldrei var ég var við neitt. Þó er ég ekki frá því, ég ætla alla vega ekki að fortaka neitt. Maður getur aldrei sagt um það nema að það sé eitthvað. Ég var fram úr hófi myrkfælinn þegar ég var krakki, ég man eftir því. Það var líka alltaf þá á kvöldvökunni verið að segja draugasögur og allt mögu- legt og þá varð maður myrkfælinn. Ég var svo myrkfælinn að ég þorði ekki að sitja á rúminu, ég hélt að það myndi koma draugur undan rúminu og taka í lappirnar á mér, svo ég varð að fara upp í rúmið, svona var maður sko. Eg man nú ekki þessar sögur en ég man eftir þessu. Ég man eftir því að ég sá einu sinni draug eða ekki draug og þó um næturtíma. Ég hélt að það væri draugur, svoleiðis var að við voram systkinin. Við sváfum saman ég var til fóta í rúminu og þau syst- Hundurinn Týri er fimmtán ára gamall. Iialtur í allar lappir og heyrnarlaus. En Axel segir að ef hann fengi hey rnatæki og aó ef krukk- að væri í lappirnar á honum þá myndi hann örugglega duga í fimmtán ár í viöból. JB 11 ir mín og bróðir voru til höfða. Svo vakna ég einu sinni eina nóttina, skal ég segja þér, þá sé ég einhvern skollann svart, maður á koddanum hjá mér. Og ég bara varð svo hrædd- ur að ég sest upp þarna og vek þau bæði í hvelli og segi að það sé draug- ur þarna og þá vakna þau náttúru- lega og um leið og systir mín segir „hvurslags er þetta nú eiginlega" og í því hverfur draugurinn undir - sængina. Hún svaf í svörtum sokk- um og þetta voru þeir. (Hlær hátt.) Þetta er eini draugurinn sem ég hef séð um dagana. Þú hefur heyrt um það að það séu einhveijar fylgjur á undan mönnum, og þar á meðal Móri og Móri á nú að fylgja mér, já, já mér og minni ætt, það er nú líkast til. Því Óli afí sálugi, hann var skal ég segja þér í Ingólfsfírði og honum var sendur, það voru nábúar hans sem vora eitthvað í illindum. Og hann sendir honum mórauðan hund. Hann vakti upp mann og lét fara í hundslíki og hann átti að drepa Óla gamla. Óli gamli var með staf og hundurinn ætl'ar að ráðast á hann, og þeir slást nú þarna eitthvað, þangað til Óli gamli, hann setur hring í kringum sig með stafnum og skrifar Jesú innan í og manaði hann svo að koma, þá lagði hund- urinn á flótta og þetta er Móri sem menn segja að fylgi allri okkar ætt. Óhlióóin vló Gálgaholt En það er eitt sko sem er dáldið dularfullt skal ég segja þér, það er þarna fyrir innan vitann, það er holt sem heitir Gálgaholt, en ég veit nú eiginlega ekki af hveiju það heit- ir það. En pabbi var búinn að segja frá því að hann hefði orðið var við nokkrum sinnum, ekki þó mjög oft, einkennilegt hljóð þarna úr holtinu, þarna. Og við erum einu sinni að labba heim frá vitanum austur klett- ana sem kallað er, þá kom þaðan ámátlegt óhljóð maður. En svo er það núna fyrir, ja hvað ætli það sé sex, átta ár síðan, átta eða tíu ár síðan. Þá eram við með grásleppu- net þarna frammi af vitanum, Jakob og ég, svo hann getur borið um þetta líka. Þá koma þessi ámátlegu óhljóð, það var hvíta logn og fínt veður, ég get ekki einu sinni lýst hvemig óhljóð þetta eru. Þetta er sannleikur. Ég var að hugsa um það að þetta væri ekki ólíkt þessum út- burðarveinum sem var verið að tala um. Ég veit nú ekki hvernig þau hafa verið sko. Við hlustuðum á það, það stóð náttúralega ekki lengi yfír en nógu lengi til þess. Ja, ég er ekki frá því að það geti verið eitt- hvað svona, það getur verið til svo margt þó maður viti ekki um það. Heldur þú virkilega að við höfum aldrei verið til fyrr en núna, lifað í nokkur ár og drepist síðan út, algjör- lega án þess að vera nokkurn tíma til meir. Hvernig getur þú látið þér detta svona í hug, þú hugsar bara ekki út í það. Þú ert þó viss um að þú sért lifandi núna, já, já, þú lifír nú góðu lífi. Heyrðu, nei ég veit það ekkl, ég hefði haldið það að það væri eitthvað. Útlendingar hafa sagt það til dæmis að það hafí komið fyrir, þó ég hafí enga trú á því, sko að fólk sem fætt er bara til dæmis í Indlandi, að stúlka man eftir sér nákvæmlega á sama stað og hún var í fyrra lífi sko, áður en hún dó. Hún fæðist svo aftur á sama stað, þekkir húsið, þekkir fólkið. Sko þetta getur ekki átt sér stað, ha. Þú sérð það þetta getur ekki átt sér stað vegna þess að heilinn, hann er nú eins og bók, við vitum það því við hugsum. Það er eins og þú sért að fletta bók þegar þú ert að hugsa. Þegar við deyjum þá er það náttúru- lega heilinn, hann fúnar eins og allt annað og þar getur engin hugsun verið baka til að leita að, ha. Eg er sannfærður um að við eigum eftir að fæðast aftur og höfum fæðst áður. En það er annað hvað það er engin vissa að við verðum menn við getum alveg eins orðið að einhveiju dýri. Ég fortek það ekki. Það var einhver sem þóttist hafa verið stóð- meri í haga, það var einhver íslensk kerling. Hún þóttist hafa verið í fyrra lífi stóðmeri í haga, þetta er alveg rétt, hún mundi eftir því, já, já,“ segir Axel á Gjögri og hlær hástöfum við tilhugsunina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.