Morgunblaðið - 03.02.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993 • • # Milljónatjón varð þegar fiskverkunarhús Onfirðings hf. brann á Flateyn Að sögn Kristjáns Einarssonar slökkviliðsstjóra gekk slökkvistarf erfiðlega í byrjun vegna þess hversu slæmt veður var, enda fraus vatnið í slöngunum. Um sex klukkutíma tók að slökkva eldinn. Rannsóknarlög- reglan á ísafirði er nú á Flateyri og kannar upptök eldsins, en í gær lágu niðurstöður þeirrar rannsóknar ekki fyrir. Engin starfsemi hefur verið í verkuninni undanfamar vikur, en beitningaraðstaða var í húsinu. Um 80 bjóð voru í frystigeymslu og eru það veiðarfæri vélbátsins Vísis. Veiðarfærunum tókst að bjarga úr eldinum, en ekki er vitað hversu mikið tjónið varð á þeim, því loft frystiklefans hrundi yfir þau. Þá tókst naumlega að bjarga Su- bam-bifreið sem geymd var í hús- inu, áður en það varð alelda. Hjálmur bjargaðist Lán þótti að nærliggjandi hús skyldu sleppa. Um tíma var óttast um skrifstofur útgerðarfyrirtækisins Hjálms hf., en vindáttin snerist, svo eldurinn náði ekki að læsa sig í bygg- inguna. Magnea Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir Barist við eldinn Slökkviliðsmenn beijast við eldinn í fiskverkunarhúsi Önfírðings hf. á Flateyri. Húsnæði þetta var áður í eigu Kaupfélags Önfirðinga. Það var byggt árið 1950, á granni, þar sem áður stóð fiskverkunin Snæfell, sem brann árið 1949. Innflutningur á sj ávarafurðum til EB-Ianda Tollaívilnanir vefjast fyrir fastafulltrúum Brussel. FVá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FASTAFULLTRÚAR aðildarríkja Evrópubandalagsins fjalla í dag um tillögur frá framkvæmdastjórninni um sérstakar tollaívilnanir vegna innflutnings á nokkrum sjávarafurðum til bandalagsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er þetta í þriðja sinn sem fastafulltrúarnir fjalla um málið en tillögur framkvæmdastjórnarinnar eru fram komnar vegna þeirra tafa sem orðið hafa á samþykkt samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið. Það vefst fyrir fulltrúm aðildar- ríkjanna að ákveða hversu lengi þessar ívilnanir þurfa að standa til boða. Ljóst er að innflutningur sam- kvæmt þeim verður heimill frá 1. apríl nk. en ætlunin er að þær falli úr gildi um leið og samningurinn um EES hefur verið staðfestur. Samkvæmt heimildum í Brassel verður gengið út frá svipuðu magni og á síðasta ári og nánast óbreytt- um tollum. Aðildarríki Evrópu- bandalagsins hafa árlega samþykkt sérstakar tollaívilnanir á nokkrar innfluttar sjávarafurðir til að tryggja hráefni fyrir fiskvinnslu- stöðvar innan bandalagsins. Þessar ívilnanir hafa gengið í gildi 1. apríl og gilt til ársloka. 6% tollur Á síðasta ári var t.d. heimilt að flytja 60 þúsund tonn af saltfiski til EB á 6% tolli. Um áramótin þeg- ar innflutningsheimildirnar runnu út voru 11 þúsund tonn af þessari heimild ónýtt. Reiknað var með því að samningurinn um EES gerði þessar tollaívilnanir ónauðsynlegar þar sem bæði Noregur og ísland fengu tollfijálsan aðgang að mörk- uðum EB fyrir flestar þessara af- urða. Judy Feeney um brottnámstilraun Ema vildi láta dætumar fyrir fé „Þetta er fáránleg og viðbjóðsleg lygi,“ segir Erna Eyjólfsdóttir JUDY Feeney, eiginkona Donalds Feeney, sem nú situr í gæslu- varðhaldi á meðan kannað er hvort kæra eigi hann fyrir barns- rán, sagði í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins í Banda- ríkjunum að Erna Eyjólfsdóttir hefði samþykkt að láta dætur sínar af hendi gegn 5.000 dollara greiðslu, en sett fram það skilyrði að látið yrði líta út fyrir að stúlkunum hefði verið rænt til að hún byði ekki álitshnekki. „Þetta er fáránleg og viðbjóðs- leg lygi. Þetta er bara ein af mörgum lygum sem þetta fólk kemst upp með. Það eru engin takmörk fyrir því sem það seg- ir,“ sagði Erna í samtali við Morgunblaðið. Judy Feeney, sem rekur fyrir- tækið Corporate Training Unlim- ited (CTU) ásamt manni sínum, Don Feeney, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að útsendar- ar sínir hefðu í upphafi þóst vera á vegum kvikmyndafyrirtækis, en eftir að kynni tókust með Jacquie Davis, starfsmanni CTU í Eng- landi, og Ernu hafi verið ákveðið að láta grímuna falla. Hún kveður Ernu þá hafa viljað fara til Eng- lands án barnanna og fá 5.000 dollara greiðslu og hafi það verið samþykkt. Um leið hafi verið gerð áætlun. Erna sagði að þessari sögu hefði greinilega verið haldið fram við þá sem færu með rannsókn málsins hér því hún hefði verið yfirheyrð margsinnis og meðal annars verið spurð við yfirheyrsl- urnar hvort hún hefði tekið við greiðslu fyrir dætur sínar. „Þetta er slíkur viðbjóður að við liggur að ég vilji ekki niðurlægja mig við að svara þessu,“ segir Erna. „Ég er alltaf að heyra eitthvað nýtt á hveijum degi. Það eru ótrú- legustu sögur. Maður vill ekki trúa því að fólk leyfi sér að segja svona. Ég vildi óska þess að ég gæti afsannað þetta allt, en ég veit ekki hvernig ég á að fara að því. Það eina sem ég get gert er að tala. Ég öfunda þessa mann- eskju ekki þann dag sem hún þarf að standa frammi fyrir guði,“ sagði Erna. Fjölmennt í Kvennaathvarfinu Fraus í slöngum o g illviðri tafði slökkvistarfið Flateyri. MILLJÓNATJÓN varð í gærmorgun þegar 1200 fermetra fiskverkunarhús Önfirðings hf. á Flateyri brann til kaldra kola. Það var á sjöunda tímanum sem eldsins varð vart í mótorhúsi. A augabragði logaði öll byggingin og varð ekki við neitt ráðið. Tap var á innanlandsflugi Flugleiða í fyrra. Farþegum hefur fjölgað, en fargjöld lækkað 7 Sönglist________________________ Leikfélag Akureyrar setur upp óperu eftir 30 ára hlé 26 Gullfossstemmning Á árshátíð Eimskipafélagsins var líkt eftir siglingu með gamla Gull- fossi 34 Leiðarí Aðgerðir gegn atvinnuleysi 22 SH flutti út 84.500 tonn 44 fyrir 19 miUjarða 1992 r . ,. . — arwsns tTiM-Sn 4 ( — SSmvSsZ ,1 I ygaas-frryÆegag j Úr verinu ► SH flutti út 84.500 tonn fyrir 19 milljarða 1992 - Tvö belgísk skip veiða nú á íslandsmiðum - Talið að viðhaldskostnað fiski- skipa megi lækka um allt að 30%. Myndasögur ► Grettir - Hermann - Högni hrekkvísi - Smáfólk - Leikhom- ið - Hringspil - Stafarugl - Felu- mynd - Völundarhús - Drátthagi blýanturinn. Helmingi fleiri komu nú í janúar en í fyrra MIÐAÐ VIÐ fjölda koma kvenna og barna í Kvennaathvarfið það sem af er þessu ári mætti ætla að komur tæplega tvöfölduðust frá fyrra ári á árinu öllu að sögn Jennýjar Önnu Baldursdóttur hjá Samtökum um kvennaathvarf. Skráðar komur voru 217 árið 1991 og 372 árið 1992. Komur voru 21 í janúar 1992 en 47 í janúar síðast- liðnum. Þrettán börn komu í athvarfið í janúar árið 1992 en 39 í janúar 1993. Jenný sagði að Samtökin hefðu ekki á reiðum höndum einhlíta skýr- ingu á þessari gífurlegu fjölgun. Hins vegar væri ljóst að kynning, t.d. í tengslum við Landssöfnun til styrktar Kvennaathvarfí, hefði skil- að sér í ríkum mæli og konurnar hefðu verið að velta því fyrir sér hvort efnahagsástandið í þjóðfélag- inu hefði þau áhrif á ofbeldi gagn- vart konum kæmi fyrr í ljós en ella. Hún sagði að þegar aðstandendur Kvennaathvarfsins hefðu tekið við nýrra og stærra athvarfi fyrir jólin hefðu þeir ekki getað ímyndað sér að raða þyrfti niður í herbergi af jafn mikilli nákvæmni í nýja húsinu og raun bæri vitni, en oft hefðu 8-10 konur og 14-20 börn verið í húsinu. Engu að síður lagði hún ríka áherslu á að engum væri snúið frá athvarfinu og það væri aldrei fullt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.