Morgunblaðið - 03.02.1993, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.02.1993, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993 Islendingar með 13,5 kg af hassi í Bremerhaven Ætluðu að smygla hass- inu til landsins í togara TVEIR íslendingar, 27 og 32 ára, voru handteknir i Bremerhaven í Þýskalandi aðfaranótt mánudags, með 13,5 kíló af hassi. Efnið var falið í farangursgeymslu bifreiðar mannanna, en þeir viðurkenndu við yfirheyrslur að hafa ætlað að koma því um borð i íslenskan tog- ara og flytja það þannig til landsins. Mennirnir voru leiddir fyrir dómara í gær, til að ákveða hvort þeir yrðu hnepptir í gæsluvarðhald. Frá þessu er skýrt í þýska dag- blaðinu Nordsee Zeitung í gær. Þar kemur fram, að mennimir hafi kom- ist í samband við fíkniefnasala í Amsterdam og keypt efnið þar, en ætlað sér að selja það með miklum hagnaði á íslandi. Ástæða viðskipt- anna var sú, að mennimir vom skuldum vafnir og ætluðu að losna við þær með þessum hætti. Undarlegt hátterni Lögreglumenn við eftirlit í Brem- erhaven stöðvuðu bíl íslendinganna og fannst háttemi þeirra undarlegt, þar sem þeir vom mjög tauga- óstyrkir þegar þeir vom að sýna skilríki sín. Þá ákvað lögreglan að líta í farangursgeymslu bifreiðar- innar, sem var fólksbifreið skráð í Lúxemborg. íslendingamir reyndu að hindra að lögreglan kæmi auga á nokkra böggla í farangursgeymsl- unni, en sú viðleitni bar lítinn árangur. í ljós kom að í bögglunum voru 13,5 kíló af hassi. Efnið höfðu íslendingamir sprautað með lyktar- sterkum lit, í því skyni að villa um fyrir leitarhundum. Við yfírheyrslur hjá þýsku lög- reglunni á mánudag viðurkenndu íslendingarnir að hafa ætlað að koma efninu um borð í íslenskan togara í Bremerhavenhöfn og flytja það þannig til íslands. Ekki kemur fram í fréttinni hvaða togara var um að ræða, hvort mennimir vom skipveijar á honum, eða hvort skip- veijar vora í vitorði með þeim. Morgunblaðið hafði samband við fíkniefnadeild lögreglunnar í Brem- erhaven í gær, en fékk þær upplýs- ingar að lögreglumenn, sem unnu að málinu, væm í fríi og starfsfélag- ar þeirra þekktu ekki til málavaxta. Þá hafði fíkniefnalögreglan í Reykjavík leitað upplýsinga hjá þýskum starfsfélögum sínum, en svar hafði ekki borist í gær. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 3. FEBRUAR YFIRLIT; Á Grænlandshafi er 969 mb lægð sem þokast norðaustur en 988 mb lægð um 500 km suður af landinu hreyfist hratt norðaustur. 8PÁ: Suðvestan stinningskaldi með éljum vestantil en þurru og sumstað- ar björtu veðri austantil. Frost á bilinu 0 til 5 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og sumsstaðar él. Frost 1 til 6 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Allhvass suðaustan og hlýn- andi veður. Rigning um sunnanvert landið en þurrt að mestu um norðan- vert landið. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt r r r f f f f r Rigning Léttskýjaö * /• * * r r * r Slydda ■A Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma Á Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstetnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig y súid = Þoka riig.. 4 FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30ámánudag) Vfða er mikið hvassviðri og hálka og vont ferðaveður. Fært er á aðalleið- um í nágrenni Reykjavíkur og Suðurnesjum nema ófært er um Mosfells- heiði. Flestir vegir á Suðurlandi eru færir og sama er að segja um Aust- firði nema ófært er í Hvalnes- og Þvottárskriðum vegna grjóthruns og hvassviðris. Þá er fært um Borgarfjörð og Snæfellsnes nema Kerlingar- skarð og Fróðárheiði eru ófærar. Sömuleiðis er fært í Dali um Heydal til Reykhóla en Brattabrekka er ófær. Kleifaheiði og Hálfdan eru ófær. Fært er frá Reykjavík um Holtavörðuheiði og Steingrímsfjarðarheiði til ísafjarðar. Breiðdals- og Botnsheiðar eru ófærar. Á Norðurlandi er Öxna- dalsheiði ófær og fært er frá Akureyri með ströndinni til Vopnafjarðar. Spáð er áframhaldandi hvassviðri og er vegfarendum ráðlagt að fylgjast með veðri áður en fariö er á fjallvegi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA kl. 12.00 í gær UM HEIM að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hiti +1 -r1 voður snjóél snjóél Bergen 3 rigningog súld Helsinki 4 helðskirt Kaupmannahöfn 1 lágþokublettir Narssaresuaq +26 léttskyjað Nuuk +26 alskýjað Osló 2 léttskýjsð Stokkhólmur 3 léttskýjað Þórshöfn 6 skýjað Algarve 16 hálfskýjað Amsterdam 3 þokumóða Barcelons 12 hálfskýjeð Berlín vantar Chicago +7 léttskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 2 þokumóða Glasgow 8 rigning Hamborg +2 frostúði London 8 mistur LosAngeles 10 hálfskýjað Lúxemborg +2 hrímþoka Madrid 2 skýjað Malaga 15 alskýjað Mallorca 14 skýjað Montreal +25 lágþokublettir New York +11 iéttskýjað Orlando 10 heiðskírt París 1 þokumóða Madelra 16 skýjað Róm 11 þokumóða Vín vantar Washington 9 heiðskírt Wlnnípeg +1 skýjað Morgunblaðið/Þorkell í blómahafi Starfsstúlka í Blómavali með íslenskar rósir en þær erlendu sjást ekki lengur í blómabúðunum, eftir að byijað var að rækta hér allt árið. Rósir allt áríð INNFLUTNINGI á rósum hefur með öllu verið hætt eftir að íslensk- um garðyrkjubændum hefur tekist að Iengja ræktunartímann með notkun raflýsingar og rækta rósir allan ársins hring. Að sögn Sig- urðar Moritzsonar hjá Blómamiðstöðinni var undanfarin ár ætfð lítilsháttar innflutningur á rósum yfir vetrartímann en í vetur hefur enginn innflutningur verið. „Þetta gekk þannig fyrir sig blómabændum hefði tekist að að rósir duttu út á haustin og innflutt blóm á borð við nellikur tóku þá við á markaðnum. Núna er hins vegar töluvert mikið fram- boð á rósum allan veturinn, en framleiðslan er þó minnst í desem- ber og janúar. Okkur hefur hins vegar tekist að anna eftirspum- inni þá,“ sagði Sigurður. Hann sagði að íslenskum lengja ræktunartímann á fleiri tegundum en rósum, og til dæmis hefði ræktunartíminn á nellikum verið lengdur til muna. „Raunar höfum við náð að lengja ræktun- artímann á nánast öllum tegund- um þó ennþá nái þetta ekki saman allt árið. Það hefur orðið gífurleg þróun í þessu undanfarin ár,“ sagði Sigurður. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Skógrækt og Landgræðslu ríkisins Ráðherra er ósátt- ur við sameiningu HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra er ekki sammála því áliti sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sljórnsýsluendur- skoðun Landgræðslu ríkisins að rétt sé að sameina hana Skógrækt ríkisins. Hann er heldur ekki sammála því að rétt sé að hafa þingskip- aða stjóm yfir stofnuninni. „Eins og fram kemur í skýrslunni leiddi þessi endurskoðun í ljós að ýmis|egt gott er um rekstur Land- græðslunnar að segja þó alltaf megi eitthvað bæta hjá þessari stofnun eins og öðrum. Ég er sammála mörg- um almennum atriðum sem fram koma,“ sagði Halldór í gær þegar leitað var álits hans á niðurstöðum Ríkisendurskoðunar. Hann sagðist þó ekki vera sam- mála því að rétt væri að sameina Landgræðslu og Skógrækt ríkisins. „Verkefni þessara stofnana eru í grandvallaratriðum óh'k þó það sé sameiginlegt báðum að huga að gróðurvemd og ræktun lands. Meg- inverkefni Landgræðslunnar liggja á eldgosasvæðunum. Stærstu verkefn- in nú em sunnan Mývatns, á Hóls- fjöllum og niður í Axarfjörð. Skóg- ræktin einbeitir sér að nytjaskógrækt og samvinnu við bændur, til dæmis um skjólbelti. Kjörsvæði Skógrækt- arinnar er á Fljótsdalshéraði, frammi í Eyjafírði og i uppsveitum Suður- lands. Ég á jafn erfitt með að sjá að rétt sé að flytja höfuðstöðvar Landgræðslunnar austur á Fljóts- dalshérað eins og höfuðstöðvar Skógræktarinnar í Gunnholt," sagði Halldór. Ekki þingkjörna stjórn „Það má alltaf endurskoða/lög og þau era raunar í endurskoðún. Ég skil hins vegar ekki hvaða jilgangi j það þjónar að hafa þinœkipaða stjóm yfír Landgræðslunni J; Ég’ tel ekki að Landgræðsla,n sé'dæmigerð stofnun sem það hentár, hins vegar hef ég skipað fagráðiíLaijdgræðsl- I' l! Í! unnar, sem verður landgræðslustjóra til ráðuneytis um þær áherslur sem rétt sé að hafa í landgræðslustarf- inu. Forfhaður þess er Egill Jónsson alþingismaður", sagði Halldór. Sjá frétt um úttektina á miðopnu. SH verktakar Urskurði frestað ÚRSKURÐI vegna beiðni SH verktaka um framlengingu á greiðslustöðvun var frestað öðru sinni hjá skiptaráðanda í Hafnarfirði í gær að ósk lög- manna þeirra kröfuhafa sem hafa mótmælt framlengingu. í dag leggja þeir fram grein- argerð í málinu. I gær var lögð fram greinar- gerð lögmanna SH verktaka og áskorun frá 20 kröfuhöfum fyr- irtækisins, sem eiga yfir 100 milljóna kr. kröfur á hendur því, um að fyrirtækinu verði veitt áframhaldandi greiðslu- stöðvun, að sögn Eyjólfs Krist- jánssonar, framkvæmdastjóra SH verktaka. Tólf lánardrottnar hafa lagst gegn framlengingu. Óvíst er hvort málið verður tekið til úrskurðar í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.