Morgunblaðið - 03.02.1993, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993
7
Snæugla sést
á höfuðborg-
arsvæðinu
JÓHANNES Zoega, fyrrver-
andi hitaveitusfjóri, telur sig
hafa séð snæuglu á flugi við
heimili sitt á Laugarásvegi
fyrir skömmu. Einnig hafa
borist fregnir um að sést hafi
til snæuglu í Fossvoginum og
við Elliðavatn. Fuglinn er
sjaldséður hér á landi, sér-
staklega nálægt byggð, en
Ævar Petersen fuglafræðing-
ur segir að um tíu ábendingar
berist á hveiju ári um að sést
hafi til snæuglu hér á landi.
„Þetta er mjög stór fugl og
ég hélt í fyrstu að þetta væri
öm,“ sagði Jóhannes.
Smáfuglarnir þutu upp
„Það var hrein tilviljun að ég
sá hana en ég var staddur úti á
hlaði og sá hana svífa héma
fyrir ofan húsið. Hún kom úr
norðvestri og renndi sér héma
inneftir og snéri svo við og kom
aftur sömu leið. Hún flaug það
lágt að hún var rétt yfir húsþök-
unum svo smáfuglamir þutu upp
og hvarf svo til vesturs. Ég held
að það fari ekki á milli mála að
þetta var snæugla. Hún var mjög
ljós en þó dröfnótt og hauslagið
var greinilegt,“ sagði Jóhannes,
en hann kveðst einu sinni áður
hafa séð snæuglu hér í Reykja-
vík fyrir fjöldamörgum ámm.
Brotist inn í 12
fyrirtæki á Skúlagötu
Þrír hettu-
klæddir
þjófar flúðu
af vettvangi
BROTIST var inn í 12 fyrirtæki
á Skúlagötu 26 í fyrrinótt. Maður
á miðjum aldri sem þar er búsett-
ur heyrði til þjófanna stóð þá að
verki. Þeir voru þrír saman og
allir hettuklæddir en er þeir urðu
mannsins varir flúðu þeir af vett-
vangi.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni voru miklar skemmdir
unnar í innbrotinu því þjófarnir
spörkuðu upp öllum hurðum að fyr-
irtækjunum og voru búnir að róta
mikið til í hirslum er að þeim var
komið.
Meðal þeirra sem þarna hafa
skrifstofur má nefna Neytendasam-
tökin og Kvikmyndaskóla íslands.
Þjófarnir munu ekkert hafa haft
upp úr krafsinu enda truflaðir í
miðjum klíðum en Rannsóknarlög-
reglan hefur málið nú til meðferðar.
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
150-200 milljóna króna tap af innanlandsflugi Flugleiða
Farþegum fjölgar en fargjöld lækka
FARÞEGUM í innanlandsflugi hjá Flugleiðum fjölgaði um
10.800 á síðasta ári. Rúmlega 257 þúsund farþegar ferðuð-
ust með félaginu á árinu og er það 4,4% fjölgun frá árinu
á undan. í rekstraráætlunum Flugleiða var einungis gert
ráð fyrir lítilsháttar fjölgun farþega. Tekjur félagsins eru
svipaðar og árið áður, þrátt fyrir farþegafjölgun og hafa
tekjur á hvern farþega minnkað um 7,5% milli ára. Rekst-
ur ársins hefur ekki verið gerður endanlega upp, en Einar
Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að útlit sé fyrir
150-200 milljóna króna tap af rekstrinum en það er svipuð
fjárhæð og árið á undan.
Einar segir að á fundum með
starfsfólki um sparnað í rekstri
hafí Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða, komist svo að orði að
innanlandsflugið væri komið fram
á bjargbrúnina vegna hallarekst-
urs. Ákveðið hefði verið að það
yrði meginverkefni Leifs Magnús-
sonar, nýs framkvæmdastjóra þró-
unarsviðs, að koma á breytingum
i rekstri innanlandsflugsins. Þar
væri einkum horft til samnýtingar
á þeim starfshópum sem vinna við
innanlandsflugið.
Sparnaður við Fokker 50
Þegar innanlandsflugið fékk
nýju Fokker 50-vélarnar á síðasta
ári var afsláttur af lægstu fargjöld-
um í innanlandsflugi aukinn úr 40
í 50% og skilmálarnir rýmkaðir
þannig að fleiri farþegar gætu nýtt
sér þessi fargjöld. Einar segir að
það sé helsta ástæða lækkandi
meðalfargjalda. Hann segir ljóst
að tilkoma nýju vélanna hjálpi til
við að koma rekstri innanlands-
flugsins í viðunandi horf. Það dygði
hins vegar ekki til og þar sem tal-
ið væri að markaðurinn þyldi ekki
þá fargjaldahækkun sem þyrfti til
að brúa bilið væri lögð svo mikil
áhersla á aukna hagræðingu.
Einar segir að töluverður auka-
kostnaður hafi fallið á rekstur inn-
anlandsflugsins vegna vélaskipt-
anna á síðasta ári og því kæmi
lækkun rekstrarkostnaðar vegna
þeirra ekki að fullu fram fyrr en í
ár.
SAS Lukkupotturinn
er fullur af ævintýrum!
SAS býður upp á ótrúlega lág far-
gjöld til borga um alla Evrópu
á verði sem er um 40%
lægra en á venjulegum
fargjöldum.
Börn og unglingar frá
2ja til 18 ára aldurs fá þar
að auki 50% afelátt.
Til að spila í SAS Lukkupottinum þarf
að kaupa farmiðann 7-14 dögum ffyrir
brottför og dvelja a.m.k.
aðfararnótt sunnudags í því
landi sem ferðast er til.
Hámarksdvöl er einn mánuður.
Þegar ferðast er til borga utan
Norðurlandanna er hægt að stoppa í
Kaupmannahofn á báðum leiðum.
SAS LUKKUFARGJOLD
Verð miðaö viö einstakling:
31.160 34.520 41.550 46.720 52.930 58.110 61.210
Kaupmannah. Helsinki Berlín Amsterdam* Brussel* Aþena Bilbao*
Stokkhólmur Turku Hamborg* Dusseldorf Budapest Kiev Oporto*
Osló Tampere Hannover Frankfurt* Munchen* Mílanó Palma*
Bergen Vaasa Stuttgart París* Lissabon Valencia*
Stavanger Leipzig Ríga Madrid
Kristiansand Vín* Malaga
Váxjö Vilníus Róm
Vásterás Zúrich* Feneyjar
Gautaborg Barcelona Alicante*
Malmö Genf* Istanbúl
Kalmar Prag Nice
Jönköping Tallinn
Norrköping
Örebro
1310 kr. fsl. flugvallarskattur er ekki innifalinn í uppgefnu verði.
SAS flýgur frá íslandi til Kaupmannahafnar mánudaga, miðvikudaga og laugardaga.
Flug til íslands er á sunnudags-, þriðjudags- og föstudagskvöldum.
*Til eru ódýrari gjöld en þá má ekki stoppa í Kaupmannahöfn og barnaafsláttur er fyrir
börn yngri en 12 ára.
Kynntu þér SAS Lukkupottinn á söluskrifstofu SAS eða á
ferðaskrifstofunni þinni og fljúgðu á vit ævintýranna í Evrópu!
M/J4S
SAS á íslandi - valfrelsi í flugi!
Laugavegi 172 Sími 62 22 11