Morgunblaðið - 03.02.1993, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRUAR 1993
11
Edward Nyholm Debess
Hans Werner Henze
Haukur Tómasson Rory Bole
Blásín tónlist
_________Tónlist______________
Jón Ásgeirsson
Blásarakvintett Reykjavíkur
kom fram á vegum Myrkra músík-
daga á Kjarvalsstöðum sl. sunnu-
dag og flutti tónverk eftir Edvard
Nyholm Debess, Rory Boyle, Hans
Wemer Henze og Hauk Tómasson.
Kvintettinn eftir færeyska tón-
skáldið Edvard Nyholm Debess
sem kallast „Heyst við Frosnátt"
var fyrsta verkefnið. Nokkuð ný-
næmi er að heyra nútímatónlist
frá Færeyjum en þessar haust-
stemmningar eftir Debess, sem
eru að mörgu leyti áheyrilegar,
hófust á einleik á horn og lengi
framan af voru alþýðlegar tónhug-
myndir kynntar í einrödduðum
leik. Smám saman varð tónvefur-
inn þéttari og frostnóttin (2. þátt-
ur) var á margan hátt faílega
unnin en verkinu lauk með glettni
og tilvitnunum m.a. í alþýðlega
tónlist, einstaka stef eftir Mozart
og dægurlög. Verkið er ekki stór-
brotið að gerð en á köflum vel
samið.
Blásarakvintett eftir Rory Bo-
yle er nokkuð mislit tónsmíð og
var fyrsti þátturinn áberandi besti
hluti verksins. Miðkaflinn var helst
til of bundinn við ákveðna mið-
iægju og sá síðasti, „burleska",
var þrátt fyrir nokkur skemmtileg
tilþrif helst til of laus í formi.
Blásarakvintett eftir Hans
Werner Henze er aftur á móti
mjög fastmótaður, bæði hvað
snertir tónferli og form.
Þama mátti heyra togstreituna
á milli þess hefðbundna og nýrra
leiða í uppbyggingu tónmáls, sem
margir Þjóðveijar þurftu að yfir-
vinna og líklega má finna þama
lykilinn að því, hvers vegna Henze
yfirgaf tólftónatæknina upp úr
1960.
Síðasta verkið, sem flutt var á
þessum tónleikum er eftir Hauk
Tómasson og nefnist það „Atrenn-
ur að einingu", er lýsir verkinu að
nokkru. Það hefst á „óreiðu-
kenndri ijölröddun" og þróast „yfir
í bókstaflegt sam-spil“. Þetta er
mjög vel samið verk, fullt af
skemmtilegum tónferlum og það
eina sem að mætti finna er hversu
niðurlagið er frekar leitandi og
ekki nógu markvisst. Ef til vill er
samspilið eins konar sátt, sem í
raun leiðir til þess að „mál sé að
fella allt tal niður að sinni“. At-
renna Hauks er gott kammerverk,
gætt fínleika og fallega margofnu
tónferli.
Nóg hefur verið sagt um Blás-
arakvintett Reykjavíkur og allt til
lofs, enda eru öll verk vel unnin
þar á bæ, hvort sem litið er til
faglegra eða listrænna lausna og
er rétt að láta þess getið að þrátt
fyrir að kári blési í kaun, það
gnauðaði fyrir dyrum úti og náði
að ýla á milli stafs og hurðar á
Kjarvalsstöðum, voru tónleikarnir
hinir ánægjulegustu. Um leið voru
þeir áminning um að enn hefur
ekki verið húsað sómasamlega
yfir „tónlistargyðjuna", sem í raun
þarf að leita skjóls undir vegg,
þegar á móti blæs og má þakka
fyrir að vera tekin í hús, hafandi
„yfir fjallvegu sótt“.
Sigrún Eðvaldsdóttir ein-
leikari á Sinfóníutónleikum
Fjórðu tónleikarnir í Gulri
áskriftarröð Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands verða haldnir á
morgun, fimmtudag, og hefjast
klukkan 20.00. Hjjómsveitar-
stjóri er Petri Sakari, aðal-
hljómsveitarstjóri hljómsveitar-
innar og einleikari er Sigrún
Eðvaldsdóttir.
í fréttatilkynningu segir: Petri
Sakari er óþarfi að kynna, því
hann þekkja flestir tónleikagestir
eftir fjögurra ára starf hans sem
aðalhljómsveitarstjóri SÍ. Er það
mál manna að hljómsveitin hafi
tekið stórstígum framförum undir
hans leiðsögn þessi fjögur ár. Þess
má geta að geisladiskar þeir sem
hafa verið gefnir út með Sinfóníu-
hljómsveit íslands undir hans
stjórn, hafa fengið afbragðsgóðar
viðtökur.
Sigrún Eðvaldsdóttir er tón-
leikagestum einnig að góðu kunn,
svo mikið hefur hún verið í sviðs-
ljósinu undanfarin ár. Hún hefur
unnið til verðlauna í fjölda keppna
og komið fram í mörgum löndum
sem einleikari og sífellt eykst hróð-
ur hennar. Sigrún túlkar tónlistina
á einkar persónulegan og litríkan
hátt, auk þess sem hún býr yfir
mikilli tækni. Nú er ár liðið frá
því að Sigrún fékk í hendur þann
dýrgrip sem fiðlan hennar er. Fiðl-
una þá arna smíðaði Josef Guarn-
erius árið 1720 í Cremona á ítal-
íu. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi
Sigrún Eðvaldsdóttir
fiðla fær að hljóma á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Á efnisskrá tónleikanna eru:
„Hátíðarforleikur“ eftir Pál ísólfs-
son, saminn fyrir opnun Þjóðleik-
hússins árið 1950 og hefur þetta
verk ekki heyrst á tónleikum
hljómsveitarinnar síðan 1965.
Þess má geta að í október á þessu
ári eru hundrað ár liðin frá fæð-
ingu Páls. Þá verða leiknar „Tvær
rómönsur fyrir fíðlu og hljóm-
sveit,“ eftir Árna Björnsson. Róm-
önsurnar eru upprunalega samdar
fyrir fíðlu og strengjasveit en eru
nú leiknar í fyrsta sinn á tónleikum
í hljómsveitarbúningi Atla Heimis
Sveinssonar. Næst á efnisskránni
eru „Spunarokkurinn" eftir Saint-
Sáens og „Stúdía í valsformi fyrir
fíðlu og hljómsveit," eftir
Saint-Sáens/Ysaýe. Síðasta verkið
á tónleikunum er svo „Sinfónía
nr. 4,“ eftir Tsjajkovskíj.
Stefán íslandi í
yfirlitsútgáfu EMI
STEFÁN íslandi er í hópi helztu
óperusöngvara 1939 - 1978 í
nýrri yfirlitsútgáfu EMI-fyrir-
tækisins.
Útgáfa þessi er á sjö geislaplöt-
um og á þeim syngja 139 óperu-
söngvarar, sem er skipt niður í
hópa eftir þjóðernum, ensk-amer-
ískan, franskan, þýzkan, „skandin-
avískan", rússneskan, slavneskan
og ítalskan.
Stefán íslandi er í hópi ellefu
söngvara frá Norðurlöndunum.
Hann syngur á ítölsku aríu úr
þriðja þætti óperunnar Adriana
Lecouvreur eftir ítalann Francesco
Cilea og er það upptaka, sem gerð
var í Kaupmannahöfn í ágúst
1936. Hinir söngvararnir frá Norð-
urlöndunum eru norska sópransön-
konan Kirsten Flagstad, sænsku
söngkonurnar Lorri Lail og Gjurgja
Leppeé, sænsku tenórsöngvararnir
Nicolai Gedda og Jussi Björling,
danski tenórinn Aksel Schiötz,
sænsku söngvararnir Hugo Hassio,
Bemhard Sönnerstedt og Joel
Berglund og finnski bassinn Kim
Borg.
Með geislaplötunum fylgir lítil
bók með upplýsingum um söngvar-
ana. Þar segir m.a. eftir að söng-
ferill Stefáns hefur verið rakinn í
stuttu máli, að hann sé einn þeirra
Stefán íslandi
mörgu norrænu söngvara, sem
hafi aldrei öðlast þá „heimsfrægð",
sem hann átti skilda.
OTTÓ NASHYRNINGUR
Skúli Hilmarsson, ívar Guðmundsson og Leifur Gunnarsson í hlut-
verkum sínum.
_________Leiklist____________
Hávar Sigurjónsson
Leikfélag Kópavogs sýnir:
Ottó nashyming eftir Ole Lund
Kierkegaard.
Leikgerð og söngtextar: Hörð-
ur Siguröarson.
Leikstjóri: Þómnn Magnea
Magnúsdóttir.
Leikmynd og búningar: Örn
Alexandersson.
Tónlist: Jósep Gíslason.
Leikendur: Ágúst Kristmanns,
Leifur Örn Gunnarsson, ívar
Guðmundsson, Einar Þór Samú-
elsson, Sylvía B. Gústafsdóttir,
Jóhanna Pálsdóttir, Skúli Rún-
ar Hilmarsson o.fl.
Það færist sífellt í vöxt að
áhugaleikfélögin á höfuðborgar-
svæðinu setji upp leiksýningar
fyrir böm, sjálfsagt sumpart
vegna þess að börn og foreldrar
þeirra eru tryggir leikhúsgestir og
samkeppnin við atvinnuleikhúsin
er áþreifanlegri hér en á lands-
byggðinni. Leikfélag Kópavogs
hefur á undanförnum árum verið
iðið við að koma upp leiksýningum
fyrir börn. Sögur Ole Lund
Kirkegaard hafa átt upp á pall-
borðið hjá þeim ekki síður en öðr-
um og þetta er önnur, ef ekki
þriðja, uppfærslan á leikgerð sögu
eftir hann hjá Kópavogsleikfélag-
inu.
Leikfélagið hefur greinilega
eflst af þessu starfi og innan þess
eru nú komnir fram einstaklingar
sem ráðast í þau verkefni að semja
leikgerð, tónlist og leikmynd við
þessa sýningu, og segir það heil-
mikið um þann kraft sem er í fé-
laginu. Um árangurinn af þessu
þrennú má segja að sjálfsagt sé
að taka viljann fyrir verkið og að
í aðalatriðum hafí tekist vel til.
Sagan um Ottó nashyrning er
bráðskemmtileg eins og sögur Ole
Lund eru allar, en líklega er sam-
ansemin heldur við hæfi eldri
bama en yngri, þar sem oft er
spilað á andstæðurnar milli hins
fáránlega og eðlilega, og gjaman
höfð endaskipti á þessum fyrir-
bærum. Líklega hefði mátt sníða
sýninguna betur við hæfí yngri
sem eldri barna með því að leik-
stjórinn hefði lagt í hana meira
af uppákomum, gert hana sjón-
rænni ef svo má segja. En kannski
var ekki talin ástæða til þess.
Tónlistin í sýningunni er heldur
sviplítil og flutningur hennar einn-
ig og vafalaust hefði gert gæfu-
mun að hafa fleiri hljóðfæri en
píanó til undirleiks. Lítið leikfélag
hefur kannski ekki ráð á slíku og
því verður að taka viljann fyrir
verkið eins og áður sagði. Söngur
leikenda gerði heldur ekki mikið
fyrir tónsmíðar Jóseps Gíslasonar.
Af leikendum stóðu þeir Leifur
Örn Gunnarsson og Ivar Guð-
mundsson sig prýðilega í hlutverk-
um strákanna Topps og Viggós;
Skúli Rúnar Hilmarsson sem hr.
Björn var einnig bráðskemmtileg-
ur og Jóhanna Pálsdóttir var
hressileg sem móðirin Emilía. á
áttu þau Einar Þór Samúelsson
og Sylvía B. Gústafsdóttir ágætan
sprett sem hr. Hólm og frú Flóra.
Ottó nashyrningur er frambæri-
leg leiksýning fyrir börn og vafa-
laust hafa þau af henni nokkra
skemmtan. Þó er eins og vanti
herslumuninn að úr verði gripandi
sýning sem taki áhorfandann
traustataki og geri gulan nashyrn-
ing á þriðju hæð í fjölbýlishúsi að
eðlilegasta hlut í heimi.
—
_