Morgunblaðið - 03.02.1993, Síða 13

Morgunblaðið - 03.02.1993, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993 13 Þróunaraðstoð við Malaví Af hverju áskorun um frestun? eftir Arna Gunnarsson / íslendingar hafa veitt stjórnvöld- um í Malaví margvíslega aðstoð á síðustu árum. Þessi aðstoð hefur að mestu snúist um fiskveiðar og fiski- rannsóknir og hefur um margt tek- ist vel. Stjórn Þróunarsamvinnu- stofnunar hefur ekki rætt stjórn- málaástandið í Malaví þegar ákvarð- anir hafa verið teknar um fjárfram- lög vegna þróunaraðstoðar við land- ið. Undirritaður hefur hins vegar haft efasemdir um réttmæti þessarar aðstoðar í ljósi þeirrar harðstjómar, sem ríkt hefur í Malaví. Ekki hefur þó verið ástæða til að gera ágreining um málið m.a. vegna þess að forseti landsins til lífstíðar, Banda, hafði lofað fijálsum kosningum og heimil- að starfsemi stjórnarandstöðu- flokka. Á fundi í stjórn Þróunarsamvinnu- stofnunar 19. janúar sl. var tilkynnt að utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, og formaður og fram- kvæmdastjóri Þróunarsamvinnu- stofnunar færðu til Malaví í byijun febrúarmánaðar. Þennan fund gat undirritaður því miður ekki setið. Sama dag og utanríkisráðherra fór utan eða daginn eftir birtist frétt í einu dagblaðanna þess efnis að Pet- er Calaso, einn merkasti og virtasti foringi stjórnarandstöðunnar f Malaví, hefði verið fangelsaður og pyntaður. Þá varð mér ljóst að Ka- músu Banda, forseti Malaví, ætlaði að svíkja gefin loforð um fijálsar kosningar, sem eiga að fara fram í mars næstkomandi. Hann myndi sem fyrr fjarlægja alla óþægilega stjórnarandstæðinga og viðhalda áfram ógnarstjórn eins flokks, sem hefur fangelsað, pyntað og drepið alla þá sem krafist hafa lýðræðis. Allar Norðurlandaþjóðimar, nema íslendingar, og flestar þjóðir Evr- ópubandalagsins hafa stórlega dreg- ið úr eða stöðvað alveg þróunarað- stoð við Malaví og bíða með frekari ákvarðanir þar til að loknum kosn- ingunum í mars. Helle Degn, þróun- armálaráðherra Dana, flutti ræðu fyrir hpnd Evrópubandalagsríkjanna í Harare í síðustu viku og lét þar þung orð falla um stjórnmálaástand- ið í Malaví. Þetta var á svonefndri SADC-ráðstefnu, sem Jón Baldvin Hannibalsson sat rétt áður en hann fór til Malaví. Og það var þangað, sem undirritaður sendi honum skeyti, greindi frá fangelsun Peters Calesos, sem ráðherrann hafði ugg- laust ekki frétt um áður en hann fór að heiman, og skoraði á hann að fresta afhendingu íslenska fiskibáts- ins. Þetta skeyti var sent ráðherra og samflokksmanni um margra ára skeið og var af persónulegum toga spunnið. í því fólst engin gagnrýni, aðeins ábending um það, sem undir- ritaður taldi að betur mætti fara. Þetta skeyti kom stjórn Þróunarsam- vinnustofnunar nákvæmlega ekkert við, og allar hugleiðingar um það að bera hefði átt málið undir stjóm- ina eru út í hött. Undirritaður er þama að tala við flokksbróður í Athugasemd frá samstaifs- aðilum Dyr- hólaeyjar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá sam- starfsaðilum um Dyrhólaey: „Vegna fréttar í Tímanum föstu- daginn 29. janúar, þar sem rætt er við formann Ferðamálaráðs íslands um málefni Dyrhólaeyjar, skal eftir- farandi ítrekað: Dyrhólaey er einka- eign jarðanna í Dyrhólahverfi. Um- sjón með eyjunni, þar með talin inn- heimta aðgangseyris af gestum þangað, heyrir ekki undir Ferða- málaráð." „Þetta skeyti kom stjórn Þróunarsamvinnustofn- unar nákvæmlega ekk- ert við, og allar hugleið- ingar um það að bera hefði átt málið undir stjórnina eru út í hött. Undirritaður er þarna að tala við flokksbróður í stjórnmálaflokki sem hann hefur verið félagi í í 38 ár.“ stjórnmálaflokki sem hann hefur verið félagi í í 38 ár. Þetta er ekki í fyrsta skipti að undirritaður gerir formanni sínum grein fyrir skoðunum sínum. Og svo mun verða áfram. Slíkt er hluti af tiltölulega heilbrigðu pólitísku kerfi. í Malaví yrði undirritaður auðvitað fangelsaður. En öll þessi umræða hvétur til þess að stjórn Þróunarsam- vinnustofnunar taki upp umræðu um stjórnmálaástand á hveijum tíma í þeim löndum, sem aðstoð hennar beinist til. Þetta gera flestar þró- unarstofnanir. Undirritaður mun einnig sjá til þess að 'stjórn Þrún- arsamvinnustofnunar fái í hendur tvær nýútkomnar skýrslur Amnesty International um ógnarstjórnina í Malaví og jafnframt skýrslu banda- ríska utanríkisráðuneytisins um sama mál. Um skeytasendinguna er það að lokum að segja að undirritaður taldi að með því að fresta afhendingu á fiskibátnum til Malavístjórnar, t.d. fram yfir kosningar, væri lagt lítið lóð á vogarskálar lýðræðis og mann- réttinda. En vafalaust hefur utanrík- isráðherra talið sig bundinn af samn- ingum og að frestunaráskorunin væri of seint fram komin. Þessi umræða hefur þó komið Malaví á landakort fjölmiðlanna og er það vel. Höfundur er framkvæmdastjóri og stjómarmaður í Þróunar- samvinnustofnun íslands. Árni Gunnarsson VIÐ HJÁ LÖÐRI SMYRJUM A ALLT NEMA REIKNIN6ANA í tilefni dagsins bjóðum við löðrandi gott verð á þvotti bóni og undirvagnsþvotti í þvottastöðinni Löðri. FYRIR HflDEGI KR- 490 EFTIR HÁDEGI KR- 590 í NÝRRIOG GLÆSILEGRI SHELL SMURSTÖÐ VIÐ VESTURVÖR 6, KÓPAVOGI SEM OPNAR í DAG ...já við hjá Löðri höfum bætt um betur og tekið í notkun nýja Shell smurstöð með frábærri aðstöðu, jafnt fyrir viðskiptavini sem bfla. Hjá Löðri er jafnan góð og greið aðkoma, næg bflastæði rjúkandi kaffi og gott afdrep á meðan beðið er eftir bflnum. Á nœstunni opnum við pústþjónustu, sérstaka olíuúðun á undirvagn og hjólbarðaverkstœði. Við hlökkum til að sjá þig ...og bílinn þinn. GOD 06 GREIÐ AÐKOMA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.