Morgunblaðið - 03.02.1993, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.02.1993, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRUAR 1993 17 Hvers vegna deila um efnahagsstefnu? eftir Gylfa Arnbjörnsson Atvinnuleysi er nú 7% ef allt er talið með, sem jafngildir því að um 9.000 manns séu án atvinnu. í lok desember voru 7.000 manns skráð- ir án atvinnu. Því til viðbótar áætl- ar Hagstofa íslands að um 2.000 manns sem ekki njóta réttinda til greiðslu atvinnuleysisbóta séu án vinnu. Þetta mikla atvinnuleysi gerir það að verkum að setja verður at- vinnumál sem brýnasta úrlausnar- efni í allri efnahags- og stjórnmála- umræðunni. Þrátt fyrir þetta hefur áhersla ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum verið sú að draga úr viðskiptahalla og fjárlagahalla með því að hækka skatta verulega og skerða kaupmátt ráðstöfunartekna til þess að draga úr eftirspurn. Þess vegna er verkalýðshreyfingin þeirrar skoðunar, að ef ná á árangri í baráttunni við atvinnuleysið sé óhjákvæmilegt að breyta efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar en leggur jafnframt áherslu á nauðsyn þess að mótuð verði hér heilsteypt at- vinnumálastefna til langs tíma til þess að örva atvinnuþróun og ný- sköpun í atvinnulífinu. í þessari grein vil ég gera stuttlega grein fyrir því hvernig Alþýðusambandið telur að vinna eigi þetta verkefni. Fjármálastefnan sem virkt stjórntæki - halli ríkissjóðs Áhrif hins opinbera á hagkerfið koma skýrast fram við afgreiðslu fjárlaga hvert ár. Fjárlögin eru því hluti af fjármálastefnu ríkisstjórn- arinnar og virka sem mikilvægt stjórntæki á hagkerfið. í núverandi samdrætti er afar brýnt að flýta ýmsum opinberum framkvæmdum til þess að glæða hagvöxt, sem aft- ur getur leitt til aukinnar atvinnu, í stað þess að auka á samdráttinn með skattaálögum og niðurskurði eins og ríkisstjórnin gerir. Markmið efnahagsstjórnarinnar hlýtur að vera að jafna hagsveiflur í hagkerfinu. Með því að auka eftir- spurn þegar mikið atvinnuleysi er og draga úr eftirspurn þegar full atvinna er má forðast skaðleg áhrif af miklum hagsveiflum. Ef eftir- spum er ekki aukin þegar störfum fækkar er hætta á því að minnk- andi atvinna valdi enn frekari sam- drætti í eftirspurn og þar með enn meira atvinnuleysi. Það sama á við þegar mikil umframeftirspurn er eftir vinnuafli; ef ekki er dregið úr eftirspurninni leiðir hún til óstöðug- leika, aukinnar verðbólgu og halla á viðskiptajöfnuði. Staðan í hagkerfínu er þannig nú, að verulegur hluti af afkasta- getu fyrirtækjanna er vannýttur og allt að 10% vinnufærra manna era án atvinnu. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld beiti virkri fjármála- stefnu til þess að draga úr yfirvof- andi samdrætti. Alþýðusambandið hefur bent á að þetta má gera með ýmsum framkvæmdum við viðhald opinberra bygginga, uppbyggingu fjarskiptakerfis og samgöngukerfis. Með því að leggja áherslu á slíkar framkvæmdir á samdráttartímum eru engar líkur á að þær leiði til aukinnar spennu á vinnumarkaði eða verðbólgu. Með því að flýta verkefnum sem fyrirhuguð eru í náinni framtíð eru langtímaáhrifin á ríkissjóð hagstæð. Það er vegna þess að vænta má þess að á sam- dráttartímum verði tilboð í fram- kvæmdir hagstæðari en ella, ríkið sparar veruleg útgjöld vegna at- vinnuleysisbóta og það hefur einnig beinar og óbeinar tekjur af þeim umsvifum sem verða vegna fram- kvæmdanna. Umfram allt hefur uppbygging samgöngukerfisins mjög jákvæð áhrif á hagvöxt þegar til lengri tíma er litið, og myndi þannig nýtast okkur til þess að leggja grunn að nýrri sókn í atvinnuþróun. Dæmi um þetta er, að með því að bæta samgöngur milli byggðarlaga er lagður grunnur að aukinni verka- skiptingu og sameiningu fyrirtækja og sveitarfélaga sem aftur leiðir til veralegrar hagræðingar. Með því að endurbæta ýmsar brýr á hring- veginum má stuðla að því að auka flutningsgetu vegakerfisins all verulega sem leiðir til lækkunar á flutningskostnaði. Þetta bætir sam- keppnisstöðu innlendrar framleiðslu og gefur svigrúm til sóknar í at- vinnumálum landsbyggðarinnar. Þrátt fyrir að áhersla á stöðug- leika í verðlagsmálum sé mikilvæg má hún ekki leiða til þess að áhersl- an á að draga úr atvinnuleysi lendi í öðru sæti. Því verður ríkisstjórn að hverfa frá því að nota fjárlaga- hallann sem afsökun fyrir aðgerðar- leysi sínu. Þvert á móti veldur sam- drátturinn í hagkerfinu því að tekj- ur ríkissjóðs minnka verulega eins og fram hefur komið. Staðreyndin er sú, að halli ríkissjóðs í hlutfalli af landsframleiðslu er einhver sá minnsti í hinum vestræna heimi, eða 2,2% m.v. 3,8% innan OECD og 5,4% í Evrópu og því ekki ástæða til þess að stilla honum upp sem meginvandamáli í hagstjórn. Skipulagsbreytingar í atvinnulífi Á síðustu árum hefur verið lögð mikil áhersla á skipulagsvandamál í atvinnulífinu og tillögur um breyt- ingar á skipulaginu kynntar sem það tæki sem leyst geti efnahags- vanda okkar. Verkalýðshreyfingin er ekki andsnúin því að skipulags- breytinga sé þörf og hefur reyndar lagt veralega af mörkum til þess að stuðla að slíkum breytingum. Nægir hér að benda á að forsenda þessara skipulagsbreytinga var að koma verðbólgunni rýður og tryggja stöðugleika. Verkalýðshreyfingin hefur einnig tekið undir það að til lengri tíma litið muni slíkar skipu- lagsbreytingar og aukin hagræðing í atvinnulífinu skila sér í formi auk- ins kaupmáttar og meiri vinnu. Það er hins vegar ástæða til að vekja athygli á því að við getum ekki leyst það atvinnuleysisvandamál, sem við búum við nú, með langtíma skipu- lagsbreytingum. Reyndar er það svo að þetta mikla atvinnuleysi ógnar beinlínis þeim árangri sem hægt er að ná á þessu sviði. Skipulags- breytingar krefjast jafnvægis og stöðugleika hvorttveggja í efna- hagslegu og pólitísku tilliti til að þær skili árangri. Þeir sem missa atvinnuna vegna skipulagsbreyt- inga og hagræðingar verða að geta treyst því að stjórnvöld og atvinnu- rekendur séu að taka á þeim vanda sem atvinnuleysi hefur í för með sér. Ríkisstjórnin hefur með aðgerð- um sínum ógnað þessum óstöðug- ieika, því hún hefur kosið að rjúfa þá sátt sem verið hefur um áherslur í efnahagsstefnunni. Þar með hefur ríkisstjórn beinlínis verið að stofna í hættu þeim ávinningi sem skipu- lagsbreytingar og hagræðing í at- vinnulífinu geta fært okkur, til lengri tíma litið. Viðskiptahalli - samkeppnisstaða Viðskiptahalli hefur verið viðvar- andi vandamál okkar íslendinga í langan tíma og er minnkun hans eitt af meginatriðum aðgerða ríkis- stjórnarinnar í nóvember. Þetta var gert með því að skerða kaupmátt ráðstöfunartekna um 7% til þess að draga úr eftirspurn landsmanna, en allt að helmingur hennar er inn- fluttar vörur. Verkalýðshreyfingin hefur vissulega áhyggjur af við- skiptahallanum en telur hins vegar að skerðing kaupmáttar ráðstöfun- artekna sé ekki skynsamleg leið til þess að leysa þann vanda. Reynsla okkar af efnahagsþróun sl. áratugi hefur kennt okkur að fórnarkostn- aðurinn sem fylgi slíkri stefnu er óviðunandi og beinlínis skaðlegur þróun atvinnulífsins, eða voru þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar við gerð þjóðarsáttar- samninganna rangar? Það er fróðlegt að líta á reynslu Dana í þessu sambandi, en þeir áttu við sambærilegt vandamál með viðskiptajöfnuð að stríða á áttunda áratugnum. Eftir að hafa beitt svip- uðum aðferðum og hér, þ.e. fella gengi krónunnar og draga úr eftir- spurn með því að skerða kaupmátt ráðstöfunartekna, tóku þeir upp fastgengisstefnu árið 1982. Sam- staða náðist um það að eina leiðin Gylfi Arnbjörnsson „Samandregið má segja að verkalýðshreyfingin takist nú af hörku á við ríkisstjórn sem hefir ákveðið að hverfa aftur til fyrri tíma og hunsa þá stefnubreytingu sem varð fyrir atbeina aðila vinnumarkaðarins árið 1990.“ til þess að leysa þennan vanda til lengri tíma væri að styrkja sam- keppnisstöðu atvinnulífsins gagn- vart útlöndum með því að halda verðlags- og kostnaðarþróun innan- lands undir því sem gerist í helstu viðskiptalöndum. Þannig náðu þeir bæði að auka útflutning vöru og þjónustu og samtímis draga úr inn- flutningi með því að bæta markaðs- hlutdeild innlendrar framleiðslu. Nú státa Danir af 8,8% hagnaði á vöru- skiptajöfnuði m.v. landsframleiðslu og 3% af hagnaði ef tekið er tillit til vaxtagreiðslna og rekja þeir þessa stöðu alfarið til þessarar stefnu. Vissulega hefur Dönum ekki tekist að leysa atvinnuleysisvanda- mál sitt með þessari aðferð og hef- ur danska verkalýðshreyfingin tek- ist hart á við stjórnvöld um að fara í auknar framkvæmdir til þess að draga úr atvinnuleysi. Á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár komu stjórn- völd nokkuð til móts við þessa kröfu og telja má víst að ríkisstjórn undir forustu jafnaðarmanna muni gera það enn frekar. Sú efnahagsstefna sem aðilar vinnumarkaðarins lögðu grunninn að í samningupum árið 1990 og staðfest var í samningunum 1992 gekk einmitt út á þetta, en á síð- asta ári var verðbólga hér um 1% samanborið við 3,5% innan Efna- hags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og 5,3% í Evrópu. Þetta þýðir að samkeppnisstaða okkar út á við hefur batnað um í það minnsta 2%. Það er hins vegar ljóst að það tekur tíma að þessi aðferð skili árangri og því er mikilvægt að stjórnmálamenn geri sér grein fyrir því að sjóndeildarhringurinn er lengri en til næstu Alþingiskosn- inga. Gengisfellingin í nóvember og hækkun ýmissa opinberra gjalda valda því að verðbólga hér verður á þessu ári nokkuð hærri en í ná- grannalöndunum og því má segja að ríkisstjórnin hafi horfið frá þess- ari stefnu. Því má færa rök fyrir því að sú stefnubreyting sem gerð var í forsendum kjarasamninganna árið 1990 hafi ekki náð til stjórn- málamannanna; þeir era augljós- lega ekki komnir ennþá á það stig að geta valdið slíkri stefnubreytingu og velja enn sem fyrr auðveldustu leiðina út úr vandanum. Atvinnumálastefna Stjórnvöld hafa í langan tíma hunsað það að móta heilsteypta atvinnumálastefnu sem væri mót- andi í þeim breytingum sem gerðar eru á umgjörð atvinnulífsins. Þann- ig hefur hagkerfið þróast í átt til meiri opnunar og markaðstenging- ar á síðastliðnum áratug án þess að þessari þróun hafi verið stjórnað með skýrri stefnumörkun. Einstaka aðgerðir stjórnvalda hafa beinlínis skaðað hagsmuni okkar og unnið gegn nýsköpun og atvinnuþróun. Blind áhersla ríkisstjórnarinnar í stóriðjumálum hefur valdið því að önnur áhersluatriði í stefnumótun- inni hafa orðið að víkja. Nú þegar ljóst er að ekkert verður úr stóriðju- framkvæmdum á komandi árum stendur ríkisstjórnin uppi berskjöld- uð. Krafa aðila vinnumarkaðarins um að sett yrði á laggirnar atvinnu- málanefnd í síðustu kjarasamning- um var að hluta byggð á því að leggja yrði í þá vinnu sem nauðsyn- leg er til þess að ná samstöðu um mótun slíkrar langtíma atvinnu- málastefnu. í starfi nefndarinnar voru ýmis atriði eins og hagræðing í sjávarútvegi, nýting raforku, rannsóknir og markaðsmál, jöfnun- artollar á innflutt skip, mennta- og fræðslumál, fjárfestingar erlendra aðila, samkeppnisstaða _atvinnulífs- ins o.fl. til umræðu. í aðgerðum ríkisstjórnarinnar er ekki tekið á neinum af þessum áhersluatriðum og ljóst er að leggja þarf áherslu á að halda þessari umræðu áfram til þess að móta slíka atvinnumála- stefnu. Samantekt Samandregið má segja að verka- lýðshreyfingin takist nú afhörku á við ríkisstjórn sem hefir ákveðið að hverfa aftur til fyrri tíma og hunsa þá stefnubreytingu sem varð fýrir atbeina aðila vinnumarkaðarins árið 1990. Nái grundvallarstefnubreyt- ing ríkisstjórnarinnar fram að ganga er hætt við að við festumst að nýju á braut verðbólgu, kaup- máttarskerðingar og óstöðugleika. Almenningur í landinu axlaði ekki auknar byrðar í þjóðarsáttarsamn- ingunum til þess eins að horfa á allt fara aftur í sama farið. Því verðum við að forða með öllum til- tækum ráðum! Höfundur er hagfræðingur Alþýðusambands íslands. 7.870 ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ AÐ KAUPA NÝJAN CIVIC Við teljum þær ekki allar upp, þar sem hver einasti hlutur sem Honda Civic er settur saman úr, mælir með sér sjálfur. Á sama hátt og veikasti hlekkur keðju segir til um gæði hennar, segir veikasti hlutur bílsins til um gæði hans. a 5, Til afgreiðslu strax » Opiá virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00 » Honda » Vatnagörðum 24 • Sími l’QD 58 QQ.fin Á RÉTTIU L I N U

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.