Morgunblaðið - 03.02.1993, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993
Samvinnufer ðir
semja við Atlanta
um allt leiguflug
Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-Landsýn hf. hefur samið við
flugfélagið Atlanta hf. um allt leiguflug ferðaskrifstofunnar á þessu
ári. Um er að ræða 17.000 sæti, einkum til sólarlanda. Atlanta mun
einnig fljúga leiguflug á eigin vegum frá Austurríki og Þýskalandi
sem Atlantsflug hafði áður með höndum. Samningsupphæðin er um
250 milljónir króna. Samvinnuferðir gera ráð fyrir að verð á sólar-
landaferðum hækki frá síðasta ári vegna óhagstæðrar gengisþróun-
ar.
Morgunblaðið/Kristinn
Samningur handsalaður
ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR annar aðaleigandi At- Við borðið sitja Amgrímur Jóhannsson framkvæmda-
lanta og Vilhjálmur Jónsson stjómarformaður Sam- stjóri Atlanta og Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri
vinnuferða-Landsýnar handsala samningi um leiguflug. Samvinnuferða.
Hættir sem formaður Félags ferðaskrifstofa
Segir af sér formennsku
í kjölfar ríkisútboðsins
HELGI Jóhannsson framkvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsýn-
ar hefur sagt af sér formennsku í Félagi íslenskra ferðaskrif-
stofa í kjölfar útboðs á ferðum fyrir ráðuneyti og ríkisstofnanir
„Ástæðan fyrir afsögninni er
skoðanaágreiningur um vinnu-
brögð innan félagsins,“ sagði
Helgi. „Vera mín sem formaður
var farin að valda Samvinnuferð-
um-Landsýn vemlegum skaða.
Sem formaður félagsins hef ég
eðlilega farið í einu og öllu eftir
þeim reglum sem gilda. Þær hafa
hins vegar aðrar ferðaskrifstofur
brotið og meðal annars fengið út
á það viðskipti við ríkið. Komi það
í ljós að aðrar skrifstofur komist
upp með að bijóta reglumar munu
Samvinnuferðir-Landsýn sannar-
lega endurskoða sína afstöðu. Ég
tel að við þannig aðstæður gæti
ég ekki lengur verið formaður fé-
lagsins," sagði Helgi.
Samvinnuferðir yom ekki í hópi
þeirra aðila sem ríkisfyrirtækjum
og ráðuneytum er heimilt að skipta
við eftir útboðið, en þar eru bæði
Flugleiðir og ferðaskrifstofan Úr-
val-Útsýn sem er í eigu Flugleiða.
Samvinnuferðir hafa haldið því
fram að í þeim tilboðum sem tek-
ið var, hafí verið boðinn afsláttur
af heildarviðskiptunum, sem sé
óheimilt samkvæmt gildandi al-
þjóðasáttmálum sem ferðaskrif-
stofurnar em aðilar að.
Umræddar reglur em í samn-
ingi milli alþjóðasambands flugfé-
laga, IATA, og alþjóðasambands
ferðaskrifstofa, UPTA. Flugleiðir
hafa sagt að IÁTA hafí árið 1990
einhliða samþykkt að fella niður
allar hömlur flugfélaga á ráðstöf-
unum ferðaskrifstofa á söluþókn-
un þeirra frá flugfélögum. Fulltrúi
IATA hefur þó staðfest það við
Félag íslenskra ferðaskrifstofa að
enn sé í gildi samningur við al-
þjóðasamband ferðaskrifstofa þar
sem þessar hömlur eru lagðar á.
Þessar hömlur vilji Evrópubanda-
lagið hins vegar ekki sætta sig
við og LATA hafí samþykkt að öll
ákvæði um umboðslaun verði felld
úr næsta samningi. Því muni
IATA ekki gera athugasemdir
þótt ferðaskrifstofur fari ekki eft-
ir þessu samningsákvæði.
Einhliða túlkun IATA
Um þetta sagði Helgi Jóhanns-
son, að þótt IATA vildi fá fram
breytingar á þessu samnings-
ákvæði hefði ekki náðst um það
samkomulag við UPTA og því sé
þama um einhliða túlkun IATA
að ræða. „IATA segir að í framtíð-
inni verði til ný regla en það stað-
festir um leið að gömlu reglumar
eru í fullu gildi. Og fyrir tveimur
mánuðum lét IATA íslenska ferða-
skrifstofu skrifa undir samning
sem innihélt einmitt umrætt
ákvæði. Það má einnig benda á,
að BSP, sem hefur eftirlit með
farseðlaútgáfu um allan heim,
hefur staðfest að ferðaskrifstofum
sé óleyfilegt að framselja umboðs-
laun til þriðja aðila,“ sagði Helgi.
Verkefnavæðing stofnana samgöngu- og landbúnaðarráðuneyta
Dregið á skipulegan
hátt úr ríkisrekstri
ÞRIGGJA tnanna starfshópur á vegum samgöngu- og landbúnaðar-
ráðherra hefur forystu og leiðsögn um verkefnavæðingu stofnana
viðkomandi ráðuneyta á komandi mánuðum. Hugtakið verkefna-
væðing hefur þegar verið kynnt fyrir fulltrúum stofnananna. Með
verkefnavæðingu er leitast við að draga á skipulegan hátt úr ríkis-
rekstri, lækka kostnað ríkisins en viðhalda engu að síður nauðsyn-
legri þjónustu hverrar stofnunar að sögn starfshópsins. Hann skipa:
Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur sem jafnframt er formaður
nefndarinnar, Sigurður B. Stefánsson, hagfræðingur, og Jón Birg-
ir Jónsson, aðstoðarvegamálastjóri.
Samvinnuferðir og Atlánta skrif-
uðu undir samning um leiguflugið
í gær. Atlanta hefur ekki áður flog-
ið reglulega fyrir íslensk fyrirtæki
og sagði Vilhjálmur Jónsson,
stjómarformaður Samvinnuferða,
þegar skrifað var undir samninginn
í gær, að mjög gleðilegt væri að
þetta fyrirtæki væri komið á ís-
lenskan markað. Þegar Amgrímur
Jóhannsson, framkvæmdastjóri og
annar aðaleigandi Atlanta, var
spurður hvort félagið væri að und-
irbúa sig undir samkeppni við Flug-
leiðir á innlendum markaði, svaraði
hann að samningurinn við Sam-
vinnuferðir væri gerður með við-
skiptasjónarmið í huga. „Það var
ekki markmið okkar að snúa okkur
að íslandi með samkeppni í huga
þótt það sé skemmtilegt að fá verk-
efni á íslenskum markaði. Við höf-
um hingað til verið á þeim markaði
sem gefur eitthvað af sér og tilboð
okkar í þetta leiguflug var miðað
við það,“ sagði Arngrímur. Hann
tók fram, að Atlanta myndi kaupa
ýmsa þjónustu af Flugleiðum, t.d.
viðhald.
Aðaleigendur Atlanta eru hjónin
Amgrímur Jóhannsson og Þóra
Guðmundsdóttir. Að sögn Arn-
gríms þýðir þessi samningur um
12% viðbót við umsvif Atlanta.
Húsavík
Grænlend-
ingar læra
leikstjórn
TVEIR grænlenskir leikarar
hafa dvalist hérlendis í nokkrar
vikur, þar sem þeir hafa lagt
stund á leiksljórnamám hjá
Brynju Benediktsdóttur leik-
stjóra. Námið stunda Grænlend-
ingarnir á Húsavík, en þeir eru
styrktir af grænlensku heima-
stjórninni og Norrænu menning-
armiðstöðinni í Nuuk, auk þess
sem Leikfélag Húsavíkur og
Húsavíkurbær sjá þeim fyrir
húsnæði og uppihaldi.
Leikararnir heita Agga Olsen
og Rink Egede og koma frá eina
atvinnuleikhúsinu á Grænlandi,
sem staðsett er í Nuuk, höfuðstað
Grænlands, stað sem hefur álíka
marga íbúa og Akureyri. Leikhúsið
heitir Silamiut, en auk þess að
vinna við leikhúsið, starfa þau
einnig við grænlenska sjónvarpið.
Þau hafa oft farið í leikferð til
Kanada og Alaska ásamt félögum
sínum, sem er kjaminn í Þjóðleik-
húsi Grænlendinga.
Helgi Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Samvinnuferða,
sagði, að fjögur tilboð hefðu borist
í leiguflugið, frá Atlanta, Flugleið-
um og tveimur spænskum flugfé-
lögum. „Annað erlenda tilboðið var
mjög gott en það hefur verið stefna
okkar að skipta við íslenska aðila
ef mögulegt er. Tilboð Flugleiða
var einnig gott en tilboð Atlanta
var þó að öllu leyti aðgengilegra
því auk þess að bjóða lægsta verð
gerir það ráð fyrir morgunflugi og
það kýs almenningur helst," sagði
Helgi.
Hann sagði það einnig hafa
styrkt tilboð Atlanta að með því
að taka því hefði myndast grunvöll-
ur fyrir Atlanta að starfrækja
leiguflug til Austurríkis og Þýska-
lands með þarlenda ferðamenn til
íslands. Atlanta mun selja þessar
ferðir í gegnum þýska ferðaskrif-
stofu, að sögn Arngríms Jóhanns-
sonar og er um að ræða nærri 5.000
sæti.
Samkeppni
Samvinnuferðir sömdu á tveimur
síðustu ámm við Atlantsflug um
stóran hluta af leiguflugi félagsins.
Þegar Helgi var spurður hvort það
væri stefna Samvinnuferða að
reyna að semja við önnur flugfélög
en Flugleiðir til að halda uppi sam-
keppni í innlendum flugrekstri
svaraði hann að allir innlendir aðil-
ar hefðu fengið að bjóða í þetta
leiguflug á undanfömum árum og
besta boðinu ávallt verið tekið.
Þannig hefði verið samið við Flug-
leiðir um hluta af leigufluginu í
fyrra. „En um leið og við fögnum
samkeppni á þessum markaði bend-
um við á að það er nauðsynlegt
að hér sé sterkt áætlunarflugfélag
en einnig þarf að vera til sveigja
fyrir orlofsferðamarkaðinn. Við
emm því ekki að ráðast að Flugleið-
um með neinum hætti með þessum
samningi eins og dæmin sýna.
Flugleiðir era okkar lang stærsti
viðskiptaaðili með um 800 milljóna
veltu sem er nærri fjórföld velta
okkar við Atlanta," sagði Helgi.
Einhver verðhækkun
Þegar Helgi Jóhannsson var
spurður hvort gera mætti ráð fyrir
hækkun á verði sólarlandaferða á
þessu ári sagði hann, að samn-
ingurinn við Atlantsflug gerði það
að verkum að verð í dollurum myndi
haldast óbreytt frá síðasta ári. Hins
vegar hefði gengi dollars hækkað
veralega og því yrði einhver hækk-
un á ferðaverðinu óumflýjanleg.
Atlanta annast leiguflugið með
Boeing 737-flugvél sem félagið
hefur nýlega fest kaup á. Vélin er
með nýjum innréttingum og tekur
130 manns í sæti. Atlanta hefur
nú með höndum verkefni í Indónes-
íu, Víetnam, Laos, Finnlandi og
Þýskalandi, fyrir alls sex flugvélar.
Á blaðamannafundi með starfs-
hópnum, ráðherra og Ingimari Jó-
hannssyni, úr landbúnaðarráðueyt-
inu sem aðstoðað hefur nefndina,
kom fram að verkefnavæðingin
fælist fyrst og fremst í að laga
stofnanir ríkisins að því umhverfi
sem einkafyrirtæki búa við. Vegna
þess að þau eiga sér yfirleitt ekki
neina keppinauta á fijálsum mark-
aði yrði slík aðlögun að vera með
óbeinum hætti. Skilgreina þurfi
markmið stofnananna og kanna
hvaða verkþætti þurfi að vinna til
að ná þessum markmiðum. Síðan
þurfi að svara því hvort ekki megi
vinna verkþættina með ódýrari
hætti en gert hafi verið.
Starfshópurinn hefur skipt leið-
inni að þessu markmiði í fjögur
þrep: að skilgreind verði ákveðin
verkefni hjá stofnununum sem
hægt yrði að bera saman við verk-
efni hjá einkaaðilum, að settir verði
upp kostnaðarstaðlar þar sem met-
ið yrði hvað verkið myndi kosta
hjá einkaaðila, að boðin verði út
þau verkefni sem nú þegar era
unnin utan stofnunarinnar og að
boðin verði út verkefni sem nú eru
unnin innan stofnunarinnar. Væri
þá gert ráð fyrir að stofnunin
mætti sjálf bjóða í verkið sam-
kvæmt ákveðnum staðli.
Fijáls samkeppni
Sigurður B. Stefánsson minnti
á að áður hefði aðeins verið litið
til einkavæðingar í formi sölu eigna
eða hluta ríkisins í hlutafélögum.
Með verkefnavæðingunni væri ver-
ið að víkka þetta hugtak út þannig
að árangur fijálsrar samkeppni
gæti líka náð til opinberrar þjón-
ustu. Væri það gert með því að
líkja eftir aðstæðum þar sem sam-
keppni ríkti.
Samráð
Á fundinum kom fram að fyrir-
huguð verkefnavæðing hefði verið
kynnt fyrir fulltrúum stofnananna
29. janúar síðastliðinn og hefðu
þeir tekið vel í fyrirhugaðar að-
gerðir. Ætlunin er að vinna að
þeim í sem mestu- samráði við
hveija stofnun fyrir sig.
SIGLFIRDINGAFELAGID
f Reykjavík
og nágrenni
verður haldið í Hraunholti, Dalshrauni 15, Hafnarfirði,
laugardaginn 6. febrúar. Miðasala og borðapantanir verða í
versluninni Kili hf., Ármúla 30, miðvikudaginn 3. og fimmtudag-
inn 4. febrúar frá kl. 13-18. Tryggið ykkur miða í tíma!
Skemmtinefndin.