Morgunblaðið - 03.02.1993, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993
19
Stýrimenn
á Heijólfi
í verkfall
Vöruflutningar til
Eyja leggjast að
hluta niður
VERKFALL stýrinianna á Herjólfi
hófst klukkan 6 í morgun og liggja
allar siglingar skipsins á milli
lands og Eyja niðri á meðan verk-
fallið stendur. Samningafundur
sem fram fór hjá ríkissáttasemj-
ara í gærdag milli deiluaðila
reyndist árangurslaus og hefur
nýr fundur ekki verið boðaður.
Ber mikið á milli aðila og eru tald-
ar líkur á að verkfallið verði lang-
vinnt. Vöruflutningar til Eyja
munu að stórum hluta liggja niðri
vegna verkfallsins, en Heijólfur
hefur m.a. annast alla mjólkur-
flutninga til Vestmannaeyja dag-
lega. Að sögn Gríms Gislasonar,
stjórnarformanns Heijólfs, mun
félagið tryggja flutninga mjólkur
til Eyja eftir öðrum leiðum á með-
an verkfallið stendur. Flug til
Vestmannaeyja hefur legið niðri
síðan á fimmtudag í síðustu viku.
Stýrimannafélag íslands hefur
farið með samningsumboð fyrir hönd
stýrimanna Heijólfs, en um er að
ræða þrjá stýrimenn í tveimur stöðu-
gildum. Vinnuveitendasamband ís-
lands fer með samninga fyrir hönd
útgerðar Heijólfs og neitaði að fall-
ast á kröfur stýrimanna um veruleg-
ar launahækkanir á um fjögurra
klukkustunda löngum sáttafundi hjá
ríkissáttasemjara i gær, að sögn
Gríms Gíslasonar.
Búist við löngu verkfalli
„Þetta gæti orðið löng og erfið
vinnudeila. Á meðan verða samgöng-
ur við Eyjar í miklum ólestri. Þetta
mun hafa mikil áhrif,“ sagði Grímur.
Að sögn Guðlaugs Gíslasonar,
starfsmanns Stýrimannafélagsins,
snúast kröfur stýrimannanna um að
fá fram leiðréttingu á launakjörum
sínum til samræmis við háseta á
Heijólfi. Sagði hann að um mikinn
launamun væri að ræða, sem mætti
rekja um tíu ár aftur í tímann, en
hann vildi ekki upplýsa hvað stýri-
menn færu fram á miklar launa-
hækkanir. Guðlaugur sagði að sam-
komulag væri alls ekki í augsýn og
því gæti verkfallið orðið langt, en
hann vonaðist til að leyst yrði úr
deilunni á milli aðila út í Vestmanna-
eyjum.
Galileo hf.
gjaldþrota
STJÓRN Galileo á íslandi hf. hef-
ur óskað eftir að félagið verði
tekið til gjaldþrotaskipta. Ósk fé-
lagsins var tekin fyrir i Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær, en úr-
skurður verður að iíkindum kveð-
inn upp í dag.
Galileo á íslandi hf. tók til starfa
í lok nóvember 1991 og var fyrirtæk-
ið tengiliður evrópska ferðaupplýs-
ingakerfisins Galileo hér á landi.
Eru þau ekki sæt ?
Morgunblaðið/Kristinn
Algengt er að auk nánustu skyldmenna og vina komi nágrannar, þá sé þar oft um að litast eins og á járnbrautarstöð. Þess má geta
vinnufélagar og jafnvel heilu saumaklúbbarnir að heimsækja að gerð var skoðanakönnun meðal sængurkvenna fyrir nokkrum
sængurkonur á sængurkvennagöngunum tveimur á Landspítalanum árum um hvort þær vildu að heimsóknartímar yrðu lagðir niður
á heimsóknartímum. Kristín Tómasdóttir, yfirljósmóðir, segir að en sú uppástunga var felld.
Ekkert lát á fjölda fæðinga á Landspítalanum og met slegið í janúar
Stundum eins og
á járnbrautastöð í
heimsóknartímum
Kristín Tómasdóttir, yfirljós-
móðir, sagði að því hefði verið
spáð í byijun janúar og 270 til
Hótel ísland
280 konur myndu fæða böm á
spítalanum þennan mánuð. Sá
spádómur hefðu ræst því 275 kon-
ur hefðu átt börn á fæðingardeild-
inni og hefðu nokkrar þeirra átt
tvíbura.
Undir sömu sæng
Þegar tvíburar fæðast á Landspítalanum fá þeir sérstakar tvíburavöggur
eins og þessi systkini sem Þuríður Elísa Þorsteinsdóttir átti 29. janúar.
Söngdagskrá
Geirmundar
FRUMSÝND verður á Hótel
íslandi, laugardaginn 6. febr-
úar, söng-
skemmtun
byggð á vin-
sælum lög-
um Geir-
mundar
Valtýsson-
ar. Heitir
skemmt-
unin „í
syngjandi Geirmundur Val-
sveiflu". týsson
Geirmundur hefur gefið út
hljómplötur með lögum sínum
sem fengið hafa góðar móttökur
sem og hljómsveit hans. Einnig
hefur hann sent frá sér fjölda
laga sem komið hafa út á safn-
plötum, í Eurovision og víðar.
Söngvarar á söngskemmtun
þessari verða ásamt Geirmundi
þær Guðrún Gunnarsdóttir og
Berglind Björk Jónasdóttir og
Ari Jónsson. Hljóðfæraleikur
verður í höndum hljómsveitar
Geirmundar Valtýssonar en
hana skipa þeir Eiríkur Hilmis-
son á gítar, Sólmundur Friðriks-
son á bassa, Kristján Baldvins-
son á trommur ásamt þeim
Magnúsi Kjartanssyni á hljóm-
borð og blásurunum Ásgeiri
Steingrímssyni og Einari Braga
Bragasyni.
ALDREI hafa fleiri konur átt börn á kvennadeild Landspítalans
í janúarmánuði og í janúar síðastliðinum eða 275. I janúarmán-
uði árið 1991 áttu 213 konur börn á spítalanum og sama mánuð
árið eftir áttu 234 konur börn á spítalanum. Það ár varð fæðinga-
met á spítalanum með 2913 fæðingar eða 113 fæðingum fleiri
en þegar þær voru flestar árið 1988. Nýliðið ár var þó ekki
metár í fjölda fæðinga á landsvísu.
Færri koma í heimsókn á
spítalann í nágrannalöndunum
Kristín sagði að allt hefðu geng-
ið vel þrátt fyrir tvo toppa í fjölda
fæðinga fyrst og síðast í mánuðin-
um. Að vísu sagði hún að oft hefði
verið töluvert að gera og stundum
hefði verið um að litast eins og á
járnbrautastöð á sængurkvenna-
göngunum í heimsóknartímum.
Kristín, sem þekkir til á fæðing-
ardeildum á Norðurlöndunum, í
Þýskalandi í Skotlandi og Eng-
landi, sagðist hvergi annars staðar
hafa orðið vitni að því að jafn
margir gestir kæmu til hverrar
sængurkonu og á íslandi og oft á
tíðum væri erfitt fyrir sængurkon-
urnar að taka á móti öllum fjöldan-
um því þær væru þreyttar eftir
fæðinguna. Betra væri að aðeins
kæmu nánustu ættingjar í heim-
sókn á spítalann en aðrir biðu með
að beija nýju manneskjuna augum
þangað til komið væri af spítalan-
um og einhveijar vikur liðnar frá
fæðingunni.
Fæðingum fjölgar í kreppu
Þegar grennslast var fyrir
ástæður þess að fæðingum hefði
fjölgað svo mjög að undanförnu
sagði Kristín að við því væri engin
einhlít skýring. Aftur á móti sagði
hún að lágdeyða í efnahagslífinu
gæti haft einhver áhrif. „Áður
þegar komið hefur upp kreppa og
krepputal hefur fæðingum líka
fjölgað," sagði hún.
Hluti af þakinu á Gili
fauk út í veður og vind
HLUTI af þakinu á íbúðarhúsinu á bænum Gili í Svartárdal
fauk út í veður og vind aðfararnótt þriðjudagsins. Að sögn
Friðriks Björnssonar bónda á Gili gerðist þetta rétt fyrir mið-
nættið og var heimilisfólkið ekki farið að sofa. „Það var viG
laust suðvestan veður hér og gekk á með miklum hviðum. í
einni þeirra fóru um 20 þakplötur af þakinu,“ segir Friðrik.
Fjórir eru í heimili á Gili og
amaði ekkert að fólkinu né urðu
aðrar skemmdir á íbúðahúsinu.
Friðrik segir að hann hafi reynt
að fara út úr húsinu er þakið
fauk en ekki hafi verið stætt á
hlaðinu í rokinu.
í gærdag var unnið að viðgerð
á þakinu en Friðrik mun hafa
fundið aftur 5 af þeim bárujárns-
plötum sem fuku af.
Um helgina fauk hluti af þaki
fjárhússins á Gili. Þetta er stórt
350 kinda hús og segir Friðrik
að rokið hafi fyrst splundrað stór-
um glugga á vesturhlið hússins
en síðan fauk hluti þaksins af.
Búið er að gera við þessar
skemmdir og eru fólk og fénaður
á Gili nú varin fyrir veðri og vind-
um.