Morgunblaðið - 03.02.1993, Side 20

Morgunblaðið - 03.02.1993, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993 Sovétmenn blekktu bankana VALENTÍN Pavlov, fyrrver- andi forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, staðfesti í gær að sovésk stjórnvöld hefðu með skipulegum hætti blekkt vest- ræna lánardrottna sína og talið þeim trú um að gullforði Sovét- manna væri margfalt meiri en hann var í raun. Pavlov sagði að sovéskum ráðherrum hefði tekist að fá hagstæð lán með því að telja vestrænum lánar- drottnum trú um að þeir væru að lána auðugu ríki og tækju því litla áhættu. Hann sagði að sovésk stjórnvöld hefðu að- eins verið að „taka þátt í mark- aðsleiknum" og kvaðst telja að það hefði verið góð hugmynd að leika þannig á Vesturlönd. Havel forseti VACLAV Havel sór í gær emb- ættiseið sem fyrsti forseti Tékkneska lýðveldisins. Vlad- imir Meciar, forseti Slóvakíu, var ekki viðstaddur athöfnina, og skýrðu sumir embættis- menn fjarveru hans með veik- indum en aðrir sögðu hann vera önnum kafinn vegna ann- arra mikilvægra verkefna. Helmut Kohl Kohl gegn ofbeldi HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, hét því í gær að beijast gegn ofbeldi gegn út- lendingum í Þýskalandi og var- aði við því að hætta væri á aukinni þjóðernishyggju og út- lendingahatri í Vestur-Evrópu ef menn gættu ekki að sér. Skýrt var frá því í gær að að 36.300 innflytjendur hefðu sótt um pólitískt hæli í Þýskalandi í síðasta mánuði og er það 14% fjöigun frá mánuðinum þar á undan. Heildsöluverð á undirfatnaði frá CACHAREL og PLEYTEX. Einnig snyrtivörurá kynningarverði. ÞOKKI Faxafeni 9, sími 677599 Reuter Óvenjuleg skurðaðgerð Læknar í Los Angeles hafa framkvæmt óvenjulega aðgerð til að bjarga lífi 22 ára bandarískrar konu, sem þjáðist af arfgengum sjúkdómi er lýsir sér í alvarlegri truflun á starfsemi lungna. Aðgerðin fólst í því að hluti af lung- um foreldra hennar var græddur í konuna. Á myndinni kyssir faðirinn (t.v.) dóttur sína eftir aðgerðina og móðirin fylgist með. Undirskriftasöfnun gegn útlendingum í Austurríki Haider bíður ósigur Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞÁTTTAKA í undirskriftasöfnun Frjálslynda flokksins í Austurríki (FPÖ) gegn útlendingum og rétti þeirra í landinu var minni en Jörg Haider, formaður flokksins, vonaðist til. 417.278 skrifuðu undir áskorun flokksins, sem var í 12 liðum, til þjóðþingsins um að tak- marka fjölda útlendinga og rétt þeirra. Andstæðingar undirskrifta- söfnunarinnar fögnuðu sigri á mánudagskvöld. FPÖ fékk tæp 780.000 atkvæði í síðustu kosningum og andstæðing- ar undirskriftasöfnunarinnar sögðu hann verða að fá svo margar undir- skriftir með áskoruninni til að geta verið ánægður með árangur. Haider bar sig þó vel í sjónvarpsviðtali eft- ir að niðurstaðan lá fyrir. Hann kenndi baráttu andstæðinganna, hinum stjórnmálaflokkunum, ka- þólsku kirkjunni og verkamannafé- lögum, um takmarkaða þátttöku. Hann hældi þeim sem skrifuðu und- ir fyrir hugrekki og sagði að mun fleiri hefðu gert það ef þrýstingur andstæðinganna hefði ekki verið svo mikill. Almennir borgarar geta knúið austurríska þjóðþingið til að ræða ákveðið mál ef þeir safna 100.000 undirskriftum. Þjóðþingið verður nú að fjalla um tillögur FPÖ um aukið eftirlit með útlendingum, tak- mörkun íjölda þeirra og skertan rétt. Austurríska útlendingalög- gjöfin var nýlega hert og andstæð- ingar undirskriftasöfnunarinnar telja hana nægilega stranga. Major hitt- ir Clinton BRESKIR embættismenn skýrðu í gær frá því að John Major, forsætisráðherra Bret- lands, og Bill Clinton, forseti Bandarílq'anna, myndu hittast á fundi í Washington þann 24. þessa mánaðar. Á fundinum ætla leiðtogarnir að ræða hina erfiðu stöðu í GATT-viðræðun- um, málefni fyrrverandi Júgó- slavíu og írak. Honecker vill ekki heim ERICH Honecker, fyrrverandi leiðtogi Austur-Þýskalands, sagðist í gær ekki ætla að fara að kröfu þýsks dóm- stóls og mæta aftur fyrir rétt í Berlín svo formlega verði hægt að slíta réttarhöldum í máli hans. Ákveðið var að fella niður kærur á hendur Honecker vegna manndrápa og spillingar sökum slæmrar heilsu komm- únistaleiðtogans. Koivisto til- kynnir áform sín í apríl MAUNO Koivisto, forseti Finn- lands, hefur sagt að hann til- kynni „í fyrsta lagi í apríl“ hvort hann gefi kost á sér til endurkjörs. Jafnaðar- mannaflokk- ur Finnlands áformar að efna til forvals í maímánuði og gert hefur verið ráð fyrir að það Iiggi fyrir 13. apríl hveijir verði í framboði. Hultberg hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Vægðarleysi í lifandi frásögn smábæjarlífs TILKYNNT var í Stokkhólmi í gær að danski rithöfundurinn Peer Hultberg hlyti Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1993 fyrir skáldsöguna Bærinn og heimurinn (Byen og Verden). Hult- berg sem er fæddur 1935 hefur tvisvar áður komið til greina við úthlutun verðlaunanna. Hann hóf rithöfundarferil sinn 1966 og eftir hann hafa komið sex bækur. Hultberg sem er doktor í pólsku og pólskum bókmenntum hefur kennt við Lundúnaháskóla, en býr nú í Hamborg þar sem hann fæst eingöngu við skriftir. í greinargerð dómnefndar segir um verðlaunabókina: „Bærinn og heimurinn er mis- kunnarlaus skáldsaga þar sem spennan á milli efnis og forms byggir upp dýpt og hraða. Það er bærinn Viborg sem segir frá. í hundrað örsögum er sagt frá íbúum sem tilheyra ólíkum þjóðfé- lagshópum og lífi þeirra frá fæð- ingu til dauða. í Bænum og heim- inum er örlögum allra lýst af inn- sæi, sumir mætast, aðrir skilja og enn aðrir verða alltaf einir.“ Verðlaunin sem eru 200.000 danskar krónur. um tvær milljón- ir ísl. kr., verða afhent á fundi Norðurlandaráðs í Osló 2. mars nk. Þá mun Dagný Kristjánsdóttir lektor fyrir hönd dómnefndar- manna tala um Peer Hultberg og bækur hans. Dagný sagði í sam- tali við Morgunblaðið eftir að nið- urstaða nefndarinnar var ljós að Bærinn og heimurinn væri „mikið listaverk", og dómnefndarmenn væru stoltir af henni. Mörgum þótti Peer Hultberg vera meðal líklegustu verðlauna- hafa Norðurlandaráðs þegar lögð var fram hin viðamikla skáldsaga hans Requiem (1985). Skáldsagan samanstendur af 537 stuttum textum sem eru eins konar ein- ræður (innra tal) og leiða hugann að James Joyce og ýmsum öðrum brautryðjendum í skáldsagna- gerð. Præludier (1990) þótti líka álitleg verðlaunabók, en hún fjall- ar um bernsku Chopins. Nú hefur Peer Hultberg fengið bókmenntaverðlaunin fyrir skáld- söguna Bærinn og heimurinn, Byen og verden (1992), en undir- titill hennar er Roman i hundrede tekster. Raunsæislegri frásagnarmáti Bærinn og heimurinn vitnar um raunsæislegri frásagnannáta en áður hjá Peer Hultberg. Það er bærinn Viborg, fæðingarstaður höfundarins, sem segir frá. Text- arnir hundrað eru sjálfstæðir, afar hnitmiðaðir og lifa sínu lífí, en tengjast smám saman. Tímabil sagnanna nær frá aldamótum til samtímans. Þröngsýni og fordómar setja svip sinn á bæjarlífið, jafnt meðal hárra sem lágra. Bærinn, lands- byggðin, speglar heiminn í þess- ari skáldsögu sem Dagný Krist- jánsdóttir kallar „stórbók í öllum skilningi" í grein hér í blaðinu (22. janúar sl). Dagný skrifar ennfremur: „Það er sagt frá hefðum og venjum, söngstríðinu mikla, handayfirlagningum og trúar- bragðadeilum. Það er sagt frá sorg og hamingju, ofbeldi, geð- veiki, einmanaleika - bærinn sér allt. En hann dæmir ekki. í bók- inni myndasl stöðugt spenna á milli hins formlega frásagnarhátt- ar og innihaldsins sem oft er skelfílegt." Peer Hultberg í vægðarleysi sínu á lýsingum íbúanna, heimsádeilu sinni, er höfundurinn oft kaldhæðinn og sú kaldhæðni kemur víða fram í tilsvörum. Stundum er sjálfsmorð eina Ieiðin til að losna úr viðjum smábæjarins þar sem lífið býður ekki upp á annað en erfíðleika og vandamál. Ástin er þó ekki alveg brottræk þótt sorgin sé fyrirferðarmeiri en gleðin. Húmorinn, hin góðlátlega glettni og lífsskilningur höfundar- ins eru aldrei fjarri. Eins og áður er Peer Hultberg lofaður fyrir góða dönsku og vandaðan stíl og dómnefndin gat ekki látið hjá líða í greinargerð sinni að tala um hvemig „spennan á milli efnis og forms byggir upp dýpt og hraða“. Jóhann Hjálinarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.