Morgunblaðið - 03.02.1993, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993
21
BROTTFOR 11. FEBRUAR. TAKMARKAÐUR SÆTAFJOLDI.
.I___■
TIL LONDON
frá fimmtudegi til sunnudags
Innifalið: Flug, gisting á White House hóteli, skoðunarferð,
íslensk fararstjórn og akstur til og frá flugvöllum erlendis.
(Flugvaliarskattur, kr. 1.200, er ekki innifalinn).
22.900.-
Neðangreindir taka við pöntunum:
Atlantik, Ferðabær, Ferðamiðstöð Austurlands,
Ferðaskrifstofan Alís, Ferðaskrifstofa stúdenta,
Guðmundur Jónasson hf., Land og Saga, Ratvís,
Samvinnuferðir-Landsýn, Úrval-Útsýn,
söluskrifstofur Flugleiða, Ferðaskrifstofa Reykjavíkur,
Ferðaskrifstofa íslands og Ráðstefnur og fundir.
vba
Malaví
Neita fréttum
um pyntingar
Reuter
Stríðsheijur heilsast hálfri öld
frá bardögunum um Stalíngrad
Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, og Borís Jelts-
ín, forseti Rússlands, minntust þess á mánudag
að 50 ár eru liðin frá því þýski herinn gafst upp
við Stalíngrad eftir bardaga sem kostuðu mörg
hundruð þúsund mannslíf. Leiðtogarnir sendu
hvorum öðrum skeyti með loforðum um aukna
samvinnu ríkjanna í framtíðinni. Fyrrverandi her-
menn sem tóku þátt í bardögunum um Stalíngrad
hittust í borginni, sem heitir núna Volgograd, og
á myndinni rifja tveir þeirra, Þjóðveijinn Rudi
Wunshmann (t.v.) og Rússinn Pavel Lavnev, upp
atburðina fyrir 50 árum. Borís Jeltsín Rússlands-
forseti ávarpaði hermenn við hátíðahöld í
Volgograd og bar saman þau tímamót sem Rússar
stæðu á nú og fyrir hálfri öld. Sagði hann þá
beijast við skort og efnahagsörðugleika sem væru
erfiðir viðfangs. Fyrst sigurinn í Stalíngrad hefði
unnist væri einnig hægt að sigrast á þeim og verð-
launin yrðu efnahagsleg endurreisn, frelsi og ný
áhrif og virðing í samfélagi þjóðanna.
Malaví. Frá Jóhönnu Ingvarsdóttur blaðamanni Morgunblaðsins.
STJÓRNARANDSTAÐAN í Malaví hvetur til áframhaldandi þróunar-
aðstoðar íslendinga og annarra þjóða við landið. Jafnframt neita
fulltrúar hennar að pyntingum sé beitt í landinu. Þetta kom fram á
fundi sem Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, átti með
stjórnarandstöðunni í Malaví. Arni Gunnarsson, stjórnarmaður í
Þróunarsamvinnustofnun Islands, hefur hvatt utanríkisráðherra til
þess að hætta við afhendingu tveggja skipa sem smíðuð eru á ís-
landi, vegna mannréttindabrota stjórnvalda í Malaví.
Jón Baldvin Hannibalsson átti
fund með Harry Thompson, vara-
formanni annars af tveimur stjórn-
arandstöðuflokkum og fram-
kvæmdarstjóra Lýðræðisbanda-
lagsins, sem er samstarf stjórnar-
andstöðuflokkanna. „Þetta var
ákaflega fróðlegur fundur um
stjórnarfarið í Malaví, sem mér var
ekkert ókunnugt um og væntanlega
ekki öðrum stjórnarmönnum í ÞSSÍ,
þar á meðal Árna Gunnarssyni.
Harry Thompson talaði í aug-
ljósri væntingu þess að þjóðarat-
kvæðagreiðslan 15. mars nk. um
hvort menn vilji viðhalda eða binda
enda á einsflokksstjórn Hastings
Banda færi þannig að stjórnarand-
staðan hefði sigur. Hann sagði það
sameiginlega afstöðu stjórnarand-
stöðu að hvetja öll ríki til þess að
halda áfram aðstoð sinni. Áð sögn
hans er eini fyrirvarinn sem gefin
á þessari afstöðu að ráðið væri
gegn beinum fjárframlögum til
stjórnvalda í Malaví að óbreyttu."
Jón Baldvin sagði að hann hefði
spurt Harry Thompson hvort pynt-
ingum væri beitt í Malaví. „Hann
sagði nei, og bætti við að töluvert
væri um handtökur á stjómarand-
stöðufólki en stjómarandstaðan
vissi ávallt af þeim. Lögfræðingar
á þeirra snærum sjá til þess að
málin eru tekin fyrir.“ Jón Baldvin
innti eftir máli prestins Peter Ka-
leso, en fram kom í fjölmiðlum í
síðustu viku að hann sætti pynting-
um í fangelsi í Malaví. „I tilviki
prestsins sagði Harry Thompson
að fullvíst væri að ekki hefði verið
beitt pyntingum."
Aðstoð við ógnarstjórn
Jón Baldvin segir um það hvort
við íslendingar eigum yfirhöfuð að
aðstoða lönd þar sem stjórnarfari
er ábótavant: „Malaví-verkefnið var
ákveðið að fmmkvæði stjórnar Þró-
unarsamvinnustofnunnar íslands
þar sem Ámi Gunnarsson situr í
stjórn. Verkefnið er til fimm ára,
frá 1989-1994. Það veit hver ein-
asti maður hvernig stjórnarfarið þar
hefur verið undir stjórn Hastings
Banda frá sjálfstæði. Ég segi um
það einn hlut án þess að réttlæta
það. Það var aldrei eins hryllilegt
og ógnarstjóm Mengistus í Eþíópíu
sem aftraði þó ekki t.d. Hjálpar-
stofnun kirkjunnar, sem Árni Gunn-
arsson átti hlut að, að halda uppi
mannúðarstarfi þar.“
Greiðslukort með fríðindi