Morgunblaðið - 03.02.1993, Qupperneq 23
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Aðgerðir gegn at
vinnuleysi
Sin ömurlegasta afleiðing þeirr-
ar efnahagskreppu, sem nú
ír ríkjum hér á landi, er að
atvinnuleysi virðist vera að festa
sig í sessi. Síðasta virka dag des-
embermánaðar ársins 1992 voru
7.000 manns á atvinnuleysisskrá
og er það mesti fjöldi atvinnulausra
síðan skráning atvinnuleysis hófst
hér á landi með reglubundnum
hætti.
Það þarf ekki lengur að tína til
dæmi af reynslu nágrannaþjóðanna
til að sýna fram á hversu alvarleg-
ur vandi atvinnuleysi er. Alls staðar
í kringum okkur sjáum við þær
hörmulegu afleiðingar sem atvinnu-
missir hefur á einstaklinga, fjöl-
skyldur og heilu byggðarlögin. Það
er ekki ofsögum sagt að atvinnu-
leysi er eitt alvarlegasta vandamál-
ið sem við þessari þjóð blasir. Það
verður að leita allra leiða til að
draga úr þessum vanda og má þá
ekki hika við að leita óhefðbundinna
leiða. Reynir Hugason, formaður
Landssamtaka atvinnulausra, ræðir
þessi mál í grein í Morgunblaðinu
í síðustu viku og segir þar m.a.:
„Greiða mætti atvinnuleysisbætur
beint til atvinnurekenda í stað laun-
þega þegar unnt er að sýna fram
á að skapa megi ný framtíðarstörf,
sem annars yrðu ekki til og að at-
vinnulausir yrðu ráðnir í störfin.
Þetta er hugsað sem tímabundinn
styrkur og bein innspýting fjár-
magns til atvinnurekenda til þess
að efla atvinnu í landinu, og kæmi
að mestum notum í þeim greinum
þar sem vaxtarvon væri og þar sem
erfiðara er oft að fá ijármagn.“
Hvað er það eiginlega sem mælir
gegn því að íjármagn sé notað beint
til atvinnuskapandi verkefna, á veg-
um sveitarfélaga eða einkaaðila, í
stað þess að greiða út atvinnuleysis-
bætur á hefðbundinn hátt? Sveitar-
félögin hafa greitt um hálfan millj-
arð í Atvinnuleysistryggingasjóð í
því skyni að sjóðurinn fjármagni
að hluta atvinnuskapandi átaks-
verkefni á þeirra vegum sem svarar
atvinnuleysisbótum á hvert stöðu-
gildi sem skapast. Nokkur sveitar-
félög hafa þegar nýtt sér þennan
möguleika og umsóknir frá fleirum
hafa verið lagðar fram.
Atvinnuleysisvandinn verður hins
vegar ekki leystur með skammtíma-
aðgerðum einum saman. Markmiðið
hlýtur að vera að tryggja hér fulla
atvinnu, ekki til skamms tima held-
ur til frambúðar. Átaksverkefni,
sem hafa það að markmiði að skapa
atvinnutækifæri handa atvinnu-
lausum á krepputímum, geta þjónað
mikilvægum tilgangi. Þau leysa
hins vegar engan vanda til fram-
búðar.
Sá vandi sem nú er við að etja
í íslensku atvinnulífí er að miklu
leyti til kominn vegna samdráttar
í fískveiðum. Ef fiskveiði fer að
glæðast að nýju mun það að sjálf-
sögðu leiða til hagvaxtar og aukinn-
ar velsældar. Ekkert bendir hins
vegar til að umtalsverð aukning
helstu fiskveiðistofna sé á næsta
leiti. Og jafnvel þó sú yrði raunin
væri það engin töfralausn á vanda
íslensks efnahagslífs.
Það ástand sem nú er uppi í ís-
lenskum efnahagsmálum sýnir best
hversu varhugavert það er að
treysta alfarið á eina atvinnugrein
sem, eðli málsins samkvæmt, er háð
sveiflum sem stjórnast af öðru en
efnahagslegu umhverfi. Þegar sam-
an fer alþjóðleg efnahagslægð og
verulegur samdráttur fiskveiða
stöndum við uppi berskjaldaðir.
íslendingar hafa áratugum sam-
an verið svo gæfusamir að búa við
lífskjör sem jafnast á við það besta
sem nokkurs staðar gerist í heimin-
um. Það hlýtur að vera markmið
okkar að tryggja að sú verði einnig
raunin fyrir komandi kynslóðir.
Slíkt gerist aftur á móti ekki sjálf-
krafa. Við sjáum það alls staðar í
kringum okkur að þær þjóðir sem
best standa efnahagslega í dag eru
þær þjóðir sem lagt hafa verulega
vinnu af mörkum við að skilgreina
sín framtíðarmarkmið og vinna síð-
an markvisst og skipulega að því
að framfylgja þeim.
Langtímastefnumótun í efna-
hags- og atvinnumálum hefur ekki
verið til staðar á íslandi fram að
þessu. í stað þess höfum við treyst
á að fiskinn í sjónum myndi ekki
þijóta og að orka fallvatnanna
myndi einhvern veginn breytast í
erlendan gjaldeyri og atvinnutæki-
færi.
Meðal aðila vinnumarkaðarins,
jafnt fulltrúa launþega sem at-
vinnurekenda, hefur að undanförnu
gætt vaxandi áhuga á að ráðist
verði í langtímastefnumótun fyrir
atvinnulífið. Það er því fagnaðar-
efni að Friðrik Sophusson fjármála-
ráðherra boðaði á fundi hjá Versl-
unarráðinu í síðustu viku að slík
stefnumótun væri á dagskrá. Fjár-
málaráðherra sagði á fundinum að
of mikil áhersla hefði verið lögð á
skyndilausnir í atvinnulífinu. Á und-
anförnum árum hefði til að mynda
tíu milljörðum verið eytt í „nýsköp-
un“ en þeir væru nú að mestu leyti
glatað fé þar sem verkefnin hefðu
ekki skilað þeim árangri sem von-
ast hafði verið til.
Ráðherrann sagði að vel kæmi
til greina að leita út fyrir landstein-
ana eftir sérfræðiþekkingu á
stefnumótun. Dæmi eru um að aðr-
ar þjóðir, t.d. Danir, hafi gert slíkt
með góðum árangri. „Það er ekki
bara æskilegt og nauðsynlegt að
vinna að langtímastefnumótun í
atvinnulífinu. Það er stórhættulegt
að gera það ekki. Við getum hvorki
treyst á einfaldar „patent“lausnir
né það að atvinnulífið lagist af
sjálfu sér,“ er haft eftir Friðrik
Sophussyni í Morgunblaðinu. Þetta
eru forvitnileg ummæli og gætu
boðað að ný vinnubrögð væru í
uppsiglingu varðandi atvinnumála-
stefnu á íslandi. Stefnumótun,
hvort sem er til langs eða skamms
tíma, er engin trygging fyrir hag-
vexti. Það má hins vegar færa sterk
rök fyrir því að hún sé forsenda
þess að það ijármagn, sem varið
er til „nýsköpunar", skili sér í raun-
verulegum atvinnutækifærum og
bættum lífskjörum.
Stj órnsýsluendurskoðun Ríkisendurskoðunar
Könnuð verði samein-
ing Landgræðslunnar
og Skógræktar ríkisins
RÍKISENDURSKOÐUN telur rétt að kanna hvort hagkvæmt sé að
sameina Landgræðslu og Skógrækt ríkisins. Nokkurt fé myndi spar-
ast við sameiningu og nýting fjármuna yrði betri. Lagt er til að
lögin um Landgræðslu rikisins verði endurskoðuð og að gerð verði
úttekt á rekstri bifreiða og flugrekstur endurskoðaður. Þetta er
meðal niðurstaðna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluend-
urskoðun hjá Landgræðslunni.
í skýrslunni er bent á ýmis atriði
sem Ríkisendurskoðun telur að betur
mætti fara í rekstri Landgræðslu rík-
isins. Þó er tekið fram að margt sé
með ágætum í rekstrinum.
Ekki tekist að stöðva eyðingu
Tilgangur og markmið Land-
græðslunnar er í fyrsta lagi að koma
í veg fyrir eyðingu gróðurs og jarð-
vegs og í öðru lagi að græða upp
eydd og vangróðin lönd. í skýrslunni
kemur fram það álit að þrátt fyrir
marga áfangasigra hafi Landgræðsl-
unni ekki tekist að ná fram því megin-
markmiði sínu að koma í veg fyrir
eyðingu gróðus og jarðvegs en betur
hafi tekist með að græða upp. Getið
er um þrjár orsakir fyrir þessu. I
fyrsta lagi fjárskortur, í öðru lagi
skortur á vísindalegri þekkingu á
ýmsum þáttum gróðureyðingarinnar
og í þriðja lagi að viðkvæmt land
hafi ekki verið verndað nægjanlega
fyrir ágangi búíjár. Bent er á að
stefnubreyting hafi orðið í starfi
Landgræðslunnar á síðustu árum
þannig að meiri áherslu sé lögð á að
koma í veg fyrir eyðingu gróðurs og
jarðvegs en að græða upp eydd og
vangróin lönd.
Ríkisendurskoðun segir að skrán-
ing á þörf landgræðsluaðgerða á
hveijum stað ásamt gerð kostnaðará-
ætlana hafi ekki farið fram með
nægjanlega skipulegum hætti. Þá
hafi árangur af starfi stofnunarinnar
og kostnaður á hveijum stað ekki
verið metinn. Ríkisendurskoðun legg-
ur áherslu á að úr því verði bætt.
Sérstök sljórn
Talin er þörf á að endurskoða lög
um Landgræðsluna. Ríkisendurskoð-
un telur rétt að Alþingi skipti stofnun-
inni þriggja manna stjórn og landbún-
aðarráðherra formann. Þá skipi ráð-
herra landgræðslustjóra til sex ára í
senn og landgræðslustjóri ráði sína
undirmenn.
Saksóknara afhent
gögnin um Eðvald
EFRAIM Zuroff, forstöðumaður Simon Wiesenthal-stofnunarinnar, gekk
í gær á fund Hallvarðs Einvarðssonar ríkissaksóknara og afhenti honum
gögn frá sovézku öryggisiögreglunni KGB. Zuroff telur gögnin sanna
að Eðvald Hinriksson, áður Evald Mikson, hafi gerzt sekur um stríðs-
glæpi í heimsstyijöldinni síðari.
„Zuroff kynnti mér gögn í sam-
bandi við þetta mál og ræddi við
mig um það nokkra stund," sagði
Hallvarður Einvarðsson í samtali við
Morgunblaðið. „Hér mun síðan fara
fram rækileg athugun á þessum
gögnum, en ég er á þessu augna-
bliki ekki í neinni aðstöðu til að kveða
á um það kann að leiða.“
Aðspurður hvort embætti hans
hygðist afla sér frekari gagna um
mál Eðvalds, sagðist Hallvarður ekki
hafa meira um málið að segja.
Ríkisendurskoðun telur rétt að
könnun verði gerð á því hvort hag-
kvæmt geti talist að sameina Land-
græðslu og Skógrækt ríkisins. Nokk-
urt fé myndi sparast við sameiningu,
við yfirstjórn, fjármál og bókhald,
starfsmannahald og kortagerð. Þá
muni fé sparast í vélum og tækjum.
Sameina megi störf landgræðslu- og
skógarvarða. Enda þótt sameining
mundi leiða til sparnaðar telur Ríkis-
endurskoðun enn mikilvægar að nýt-
ing á fjármagni verður betri í kjölfar
sameiningar. Stjórn og forstjóri
myndu væntanlega veija fé til þeirra
verka sem þau teldu þrýnust þveiju
sinni, burtséð frá því hvort þau teld-
ust til skógræktar eða landgræðslu.
Þannig tækju þeir ákvörðun sem
kunnugastir væru þessum málaflokk-
um og þjóðin mætti vænta bestu
hugsanlegrar nýtingar á því fé sem
varið er til þessara mála.
Reykjavíkurskrifstofu lokað
Lagt er til að starfi Landgræðsl-
unnar verði skipt upp í sex svið: fjár-
málasvið, almannatengsl, upp-
græðslusvið, gróðurvemdar- og um-
hverfissvið, fræræktarsvið og fyrir-
hleðslusvið. Lagt er til að skriftofu
Landgræðslunnar í Reykjavík verði
lokað og sú starfsemi flutt í Gunnars-
holt.
Lögð er áhersla á að fjármálasvið
stofnunarinnar verði eflt. Ráðinn
verði fjármálastjóri og skilið milli
starfs bókara og gjaldkera.
Vakin er athygli á því að Land-
græðslunni hafi tekist að halda sig
nálægt ramma fjárheimilda á árunum
1990 og 1991 en árið 1989 hafi stofn-
unin farið 7% yfir fjárveitingar. Þá
er vakin athygli á því að framlög
fyrirtækja og einstaklinga til land-
græðslu hafi aukist mikið á undan-
förnum árum sem sýni aukinn skiln-
ing almennings á gildi landgræðslu
enda hafi forráðamenn stofnunarinn-
ar verið ötulir við kynningarstarf.
Rekstrarkostnaður flugvéla Land-
græðslunnar er talinn hár og nýting
lítil. Ríkisendurskoðun telur rétt að
flugrekstur og markmið þess rekstrar
verði tekin til endurskoðunar. Þá er
talið rétt að gera úttekt á bifreiðamál-
um stofnunarinnar.
*
Kaup UA á Mecklenburger Hochseefischerei
Fonnlegíir samninga-
viðræður að hefjast
FORMLEGAR samningaviðræður um kaup Útgerðarféiags Akureyringa
á Meclenburger Hocheefischerei, næststærsta útgerðarfyrirtæki Þýzka-
lands, munu hefjast á næstu dögum. Viðræðurnar verða á grundvelli
viljayfirlýsingar um kaup ÚA á 60% hlut í fyrirtækinu, sem undirrituð
var í desember. Gunnar Ragnars, forstjóri ÚÁ, segir að eitt af skilyrðum
þess að kaupin nái fram að ganga, sé að sjávarútvegsráðuneytið veiti
skipum þýzka fyrirtækisins leyfi til að landa afla sínum og athafna sig
á annan hátt hér á landi. Slíkt leyfi hefur enn ekki fengizt.
Stefnt er að því að Ijúka samninga-
viðræðunum fyrir miðjan marz, þann-
ig að ÚA geti tekið við rekstri Meck-
lenburger Hochseefischerei 1. apríl
eins og að er stefnt. Gunnar Ragnars
segir að fulltrúar ÚA hafi rætt við
sjávarútvegsráðuneytið og sent því
formlegt erindi, þar sem farið er fram
á löndunar- og athafnaleyfi fyrir
þýzku skipin. „Þetta er eitt af mjög
mikilvægum atriðum, sem lögð eru
til grundvallar í öllum áætlunum okk-
ar og niðurstaða þarf því að fást,
ekki síðar en þegar að því kemur að
ganga endanlega frá samningi í
marz,“ sagði Gunnar.
Karfinn talinn sameiginlegur
stofn
Eins og skýrt var frá í Morgunblað-
inu í desember, segir í lögum um land
anir erlendra skipa í ísfenzkum h öfn
um að ekki megi landa afflaiúrsantjig
inlegum fiskistofnum, _sem ganga unfi
lögsögu fleiri ríkja en Islands og ekki
hefur verið samið um skjptjngu á.
Togarar Mecklenburger Hocljseþfisc-
herei, hafa fiskað á Grænlandsmiðum
og Reykjaneshrygg, aðallega karfa.
Heimildir Morgunbiaðsins herma að
það vefjist fyrir ráðuneytismönnum
að veita leyfi fyrir löndunum skipanna
hér vegna þess að karfinn við Græn-
land teljist sameiginlegur stofn, sem
ekki hefur verið samið um. Ákveðnar
vísbendingar eru þó um að karfinn
við Austur-Grænland sé sérstakur
stofn.
í lögunum um landanir erlendra
skipa eru undanþáguákvæði, sem
heimila sjávarútvegsráðherra að leyfa
landanir skipa, sem veiða úr óskiptum
sameiginlegum stofnum og er for-
dæmi fyrir slíkum undanþágum.
ÚA-menn munu leggja áherzlu á að
ráðherra beiti þessu undanþáguá-
kvæði nú og leggja áherzlu á þann
hagnað, sem íslendingar myndu hafa
af viðskiptum við þýzku skipin.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993
23
Magnús Jónsson
nýr veðurstofustjóri
Hlakka til
aðtakastá
við starfið
MAGNÚS Jónsson veðurfræðing-
ur hefur verið skipaður veður-
stofusljóri. Hann tekur við stöð-
unni 1. janúar 1993 af Páli Berg-
þórssyni en mun á næstunni taka
þátt i vinnu við stefnumótun á
Veðurstofunni. Það var umhverf-
isráðherra sem skipaði Magnús í
stöðuna.
„Ég hlakka til þess að takast á
við þau verkefni sem eru á Veður-
stofunni," sagði Magnús Jónsson í
viðtali við Morgunblaðið. „Núna er
framundan úttekt á allri starfsem-
inni. Ég var fyrst og fremst skipaður
svona snemma til þess að taka þátt
í þeirri úttekt og móta hana að ein-
hveiju leyti ásamt öðrum starfs-
mönnum Veðurstofunnar. Ég hef
vissar hugmyndir um þessa stefnu-
mótun en tel engan veginn tímabært
að ræða þær nú. Þær munu koma í -
ljós smám saman. Ég reikna með
að byija fljótlega en dreg í efa að
það verði strax á morgun.“
Borað í báðar áttir
Skagfirðingur
Fyrsta borunin í átt til Súgandafjarðar. Framvegis verður jarðgangagerðinni þannig háttað að borað verður til skiptis í báðar áttir. Á meðan hluti ganga-
mannanna vinnur við að sprengja og moka út úr öðrum göngunum vinnur annar hópur við að bora í hinum.
Merkum áfanga er náð í jarðgangagerðinni á Vestfjörðum
Borinn nú kom-
inn að gatnamót-
um í miðju fjalli
Magnús er 44 ára SkagflrðinguiV-
fæddur og uppalinn á Sauðarkróki.
Hann var stúdent frá Menntaskólan-
um á Akureyri 1968 og lagði síðan
stund á veðurfræði í Uppsölum og
Stokkhólmi. Magnús hefur starfað
hjá Veðurstofunni frá því að hann
lauk námi árið 1979. Hann kenno.
stærðfræði og veðurfræði við
Menntaskólann á Akureyri á árunum
1982-1985, en var áfram í hluta-
starfi hjá Veðurstofunni. Magnús er
kvæntur Karítas Sigurðardóttur,
hjúkrunarfræðingi, og eiga þau þijú
börn.
Þeip grafa
fypir vestan
Gangur verksins frá
A gatnamótunum
Yfirmenn jarðgangaframkvæmdanna. Björn Harðarson staðarverkfræðingur
Vegagerðar ríkisins lengst til hægri ásamt Gísla Eiríkssyni umdæmisverk-
fræðingi Vegagerðarinnar á Vestfjörðum og Gísla H. Guðmundssyni staðar-
stjóra Vesturís á gangamótunum undir Botnsheiði.
ísafirði.
JARÐBORINN í Vestfjarðagöngum er þessa dagana að bora út ganga-
mótin undir Botnsheiði þar sem leiðir kvíslast til Súgandafjarðar og
Önundarfjarðar. Skömmu eftir að kemur inn í kvíslarnar mjókka
bæði göngin og verða einbreið með útskotum þar til út úr vesturfjöll-
unum kemur.
Verkið hefur gengið samkvæmt
áætlun og ekkert óvænt komið upp
á. Vatn er svipað og búist var við,
breytilegt eftir berglögum. Þó hittist
svo á að óvenjumikið vatn kemur
niður þarna á vegamótunum. Vatnið
hafði hitnað eftir því sem innar dró
í fjallið þar til það náði 15 gráða
hita, en síðan snöggkólnaði það og
er nú aðeins um 6 stig.
Hitnar aftur
Björn Harðarson staðarverkfræð-
ingur Vegagerðarinnar átti þó von
á að vatnið myndi hitna aftur og
jafnvel fara yfir 15 stig í berggangi
vestar í fjallinu, sem hefur hugsanleg
tengsl við varmann sem virkjaður er
í Súgandafirði.
Líklega eru menn nú komnir dýpra
í iður jarðar en áður hefur gerst á
Islandi, rúma 2.000 metra lárétt og
200 metra lóðrétt.
Meginhluti bergsins er um 12
milljóna ára gamalt blágrýti með
yngri lóðréttum berggöngum og lá
réttum jarðvegslögum líkt og hið
metraþykka eldrauða sandsteinslag
þar sem nú er verið að bora.
- Úlfar
Magnús Jónsson
Utanríkisráðherra afhenti nýsmíði við athöfn í Malaví
Dr. Sanibo veittí viðtöku
skipinu NDUNDIMA
Apaflóa, Malaví. Frá Jóhönnu Ingvarsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins.
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra aflienti stjórnvöldum
í Malavi rannsóknarskip til afnota við hátíðlega athöfn í Monkey Bay
í gær. Dr. E.Y. Sambo, auðlindaráðherra Malaví, veitti skipinu, sem
á máli Malavímanna nefnist NDUNDUMA, viðtöku.
Þróunarsamvinnustofnun íslands
stendur undir um 65% af kostnaði
við byggingu skipsins. Annað skip
er í smíðum á Islandi. Það verður
afhent í júní en Norræni þróunar-
sjóðurinn lánar stjórnvöldum í
Malaví fyrir smíði þess.
Afhendingin átti að fara fram í
gær, en henni varð að fresta vegna
þess að forseti landsins, Hastings
Banda, ákvað að flytja ræðu. Lögum
samkvæmt mega engar opinberar
athafnir vera í Malaví þann dag sem
forsetinn ávarpar þjóð sína.
Veiðiþol rannsakað
„Skipinu er fyrst og fremst ætlað
að rannsaka nýtanlega fiskistofna
í Malawí vatni, sem hefur að geyma
að minnsta kosti 500 þekktar fisk-
tegundir,“ segir Björn Dagbjarts-
son, framkvæmdastjóri Þróunar-
samvinnustofnunar íslands.
Heildarkostnaður við rann-
sóknarskipið nemur um 65 milljón-
um króna.
Rannsóknarskipið var flutt í pört-
um sjóleiðina til Tansaníu. Þaðan
var það flutt landleiðina til Apaflóa
í Malaví, um 2000 km. Þar hafa
menn unnið hörðum höndum undan-
farnar vikur við samsetningu skips-
ins undir stjórn Hannesar Bjarna-
sonar.