Morgunblaðið - 03.02.1993, Síða 43

Morgunblaðið - 03.02.1993, Síða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993 KNATTSPYRNA Marco van BASTEN, AC Milan heims KNATTSPYRNUKAPPINIM Marcovan Basten hefur bætt enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn. Hann var útnefndur besti knattspyrnu- maður heims 1992 á mánudagskvöldið. Sjö- tíu landsliðsþjálfarar tóku þátt íkjörinu og er þetta í annað sinn sem útnef ningin fer fram. Lothar Mattháus var útnefndur besti knattspyrnumaður heims 1990. ■V Átta leikmenn féngu atkvæði Hér er listinn yfir þá leikmenn sem fengu atkvæði hjá landsliðsþjálfurunum sjötíu, sem tóku þátt i kjörinu. Á listanum eru þrír Hollendingar og einnig þrír leikmenn AC Milan. 1. Marco van Basten (AC Milan).151 2. Hristo Stoiehkov (Barcelona).... 88 3. Thomas Hássler (AS Roma) ....... 61 4. Jean-Pierre Papin (AC Milan).... 46 5. Brian Laudrup (Fiorentina) ..... 44 5. Peter Schmeichel (Man. Utd.).... 44 6. Dennis Bergkamp (Ajax).......... 29 7. Frank Rijkaard (AC Milan)....... 23 „Hollendingurinn fljúgandi" Marco van Basten Fæddur 31. október 1964 i Utrecht. Þeir bestu byvja gegn íslandi Marco van Basten, besti knattspyrnumaður heims og Evrópu, lék sinn fyrsta landsleik fyrir Hol- landi gegn íslandi 7. september 1983 í Groningen í Hollandi, þar sem Hollendingar unnu, 3:0. Van Bast- en er ekki eini knattspymumaður Evrópu sem byijar landsleikjaferil sinn gegn Islendingum. Allan Simons- en, sem var knattspymumaður Evrópu 1977, þá sem leikmaður með Borassia Mönchengladbach, lék sinn fyrsta landsleik fyrir Danmörku gegn íslandi á Laug- ardalsvellinum 3. júlí 1972. Skoraði þá tvö mörk þeg- ar Danir unnu 5:2. ítalskur meistari: 1988, 1992. Meistari meistaranna: 1989. Heimsmeistari félagsliða: 1989. Knattspyrnumaður Evrópu: 1988, 1989, 1992. Knattspyrnumaður heims: 1992. ■Hefur skorað 89 mörk í 143 leikjum fyrir AC Milan. HOLLAND 1983- Lék sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi 7. september 1983 í Groningen. Evrópumeistari 1988 og var markahæstur með 6 mörk. ■58 landsleikir - 24 mörk. AJAX 1981-1987 Hollenskur meistari: 1982, 1983, 1985. Bikarmeistari: 1983, 1986, 1987. Evrópumeistari bikarhafa: 1987. Markakóngur Evrópu: 1986 (37 mörk í 26 leikjum). ■Skoraði 128 mörk í 129 leikjum fyrir Ajax. ACMILAN 1987- Marco van Basten Besti leik- maður Van Basten, sem er 29 ára leik- maður með AC Milan, var fyrir stuttu útnefndur knattspyrnumaður Evrópu 1992, en hann var einnig krýndur nafnbótinni 1988 og 1989. „Van Basten er besti sóknarleikmað- ur heims - skilningur hans á leiknum er mikill og þá er hann frábær markaskorari," sagði Johan Cruyff, þjálfari Barcelona. Van Basten hefur unnið til allra þeirra titla og nafn- bóta sem knattspyrnumaður getur unnið, nema að verða heimsmeistari. „Það yrði stórkostlegt að verða heimsmeistari með Hollandi 1994 í Bandaríkjunum. Englendingar eru aðalkeppinautar okkar um að komast þangað. Ég hef trú á að við náum að tryggja okkur farseðilinn til Bandaríkjanna. Ef það tekst verður Johan Cruyff þjálfari okkar í úrslita- keppninni. Þá myndi draumur minn rætast. Þegar ég var ungur var hann dýrlingur hjá mér og síðan hef ég kynnst honum sem leikmanni og ein- um besta þjálfara heims. Hann minn besti félagi í knattspymunni og það yrði stórkostlegt að verða heims- meistari undir hans stjórn," sagði Van Basten. „Það er mikill heiður fyrir mig að hljóta þessa útnefningu,“ sagði Van Basten, sem hefur verið sex ár sem leikmaður hjá AC Milan. „Ég reikna með að ljúka knattspyrnuferli mínum á Italíu. Á næstu dögum mun ég skrifa undir nýjan þriggja ára samn- ing.“ Talið er að hann fái 114 millj. ísl. kr. á ári í laun frá félaginu, en þess má geta að hann var keyptur til AC Milan á 142,5 millj. 1987. Van Basten hefur ekki leikið með AC Milan í mánuð vegna meiðsla á ökkla. Hann reiknar með að geta farið að æfa á fullum krafti eftir tvær til fjórar vikur. SPJÓTKAST Einar fékk sitfur á síðasta sumarmótinu á Nýja Sjálandi Einar Vilhjálmsson, spjótkastari, vann til silfurverðlauna á Opna ný-sjálenska meistaramótinu sem fram fór sl. laugardag. Einar kastaði lengst 74 metra, en hann sagði að vindur hefði verið frekar óhagstæð- ur. Einar kom heim í fyrrakvöld eftir langt og strangt ferðalag frá Nýja- Sjálandi. Hann var samtals 27 klukkustundir á flugi, 13 tíma frá N-Sjálandi til Los Angeles, 11 tíma frá Los Angeles til London og síðan þijá tíma frá London til Keflavíkur. Ferðalagið í heild tók um 50 klukku- stundir. „Þetta var skemmtileg ferð og þess virði að komast út. Ég náði fimm kastæfingum fyrir mótið við ágætar aðstæður enda hásumar þarna núna. Það er ekkert ósvipað veðurfar þar og er hér á íslandi á sumrin," sagði Einar. Hann sagði að þegar mótið fór fram á laugardaginn hefði verið mik- ill vindur frá hægri. „Ég átti í mikl- um erfiðleikum með útkastshornið og það var erfítt að halda spjótinu innan kastgeirans. Ég er engu að síður ánægður með silfrið miðað við aðstæður," sagði Einar. Sigurvegari var heimamaðurinn Gevin Lovgrove með 84,50 metra, en átta keppendur tóku þátt í keppninni. Einar Vllhálmsson. ■ PATREKUR Jóhannesson fylgdist með leik Fram og Stjörn-*^ unnar af á sunnudagskvöldið vara- mannabekknum. Hann sneri sig á ökkla í leik með landsliðinu í Noregi og var ekki orðinn góður. Reiknað er með að Patrekur geti leikið með fegn Víkingi í kvöld. I MAGNUS Sigurðsson lék hins vegar meiddur á olnboga og háði það honum töluvert, enda gerði hann ekki nema eitt mark fyrir Sljörnuna á móti Fram. ■ REYNIR Reynisson, markvörð- ur Víkings, er tognaður á hné og óvíst hvort að hann leiki með Víking- um gegn Stjörnunni. ■ VÍKINGAR tefldu fram þremur markvörðum í leik gegn FH á dög- unum, þannig að þeir era ekki á**^ flæðiskeri staddir i sambandi við markverði. ■ KA-MENN frá Akureyri fara í æfingabúðir til Skotlands um pásk- ana, til að undirbúa sig fyrir knatt- spymuvertíðina. Það verða leikmenn meistaraflokks og 2. flokks sem fara utan. HANDKNATTLEIKUR Héðinn Gilsson gerði níu mörk Héðinn Gilsson, sem komst ekki með íslenska landsliðinu i handknattleik á alþjóðlega mót- ið í Noregi fyrir tæpum tveimur vikum vegna meiðsla, lagðist siðan veikur í rúmið og lá alla síðustu viku. Hann reis upp um helgina og tryggði Dusseldorf, 20:20, jafntefli á útivelli gegn Milberts- hofen, gerði níu mörk og þar af þrjú úr vítaskotum. Héftinn G. Per Carlen meiddur Per Carlen, línumaðurinn frábæri í heimsmeistaraliði Svía, meiddist um síðustu helgi og vafasamt er talið hvort hann geti leikið í HM í Svíþjóð í mars, skv. fréttum sænskra blaða. í leik með Ystad gegn Drott ! sænsku deildinni á dögunum tognaði liðband á fæti. Ljóst er að hann verður ekki með í vináttuleikjum gegn Dönum í næstu viku, og Ijóst að hann æfir lítið eða jafn- vel ekkert fyrir HM, sem hefst 9. mars. Fyrsti leikur HM verður viðureign íslands og Svíþjóðar í Gautaborg. Frá Sveíni Agnarssyni í Svíþjóð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.