Morgunblaðið - 03.02.1993, Page 44
Gæfan fylgi þér
í umferðinni
ALMENNAR
trgmtiMaMli
Framtíðar-
öryggi
í fjármálum
KAUPÞING HF
Löggi/t veribrífafyrirtaiki
MORGVNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK
SÍMl 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1565 / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRUAR 1993
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Af sjálfsdáðum til hafnar
Morgunblaðið/RAX
Akranestogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson komst
hjálparlaust til hafnar í Ólafsvík um miðjan dag í gær
eftir að leki komst að skipinu undan Öndverðamesi.
Dælur skipsins höfðu undan svo lítill sjór safnaðist
fyrir í því. Myndin var tekin þegar Sturlaugur var
bundinn við bryggju í hríðarkófinu í gær.
Leki kom að Sturlaugi H. Böðvarssyni við Snæfellsnes
Óþægileg1 líð-
'an að vita af
leka um borð
LEKI KOM að skuttogaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni frá Akra-
nesi þegar hann var staddur undan Óndverðarnesi á Snæfells-
nesi um klukkan 13 í gærdag. Skipstjórinn bað um aðstoð varð-
skips en skipverjar sáu fljótlega að þeir réðu við lekann með
dælum skipsins og sigldu til hafnar í Olafsvík. Skipið fer í fylgd
varðskips til Reykjavíkur þegar veður leyfir og verður tekið þar
upp i slipp.
Sturlaugur tók niðri á grynning-
um við Ondverðames snemma á
mánudagsmorgun þegar skipið
leitaði þar vars undan veðri.
Rifa við bógskrúfu
Skipið sigldi til hafnar í Ólafsvík
þar sem botn skipsins var kannað-
ur og sást beygla en ekki var talið
að botninn hefði opnast. Þegar
skipið fór út aftur í gærdag og var
komið út fyrir nesið fór skyndilega
að leka inn í framskipið. Þá var
suðvestan átta vindstig og þungur
gjór. Eiríkur Jónsson skipstjóri
sagði að svo virtist sem opnast
hefði rifa við bógskrúfuna að fram-
an. Taldi hann líklegast að plata
sem beyglaðist daginn áður hafí
sprungið þegar skipið fór út aftur.
Sjór komst í íbúðir skipverja en
Eiríkur sagði að lekinn væri á litlu
svæði og taldi hann að tjón væri
ekki mikið.
Leitað var eftir aðstoð varðskips
sem statt var sunnarlega í Faxa-
flóa. Skipverjar á Sturlaugi sáu
hins vegar fljótlega að þeir myndu
ráða við lekann með dælum skips-
ins og héldu inn til Ólafsvíkur.
Eiríkur sagði að enginn hætta
hefði verið á ferðum en það væri
óneitanlega óþægileg líðan að vita
af leka í skipinu. Hann sagði að
fyrst hefði safnast fyrir sjór en
dælur skipsins fljótlega haft und-
an.
Metra löng rifa
Þegar skipið kom til Ólafsvíkur
fékk útgerðin hjálp slökkviliðsins
við að þurrka skipið. Varðskipið
kom til Ólafsvíkur í gærkvöldi og
fóru tveir kafarar úr áhöfn þess
að kanna skemmdirnar. Fundu
þeir metra langa rifu við kjölinn,
framarlega.
Reynt verður að sigla togaran-
um til Reykjavíkur í dag, þar sem
hann verður tekinn í slipp.
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Dælt úr framskipinu
Slökkviliðið í Ólafsvík var fengið
til að dæla sjó úr Sturlaugi þegar
hann kom til hafnar í gær. Sjór
hafði meðal annars komist í íbúðir
skipvetja í framskipinu.
Hólmarar í bikarúrslitin í körfu
Um þriðjungiir
íbúa á leikinn
MIKILL áhugí er í Stykkishólmi og nágrenni á bikarúrslitaleik
Snæfells og Keflavíkur í körfuknattleik karla, sem fer fram í
Laugardalshöll á laugardag.
Forsala miða og sætaferða verð-
ur í dag og á morgun, en lausleg
könnun heimamanna gerir ráð fyrir
að um 400 manns fylgi liðinu suð-
ur. í Stykkishólmi búa liðlega 1.200
manns. Þetta samsvarar því að 35
þúsund manns fylgdu Reykjavíkur-
liði á úrslitaleik.
Snæfell leikur til úrslita í fyrsta
sinn og reyndar hefur lið utan Stór-
Reykjavíkursvæðisins ekki náð
þeim áfanga fyrr. Viðbúnaður er
því mikill í Stykkishólmi og m.a.
hefur sérstakt fréttabréf verið borið
á hvert heimili á staðnum, þar sem
vakin er athygli á leiknum, greint
frá sögu körfuknattleiksins í Stykk-
ishólmi, undirbúningi stuðnings-
manna fyrir úrslitaleikinn og dag-
skrá fyrir og eftir leik.
Annasamur janúar á Landspítala
Aldrei verið jafn
margar fæðingar
ALDREI hafa jafn margar konur alið börn á Landspítalanum
í janúarmánuði og í síðastliðnum mánuði. Þá áttu 275 konur
böm á spítalanum miðað við 234 í fyrra. Árið 1992 var metár
í fæðingum á spítalanum með 2.913 fæðingar eða 113 fleiri
en þegar þær vom flestar árið 1988.
Þrátt fyrir að tveir háir toppar í heimsóknartímunum og æski-
yrði í fjölda fæðinga fyrst og
síðast í janúar gekk allt vel að
sögn Kristínar Tómasdóttur yfír-
ljósmóður.
Kristín bendir hins vegar á
að oft hafí verið þröng á þingi
legt sé að aðrir en nánir fjöl-
skyldumeðlimir eða vinir bíði
eitthvað með að koma í heim-
sókn.
Sjá ennfremur bls. 19.
Samvinnuferðir-Landsýn o g Atlanta
Samið um leiguflug
fyrir 250 milljónir
FERÐASKRIFSTOFAN Samvinnuferðir-Landsýn hf. skrifaði í
gær undir samning við Atlanta hf. um allt leiguflug ferðaskrifstof-
unnar á þessu ári. Aðallega er um að ræða flug til sólarlanda.
Samningsupphæðin er um 250 milljónir króna.
Samið var um 17.000 sæti í leigu-
fluginu. Samvinnuferðir reikna með
hækkun á verði sólarlandaferða
vegna óhagstæðrar gengisþróunar.
Flugfélagið Atlanta hf. hefur
ekki flogið áður reglulega fyrir ís-
lenskt fyrirtæki. Félagið mun einnig
fljúga leiguflug á eigin vegum frá
Austurríki og Þýskalandi, en Atl-
antsflug sá áður um það. Atlanta
annast leiguflugið með Boeing 737-
flugvél sem félagið hefur nýlega
fest kaup á. Vélin er með nýjum
innréttingum og tekur 130 manns
í sæti.
Sjá nánar á bls. 18.
Borgin sækir um styrk vegna tilraunaverkefna
52 fá starf í skólum
REYKJAVIKURBORG hefur sótt um styrk úr
Atvinnuleysistryggingasjóði til að ráða 52 starfs-
menn til fjögurra mánaða í tilraunaverkefni í
grunnskólum borgarinnar. Gert er ráð fyrir að
fólki, sem nú er á atvinnuleysisskrá, verði boðin
vinna. Annars vegar verða ráðnir 26 starfsmenn
við umferðaröryggisgæzlu og hins vegar 26 manns
vegna næringarátaks í skólunum.
Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að ráða 26 manns,
einn við hvem grunnskóla, til að sjá um gangbrautar-
vörzlu og gæta umferðaröryggis. Engar sérkröfur eru
gerðar um menntun og starfsmennimir ráðnir á Dags-
brúnartaxta. Verði reynslan góð, kann svo að fara
að starfsmennirnir verði ráðnir til frambúðar.
Hugað að skólanesti
Einnig eru 26 starfsmenn ráðnir tímabundið til
næringarátaks í grunnskólunum. Reykjavíkurborg
hyggst kanna hvort hægt sé að bæta neyzluvenjur
skólabama. „Starfíð felst í ýmsum þáttum er tengjast
neyzlu skólanestis, bæði þess sem komið er með að
heiman og þess sem framreitt er í skólanum," segir
í greinargerð skólaskrifstofu Reykjavíkur með umsókn
borgarinnar. Starfsfólkið verður ráðið á taxta Fram-
sóknar og ekki gerðar neinar kröfur um menntun.
Reynist þetta vel, kann það að verða fest í sessi.
Verkefnin tvö munu kosta á 8. milljón króna hvort,
alls 15,5 milljónir króna.