Morgunblaðið - 28.02.1993, Page 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1993
EIMSKIP
AÐALFUNDUR
HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS
verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu
fimmtudaginn 4. mars 1993,
og hefst kl. 14.00.
----- DAGSKRÁ --------
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14.
grein samþykkta félagsins.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á
skrifstofu félagsins í Reykjavík frá
1. mars til hádegis 4. mars.
Reykjavík, 1. febrúar 1993
STJÖRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS
PASKAR
Á HÓTEL ÖRK
7.-12. aprfl 1993
Fjölbreytt dagskrá alla dagana og lands-
þekktir listamenn skemmta á kvöldin.
Verð frá kr. 3.950,-
fyrir manninn á nótt í tvíbýli.
Innifalið: Gisting, morgunverður af
hlaðborði og þríréttaður kvöldverður,
þ.m.t. hátíðarkvöldverður á páskadag.
Á Hótel Örk eru öll herbergi með baði, síma, út-
varpi, sjónvarpi og smábar. Veitingasalir og barir eru
notalegir og hlýlegir. Gestir hafa frían aðgang að
upphitaðri útisundlaug með vatnsrennibraut og heit-
um pottum, gufubaði með jarðgufu og líkamsræktar-
sal. Á hótelinu er nuddstofa, hárgreiðslu- og snyrti-
stofa með ljósabekkjum. Við hótelið eru 2 tennisvell-
ir, 9 holu golfvöllur, púttvöllur og skokkbraut. Hesta-
leiga er í nágrenninu og unnt er að taka þátt í skipu-
lögðum ævintýraferðum um fjöll og firnindi.
TRYGGÐU ÞÉR PLÁSSITÍMA
í SÍMA 98-34700.
HÓTEL ÖÐK
HVERAGERÐI
MUNIÐ GJAFAKORTIN VINSÆLU
LÆKNISFRÆÐI/Út afhverju stœkkaöi heilahúiöf
Hönd og hugur
eftir Þórarin
Guðnason
FYRIR óralöngu eða um það
bil þremur milljónum ára
hættum vér mennirnir að
trítla á fjórum fótum eins og
hinar skepnurnar og risum
upp á skottleggina.
Þá urðu framfæturnir lausir
og liðugir, lausir við að taka
þátt í röltinu og reiðubúnir að
sinna öðrum verkefnum. Loppan
breyttist smám saman í hönd
sem reyndist hið mesta þarfa-
þjng í veiðiskap
og annarri
fæðuöflun. Hún
var líka laus og
til taks ef mað-
urinn þurfti að
veija sig eða
heija á aðra og
ómetanleg var
hún til að snyrta steinflís eða
tijágrein og gera úr þeim vopn
eða verkfæri.
Þannig breytti höndin heimi
mannsins og þeir margvíslegu
kostir sem hún bauð upp á
beindu hugsun hans inn á nýjar
og flóknar brautir. Líffæri hug-
ans, heilinn, stækkaði og þar
kom að honum fannst þröngt um
sig og heimtaði stærra heilabú.
Það var látið eftir honum eins
og sjá má á hausaskeljum frum-
manna sem fundist hafa í Afríku
og Asíu. Heilabú nútímamanns
er ílát sem rúmar þrisvar eða
fjórum sinnum meira en tíðkaðist
á dögum þessara fortíðarkappa.
Að vísu munu þeir hafa verið
lægri í loftinu en nú gerist eða
100-120 sentímetrar og fótspor
eftir þá í jarðvegi sem hefur
steinrunnið segja svipaða sögu.
Tíminn silast áfram og sáldrar
dusti sínu yfir það sem einu sinni
var. Svo koma forvitnir náungar
„Gamalt spor eftir lítinn fót.“
sem skafa og sópa og leita að
hinu týnda og vita þó ekki ævin-
lega að hveiju þeir eru að leita.
í miklu árgili, Olduvai-gljúfri,
austarlega í Afríku þar sem nú
heitir Tansanía, hafa á okkar öld
fundist beinaleifar sem fylla upp
í sumar eyðurnar í þróunarsögu
mannsins. Olduvai er nærri 50
km langt, 90-100 metra djúpt
og veggirnir setlög og gosaska
ur eldfjöllum í grenndinni. Vís-
indamenn skipta veggjunum í sjö
lög eða belti og byija neðst, eins
og nærri má geta. Fyrsta lagið
er um 60 metra þykkt og telst
mönnum svo til með aldursgrein-
ingu að sá hluti veggjanna og
það sem í honum finnst sé varla
yngra en tveggja ármilljóna en
þar hafa auk beina og frum-
stæðra verkfæra fundist leifar
mannabústaða sem voru þann
veg gerðir að tijágreinum var
stungið í jörðina og þær látnar
mynda hring en tilhöggnu grjóti
síðan hlaðið að til styrkingar.
Bein úr antilópum og fleiri veiði-
dýrum í nánd við þessa bústaði
bera gjarnan með sér að þau
hafi verið brotin til mergjar. í
næsta belti fyrir ofan eru sum
verkfærin orðin í líkingu við axir
og þannig má lesa söguna til
meiri útsjónarsemi því ofar sem
dregur í hlaðanum.
Hvaða ályktanir draga svo
fortíðarfræðingar af því sem
fundist hefur í Olduvai og víðar
í löndum um miðbik jarðar?
Erum við komin af öpum eða eru
þeir bara fjarskyldir ættingjar
okkar? Enn eru skoðanir skiptar,
en flestir sem best ættu að
þekkja til álíta að leiðir manns
og apa hafi skilist fyrir 15-20
milljónum ára; aparnir héldu
áfram að spranga í tijám skógar-
ins en mannkvíslin færði sig nið-
ur á graslendið og settist þar að.
Og þá er mál að víkja aftur
að stærð heila og heilabús. Hjá
elstu manngerðum sem hér hefur
verið minnst á virðist heilinn
hafa verið 4-500 fersentímetrar
en nú á dögum varla minni en
tólf til átján hundruð.
Ætli spakmælið „Heimskur
er jafnan höfuðstór“ sé ekki
öfugmæli þegar betur er að gáð?
ÞJÓÐLÍFSÞANKAR /Eiga ekki allir aö fá tækifœrif
Lýðræði eðaforréttindi
EINN ágætur menntaskólakennari sagði við mig um daginn að
hann teldi íslenska skólakerfið í meira lagi brogað. „Við höfum
gengið allt of langt í að breyta, breytinganna vegna,“ sagði hann.
„Heldur þú að það sé nokkuð eðlilegt við það að hátt í helming-
ur unglinga í síðasta bekk grunnskólans falli á prófum? Þetta
segir okkur að eitthvað mikið er að. Kannski er þetta afleiðing
af öllu fijálsræðinu sem innleitt var í skólakerfið uppúr ’68-hrær-
ingunum. Við það minnkaði aginn. Það verður að halda aga,
annars fer illa,“ sagði þessi ágæti skólamaður.“
Námsráðgjafi sem ég hafði
einnig tal af fyrir skömmu
sagðist vera þeirrar skoðunar að
taka ætti upp þann sið að raða í
efri bekki grunnskólans eftir
námsgetu og hafa færri nemendur
í þeim bekkjum
þar sem námsget-
an er minni, en
fjöiga að sama
skapi þar sem
getan er meiri.
„Árum saman
hefur ekki mátt
tala um að raða í
bekki eftir náms-
getu, en það er
eina vitið,“ sagði þessi námsráð-
gjafí. 'Fólk sem sinnir slíku starfí
Veit betur en flestir aðrir hvernig
ástandið er í þessum málum. Til
námsráðgjafanna -koma þeir sem
æiga í vandræðum og'þeir eru víst
• alltéf margir ef marka má"þauorð
sem vitnað er til að framan.
í umræðunni um skólakerfíð
heyrast margar raddir. Ein þeirra
segir að úr því að grunnskólamir
séu svona slæmir sé best að koma
á fót sem flestum einkaskólum á
□
eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur
grunnskólastigi, þar fái fólk góða
menntun. í grundvallaratriðum er
ég ósammála þeirri rödd. Þar fyrir
utan eru algerir einkaskólar varla
fyrir hendi hér á landi. Þeir skólar
sem kalla sig einkaskóla hér eru
ríkisstyrktir að hluta.
Mér finnst að í lýðræðisþjóðfé-
Iagi eigi samfélagið að reka góða
skóla fyrir alla. Skólakerfíð á að
vera eins pottþétt og hægt er. Það
á að sjá um að öll börn, án tillits
til efnahags foreldra, fái sem best-
an undirbúing undir lífið. Ef fólki
er mismunað í æsku hvað menntun
snertir er ekki að búast við _að
einstaklingsframtakið, sem við ís-
lendingar metum mikils, fái að
ajóta sín. Hvað er að marka keppni
þar sem sumir -fara af stað langt
á undan hinum?
• '"v _ J , .
Það er ekki lýðræðislegt áð láta
efnahag ráða menntun barna, það
er forréttindaskipulag. Það ér ekki
aðeins ranglátt, heldur líka hættu-
legt. Þá missum við af mörgu
hæfileikafólki, þar sem vitað er
að gáfur barna og annað atgervi
standa ekki í neinu sambandi við
efnahag foreldra þeirra. Ef við
viljum heilbrigt samfélag verðum
við að horfa út fyrir raðir fjölskyld-
unnar. Við þurfum hæft fólk en
ekki bara okkar fólk, hvemig sem
það er. Úr mannkynssögunni má
tína til ótal dæmi um fátæk börn
sem skipuðu sér í forystusveit
vegna andlegra hæfileika sinna.
Nýjasta dæmið er Clinton Banda-
ríkjaforseti, sem er af efnalitlu
fólki kominn, en fékk tækifæri til
þess að mennta sig með þeim
árangri sem við höfum fylgst með
að undanförnu.
Þegar þetta sjónarmið er haft
í huga er sárt til þess að vita
hvernig komið er fyrir skólakerfí
okkar. Það er nefnilega ekki svo
að menn hafi ætlað sér að eyði-
leggja neitt á þeim vettvangi, held-
ur hefur m.a. nýjungagirni og
óvarkárni ráðið um. of ferðinni.
Það er hyggilegt að tregðast við
að breyta því sem vel hefur reynst.
Hið agaða skólakerfí sem fólk, sem
nú er á miðjum aldri ólst upp við,
gafst vel. Eg hef haft spurnir af
að verið sé að endurskoða grunn-
skólalögin. Ég vona að fjármagn
verði fyrir hendi til þess að fram-
fyljpa mýjum grunnskóialögum og
Vað þau færí okkur betri sköla.
Yfirvold ættu líka að hafa að leið-
arljósi að gera svo vél við kennara
og aðra uppalendur í samfélaginu
sem efnahagslegar forsendur
framast leyfa. Hæfir uppalendur
skila hæfu fólki. Það eru gömul
sannindi og ný.