Morgunblaðið - 28.02.1993, Síða 9

Morgunblaðið - 28.02.1993, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1993 B 9 Ljósmynd Frank Johnston HERMAÐURINN í KIRKJUNNI Frank Johnston óskaði eftir því að komast á vígstöðv- arnar í Víetnam sem ljósmyndari og var þar í 14 mán- uði. Hann tók þátt í 47 orustum með sjóhernum og í einni þeirra tók hann mynd af 19 ára gömlum banda- rískum hermanni sem hann segir vera bestu mynd sína. „Við vorum um 600 sem tókum þátt í þessari orustu og eftir 30 tíma vorum við aðeins 43 á lífi. Við vorum umkringdir af herliði Norður-Víetnama og leituðum skjóls í kirkju á stað sem heitir An Hoa. Þrír af okkur voru ósærðir, ég, tökumaður frá ABC, og ungur hermað- ur sem hét Richard Satter. Ég tók mynd af þessum unga manni, sem var aðeins 19 ára gamall, þar sem hann sat Við altari kirkjunnar með byssuna í fangi sér. Þrátt fyrir æsku sína leit hann út eins og gamall maður. Menn eldast fljótt í styijöldum. Allt í kringum okkur í kirkjunni voru særðir menn og nokkrir létust um nóttina. Um morguninn var reynt að bjarga okkur og voru þijár þyrlur skotnar niður í þeirri tilraun. Loks tókst þeim að komast í gegn og við sem uppi stóðum hlupum allan daginn með særða menn á börum að þyrlum sem stöðugt voru í gangi og fóru jafnharðan í burtu með hina særðu. Þegar öllum hafði verið bjargað skildust leiðir okkar Richards og ég sá hann aldrei framar. En myndin af honum hefur ætíð hangið uppi á heimili mínu. Fyrir rúmum þremur árum kom maðurtil mín og kvaðst heita Robert Satter. Ég kannaðist ekki við nafn- ið en samt fór kuldahrollur um mig. Þetta reyndist þá vera yngri bróðir Richards. Hann sagði mér að bróðir sinn hefði ætíð skrifað sér úr stríðinu, og hann hefði alltaf skrifað honum til baka með hjálp foreldra sinna, því hann var aðeins sjö ára gamall á þeim tíma. í fimm- tán ár hafði Robert gert dauðaleit í öllum skýrslum sem hugsanlega gætu upplýst hann um afdrif bróður hans. Loks sá hann þessa Ijósmynd í Time Life-bókunum, en hann hafði mörgum sinnum áður flett í gegnum þessar bækur án þess að þekkja bróður sinn. Ég reyndist vera sá eini á lífi sem hafði þekkt Ric- hard í stríðinu og gat því sagt bróður hans og foreldr- um frá því hversu hugrakkur hann hafði verið á víg- stöðvunum. Þau sögðu mér frá því, að Richard hefði fallið degi áður en herþjónustu hans lauk. Ljosmynd Frank Johnston Fró Víetnam. Daglegt líf heillar ljósmyndarann ekki síður en heimsvið- burðir. Eins og við var að búast er þessi þekkti ljósmyndari ekkert nema lítil- lætið, tekur af sér Texashattinn og báðar myndavél- amar sem hann segist næstum sofa með og hefur ekkert á móti því að rabba um lit- ríkan feril sinn sem ljósmyndara. Hann segir að þetta hafi allt byijað í myrkrakompu föður síns. „Faðir minn var yfirljósmyndari hjá blaðinu Philadelphia Inquire og varð ég fyrir áhrifum frá honum. Sem krakki hljóp ég um myrkra- herbergi ljósmyndaranna á blaðinu, þvældist fyrir og þótti mikill skelf- ir, en þeir reyndu að umbera mig. Það voru nú fyrstu kynni mín af blaðaljósmyndun og ég held ég hafi verið heillaður af því starfi frá upphafi. Faðir minn lést þegar ég var fímmtán ára gamall svo ég naut ekki leiðsagnar hans lengi, en þó nógu lengi til að læra eitt og annað um ljósmyndun. A þessum tíma tók ég ljósmyndir sem ég seldi ýmsum aðilum, ekki endilega dagblöðum því ég var mjög ungur og átti í harðri samkeppni við mér eldri menn!“ BÓFAHASAR í DALLAS Frank Johnston fór þó ekki í nám í ljósmyndun heldur útskrifaðist sem hagfræðingur frá háskólanum í Philadelpiu. Eftir námið tók her- þjónustan við, fékk hann starf sem ljósmyndari hjá frétta- og upplýs- ingaþjónustu hersins, og var sendur til Austin í Texas. „Það var óvænt tækifæri og mikil lífsreynsla fyrir mig því ég var sendur þangað sex mánuðum áður en Kennedy var myrtur. Eftir morðið á forsetanum var ég staddur í kjallara fangelsins í Dallas þegar þeir náðu í Lee Harway Oswald til að færa hann yfir í dómhúsið. Ég tók mynd af honum þegar hann kom út og vissi ekki þá að fyrir aftan mig stóð Jack Ruby með byssuna. Við vorum aðeins örfáir fréttamenn í kjallar- anum því flestir voru í dómhúsinu. Ég heyrði allt í einu skot fyrir aft- an mig og sá Ruby með byssuna á lofti. Það var aðeins metri á milli okkar og ég smellti af. En ljós- myndarinn við hlið mér beygði sig í sama mund fram, skyggði á mig, en náði sjálfur þessari frægu mynd af Ruby með byssuna. Ég náði mynd af lögreglunni þegar hún stökk á Ruby, en aðalmyndin mis- tókst sem sagt. En svona hlutir gerast, eru bara hluti af lífinu.“ En það var ekki öll nótt úti fyr- ir ljósmyndarann. Þegar réttarhöld- in yfir Jack Ruby fóru fram var Frank á nýj- an leik stadd- ♦ ur í Dallas til að bera vitni. „Ég var mjög ungur aðeins 22 ára, en einn af fáum sem sá hvað gerðist þarna í kjallaranum. Daginn sem ég átti að bera vitni var ég á rápi um ganga dómhússins með myndavél- ina um hálsinn. Ég var á leiðinni inn í herbergið þar sem pressan hafði aðsetur þegar ég heyri konu öskra. Ég leit við og sá hvar mað- ur stóð með konu í fanginu og þrýsti byssu að höfði hennar. Mér brá svo að ég gat mig hvergi hrært en kollegi minn í pressuherberginu sem hafði séð hvað var að gerast náði að kippa í mig. Við sáum manninn hverfa inn í tóman rétt- arsal við hliðina - á okkur, en koma út aftur með nýjan gísl. Það fyrsta sem mér datt í hug var að maðurinn ætlaði að drepa Jack Ruby. Ég verð að ná mynd af honum, hugsaði ég, fór fram á ganginn sem var illa lýstur og um leið kom hann á móti mér með gísl- inn. Ég náði að smella af þremur myndum. Enginn vissi hvað var að gerast nema vinur minn fyrir aftan mig, því pressan sat öll á gólfinu fyrir framan aðalréttarsalinn, uppgefín eftir margra daga hangs. Auk þess höfðu ljósmyndararnir sett frá sér vélarnar og voru of seinir, en ég næstum svaf með mína um hálsinn! Ég náði að elta manninn að lyft- unni, en þá sneri hann sér að mér beindi byssunni að mér og sagði: Ef þú stansar ekki, skýt ég þig! Ég rétti upp hendur og sagði skelfdur: Ég hreyfi mig ekki! Manninum tókst að komast framhjá þremur vopnuðum lög- reglumönnum og út á götu. Eg vissi ekki þá að maðurinn var á flótta, hélt hann ætlaði í dómsal- inn, stytti mér því leið, fór niður brunastigann og út til að komast að þeirri hlið hússins. Ég hljóp að sjálfsögðu beint í fangið á byssu- manninum, sem trúði varla sínum eigin augum þegar hann sá þennan fjárans ljósmyndara aftur. Hann hraðaði sér með gíslinn fram hjá bílastæði sem var þarna, og ég mundaði linsuna á vélinni minni. Þá allt í einu sá ég í gegnum vél- ina hvar maður skríður upp á einu bílþakinu, stekkur á byssumanninn og afvopnar hann! Þetta var hreint ótrúlegt. Mað- urinn á bílþakinu reyndist vera leynilögreglumaður í Dallas og byssumaðurinn var fangi sem hafði sloppið úr fangelsi á efri hæð dóm- hússins. Hann hafði gert byssu sína úr sápu sem hann hafði litað svarta. Ritstjórinn minn í New York hristi bara höfuðið þegar hann sá mig og sagði: Frank, ég skil þetta ekki, þú lendir í vandræðum í hvert sinn sem þú ferð til Dallas." MED NJÓSNURUM í SAIGON Myndirnar sem Frank tók í Dall- as birtust um allan heim og skömmu síðar var hann gerður að yfirmanni ljósmyndadeildar banda- rísku fréttastofunnar UPI í Philad- elpiu. Þar starfaði hann á annað ár, eða þar til hann fór sem frétta- ljósmyndari til Víetnam. „Ég vildi vera þar sem hlutimir voru að gerast, svo ég óskaði eftir að komast til Víetnam sem frétta- ljósmyndari. Ég var sendur frá UPI á vígstöðvarnar, nánar tiltekið í norðurhluta Suður-Víetnam þar sem sjóherinn var staðsettur. Ég var þar í fjórtán mánuði og tók þátt í 47 orustum. Tíu mánuðum eftir að ég kom IHRINGIÐU HEIMSFRÉTTA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.