Morgunblaðið - 28.02.1993, Síða 12
12 B
morgunblaðið MEIMNINGARSTRAUMAR
SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1993
Sýnd á
næstunni;
Bill Murray í
„Groundhog
Day“. •
15.000 séð Heiðursmenn
ALLS hafa um 15.000 manns séð réttardramað Heiðurs-
menn í Sljörnubíói að sögn Karls O. Schiöth bíóstjóra.
Hann sagði að góð aðsókn
væri á Drakúlamynd
Francis Ford Coppola, en
3.500 manns sáu hana fyrstu
sýningarhelgina. Þá hafa um
3.000 manns séð spennu-
myndina Þrumuhjarta og
rúmlega þúsund manns
Hjónabandssælu Woody All-
Næstu myndir Stjörnubiós
eru „Mo’ Money“ með Dam-
on Wayans og „Accidental
Hero“ sem áður hét aðeins
„Hero“ og er með Dustin
Hoffman, Gena Davis og
Andy Garcia í aðalhlutverk-
um. Myndin mun heita Hetja
á íslensku.
Aðrar myndir sem bíóið
tekur brátt til sýninga er
nýjasta gamanmynd Bills
Murrays, sem heitir „Gro-
undhog Day“ og nýjasta
mynd Jean-Claude van
Damme, „Nowere to Run“.
Stjömubíó hefur sýningar-
réttinn á nýjustu hasarmynd
Arnolds Schwarzeneggers,
„The Last Action Hero“ og
sagði Karl að myndin yrði
tekin til sýninga í júlí. „Cliff-
hanger“ með Sylvester Stall-
ohe yrði sýnd í bíóinu í
ágúst/september.
MEinhver frægasta setn-
ing kvikmyndasögunnar er
rangt eftir höfð og þar af
leiðandi ekki til. „Leiktu það
aftur, Sam“ er aldrei sagt
í hinni frægu ástarmynd
Casablanca heldur er seinni
tíma tilbúningur, m.a.
Woody Allens, sem kallaði
mr mw mmr
IBIO
Stórmyndin Casablanca
er komin á hvíta
tjaldið í Sam-bíóunum,
mörgum sjálfsagt til
óblandinnar ánægju. En
það er önnur frábær bíó-
mynd á leiðinni á tjaldið
þar sem ekki gefast mörg
tækifæri til að sjá hana.
Þetta er meistaraverk
Stanleys Kubricks og
tækniundur síns tíma,
„2001: A Space Odyssey",
sem kvikmyndaklúbburinn
Hreyfimyndafélagið
hyggst hafa í Háskólabíói
á tveimur sýningum dag-
ana 3. og 8 mars nk.
Er það partur af Stan-
ley Kubríck-hátíð sem
klúbburinn stendur fyrir
en aðrar myndir og at-
hyglisverðar á hátíðinm
eru „The Killing" og „Kill-
er’s Kiss“, sem er fyrsta
mynd Kubricks og hin
umdeilda mynd „Paths of
Glory“ með Kirk Douglas.
Hápunkturinn eru sýn-
ingamar á 2001. Hann
hefði kannski átt að kalla
hana 2101 miðað við
hvemig geimtæknin hefur
þróast. En Kubrick hefur
alltaf verið langt á undan
sinni framtíð.
eina af myndunum sínum
þetta.
MHáskólabíó hefur tryggt
sér sýningarréttinn á einni
af myndunum sem keppir
um Oskarsverðlaunin sem
besta erlenda myndin 1992.
Hún er rússnesk og heitir
„Urga“ á móðurmálinu en
„Close to Eden“ á ensku,
eða Nálægt Eden.
MFerill Kathleen Turner
hefur dalað mjög á undan-
fömum ámm en skemmst
er að minnast hennar í þeirri
leiðindamynd „V. I. Wars-
hawski". Hún hefur nú tek-
ið að sér aðalhlutverkið í
nýjustu mynd Johns Wat-
ers, sem áður gerði ælu-
myndir eins og „Pink Flam-
ingo“ og „Female Tro-
uble“, en hefur reyndar
snúið sér að „eðlilegri"
myndum í seinni tíð.
KVIKMYNDIRw
Getur Hollywoodgert betur en Evrópaf
Fleiri sjá
endurgerðirnar
HOLLYWOOD er staður sem byggir tilvist sína að
talsverðu leyti á endurvinnslu. Þar eru framhalds-
myndir daglegt brauð þar sem sama hugmyndin er
notuð aftur og aftur. Þar eru gamlar myndir endur-
gerðar af því að enginn virðist nógu hugmyndaríkur
til að koma með eitthvað nýtt. Og þar eru erlendar
myndir, oftast evrópskar, endurgerðar fyrir bæði
bandarískan markað og heimsmarkað. Er oft litið svo
á að þær hafi sáralítið að gera með evrópsku frum-
myndina og í sumum tilvikum er það hárrétt. Það hins
vegar sjá hana miklu fleiri. Þrír menn og karfa var
ágætlega vinsæl í Frakklandi. Bandaríska útgáfan,
Þrír menn og barn, sló aðsóknarmet um heiminn.
eftir Arnold
Indridoson
Nýlega voru tvær bíó-
myndir frumsýndar
vestra sem gerðar eru eftir
þekktum evrópskum mynd-
um. Önnur heitir „Somm-
ersby“ og
er með
Richard
Gere og
Jodie Fost-
er í aðal-
hlutver-
kum en
hana gerði
Daniel
Vigne í Frakklandi árið
1982 undir heitinu Martin
Guerre snýr aftur og voru
Gérard Depardieu og Nat-
halie Baye í aðalhlutverk-
um. Hin er Hvarfið, eða
„The Vanishing", með Jeff
Bridges, Kiefer Sutheriand
og Nancy Travis sem Ge-
orge Sluizer gerði undir
sama nafni í heimalandi
sínu, Hollandi, árið 1988
með Bemard-Pierre
Donnadieu og Gene Bervo-
ets í aðalhlutverkum. Báðar
hafa myndimar fengið
ágæta dóma og talað er um
að vel hafi tekist til í stórum
dráttum við að heimfæra
þær yfir á bandarískan
veruleika. Þó er átalið að
Sluizer, sem er að endur-
taka sína eigin bíómynd,
selji sig ódýrt með endi sem
sé mun verri en í uppruna-
legu útgáfunni, venjulegur
bandarískur hasarendir.
Bandaríkin eru stærsti
markaður í heimi fyrir bíó-
myndir en evrópskar mynd-
ir, hversu góðar sem þær
em eða frægar, ná aldrei
neitt nálægt þeim vinsæld-
um sem bandarískar myndir
njóta bæði í Bandaríkjunum
og um heim allan. Það gerir
tungumálið fyrst og fremst
en líka bandaríski frásagn-
armátinn sem er einfaldari
og hraðari og einnig útlitið,
sem meira er í lagt vestra.
Þannig virðist eina leiðin til
að evrópsk mynd nái um
heimsbyggðina sú að gera
hana bandaríska. Það er t.d.
vafamál að hollensk glæpa-
mynd komi hingað í bíóin
en þegar sama myndin er
orðin bandarísk með banda-
rískum stjörnum líða vart
þrír mánuðir frá því hún er
gerð að við getum keypt
okkur inná hana. Þetta er
kannski stærsti munurinn á
bandarískum myndum og
Ekki betri, en bandarískari; Gere og Foster í „Sommersby".
evrópskum.
Bandarískir framleiðend-
ur sjá gott efni í evrópskri
mynd og gera hana að sinni.
Og aldrei hafa þessar end-
urgerðir verið fleiri en ein-
mitt núna. Eftirfarandi
myndir eru á leiðinni: „Point
of No Return“ heitir endur-
gerð frönsku myndarinnar
„La Femme Nikita" og er
með Bridget Fonda, Harvey
Keitel, Gab'riel Byrne og
Anne Bancroft (Jeanne
Moreau í upprunalegu
myndinni) í aðalhlutverk-
um, ítalska Óskarsverð-
launamyndin „Cinema
Paradiso” er í skoðun
vestra, þýska myndin
„Men“ eftir Doris Dorrie,
„Man Bites Dog“ frá Belgíu,
„Randall & Juliet“ eftir Col-
in Serreau (Þrír menn og
karfa) og „Monsieur Hire“
eftir Patrice Leconte.
Væntanleg; Fonda í „Point
of No Return" og Anne Par-
illaud í Nikita.
Stóru stjörnurnar
og litlu hlutverkin
í MYNDINNI Á lausu eða
„Singles", sem sýnd er í
Sam-bíóunum, ber leik-
stjórann Tim Burton („Bat-
man“) fyrir augu eitt and-
artak og síðan ekki söguna
meir. Það gerist æ algeng-
ara i Hollywood að sfjörn-
ur, hvort sem er fyrir
framan eða aftan
myndavélarnar,
bregða á -leik
og fara með
lítil hlut-
verk í
myndum,
jafnvel án
þess að
þess sé
getið í
titl-
Leikur einn; Bruce Willis
og Julia Roberts í Leikmann-
inum.
Frægt er þegar Sean
Connery fékk hálfa
milljón dollara fyrir 45 sek-
úndna leik í Hróa hetti svo
tekið sé nýlegt dæmi. Alls
komu 65 frægir leikarar og
kvikmyndagerðarmenn fram
í Leikmanni Roberts Altmans
og 12 í mynd Tim Robbins,
„Bob Roberts". Keanu Ree-
ves kemur fram
í alls fimm
mínútur í
nýjustu
mynd Gus
Van Sants,
„Even
Cowgirls Get
the Blues“ og
Bridget Fonda
eyddi einum degi
í að láta soga sig
útúr vegg í nýj-
ustu mynd Sams
Raimi, „Army of Dark-
ness: Evil Dead 3“. Ástæðan:
Hún heldur alveg sérstaklega
uppá myndir Raimis.
Jack Nicholson stal sen-
unni í nokkrar mínútur í
gamanmyndinni „Broadcast
News“ án þess að það kæmi
fram að hann léki í mynd-
inni. Allir virðast græða á
þessu: Stórstjörnumar sýn-
ast mannlegar að taka þátt
í leiknum, framleiðendumir
geta nýtt sér stjömurnar og
áhorfendur skemmta sér.
STUTTMYNDA-
HÁTÍÐII
JÓHANN Sigmarsson og
Júlíus Kemp höfundar
Veggfóðurs hyggjast
halda aðra stuttmynda-
hátíð svipaða þeirri sem
var á Borginni í fyrra
þegar sýndar voru 30
stuttmyndir á þremur
dögum.
Hátíðin í ár verður dag-
ana 7.-9. apríl en
ekki hefur enn verið endan-
lega ákveðið hvar hún verð-
ur haldin. Frestur til að
skila inn stuttmyndum á
hátíðina er til 1. apríl og
má senda myndirnar til
Kvikmyndafélags íslands,
Box 891, 121, Rvík., eða
hafa samband við skrifstof-
una.
Síðasta stuttmyndahátíð
þótti takast mjög vel. Voru
þar mörg athyglisverð verk
sem sýndu hvað kvik-
myndagerðarmenn og
áhugamenn voru að fást við
í stuttmyndagerð. Vonar
Jóhann að þátttakan verði
Stuttmyndir;
Jóhann Sigmarsson.
jafngóð í ár og hún var í
fyrra.
Hann sagði að núna yrði
sett á laggirnar dómnefnd
sem velur þrjár bestu mynd-
ir hátíðarinnar og eins og
í fyrra verða haldnir fyrir-
lestrar um kvikmyndagerð
á meðan á hátíðinni stend-
ur.