Morgunblaðið - 28.02.1993, Síða 16

Morgunblaðið - 28.02.1993, Síða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1993 Hópurinn „Svartklæddar konur“ hefur mótmælt stríðinu í fyrrverandi Júgóslavíu á fjölförnu götuhorni í miðbæ Belgrad einu sinni í viku síðan striðið hófst í Króatíu. Þær verða oft fyrir aðkasti karlmanna og mótmælaborðinn er stundum rifinn af þeim. Konan til hægri fremst á myndinni er Serbi og flúði Sar^jevó. Maður hennar er þar enn í felum. Hún reynir hér að sannfæra serbneska konu, sem sá ustasha-sveitir Króata myrða föður sinn í heimsstyrjöldinni síðari í Krajina í Bosníu, um að striðið sé óréttmætt. Hjálp fyrir fórnariömb i felum eftir Önnu Bjarnadóttur HJÁLP hefur rignt yfir Zagreb, höfuðborg Króatíu, síðan fréttir bárust af fjöldanauðgunum í Bosniu-Herzegovínu. Erlend félög, samtök og alþjóða- stofnanir hafa safnað peningiun og boðið liðsinni og einstaklingar hafa ferðast til borgarinnar til að veita aðstoð. Svo margir eru reiðubúnir að rétta hjálparhönd að ráðamönnum finnst nóg um. Ýmis verkefni í samvinnu við mismunandi hópa eru komin í gang en enginn hefur heildarsýn yfir hlutina. Alþjóðasamtök Rauða kross félaganna hafa því sent fulltrúa til fyrrverandi Júgóslavíu til að kynna sér hjálparstarfið. Hannu-Pekka Laiho frá Finnlandi og Gunn Quamme frá Noregi eru nú að safna upplýsingum um ástandið á þessu svæði til að kanna hvort Rauði krossinn eigi að skerast í leikinn; hvort hann eigi að heija beina aðstoð við konur sem hefur verið nauðgað, hvort hann geti samræmt og sameinað aðstoð sem þegar er hafin eða hvort hann geti liðsinnt hjálparhópum á annan hátt. Quamme hefur 12 ára starfsreynslu úr kvennaathvarfi í Ósló. Kven-friðarsinnum í Belgrad, höfuðborg Serbíu, þótti mikið til þess koma. Þeir kalla sig „Svartklædd- ar konur" og beijast gegn striðinu í fyrr- verandi Júgóslavíu. Margar kvennanna eru virkar í SOS-símaþjónustu sem hijáð- ar konur geta hringt í. Þær vita að ofbeldi í hjónabandi hefur aukist síðan stríðið hófst og að nauðganir almennt eru algeng- ari en opinberar tölur sýna. Þær hafa enn ekki fengið tækifæri til að tala við serb- neskar konur í flóttamannabúðum en vita dæmi um að konur sem var nauðgað í stríðinu séu á geðveikrahæli. Quamme stakk upp á að þær stæðu með spjöld með SOS-númerinu fyrir utan flótta- mannabúðir svo að konur í vanda vissu hvert þær gætu leitað. Meyjarhaftið bætt Liðsmenn úr öllum striðshreyfmgum fyrrverandi Júgóslavíu hafa nauðgað, en Serbar þó gengið harðast fram þótt ekki sé sannað að þeir hafi beitt nauðgunum sem stríðsvopni á skipulagðan máta. Tals- maður serbneska hersins í Banja Luka í Bosníu gerði lítið úr fréttum af nauðgun- um. „Hvemig hefðum við átt að ná svona miklu landsvæði undir okkur ef nauðgan- ir hefðu verið eins algengar og sagt er?“ spurði hann hæðnislega og minntist á blaðamanninn Alexöndru Stiglmayer sem var fyrst með fréttina af nauðgunum í stríðinu í Bosníu og nefndi töluna 60.000 í því sambandi. Hann sagði að Króatar og múslimar hefðu líka nauðgað en serb- neskar konur þegðu bara yfir slíkri „skömm". „Haldið þið^ekki að það verði búið að nauðga ykkur nokkrum sinnum þegar þið snúið aftur úr þessari ferð?“ spurði hann að lokum þegar hann heyrði hvert við (þijár konur) vildum fara í Bosn- íu. Quamme sagði að það væri mikill vandi að ná til kvenna sem hefði verið nauðgað. Skammartilfinningin væri svo sterk að þær veigruðu sér við að segja nokkrum Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir Gunn Quanune og Hannu-Pekka Laiho á fundi með „Svartklæddum konum“. frá. Hún nefndi dæmi um sex konur í einum flóttamannabúðum í Króatíu sem höfðu sagt félagsráðgjafa að þeim hefði verið nauðgað. Hann sagði strax að þær fengju sérstaka hjálp. „Daginn eftir voru þær famar. Það var stórt skref fyrir þær að viðurkenna að þeim hafði verið nauðg- Svomargireru reiðubúnir að rétta hjálparhönd í Zagreb að ráðamönnum finnst nóg um að. Þær voru ekki tilbúnar að fara í með- ferð.“ Stríðsnauðganimar hafa valdið sérstök- um vanda meðal múslima. Konur eiga að vera hreinar meyjar þegar þær gifta sig og stúlka sem hefur misst meyjarhaftið er ekki söm í augum karlmanna. Laiho sagði að af þessum sökum væri nú reynt að bæta meyjarhaft ungra stúlkna með nýrri himnu í Zagreb. Óupplýstir múslim- ar líta svo á að kona hafí átt kynmök við karlmann þótt henni hafí verið nauðgað og fyrirlíta hana fyrir það. Margir hafa vísað eiginkonum sínum á dyr fyrir að vera nauðgað. Það hefur aukið erfíðleik- ana á stríðssvæðunum. Trúarleiðtogar kalla nú konur sem hafa lent í klónum á Serbum píslarvotta. Þær eru þar með orðnar stríðshetjur og karlar sækjast sér- staklega eftir að kvænast konum sem hefur verið nauðgað. Upplausn á kvennafundi Þýsku samtökin Perspektive Berlin stóðu fyrir alþjóðlegri kvennaráðstefnu um nauðganir í Zagreb í byijun febrúar. Fulltrúum frá fjölda þjóðlanda var boðið en ekki frá Serbíu. Streita milli þátttak- enda kom í ljós strax í upphafí fundar. Konur frá Króatíu og Bosníu notuðu tæki- færið til að ásaka Serba um árásargimi og nauðganir en nefndu ekki stríðsofsa eigin þjóða einu orði. Erlendum fulltrúum þótti nóg um og kvennamálaráðherra Austurríkis sagðist ekki vilja vera notuð sem vopn í áróðursstríði nokkurrar ríkis- stjómar. Fulltrúi Ungveijalands sætti sig ekki við að það væri enginn framsögumaður frá Serbíu og bað Vesnu Bozic, bandarísk- an blaðamann af serbneskum ættum, að ávarpa fundinn. Konur frá Króatíu og Bosníu gengu þá úi salnum og neituðu að hlýða á hana lesa kveðju frá kynsystr- um í Belgrad. Þær vom þjóðemissinnar og hliðhollar stjómvöldum sem vildu ekki að Serbar mættu á fundinn. Þær vildu ekki að ráðstefnan fjallaði um nauðganir í stríðinu almennt heldur eingöngu um voðaverk Serba. Múslimakona varð til dæmis viti sínu ijær af bræði í lok fundar- ins þegar ítalskar konur fóm upp á svið og breiddu úr bláum borða sem á stóð: „Nauðganir em ekki spuming um þjóð- emi heldur árás karlmanna á konur.“ Hún reif borðann af þeim, kuðlaði hann sam- an, henti honum á gólfíð og tróð á hon- um. „Það er ekki hægt að jafna nauðgun- um á götum úti við það sem konur og böm í Bosníu-Herzegovínu hafa þurft að þola," sagði hún og angistin skein úr augum hennar. Fundurinn leystist upp án þess að sam- eiginleg yfírlýsing væri samþykkt. „Glæp- irnir munu halda áfram með ykkar bless- un, “ fullyrti króatísk kona. Þýsku konum- ar flýttu sér af fundarstað til að ná í flug- vél en austurrískur þingmaður, Marijana Grandits, sem hjálpaði við undirbúninginn sagðist vera fegin að fundurinn var hald- inn þrátt fyrir allt. „Vandinn í sambandi við þessar nauðganir kom skýrt fram,“ sagði hún. Hann felst meðal annars í ráða- leysi. Allir vilja hjálpa en enginn veit hvaða hjálp kæmi fómarlömbunum best. UTSALA Enn nteiri verólæklcun Allt að , ..ofaj »hummel i o afsláttur SPORTBUÐIN ÁRMÚLA 40 • SÍMAR 813555, 813655. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.