Morgunblaðið - 20.03.1993, Side 1

Morgunblaðið - 20.03.1993, Side 1
64 SIÐUR B/LESBOK 66. tbl. 81.árg. LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkj amenn slá refsiaðgerðum gegn EB á frest Washington. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN ákvað í gær að fresta refsiaðgerðum gegn ríkjum Evrópubandalagsins (EB) vegna deilna um opinber útboð fram yfir fund háttsettra fulitrúa beggja aðila í Brussel í lok mánað- arins, að því er sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Mickey Kantors, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, kvæmdastjórnar EB. í gær var um tíma búist við til- kynningu um refsiaðgerðir af hálfu Bandaríkjamanna og viðskiptastríði við EB. Boðaðar aðgerðir voru í því fólgnar að banna evrópskum fyrir- tækjum að bjóða í opinberar fram- kvæmdir á vegum Bandaríkja- stjórnar. Með því vildu Bandaríkja- menn mótmæla samskonar vernd- arstefnu EB á sviði opinberra fram- kvæmda. Reynt var að leysa þessa deilu Frakkland Dúfnaher- inn skor- inn niður París. The Daily Telegraph. í TILLÖGUM um niðurskurð út- gjalda til varnarmála, sem liggja fyrir franska þinginu, er ráðgert að fækka frönskum herdúfum allverulega. og Jacques Delors, forseta fram- og annan ágreining í milliríkjavið- skiptum á fundi Bills Clintons for- seta og Delors í fyrradag, en án árangurs. Stjórnarerindrekar sögðu ástæðuna ósveigjanleika af hálfu beggja aðila. Clinton þyrfti að sýna fram á það í verki heima fyrir að hann tæki viðskiptamálin fastari tökum en forveri hans, George Bush. Leiðtoga EB greindi á um hvernig brugðist skyldi við við- skiptahótunum Bandaríkjamanna og leystist sá ágreiningur tæpast fyrr en eftir frönsku þingkosning- arnar. Fyrri umferð þeirra fer fram á morgun, sunnudag, og sú seinni viku síðar. Delors sagði í gær að það væri eindreginn vilji EB að komast að málamiðlun en ákveðið hefur verið að þeir Kantor fundi í því skyni í Brussel 29.-30. mars. Leon Brittan, sem fer með við- skiptamál í framkvæmdastjórn EB, spáði því í gær að samningum um tollfrjáls milliríkjaviðskipti yrði lok- ið í haust. Jacques Chirac, leiðtogi frönsku stjórnarandstöðunnar, spáði í gær talsverðum átökum við Bandaríkjamenn áður en GATT yrði í höfn. Vígreifur UNGUR Líbani hefur verið færður í feluföt sem hermaður væri og fengin vélbyssa sem hann veifar á loft. Móðir hans stendur glaðbeitt að baki í skósíðum svörtum kufli að hætti strangtrúaðra múslima. Myndin var tekin á útifundi í Beirút í gær. Fimmlifðu af flug’slys í Noregi Ósló. Rcuter. FIMM manns sluppu með lítils- háttar meiðsl er flugvél með 10 innanborðs fórst í Mið-Noregi í gær, að sögn fréttastofunnar NTB. Að sögn NTB var flugvélin á leið frá Bergen til skíðabæjarins Geilo er hún fórst í nágrenni Dagali. Veður var slæmt á slysstaðnum, snjókoma og hvassviðri. Tveir þeirra sem voru um borð slösuðust lífshættulega og þriggja var enn saknað. Leituðu björgunar- sveitir þeirra með hjálp leitarhunda. Flugvélina hafði norska fyrirtækið Kværner Engineering tekið á leigu fyrir nokkra starfsmenn sem hugð- ust renna sér á skíðum í Geilo um helgina. ♦ ♦ ♦---- Bjarga nýrun bankaláninu? Varsjá. Reuter. PÓLSKUR maður í fjárþröng auglýsti annað nýrað til sölu í blaði í gær svo hann gæti borgað bankalán. Að sögn PAP-fréttastofunnar bauð maðurinn nýrað fyrir 400 millj- ónir zlotí, jafnvirði 150 þúsunda króna. Hann er járnsmiður og hefur verið atvinnulaus frá í júlí í fyrra- sumar. Hefur hann fyrir fimm manna fjölskyldu að sjá og getur ekki lengur borgað af láni sem hann tók til að koma þaki yfir höfuðið. Hingað til hefur verið skylda að skrá allar franskar keppnisdúfur annaðhvort hjá varnarmálaráðu- neytinu eða innanríkisráðuneytinu. Ákveðið var í fyrra að ekki bæri að líta lengur á allar slíkar dúfur sem „tiltæka útsendara" eða „starf- andi herdúfur". Nú er ráðgert að starfrækja að- eins eina dúfnastöð, í Mont-Valeri- an í Suresnes, skammt frá París. Þar eru 100 dúfur, sem hafa fengið sérstaka háþróaða ratþjálfun. Þær geta flogið um 900 km á dag, á um 90 km hraða á klukkustund. Dúfur hafa gegnt mikilvægu hlutverki fyrir franska herinn, sem notaði þær í fyrri heimsstyijöídinni og stríðinu í Alsír, auk þess sem franska andspyrnuhreyfingin tók þær í þjónustu sína í heimsstyijöld- inni síðari. Georgíumenn skjóta niður rússneska herflugvél yfir Abkhazíu-héraði Ráðamenu vara Rússa við nýrri Afganistan-styriöld Tbilisi, Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. GEORGÍUMENN skutu í gær niður rússneska herþotu á eftirlits- flugi yfir héraðinu Abkhazíu við Svartahaf þar sem aðskilnaðarsinn- ar beijast gegn yfirráðum Georgíumanna. Uppreisnarmenn njóta stuðnings Rússa að sögn Georgíumanna. Edúard Shevardnadze, leiðtogi Georgíu, hvetur rússnesk stjórnvöld til að hætta afskiptum af innri málefnum Georgíu, en rússneskir hermenn eru enn í stöðv- um Sovéthersins gamla í Abkhazíu. Þing Georgíu vill að Sameinuðu þjóðirnar stöðvi „óyfirlýst stríð Rússa“ gegn landinu. „Þessu verður að linna áður en það verður um seinan," sagði Shev- ardnadze, er eitt sinn var utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna. „Það má ekki endurtaka mistökin í Afganist- an og Tékkóslóvakíu." Sovétherinn réðst inn í Afganistan 1979 og Tékkóslóvakíu 1968. GEORGIUMENN FORDÆMA RUSSA Georgíumenn skutu niður rússneska herflugvél yfir Abkhazíu í gær og vöruðu Rússa við afskiptum af átökunum í héraðinu. * Ovenjuleg mettilraun MANFRED Klauda, þýskur fornbílasafn- ari, ekur hér um götur Miinchen á 50 ára gömlum fótstignum barnabíl. Lagði hann í gær af stað í 600 kílómetra ferðalag til borgarinnar Dresden en komist hann á leiðarenda setur hann heimsmet í þessum flokki ökutækja. Álíka farskjóta var ekið frá Lundúnum til Parísar 1991 en sú vega- lengd er 383 km. Tugir manna í helstu borg Abkh- azíu, Súkhúmí, hafa undanfarna daga farist í loftárásum sem Georgíumenn segja rússneskar flug- vélar hafa gert; borgin er í höndum stjómarhers Georgíu. Pavel Gratjsev, varnarmálaráðherra Rúss- lands, segir að Georgíustjórn heyi stríð gegn eigin þegnum. Ráðamenn hafí látið mála nokkrar af eigin Súk- hoj-þotum með litum rússneska flug- hersins og þær séu notaðar til árása á þéttbýl svæði til að sverta ímynd Rússa hjá almenningi. Shevardnadze vísar þessu harkalega á bug, segir að þetta sé firra sem eigi rætur að rekja til lyga rússneskra leyniþjón- ustumanna. Hann telur að Borís Jeltsín Rússlandsforseti eigi ekki sök á afskiptum Rússa af uppreisninni, þar sé fremur við herforingja á staðnum að sakast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.