Morgunblaðið - 20.03.1993, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993
Morgunblaðið/Amór
Uppi í landsteinum
BRÆLA hefur verið á loðnumiðunum að undanfömu en nokkrir
bátar fengu reitingsafla við Reylq'anes í vikunni. Loðnan gengur oft
nærri landi og á myndinni sést bátur að veiðum uppi í landsteinum
í Garði.
Dómur falliim í Hæstarétti íslands í barnsránsmálinu
Báðír Bandankjamenn-
irnir dæmdir í fangelsi
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær James Brian Grayson í átta
mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundið, og
Donald Michael Feeney, forstjóra bandaríska fyrirtækisins
CTU, í tveggja ára fangelsi. Þeir voru handteknir á Kefla-
víkurflugveili 27. janúar sl. og ákærðir fyrir að nema á
brott dætur Ernu Eyjólfsdóttur í því skyni að flytja þær
til Bandaríkjanna. Hæstiréttur staðfestir með dómi sínum
refsingu þá sem Feeney hafði verið dæmdur til í Héraðs-
dómi en þar hafði Grayson hins vegar verið dæmdur í eins
árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið.
í dómi Hæstaréttar er rakið að
í fyrri dómum réttarins um gæslu-
varðhald mannanna tveggja hafí
sagt að Ema hefði umsjá dætra
sinna uns íslensk stjórnvöld gerðu
á því aðra skipan og að í slíku for-
sjármáli reyni á gildi hinna banda-
rísku dóma sem dæmt hafa feðrum
telpnanna, sem em hálfsystur, for-
ræði þeirra.
VEÐUR
V
ÍDAGkl. 12.00
Heimild: Veðurstola íslands
(Byggt á veðurepá kl. 16.15 f gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 20. MARS
YFIRLIT: Yfir Grænlandshafi er 968 mb lægð sem þokast austnorðaust-
ur og frá henni skarpt lægðardrag með norður- og norðausturströnd-
inni. 1015 mb hæð er yfir Norður-Grænlandi.
SPÁ: Suðvestan stinningskaldi og él suðvestanlands en allhvöss norð-
austan átt og snjókoma á Vestfjörðum og síðar einnig við Breiðafjörð.
Austanlands verður hægari vestlæg átt og léttskýjað. Frost á bilinu 1 til
8 stig, kaldast norðvestanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG: Fremur hæg norðan og norðvestan átt og
talsvert frost um allt land. Él um norðanvert landið og einnig á stöku
stað vestanlands, en annars þurrt.
HORFUR Á MÁNUDAG: Norðan stinningskaldi eða allhvasst og snjókoma
um norðanvert landið en þurrt að mestu sunnantands. Frost 3 til 10 stig.
HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Fremur hæg norðlæg átt og él norðan og
norðaustanlands en þurrt og víöast léttskýjað sunnan og suðvestan-
lands. Frost 5 til 10 stig.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsími Veðurstofu (slands — Veðurfregnir: 990600.
-ö
▼
Heiðskírt
r r r
r r
r r r
Rigning
ÍÁ & &
Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað
Alskýjað
* / *
* /
/ * /
Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma
V V
Skúrír Slydduél
V
Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
dig-.
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 tgær)
Þrátt fyrir éljagang eru vegir færir í nágrenni Reykjavíkur og fært til
Suðurnesja. Sama er að segja um Hellisheiði, Þrengsli og Mosfells-
heiði. Vegir á Suðurlandi eru færir og fært með suðurströndinni austur
á firði og flestir vegir færir eystra, þó er þungfært á Breiðdalsheiði. Á
Vesturlandi eru vegir færir allt vestur í Reykhólasveit, Brattabrekka er
ófær. Á sunnanverðum Vestfjörðum er fært á miili Brjánslækjar og Bíldu-
dals, en á norðanverðu fjörðunum eru allar heiðar ófærar. Það er fært
um Steingrímsfjarðarheiði til ísafjarðar og Holtavörðuheiði til Siglufjarð-
ar og Akureyrar og þaðan til Ólafsfjarðar. Á Norðausturlandi eru flestir
vegir færir. Möðrudalsöræfi eru ófær. Upplýsingar um færð eru veittar
hjá Vegaeftirliti í síma 91 -631500 og í grænni línu 99-6315.
Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl voður Akureyri +3 snjóél Reykjavik +3 snjóél
Bergen S alskýjað
Helsinki 5 skýjað
Kaupmannahöfn 8 Iskýjað
Narssarssuaq +19 léttskýjað
Nuuk +13 léttskýjað
Osló 8 háifskýjað
Stokkhólmur 7 skýjað
Þórshöfn 5 rigning á síð.klst.
Algarve 18 þokumóða
Amsterdam 9 léttskýjað
Barcelona 17 mistur
Berlín 9 skýjað
Chicago +3 alskýjað
Feneyjar 16 þokumóða
Frankfurt 12 léttskýjað
Glasgow 9 skúrir
Hamborg 8 skýjað
London 11 léttskýjað
Los Angeles 13 heiðskírt
Lúxemborg 11 léttskýjað
Madríd vantar
Malaga 20 skýjað
Mallorca 21 hálfskýjaö
Montreal +18 heiðskírt
NewYork +9 heiðskfrt
Orlando vantar
Parfs 11 skýjað
Madeira vantar
Róm vantar
Vín 13 skýjað
Washington +7 heiðskírt
Wlnnlpeg +3 snjókoma
Fráleit skýring
Síðan er m.a. rakið að málinu
fylgi bréf frá einum starfsmanna
CTU til Ernu sem skilið var eftir á
Hótel Holti morguninn sem telpum-
ar voru numdar á brott þar sem
hann segist hafa farið með bömin
út að borða og vitnað til framburð-
ar vitna og síðan segir að fallast
beri á það með héraðsdómara að
fráleitt sé að ætla að sú saga mann-
anna tveggja fái staðist að fyrir-
tæki Yeeneys hafi tekist að semja
við móðurina um að láta börnin af
hendi gegn greiðslu.
Síðar segir að telja verði að Gray-
son hafi verið ljóst hvernig undir-
búningi og síðan framkvæmd mála
var háttað morguninn þegar telp-
urnar vom numdar á brott og að
með þátttöku sinni í því athæfi
hafí hann bakað sér refsiábyrgð
fyrir barnsrán að því er báðar telp-
umar varðar og frelsissviptingu að
því er þá eldri varðar, en hún er
ekki dóttir hans.
Um Feeney segir að telja verði
fjarri lagi að undirbúningur og
framkvæmd brottflutnings telpn-
anna hafí verið án fullrar vitundar
og vilja hans, enda sé hann stjórnar-
formaður, frmakvæmdastjóri og
aðaleigandi CTU og sem tekist hafi
á hendur verkið gegn greiðslu.
Sérákvæði
Refsing Graysons þótti meiri-
hluta Hæstaréttar hæfileg átta
mánaða fangelsi en sex mánuðir
voru skilorðsbundnir haldi hann
skilorð í þijú ár. Átján daga gæslu-
varðhald sem hann sætti kemur
refsingunni til frádráttar. Tveir
dómarar málsins, Gunnar M. Guð-
mundsson og Stefán Már Stefáns-
son, töldu hæfílega refsingu Gray-
sons þriggja mánaða fangelsi sem
verði skilorðsbundin að fullu leyti.
Þeir vitna til dóma í forræðismálum
Graysons og Ernu í Flórída og segja
dóminn bera með sér að hann sé
byggður á vitnaskýrslum og öðmm
sönnunargögnum og að í honum
segi að Erna hafi þjáðst af sálræn-
um' truflunum og hafí hótað að
vinna sjálfri sér og barninu mein.
Dómurinn hafi ekki talið hana rétt-
an aðila til að fara með forsjá barns-
ins og hún því fengin feðrunum.
Síðan er rakið að með hliðsjón af
því að Grayson hafí verið réttur
forsjármaður dóttur sinnar að
bandarískum iögum telji þeir refs-
ingu hans hæfílega ákveðna þriggja
mánaða fangelsi sem skilorðsbinda
megi að öllu leyti til þriggja ára.
Hins vegar var Hæstiréttur ein-
huga um að Feeney væri ákveðin
hæfíleg refsing í Héraðsdómi þar
sem hann var dæmdur til tveggja
ára fangelsisvistar en gæsluvarð-
hald hans frá 29. janúar kemur til
frádráttar að fullu leyti.
James Grayson
Fékkekki
sanngjörn
réttarhöld
„ÉG TEL ekki að ég hafi
fengið sanngjörn réttar-
höld. Hvernig er hægt að
dæma mann í fangelsi fyrir
að ræna dóttur sinni, sem
hann hefur forræði yfir?“
sagði James Brian Grayson
eftir að dómur Hæstaréttar
hafði verið kveðinn upp í
gær.
Grayson sagðist ekki hafa
mikla trú á íslensku réttarfari
og sagði að ef íslendingar hefðu
staðfest Haag-sáttmálann hefði
þetta mál farið á annan veg.
Hann kvaðst þó ekki kvíða því
að afplána refsinguna og sagð-
ist mundu beijast áfram fyrir
að fá dæmt forræði dóttur
sinnar.
Óskar Magnússon, lögmaður
Graysons, kvaðst eiga von á að
hann mundi mjög fijótlega hefja
afplánun þess hluta refsingar-
innar sem hann á eftir. Grayson
var dæmdur til 8 mánaða fang-
elsisvistar, þar af 6 mánaði skil-
orðsbundið. 18 daga gæsluvarð-
hald hans kemur til frádráttar,
þannig að samkvæmt því á hann
óafplánaða 42 daga í fangelsi
hér á landi.
Fimm refsimál á
tveimur og hálfu ári
fyrir Siglingadómi
Undanfarin tvö og hálft ár hafa verið höfðuð refsimál
gegn fimm skipstjórnarmönnum fyrir Siglingadómi, að
sögn dómsformannsins, Friðgeirs Björnssonar, dómstjóra
í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Af þesum fimm málum eru tvö
mannskaðaslys sem ákæruvaldið
telur að skipstjórnarmenn hafí
valdið með refsiverðu gáleysi. Auk
Eldhamarsslyssins haustið 1991
er , þar um að ræða árekstur
tveggja báta í mynni Patreksfjarð-
ar sumarið 1990 en þá drukknaði
maður á öðrum bátnum og hefur
skipstjóri hins bátsins verið
ákærður þess vegna. Það mál hef-
ur nýlega verið dómtekið.
Önnur málanna fimm varða sjó-
slys þar sem ekki hefur orðið
mannskaði en talið er að rekja
megi til þess að ákvæði sjómanr
og siglingalaga hafí verið brot;
Friðgeir Bjömsson sagðist h:
tekið við dómsformennsku í Si
ingadómi árið 1990 en þá létu el
dómendur af störfum. Eldhama
málið er að sögn Friðgeirs I
fimmta síðan þá. Mörg eldri dæ
eru um að mál hafi verið höfð
fyrir dóminum gegn skipstjórn:
mönnum vegna sjóslysa. Eldha
arsmálið verður þingfest hinn í
þessa mánaðar og þá ver
ákvarðanir teknar um hveri
meðferð málsins verður háttað