Morgunblaðið - 20.03.1993, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993
15
Rómeó og Júlíus.
Ljósmynd/Bjðrg Sveinsdóttir Corpsegrinder
Músíktilraumr hafnar
ÁRLEG hljómsveitakeppni
Tónabæjar, Músíktilraunir, hóf-
ust með miklum látum sl.
fimmtudag. Vegna mistaka við
vinnslu Morgunblaðsins birtist
ekki venjubundin kynning á
þátttökuhljómsveitum fyrir það
kvöld, en átta hljómsveitir
kepptu um að komast í úrslit
kepninnar. Tvær komust áfram,
en annað tilraunakvöld verður
næstkomandi fimmtudag.
Tilraunirnar að þessu sinni eru
þær elleftu í röðinni og skráðu sig
nú til keppni fleiri hljómsveitir en
dæmi eru um, því alls leituðu sex-
tíu og þijár hljómsveitir eftir því
að fá að vera með. Til að gefa sem
flestum færi á að spreyta sig var
ákveðið að fjölga kvöldunum, sem
hafa jafnan verið þrjú, um eitt og
fækka um leið lögum um eitt,
þannig að hver hljómsveit þarf að
leika þijú frumsamin lög. Fyrsta
tilraunakvöldið var sl. fimmtudag,
en síðan verður keppt 25. og 26.
mars og 1. apríl, en úrslit svo föstu-
daginn 2. apríl.
Verðlaun í Músíktilraunum eru
jafnan hljóðverstímar, og fyrstu
verðlaun verða 25 tímar í Sýr-
landi, fullkomnasta hljóðveri
landsins. Önnur verðlaun eru og
hljóðverstímar, 26 tímar í Gijót-
námunni, þriðju verðlaun eru 20
tímar í Hljóðrita og íjórðu verðlaun
20 tímar í Hljóðhamri. Grúi ann-
arra verðlauna hleðst á sigurvegar-
ana, sem Rín, Japís, Samspil og
Paul Bernburg gefa, en Hljóðfæra-
verslun Steina gefur gítar af bestu
gerð, sem besti gítarleikarinn hlýt-
ur.
Fyrsta sveit á svið var Skaga-
sveitin Rómeó og Júlíus, skipuð
Geir Harðarsyni_ gítarleikara og
söngvara,«Herði Ómarssyni bassa-
leikara, Ólafi Böðvarssyni
trommuleikara og Kristni Elíassyni
gítarleikara. Fyrsta lag sveitarinn-
ar hét því frumlega nafni Sexy
Pretty Baby og ekki var laust við
að viðstaddir kímdu þegar það var
kynnt. Tónlist sveitarinnar var
nokkuð í ætt við þetta lagsheiti;
klisjukenndir gitarfrasar með útí-
hött sólóum.
Corpsegrinder hét sveit frá Sel-
Jurt.
fossi sem skipuð var Nirði Stein-
arssyni bassaleikara, Sveini Páls-
syni og Óskari Gestssyni gítarleik-
urum, Skúla Arasyni trommuleik-
ara og Óla Rúnari Eyjólfssyni
söngvara. Gítarpar sveitarinnar
tróð svo bjögunarapparötum á gít-
arsnúrur sínar að út kom hinn
hefðbundni teppahljómur. Þetta
dró mjög úr kraftinum og
dauðablænum. Annars lofar
Corpsegrindar góðu, þó keyrslan
hafi ekki verið eins villt og nafnið
gaf tilefni til að ætla.
Skrýtnir frá Selfossi voru næst-
ir, en þeir eru Auðunn Örn Pálsson
trommuleikari, Kristinn Jón
Arnarson bassaleikari, Ólafur
Unnarsson gítarleikari og Valur
Amarson söngvari. Þeir félagar
stóðu sig prýðilega og lofar sveitin
einkar góðu. Segja má að all hafi
gengið vel upp utan að klúðurslegt
gítarsóló skemmdi annars ágætt
annað lag sveitarinnar.
Yngsta tilraunasveitin þetta
kvöld var Opus Dei úr Reykjavík.
Sveitina skipa Einar Einarsson
gítarleikari, Óttar Rolfsson söng-
vari, Hreiðar Smári Grétarsson
trommuleikari og Amar Bjarki
Ámason bassaleikari, sem em allir
á fimmtánda árinu. Þeir vöktu at-
hygli fyrir spilagleði og vom
skemmtilega frakkir, sem fleytti
þeim í úrslit.
Dauðarokksveitin Cranium kom
gríðarlega sterk til leiks og komst
hæglega í úrslit, en sveitina skipa
Ófeigur Sigurðsson bassaleikari og
söngvari, Sigurður Guðjónsson gít-
Bacchus.
arleikari, Árni Sveinsson söngvari,
Egill Tómasson gítarleikari og
Bjarni Grímsson trommuleikari.
Næsta sveit, Cremation, lék
gamaldags dauðarokk. Cremation-
menn urðu fyrir því að bassaleik-
ari sveitarinnar hætti daginn fyrir
tilraunakvöldið, og stóðu þeir sig
framar vonum miðað við það. Það
vantaði þó nokkuð á að þeir næðu
að grípa athygli manna, en Crem-
ation skipa Ólafur Magnússon gít-
arleikari, Hannes Hilmisson gítar-
leikari, Magnús Kárason trommu-
leikari og Ágúst H. Waage söngv-
ari og bassaleikari.
Jurt þrætti fyrir að vera hljóm-
sveit, sagðist vera sálarskoðun-
arfélag. Félagsmenn vom Oddur
Már Rúnarsson gjtarleikari og
söngvari, Ingólfur Ámason gítar-
leikari og Rafn Valur gítarleikari.
Á köflum var Jurt skemmtilegasta
sveit kvöldsins, sérstaklega í harm-
onuikkulaginu, en þriðja lagið,
klisjupopp með jesútexta sem
hljómaði eins og endurútsett
Himnastigalag Led Zeppelin,
skemmdi fyrir þeim félögum.
Lokasveit kvöldsins var Bacch-
us, skipuð Heimi Tómassyni gítar-
leikara, Gísla Rafni Gylfasyni
söngvara, Pétri Harðarsyni gítar-
leikara, Jónasi Má Hreggviðssyni
bassaleikara og Jóni Inga Gísla-
syni trommuleikara. Ekki vantaði
keyrsluna hjá Bacchus; sveitin er
geysiþétt og sumir frasar góðir,
en það skorti á hugkvæmni og
djörfung í útfærslu.
Árni Matthíasson
MEST SELDU
STEIKUR Á ÍSLANDI
Nauta-, lamba- 09 svínagrillsteikur
frá 690 krónum.
Ódýrara en að elda heima!
MERKISMENN HF