Morgunblaðið - 20.03.1993, Side 19

Morgunblaðið - 20.03.1993, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993 19 Útvarpsstjóri Ríkisútvarps Óheimilt að birta maltauglýsinguna ÚTVARPSSTJÓRI hefur ákveðið að heimila ekki frekari birtingu á maltauglýsingu Ölgerðarinnar Egils Skallagrimssonar í Ríkisútvarp- inu. Markaðssljóri Ölgerðarinnar segir þetta koma á óvart því ekk- ert athugavert sé við auglýsinguna og hún brjóti ekki í bága við lög. Starfsfólkið Morgunblaðið/Þorkell Starfsfólk Gleraugnasölunnar ásamt eiganda. F.v. Walter Lentz, gleraugnafræðingur og eigandi fyrirtækisins, Ingibjörg Árnadóttir afgreiðslukona, Helene Pálsdóttir afgreiðslukona og Riidiger Seidenfaden sjóntækjafræðingur. Gleraugnasalan stækkar við sig Gleraugu ekki dýrari hérlendis GLERAUGNASALAN Laugavegi 66 var nýlega stækkuð og byggt við hana 50 fermetra verkstæði. Eigandi fyrir- tækisins, Walter Lentz, segir að segir að gleraugu séu yfirleitt ódýrari hér en í nágrannalöndunum. Ölgerðin Egilí Skallagrímsson hf. óskaði nýlega eftir þremur birting- um á auglýsingu á maltöli í Ríkis- sjónvarpinu en fékk þau svör að það yrði ekki gert þar sem Heimir Steinsson útvarpsstjóri hefði lýst óheimilt að birta auglýsinguna. Það er auglýsingastofan Gott fólk sem gerði auglýsinguna sem hefur að geyma tilvitnanir i Heilræðavísur Hallgríms Péturssonar. Ekkert ólöglegt „Auglýsingamenn hjá Góðu fólki könnuðu þetta mál vel áður en farið var af stað með auglýsinguna og það var ekki hægt að sjá að hér væri um neitt ólöglegt að ræða. Þorbjörn Hlynur Árnason, biskups- ritari, fór frammá það við auglýs- Hér á landi væri mun lægri upphæð veitt árlega til félags- og heilbrigð- ismála miðað við hin Norðurlöndin. Viðurkennd grunneining Alsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti árið 1989 að árið 1994 skyldi verða ár fjölskyldunnar og var af því tilefni stofnuð Lands- nefnd árið 1991. Meginmarkmið nefndarinnar er að efla íslenskar fjölskyldur og vinna að því að þær verði viðurkenndar í raun sem grunneiningar samfélagsins, þar sem einstaklingar deila tilfinning- um, efnahag, ábyrgð, verkefnum og hvíld. Aðgerðir samræmdar Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagði að áhersla yrði lögð á að samræma aðgerðir stjóm- valda í fjölskyldumálum og er meg- inhlutverk nefndarinnar að móta heildstæða fjölskyldustefnu. Að stuðla að viðhorfsbreytingu gagn- vart fjölskyldunni meðal ráða- manna og almennings þannig að mikilvægi hennar komi skýrar í ljós og verði almennt og formlega viður- kennt. Sú viðurkenning hafi jafn- framt í för með sér að fjölskyldum verði búnir betri afkomumöguleikar með áherslu á bætta afkomumögu- leika allra fjölskyldugerða. Hugað verður sérstaklega að barnafjöl- skyldum og komið með tillögur til úrbóta í málefnum þeirra. „Það sem við leggjum áherslu á er að aðgerð- ir snúi ekki eingöngu að stjórnvöld- um á árinu heldur einnig að félaga- samtökum, einstaklingum og fyrir- tækjum,“ sagði Jóhanna. Enginn málsvari fjölskyldunnar Bragi Guðbrandsson, aðstoðar- maður félagsmálaráðherra og for- maður landsnefndarinnar, benti á að engin opinber fjölskyldustefna væri til hér á landi. Áðgerðir stjóm- valda hefðu af þeim sökum oft ver- ið handahófskenndar þar sem heild- stæð sýn yfir afkomu fjölskyldunn- ar væri ekki til staðar. „Fjölskyldan í heild á sér í raun engan mál- ingadeild Ríkisútvarpsins að auglýs- ingin yrði ekki birt en því var synj- að af auglýsingastjóra Ríkisútvarps- ins. Það kemur því á óvart að núna skuli Heimir Steinsson útvarpstjóri lýsa óheimilt að birta auglýsinguna í Ríkisútvarpinu," sagði Benedikt Hreinsson markaðsstjóri Ölgerðar- innar í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að Ölgerðin hefði-það til athugunar að birta auglýsinguna á Stöð 2 eins og ætlunin hefði verið. „Ég vil ekkert um þetta mál segja á þessari stundu, ef ég sé ástæðu til að segja eitthvað um málið ein- hvern tíma þá mun ég sjálfur eiga frumkvæðið að því og áreiðanlega óska eftir að Morgunblaðið birti það,“ sagði Heimir Steinsson út- varpsstjóri. svara,“ sagði hann. „Málefni fjöl- skyldunnar spanna breitt svið og fjölskyldustefna er því á verkefna- sviði allra ráðuneyta, sem verða að taka tillit til fjölskyldunnar þegar teknar em ákvarðanir. Landsnefnd- in telur að það sé eitt af mikilvæg- ustu verkefnunum sem henni ber að stuðla að, að mörkuð verði al- menn heildarstefna í fjölskyldumál- 30% til 80% lægra verð Gleraugnasalar hér á landi hafa borið saman verð á gleraugum hér og í nágrannalöndunum og að sögn Walters Lentz eru gler- augu yfirleitt ódýrari hér. Walt- er sagði að helsta merki verslun- arinnar væri Silhouette og gler- augu af þessari tegund væru flutt inn beint frá verksmiðjum í Austurríki. Sagði hann að verðið á þeim hér væri 30% til 80% lægra en í nágrannalönd- unum. Walter sagði að það kæmi fyrir að fólk keypti ódýr gler- augu erlendis en yrði svo óánægt þegar í ljós kæmi að um Iélega vöru væri að ræða. Hann sagði að slík gleraugu væru með þykkum gleijum og stæðust ekki þær gæðakröfur sem hér eru gerðar. Borgarstjórn Tillag’a um aukua þjón- ustu við at- vinnulausa BORGARSTJÓRN samþykkti í fyrrakvöld að vísa tillögu Nýs vettvangs um aukna þjónustu Félagsmálastofnunar Reykjavík- ur til nánari umræðu í félags- málaráði. Markmið breytinganna yrði að lengja símatímann sem fólki er boðinn til þess að panta viðtal hjá félagsráðgjafa, að stytta biðtima frá því að viðtal er pantað og þar til að því kemur og að kynna þá þjónustumögu- leika sem atvinnulausu fólki bjóð- ast hjá Félagsmálastofnun. Kristín Ólafsdóttir, Nýjum vett- vangi, sagði að áhrifa aukins at- vinnuleysis hefði fyrst farið að gæta verulega hjá Félagsmálastofnun í bytjun ársins. Nú væri svo komið að biðtími eftir því að komast í við- tal hjá félagsráðgjafa hefði lengst úr rúmri viku upp í rúman mánuð. Hún sagði að með ráðgjöf og annarri aðstoð mætti hugsanlega gera aðstæður atvinnulausra viðráð- anlegri með því að þjónusta Félags- málastofnunar kæmi fyrr til sög- unnar. Það væri því æskilegt að kynna atvinnulausu fólki réttindi sem það hefði og þjónustu sem stofnunin gæti veitt. -----♦ ♦ «---- ■ LÚÐRASVEIT Þorlákshafnar heimsækir Keflvíkinga stmnudag- inn 21. mars nk. og heldur tónleika ásamt Lúðrasveit Tónlistarskól- ans í Keflavík. Tónleikarnir verða í Félagsbíói og hefjats kl. 16. Að- gangur er ókeypis. í fyrra fór Lúðrasveit Tónlistarskólans í Keflavík til Þorlákshafnar og lék þar. Léttsveit skólans fór einnig, en á öðrum tíma, og lék á Þorláks- vöku. Með þessum tónleikum eru Þorlákshafnarmenn að endur- gjalda þessa heimsóknir. Lúðrasveit Þorlákshafnar er skipuð 35 með- limum sem eru á aldrinum 12-40 ára. Stjórnandi er Robert Darling. Lúðrasveit Tónlistarskólans í Keflavík er skipuð 30 meðlimum sem eru á aldrinum 11-30 ára. Stjórnandi er Karen Sturlaugsson. Ár fjölskyldunnar 1994 Heildstæð fjölskyldu- stefna verði mótuð Þjónustustofnun fjölskyldunnar stofnuð Félagsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga um stofnun sérstakrar þjónustustofnunar fjölskyldunnar er taki á málum sem varða fjölskyldur í landinu og verði janframt ráðgefandi um ákvarðanir stjórnvalda í málum sem varða fjölskylduna. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sagði mikilvægt að móta heild- stæða fjölskyldustefnu hér á landi þar sem ísland stæði mun ver að vígi á því sviði miðað við nágrannaþjóðirnar. um." SUMARLEYFI í SKOTLANDI — átta daga ferð, 49.100 kr. * Inversnaid hótelið stendur í fögru skóglendi við eitt frægasta stöðuvatn Skotlands, Loch Lomond. Hótelið hefur eigin höfn og hafnargarð og þaðan er lagt upp í skoðúnarferðir með ferjum. Innifalið í ferðiiuii er: • Flugvallarskattur. • Gisting f sjö nætur á Inversnaid hótelinu, sem hefur orð á sér fyrir vingjarnlega og þægilega þjónustu. • Hlý og notaleg svefnherbergi með sérbaði. • Akstur. • Skoðunarferðir á hverjum degi, auk verslunarferða. • Skemmtisigling með leiðsögumanni. • Rlkulegur morgunverður að skoskum hætti hvem dag. • Þríréttaðar kvöldmáltiðir að eigin vali. 1. dagur Brottför frá Keflavíkurflugvelli til Glasgow. Á Glasgow-flugvelli bíður rúta farþeganna og ekur með þá til Inversnaid-hótelsins. 2. dogur Siglt eftir Katrine-vatni með gömlu gufuskipi og iagt að bryggju I Trossachs-sveit og snæddur hádegisverður við Achray-vatn. Síðan er haldið til Aberfoyle, helstu miðstöð ullariðnaðarins í Skotlandi og ýmislegt til skemmtunar. 3. dagur Dagsferð til Edinborgar, litið I búðir og litast um. Þegar kvöldar verður ekið til Inveruglas, en þaðan siglir ferja til hótelsins. 4. dagur Um morguninn verður lagt af stað með ferju, en síðan liggur dagleiðin um stórbrotin heiðalönd í Rannoch Moor, Glencoe-skarð og þaðan til Fort William -bæjar sem er óviðjafnanlega í sveit settur í hjarta hálandanna. Síðan ekið til Inveruglas og með ferju til hótelsins. 5. dagur Ekið um fjallvegi, eftir Lochy-dal og til Lochawe-þorps. Þar getur að líta rústir Kilchurn-kastala frá 16. öld, en hann var f miklu uppáhaldi rómantískra málara á Viktorlutímanum. Haldið áfram um Inveraray- þorp, en þar við vatnið gnæfir annar ævintýralegur kastali. Loks verður snúið aftur til Inversnaid með ferju. 6. dagur Lagt af stað með ferju, en slðan ekið norður til Killin-þorps. Þar endasendist Dochart-fossinn fjörlega meðfram aðalgötunni. Áfram með fram Earn-vatni og áleiðis upp í hálöndin. Þar verður meðal annars staðnæmst í Crieff til að heimsækja elsta brugghús Skotlands, Glenturret, Eftir hádegismat verður haldið til Inveruglas og siglt með ferjunni til hótelsins. 7. dagur Þorpið Luss á bakka Lomond-vatns heimsótt. Þaðan verður haldið áfram til Stirling, verslunarbæjar og gamals aðseturs kónga. 8. dagur Dagsferð til Glasgow þar sem farþegum gefst góður tími til að líta I búðir og skoða borgina. Um kvöldið verður ekið til Glasgowflugvallar og þaðan flýgur vélin til Keflavíkur kL 21.05 Brottför / lieimkoma: 29. júní-6. júlí • 13. -20. júlf, 10.-17. ágúst 28. september-5. október 1993 Fararstjóri: Guómundur Magnússon jfb FERÐASKRIFSTOEV ÍSLANDS Söluaöili: Ferðaskrifstofa Islands • Skógarhllð 18 101 Reykjavík • sími 91-623300 * Miðað við gengi 01.03.1993

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.