Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.03.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993 23 JtorgitiiM&Mli Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. ( lausasölu 110 kr. eintakið. Bretar á batavegi E'árlagafrumvarp það, sem Norman Lamont, fjármálaráð- i Bretlands, kynnti á þriðjudag, er um margt merkilegt. I fyrsta lagi er þetta í síðasta skipti sem hluti bresku fjárlaganna er lagður fram að vori. Héðan í frá mun frum- varp til fjárlaga breska ríkisins verða kynnt í heild I nóvembermán- uði. í öðru lagi er þetta fyrsta fjár- lagafrumvarpið sem lagt er fram eftir að Bretar hættu þátttöku í gengissamstarfi Evrópu og létu sterlingspundið fljóta á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. í þriðja lagi bendir margt til þess að loks sé farið að sjá fyrir endann á kröpp- ustu efnahagslægð, sem þjáð hefur breskt efnahagslíf frá því í krepp- unni miklu á íjórða áratugnum. Ef sú reynist raunin eru það ánægjuleg tíðindi. Fyrmefndir efnahagserfiðleikar hafa á engan hátt verið bundnir við Bretland eitt og sér. Alls staðar á Vesturlöndum hefur á undanfömum árum dregið vemlega úr hagvexti, atvinnuleysi aukist, raunvextir haldist háir og lífskjör versnað. Efnahagsvandi okkar íslendinga siðustu misseri er um margt ekkert annað en grein af þessum meiði þó svo að hmn fiskistofnanna hafi gert vandann meiri en hann ella hefði orðið. Fyrstu tákn þess að farið væri að birta til í efnahagsmálum á al- þjóðavettvangi komu frá Bandaríkj- unum. Hagtölur þaðan benda til þess að hagvöxtur vestra hafi tekið mikinn kipp á síðustu mánuðum og að sama skapi hefur framleiðni í efnahagslífínu aukist verulega. Þó svo að ekki hafí enn dregið vem- lega úr atvinnuleysi í Bandaríkjun- um em batatáknin ótvíræð. Sú efnahagsstefna, sem Bill Clinton Bandaríkjaforseti kynnti Banda- ríkjaþingi í síðustu viku, hefur líka orðið til að efla trú manna á Banda- ríkjunum. Meginmarkmið Clintons er að draga úr hinum gífurlega halla á fjárlögunum, sem leitt hefur til svimandi skuldasöfnunar banda- ríska ríkisins. Til að ná þessu mark- miði hefur Clinton þurft að grípa til mjög víðtækra skattahækkana og hefur sætt gagnrýni af hálfu stjómarandstöðunnar fyrir að ganga á bak orða sinna í kosninga- baráttunni. Ýmislegt bendir til þess að nú sé einnig farið að rofa til í Bret- landi og raunar er athyglisvert hversu margar hliðstæður má sjá með Jjárlagafmmvarpi Lamonts og efnahagsstefnu Clintons. Lamont og embættismenn hans hafa raunar oftsinnis spáð því að betri tíð væri í vændum en ávallt reynst hafa rangt fyrir sér. Hag- fræðingar hins opinbera jafnt sem efnahagssérfræðingar í einkageir- anum em þó sammála um að í þetta skipti sé ekki um tálsýn að ræða. Fyrr í mánuðinum vom birtar tölur um að nýbyggingar hefðu aukist um fímmtung og fréttir bár- ust af almennt batnandi afkomu fyrirtækja. Flestir sérfræðingar vom þó þeirrar skoðunar að batinn yrði mjög hægur og að atvinnuleysi yrði áfram mikið. Jafnvel eftir að Lamont flutti ræðu sína á þriðjudag var talið að atvinnuleysi myndi enn aukast. Það kom því öllum í opna skjöldu þegar nýjar atvinnuleysis- tölur vom birtar á fimmtudag og í Ijós kom að dregið hafði úr atvinnu- leysi í febrúar, Atvinnulausum í Bretlandi fækk- aði þá um 22 þúsund og em nú 2,97 milljónir. Almennt hafði verið spáð að fjöldi atvinnulausra myndi fara yfir þijár milljónir. Þetta er í fyrsta skipti sem atvinnulausum fækkar frá þvl að efnahagskreppan hófst á síðari hluta ársins 1990. Atvinnuleysi i Bretlandi er samt enn mjög mikið og eitt alvarlegasta vandamál sem við er að stríða þar í landi. í fjárlagafmmvarpi Lam- onts eru nýjar og um margt frum- legar tillögur til að draga úr vand- anum. Líkt og í Bandaríkjunum hyggjast stjómvöld grípa til viða- mikilla framkvæmda við sam- göngumannvirki en slíkar fram- kvæmdir eru mjög vinnuaflsfrekar. Einnig munu bjóðast hlutastörf hjá sveitarfélögum til handa þeim sem lengi hafa verið atvinnulausir. Þá er áformað að greiða fyrirtækjum, sem ráða einstakling til starfa er verið hefur án atvinnu í tvö ár, sérstakan styrk í eitt ár. Mun sá styrkur nema þeim atvinnuleysis- bótum, sem viðkomandi hefði ann- ars_ fengið greiddar. í fjárlagafrumvarpi Lamonts er einnig að fínna áform um miklar skattahækkanir. Líkt og í Banda- ríkjunum er stór hluti þeirra vegna nýs orkuskatts. í Bandaríkjunum var ákveðið að hækka bensínskatt. í Bretlandi stendur til að leggja virðisaukaskatt á innlenda orku- gjafa, einkum gas og rafmagn. Mun sá virðisaukaskattur nema 8% árið 1994 en hækka í 17,5% árið 1995. Þá verður tekjuskattur einstaklinga hækkaður sem og fleiri skattar. Alls stendur til að auka tekjur ríkis- ins um 24,5 milljarða punda á næstu fjórum árum. Rétt eins og í Bandaríkjunum hefur sú gagnrýni komið fram að þetta sé mesta skattahækkun í sögu landsins. Að mati Verkamannaflokksins mun þetta þýða að hver meðalfjölskylda í Bretlandi þurfi að greiða tæpar níu hundruð krónur til viðbótar í skatta á viku. Rök Lamonts fyrir þessum miklu skattahækkunum eru annars vegar þau að orkuskatturinn sé í beinu framhaldi af þeim skuldbindingum, sem Bretar tókust á hendur í um- hverfísmálum á Ríó-ráðstefnunni. Þá bendir hann á að nauðsynlegt sé að stöðva skuldasöfnun ríkisins en lánsfjárþörf Breta hefur farið stöðugt vaxandi og stefnir nú hrað- byri í 50 milljarða punda á ári. Fyrstu viðbrögð peningamarkaða og verðbréfamarkaða við fjárlaga- frumvarpinu og nýjum atvinriuleys- istölum hafa verið fremur jákvæð. Lamont hefur tekið mikla pólitíska áhættu með frumvarpinu. Verði ekki af boðuðum efnahagsbata mun almenningur eiga erfitt með að sætta sig við hinar miklu skatta- hækkanir. Vonandi reynast spá- dómar hans réttir í þetta skipti. Líkt og áður var bent á, ræðst þró- un mála hér á landi að miklu leyti af því sem gerist í kringum okkur. Ef efnahagsbatinn reynist varan- legur í Bandaríkjunum og Bretlandi mun þess einnig verða vart í þjóðar- búskap okkar Islendinga. Hagnaður YÍS var 73 miHjónir kr. á síðasta ári Betri afkoma í mörgum greinum HAGNAÐUR Vátryggingafélags íslands á sl. ári nam alls 73,1 milljón króna samanborið við 40,7 milijóna hagnað árið áður. Tryggingarleg afkoma varð betri í mörgum greinum árið 1992 en verið hefur undanfarin ár þó enn sé mikill halli á rekstri ein- stakra greina, t.d, slysatrygginga. í heildarafkomu félagsins veg- ur þungt bætt afkoma ökutækjatrygginga þar sem iðgjaldatekjur greinarinnar eru rösklega helmingur frumtryggingariðgjalda félagsins. í ársskýrslu VÍS sem lögð var fram á aðalfundi félagsins í gær kemur fram að efnahagssamdrátt- urinn í þjóðfélaginu hafði mikil áhrif á rekstur VÍS á árinu eins og annarra þjónustufyrirtækja. Nauðsynlegt reyndist að herða enn innheimtuaðgerðir. Vegna vanskila varð að fella úr gildi tryggingar í meira mæli en áður. „Með þessu móti er dregið úr því að félagið sé í ábyrgð fyrir tjón- um án þess að fá greidd iðgjöld. Að auki voru á árinu færðar til gjalda 105,4 milljónir til að mæta niðurfærslum og afskrifuðum kröf- um sem að mestu má rekja til gjald- þrota og greiðsiuerfiðleika fyrir- tækja og einstaklinga," segir í árs- skýrslunni. Afskriftir fasteigna og lausafjár námu 157 milljónum, þar af er 44,7 milljóna aukaafskrift til að mæta lækkandi markaðsverði fasteigna. Lægri rekstrarkostnaður Sú breyting var gerð á ökutækja- tryggingum á sl. ári að þeir sem ekið hafa tjónlaust fengu lækkun á sínum iðgjöldum en yngri öku- mönnum og þeim sem höfðu lent í tjónum var gert að greiða stór- hækkuð iðgjöld. Kemur fram í árs- skýrslunni að reynslan af þessari breytingu hafi verið góð. Rekstrarkostnaður lækkaði enn sem hlutfall af iðgjöldum. Samtala kostnaðar og greiddra umboðs- launa varð 18,4% af iðgjöldum árs- ins. Hefur kostnaðarhlutfallið stöð- ugt farið lækkandi frá stofnun fé- lagsins en árið 1988 var sambæri- leg tala hjá stofnfélögum VÍS 27,7% af iðgjöldum. Iðngjöldin 4,4 milljarðar Iðgjöld ársins námu 4.459,6 milljónum sem er um 6% hækkun frá árinu 1991. Greidd iðgjöld til endurtryggjenda voru 831,5 millj- ónir og eigin iðgjöld 3.628,1 millj- ón. Tjón ársins voru 3.618,4 millj- ónir og hækkuðu um 8,2% frá fyrra ári. Tryggingarsjóðir félagsins námu í árslok 6.139 milljónum sem er 1.231,4 milljón króna hækkun frá fyrra ári. Ef tillit er tekið til endurtryggjenda eru eignir trygg- ingarsjóðir 5.635,6 milljónir og höfðu vaxið um 1.325,5 milljónir eða um 31,6%. Á aðalfundi VÍS í gær voru end- urkjörnir í stjórn þeir Ingi R. Helga- son, Guðjón B. Ólafsson, Friðjón Þórðarson, Geir Magnússon, Guð- mundur Oddsson, Jónas Hallgríms- son, Magnús Gauti Gautason og Þorsteinn Sveinsson. Samþykkt var að greiða hluthöfum 10% arð. Fjármálaráðherra segir þörf á að endurskoða starfsmannalög ríkisins , , Morgunoiaoio/Arm sæoorg Umbætur 1 rikisrekstri FJÖLDI forsvarsmanna ríkisstofnana og ráðuneyta tóku í gær þátt í ráðstefnu um stjórnun í ríkisrekstri, umbætur og nýsköpun sem fjár- málaráðherra boðaði til. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni voru fjármálaráðherra, forsljórar einkafyrirtækja sem fjölluðu um stjórnun og stefnumótun, ráðuneytissljóri danska hagsýsluráðuneytisins o.fl. í ræðustól er Magnús Pétursson ráðuneytissljóri fjármálaráðuneytisins. Vill skoða samræmingu á launa- kjörum ríkis og einkafyrirtækja FRIÐRIK Sophusson fjármála- ráðherra sagði í gær á ráð- stefnu um stjórnun í ríkis- rekstri, umbætur og nýsköpun, að endurskoða þurfi lögin um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Skoða þyrfti hvort samræma ætti kjör opin- berra starfsmanna og þeirra sem störfuðu á almennum vinnumarkaði og huga að hvernig megi umbuna þeim ein- staklingum sem stæðu sig vel. Fjármálaráðherra benti á að lögin um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna verða 40 ára á næsta ári. Þegar þau öðluðust gildi árið 1954 var vinnuaflsnotkun hins opinbera um það bil 8% af heildarársverkum þjóðarinnar en á þessu ári er hún hins vegar um það bil 20%, að sögn Friðriks. „Þessi staðreynd ásamt gjör- breyttum rekstri ríkisins hlýtur að kalla á endurskoðun laganna. Þá hljótum við að velta fyrir okkur hvort samræma skuli kjör opin- berra starfsmanna og þeirra sem starfa á almennum vinnumarkaði. Í því sambandi þarf að gefa því gaum hvemig hægt er að umbuna þeim einstaklingum sem standa sig vel,“ sagði hann. TÆPLEGA 100 forsvarsmenn ríkisstofnana og ráðuneyta, sem sóttu ráðstefnu sem fjármála- ráðuneytið boðaði til í gær um umbætur í ríkisrekstri, tóku þátt í sérstakri viðhorfskönnun um ýmsa þætti ríkisrekstrarins. Skv. niðurstöðum hennar töldu flestir að núverandi launakerfi opinberra starfsmanna stæði í vegi fyrir umbótum í ríkis- rekstri. 65% töldu að breytt rekstrarform í ríkisrekstri, s.s sjálfseignarstofn- „Þegar rætt er um starfs- mannamál vaknar sú spuming hvort stöðugildishugsunarháttur hins opinbera sé orðinn úreltur. Getur verið að það sé betri trygg- ing fyrir því að hæft fólk sé ráðið hjá ríkinu, að stofnunum og opin- un eða hlutafélag, gæti falið í sér rekstrarlegan ávinning. 86% töldu best reknu ríkisfyrirtæki standa best reknu einkafýrirtækjum fylli- lega á sporði og vora aðeins þrír þátttakendur ósammála því. Pólitík hefur áhrif á ákvarðanir Tæp 70% töldu að pólitískir hagsmunir hefðu áhrif á ákvarðan- ir stjómenda og rekstur ríkisstofn- ana Þá töldu 3/4 af þátttakendum í könnuninni að hægt væri að bæta þjónustu ríkisstofnana ef þær berum fyrirtækjum séu tryggðir ákveðnir fjármunir til fijálsrar ráðstöfunar fremur en greiðslur til að mæta fyrirfram samþykkt- um um fjölda stöðugilda," sagði Friðrik Sophusson einnig. hefðu rýmri heimildir en nú er til ráðstöfunar sértekna. Um sex af hverjum tíu telja að eðlismunur sé á ríkisrekstri og einkarekstri með tilliti til fjárhags- legrar stjómunar og þjónustu en meirihlutinn eða 67% er sammála um að ríkisstofnanir eigi að sækja fyrirmyndir úr einkarekstri. Þá taldi meirihluti svarenda að auka þurfi hreyfanleika starfsmanna, draga úr æviráðningum stjómenda og auka þátt starfsmanna í ákvarð- anatöku. Osveigjanlegt launakerfi Gott fólk hlut- skaipast í sam- keppni ÍMARK NÍU athyglisverðustu auglýsingar ársins 1992 voru verðlaunaðar í Borgarleikhúsinu í gær, en þetta er í sjöunda sinn sem ÍMARK, ís- lenski markaðsklúbburinn, gengst fyrir slíkri samkeppni. Tvenn verð- laun, gullhúðuð gjallarhorn, voru veitt í hveijum flokki, önnur til auglýsingastofunnar og hin til auglýsandans. Auglýsingastofan Gott fólk hf. varð hlutskörpust og hlaut þrenn verðlaun, en Hvíta húsið og AUK hf. fengu hvor um sig tvenn verðlaun. . Auglýsingastofan Gott fólk hlaut verðlaun í flokki dagblaðaauglýsinga fyrir auglýsingu Hf. Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar og fyrir at- hyglisverðustu sjónvarpsauglýsing- una ásamt Ríkissjóði íslands. Þá var kynningarefni auglýsingastofunnar um listamanninn Tolla verðlaunað sem athyglisverðasta útsendiefnið. Auglýsingar Markaðsnefndar mjólkuriðnaðarins sem framleiddar voru af Hvíta húsinu vora valdar athyglisverðastar í flokki óvenjuleg- ustu auglýsinganna og umhverfis- grafíkur. Verðlaun fyrir athyglisverðustu tímaritaauglýsinguna fengu AUK hf. og Sjóvá-Almennar og Björn H. Jónsson hjá AUK hf. hlaut verðlaun fyrir athyglisverðasta vöru- og firmamerkið ásamt Markaðsnefnd landbúnaðarins. Auglýsingastofa P & Ó og Sæl- gætisgerðin Freyja fengu verðlaun fyrir athyglisverðustu útvarpsaug- lýsinguna og verðlaun fyrir athyglis- verðustu auglýsingaherferðina hlutu Flugleiðir og íslenska auglýsinga- stofan hf. Gefendur verðlauna voru RÚV, íslenska útvarpsfélagið, Morgun- blaðið, Fróði hf., Silkiprent hf., Sjóvá-Almennar, Póstur og sími, DV og Verslunarráð íslands. Morgunblaðið/Kristinn Heimir Steinsson útvarpsstjóri afhenti verðlaun fyrir athyglisverðustu sjónvarpsauglýsinguna. Við verðlaununum tóku Pétur Kristinsson frá Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og Helgi Helgason hjá auglýsingastof- unni Gott fólk, sem er lengst til vinstri á myndinni. ísland hefur gott orðspor á erlendum lánamörkuðum - segir sir Chippendale Keswick, stjórnarformaður Hambrosbanka SIR Chippendale Keswick, stjórnarformaður Hambros banka í Bret- landi, kom hingað til lands í síðustu viku til viðræðna við helstu viðskiptavini bankans. Hann efndi til móttöku fyrir þessa aðila, sljóm- málamenn o.fl. Chippendale hefur verið stjómarformaður Hambros banka frá árinu 1986 en hefur ekki komið hingað áður í umboði bankans. Hann hefur þó komið hingað á hverju ári síðastliðin 28 ár til laxveiða. Hambros banki hefur langa reynslu af viðskiptum við Islendinga og hefur bæði veitt lán til ríkissjóðs og annast skulda- bréfaútboð á alþjóðlegum lánamarkaði. Þá hafa íslensk fyrirtæki og bankar átt viðskipti við Hambros og má þar nefna Landsbankann og Sambandið. Viðtalið fór fram áður en aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna Landsbankans vom kynntar en í símtali við Morgunblaðið sl. miðvikudag vildi Chippendale aðeins segja að Hambros banki teldi það skynsamlega ákvörðun að selja nýtt fjármagn í Landsbankann. Chippendale var fyrst spurður lægð er í Evrópu, sem virðist vera hvort hann teldi að erfíðleikar hjá bönkum á hinum Norðurlöndunum hefðu haft áhrif á stöðu íslands á alþjóðlegum lánamörkuðum. „Ég held að öll ríki sem eru í alþjóðlegum viðskiptum, eins og Island, verði fyrir áhrifum af þeim aðstæðum sem ríkja hjá nágranna- ríkjunum. Erfíðleikamir í banka- kerfum hinna Norðurlandanna hljóta að valda því að viðskipta- umhverfíð sé núna ekki jafn vin- samlegt fyrir ísland og áður enda þótt landið eigi þar ekki hlut að máli. Vandamálið er af tvennum toga því á sama tíma og efnahags- mjög kröpp, eru jafnframt að verða miklar breytingar í álfunni. Öll Norðurlöndin hafa valið þá leið koma á markaðshagkerfí og dregið úr beinum afskiptum stjórn- valda af efnahagslífínu. Það hefur hins vegar reynst þeim mjög erfítt að þurfa að glíma við efnahagssam- drátt á þessu breytingaskeiði. Hug- takið markaðshagkerfi felur í sér að vald stjórnmálamanna er tekið af þeim og látið markaðnum í té. Þegar slíkar breytingar eiga sér stað á sama tíma og samdráttur í efnahagslífinu þá veldur það erfið- leikum. Þetta er nákvæmlega það sem hefur gerst. Það þýðir ekki að markaðshagkerfið sé í eðli sínu ekki rétta leiðin og horfið skuli frá henni heldur þarf hver þjóð að ákveða fyrir sig hversu fljótt hún ræður við að innleiða það bæði stjórnmálalega og efnahagslega. Að mínu áliti eru vandamálin fólgin í þessu.“ Lánstraust íslendinga er ekki í hættu - Telur þú að áhyggjur hafi gert vart við sig á erlendum lána- mörkuðum í þá veru að svipaðar efnahagslegar aðstæður kynnu að skapast hér á landi og í Færeyjum og Finnlandi? „Ég þekki ekki nægilega vel til efnahagsmála á íslandi til að bera þau saman við aðstæður í Færeyj- um eða Finnlandi. Mín tilfinning er sú að íslensk stjórnvöld hafi betri stjóm á efnahagsmálum en sumar nágrannaþjóðanna. Hvað Finnland snertir eru erlendar skuldir meiri og afkoma bankakerfisins hefur verið slæm. Eftir því sem ég kemst næst eru Islendingar að glíma við aðstæður í efnahagslífinu innan- lands. ísland getur því betur ráðið sínum eigin örlögum. Ég held einn- ig að alþjóðlegir bankar geri sér grein fyrir því því að ísland hefur mjög gott orðspor í því að standa við erlendar skuldbindingar sínar. Ef þjóðin er reiðubúin að leggja harðar að sér, eins og aðrar þjóðir Evrópu þurfa að gera, þá held ég ekki að lánstraust íslendinga sé í hættu um þessar mundir vegna vandamála innanlands." Ríkisbankar njóta betra lánstrausts - Stjórnvöld hafa haft uppi áform um að einkavæða Lands- bankann og Búnaðarbankann. Hver yrðu viðbrögð við því á erlendum lánamörkuðum að þínu áliti? „Þetta er innanlandsmálefni sem ég er hikandi við að tjá mig um. Almennt njóta hins vegar ríkisbank- ar betra lánstrausts á alþjóðlegum markaði en bankar í eigu einkaað- ila. Það er augljóst að banki innan ríkisgeirans nýtur sama lánstrausts og viðkomandi ríki en banki í einka- eign er metinn eftir eigin fé, af- komu, stöðu viðskiptavina og því umhverfi sem hann starfar í. Bretar hófu fyrstir þjóða einka- Morgunblaðið/Sverrir Stjórnarformaður Hambros banka í Bretlandi, sir Chippendal Keswick, heimsótti ísland í síð- ustu viku í umboði bankans í fyrsta sinn frá því hann tók við þessu starfi árið 1986. Hann hef- ur hins vegar komið hingað ár- lega til laxveiða og því haft mik- il persónuleg kynni af landinu. væðingu og hún hefur síðan breiðst út um heiminn. Að mínu áliti er einkavæðingin stundum misskilin. Upphaflega var ráðist í einkavæð- ingu í Bretlandi af því að ríkisrekin fyrirtæki vora orðin eins konar forneskjulegir risar. Hjá þeim voru of margir starfsmenn, fyrirtækin vora óhagkvæm í rekstri og þjónuðu ekki heildarhagsmunum breska efnahagskerfisins. Stjórnvöld ákváðu því að setja fyrirtækin und- ir aga markaðarins sem gerði það að verkum að þau gátu dafnað. Markaðurinn er miklu kröfuharðari húsbóndi en opinber stjórnsýsla því þar er unnið að málum á allt annan hátt. Það hefur komið mér á óvart að á Norðurlöndum, að meðtöldu ís- landi, eru mörg fyrirtæki í ríkiseigu vel rekin. Agi markaðarins mun því hafa minni áhrif en ef þau væra illa rekin. Mér sýnist að íslensk fyrirtæki séu vel rekin hvort sem þau era í ríkiseigu eða einkaeigu. Þið verðið að spyrja ykkur að því hver tilgangurinn sé með einkavæð- ingu. Á að selja fyrirtækin í núver- andi rekstri? Ég held að það sé ekki hægt að bæta reksturinn vera- lega með því einu að færa fyrirtæki úr ríkisrekstri í einkarekstur þó ég trúi á markaðshagkerfið og sam- keppni. Einkavæðing sem verður framkvæmd á réttum tíma í ís- lenska hagkerfínu mun hins vegar verða til góðs til lengri .tíma litið því að samkeppni eykst og verð lækkar til hagsbóta fyrir neytand- ann. En fyrirtæki eru mjög háð fjár- magni. Ef íslendingar vilja einka- væða þá er mín ráðlegging sú að leggja fremur fjármagn í fyrirtækin í stað þess að fjármagn sé tekið út úr þeim. Þegar fyrirtæki era seld þá gerist það eitt að þau skipta um eigendur en ekkert nýtt fjár- magn er lagt í reksturinn. Flest norræn fyrirtæki hafa of lítið eigið fé. Það ætti þvf að nota tækifærið við einkavæðingu og leggja fjár- magn í fyrirtækin til að styrkja stöðu þeirra. Sú spurning vaknar hveijir vilji leggja fjármagn í íslensk fyrirtæki um þessa mundir. Annaðhvort er um að ræða sölu hlutabréfa á inn- lendum markaði eða erlenda eignar- aðild. .Það er ekkert óeðlilegt við erlenda eignaraðild. Þið þurfíð hins vegar að spyija ykkur þeirrar spurningar hvort útlendingar vilji fjárfesta í hlutabréfum á íslandi þar sem markaðurinn er augljóslega mjög lítill. Mín skoðun er sú að eftirspum sé mjög takmörkuð frá öðrum löndum og að fjár- magn muni ekki streyma inn í landið í miðri efnahagslægð. Mér sýnist því að einkavæðing eigi ekki að vera á dagskrá núna heldur eigi markmiðin að vera til staðar. Ég ráðlegg ykkur að taka ekki fé úr rekstri fyrir- tækja og ekki láta breytingar á eignarhaldi rugla ykkur í ríminu. Breyting á eignarhaldi skiptir rekstur fyrirtækjanna engu máli nema ríkið standi sig illa við rekstur þeirra og í mörgum til- vikum er ekki um það að ræða. “ Bankar gjalda aukningu útlána nyög dýru verði - Hvernig standa breskir bank- ar um þessar mundir? „Afkoma breskra banka eins og margra annarra banka er mjög slæm um þessar mundir. Banka- kerfíð í heiminum er nú að gjalda mjög dýru verði fyrir mikla útlána- aukningu eftir 1987. Það ár var svonefndur „svartur mánudagur“ þegar verðfall varð á hlutabréfa- mörkuðum um allan heim. Stjórn- völd komust að þeirri niðurstöðu að til að lagfæra þetta þyrfti að auka framboð fiármagns. Þetta var gert með því að lækka vexti. Banda- ríkin áttu frumkvæðið, Bretar komu í kjölfarið og síðan aðrar þjóðir að Þjóðveijum undanskildum. í kjölfarið fylgdi efnahagsupp- sveifla vegna hins ódýra lánsfjár sem stóð fram á mitt ár 1989. Þessu fylgdi síðan aukin verðbólga og bankakerfíð lenti í ógöngum. Bank- ar stóðu frammi fyrir því að eignir rýrnuðu í verði, sérstaídega á fast- eignamarkaðnum. Það mun taka langan tíma að vinna þetta upp aftur. Bankar hafa tapað miklu fjármagni og geta þeirra til að fjár- magna hagvöxt á nýjan leik er tak- mörkuð þannig að það er líklegt að framhald verði á efnahagssam- drættinum. Fólk ætti ekki að standa í þeirri trú að stjórnvöld geti fram- kallað hagvöxt. Stjórnmálamenn geta lækkað vexti eða fellt gengið en þegar upp er staðið skiptir máli að bankakerfíð sé nægjanlega ^ öflugt til að fjármagna hagvöxtinn. Við eram í miðjum storminum um þessar mundir. Afkoma banka er mjög slæm og ekki góð hjá bönkum á Islandi. Ég held að bönkunum hafí ekki verið illa stjórnað heldur séu þeir fórnarlömb aðstæðna og mistaka sem voru gerð á seinni hluta síðasta áratugar." Chippendale var loks spurður um viðskipti Hambros banka hér á landi. „Ég þarf að virða bankaleynd en Hambros á viðskipti bæði við ríkið og fyrirtæki hér á landi,“ seg-,- ir hann. „Koma mín hingað er liður í því að viðhalda viðskiptum Ham- bros við Islendinga. Þetta er venju- leg heimsókn bankamanns til við- skiptavinar, en er ekki vegna þess að ég telji að hættuástand ríki í efnahagsmálum hér á landi. Ég ber fullt traust til íslands." Viðtal: Kristinn Briem,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.