Morgunblaðið - 20.03.1993, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993
29
Hjónaminning
Sigrún Krisljánsdóttir
og Guðjón Klemensson
Sigrún:
Fædd 17. júní 1912
Dáin 9. mars 1993
Guðjón:
Fæddur 6. október 1898
Dáinn 14. nóvember 1979
Með þessum línum vil ég af alhug
minnast systur minnar, Sigrúnar
Kristjánsdóttur, sem-lést að kvöldi
9. mars sl. á dvalarheimilinu Víði-
hlíð í Grindavík, og manns hennar,
Guðjóns Klemenssonar húsasmíða-
meistara, sem látinn er fyrir nokkr-
um árum.
Hugurinn reikar 60-70 ár aftur
í tímann til Austijarða, heim á
Stöðvarijörð. í minningunni er
logntær fjörðurinn okkar með spegl-
un fjallanna, iðgræn túnin með sóley
og fífil, bylgjandi góðgresi, brekk-
urnar með beijalyngið, blágresið
fagra, umfeðmingurinn, fjalldrap-
inn, maríustakkurinn og mjaðjurtin,
en fegurst af öllum blómum er blá-
klukkan góða, sem er skart Austur-
landsins.
Mitt í þessari náttúrufegurð
standa húsin fólksins sem fæddist
°g byggði þennan friðsæla íj'örð.
Innst í fjarðarmynninu stendur Ós-
eyri. Innar á grundunum er hið
fræga prestsetur Stöð. Utar í firðin-
um að norðanverðu er þorpið með
býlin Kirkjubólssel, Laufás, Ekru,
Hól, Kirkjuból, Bakkagerði, Árbæ,
Einarsstaði, Borg, Grund, Grund-
arstekk og Borgargarð. Á öllum
bæjunum var bæði stundaður land-
búnaður og útgerð, það var því um
margt að hugsa og mikil vinna sem
afkasta þurfti á hveiju heimili. Það
var milli vorverka og heyanna sem
margir ungir menn af Suðurlandi
komu til Austfjarða á sumarvertíð.
Þeir komu líkt og farfuglarnir
snemma sumars þegar vorblíðan lá
yfir fjörðunum og fjöllin spegluðust
í lognkyrrðinni. Æðarfuglinn, him-
briminn og hávellan héldu sína vor-
tónleika í friðsælli kyrrðinni við
ströndina og styggðust varla hót,
þótt við krakkamir stykkjum stein
af steini og ærsluðumst í fjörunni.
Þessi vorsinfónía fagnaði ungu
mönnunum sem margir hveijir
komu til okkar ár eftir ár og reru
á sumarvertíð hjá föður okkar,
Kristjáni Karli Magnússyni á Borg-
argarði. Þeir urðu því aufúsugestir
og heimilisvinir. Einn af mörgum
var Guðjón Klemensson, ungur mað-
ur frá Grindavík. Hann var sjö sum-
ur hjá okkur og í miklu uppáhaldi,
enda var hann mikill mannkosta-
maður, sem öllum þótti vænt um.
Oft var farið með vísur og ljóð og
sungið af hjartans lyst. Það voru
góðar stundir í annríki daganna.
Guðjón og Sigrún felldu hugi
saman og hún fluttist ung að árum
til Reykjavíkur, þar sem hún lærði
kjólasaum. Guðjón byggði þeim svo
heimilið í Grindavík, sem þau nefndu
Borgargarð, eftir æskuheimili henn-
ar. Þar fæddust börnin þeirra þijú,
Þórhallur, Jóhanna og Kristján Karl.
Heimili Guðjóns og Sigrúnar í
Grindavík var annálað myndarheim-
ili og gott heim að sækja. Bæði
voru þau ákaflega gestrisin og sam-
hent í að taka höfðinglega á móti
gestum með mesta myndarbrag.
Fólki leið því afskaplega vel í heim-
sóknum hjá þeim hjónum og áttu
ljúfar minningar um þau. Bæði voru
þau ákaflega þrifin og reglusemin
í hvívetna á heimilinu, hver hlutur
á sínum stað, bæði úti og inni.
Bæði hjónin voru ákaflega starfsöm
og vandvirk og ég hygg að margir
minnist kjólanna sem Sigrún saum-
aði fyrir húsmæðurnar í Grindavík
á þessum árum.
í Grindavík tók Guðjón þátt í
ýmsum félagsstörfum. Hann tók
virkan þátt í starfsemi leikfélagsins
í Grindavík og hafði mikið gaman
af. Sérstakt dálæti hafði hann á
hlutverkinu Skuggasveinn í sam-
nefndu ieikriti eftir Matthías. Það
hentaði honum líka einkar vel. Hann
var eins og skapaður fyrir það hlut-
verk, röddin mikil og karlmannlegt
útlitið voru ákaflega sannfærandi.
Ég mun aldrei gleyma þeim
Skuggasveini sem Guðjón Klemens-
son sýndi í áhugamannahópnum úr
Grindavík. Guðjón hafði einig ákaf-
lega gaman af ljóðum og kunni
ógrynni utanbókar. Rödd hans naut
sín mjög vel í framsögn. Þegar ald-
urinn færðist yfir og dagleg störf
voru ekki eins aðkallandi, gerði
hann sér til gamans að lesa ljóð inn
á segulband.
Guðjón var mikill gæfumaður.
Sem ungur maður tók hann þátt í
að bjarga fjölmörgum mannslífum
af skipum, sem hlekktist á í aftaka-
veðrum við Reykjanes. Hann var
m.a. einn af þeim vösku mönnum,
sem í vonskuveðri tókst að bjarga
24 mönnum af togaranum Skúla
fógeta þegar hann strandaði við
Reykjanes 11. apríl 1933. Það þarf
fórnar- og hetjulund til að standa í
helkulda afspymuvetrarveðra við
björgun mannslífa úr heljargreipum
Ægis. Það reynir sannarlega á karl-
mennsku og þor við þær aðstæður.
Eftir nokkurra ára veru bauðst
Guðjóni starf í Keflavík og reisti
hann þeim myndarlegt hús á Vest-
urbraut 7. Þangað fluttust þau hjón-
in með börn sín árið 1942. Heimilið
var þeim báðum afar kært og bæði
húsið og garðurinn bar þeim fagurt
vitni. Allt var, eins og fyrr, unnið
af stakri snyrtimennsku og dugn-
aði. Sigrún var alveg einstaklega
myndarleg húsmóðir og dugnaði.
Sigrún var alveg einstaklega mynd-
arleg húsmóðir og öll verk smá og
stór léku í höndum hennar og hafði
hún mikinn og góðan stuðning frá
manni sínum.
Ég hef svo óteljandi margt að
þakka og minningin um þau kæru
hjón mun ævinlega vera sveipuð
bjarma ljóss og friðar.
Sigrún systir mín var í raun og
veru mikil listakona. Allt sem hún
vann hafði ákaflega fallegan blæ,
hvort sem það voru venjuleg heimil-
isstörf, þrifnaður á heimilinu, þvott-
ar og allur frágangur þar um, mat-
argerð, einföld eða margbrotin, allt
var unnið af svo mikilli snyrti-
mennsku og alúð að fegra gat það
varla orðið. Það var blátt áfram
unaðslegt að heimsækja Sigrúnu og
setjast að hennar fágaða matar-
borði. Þegar ég var ung kona og
kom heim frá Sigrúnu kom ég alltaf
með gott veganesi og unað sem ég
hafði notið á hennar heimili. Hún
var gefandi í orðsins fegurstu merk-
ingu. Handavinna Sigrúnar var allt
í senn fjölbreytt, fallega unnin, og
alveg ótrúlega mikil að vöxtum. Þá
á ég ekki bara við öll þau ógrynni
af fatnaði sem hún vann fyrir heim-
ili sitt og annarra. Einnig er ég að
tala um hannyrðir hennar, fínustu
handavinnu af margvíslegri gerð.
Fyrir allar árstíðir átti hún hand-
gerða dúka, sem gerðu heimilið
mjög aðlaðandi. Hún lét sig ekki
muna um að telja út munstur og
sauma dýrindis áklæði á eina 15
rokokóstóla, sem hún gaf börnum
sínum og barnabörnum, og þau létu
sig ekki muna um það að gefa stól-
ana tilbúna. Þau voru sannkallaðir
höfðingjar Guðjón og Sigrún.
Mikill missir var það Sigrúnu
þegar Guðjón lést 14. nóvember
1979. Það má eiginlega segja að
hún varð aldrei söm eftir lát hans.
Þá var heilsan farin að láta undan
og þegar hún fann að hún gat ekki
hugsað ein um húsið og garðinn
sinn, seldi hún Vesturbraut 7 og
keypti fallega íbúð á Faxabraut
32b. Þangað fluttist hún og gerði
sér enn á ný yndislega fallegt heim-
ili og naut þess að búa þar um sinn,
allt þar til veikindin lömuðu krafta
hennar og dug. Það var okkur öll-
um, aðstandendum Sigrúnar,
hryggðarefni að sjá hana sárþjáða
núna síðustu árin og við viljum öll
færa læknum og hjúkrunarfólki al-
úðarþakkir fyrir þeirra dyggu hjálp.
Eins og fyrr segir áttu Sigrún
og Guðjón þijú börn. Elstur er Þór-
hallur húsasmíðameistari, f. 16. júlí
1931. Kona hans er Steinunn Þor-
leifsdóttir og eiga þau tvo syni,
Guðjón húsasmið, kona hans er
Fæddur 13. desember 1927
Dáinn 9. mars 1993
Minningar frá liðnum tíma koma
upp í hugann. Síðustu ár seinni
heimsstyijaldarinnar má segja að
bernskuslóðir mínar, Grímsstaða-
holtið, hafi verið umkringdar banda-
rískum og breskum herstöðvum.
Árið 1946 var svonefndur Trípolí-
kampur gerður að húsnæði fyrir
efnalítið fólk og þar kynntist ég
Gisla Líndal Stefánssyni, sem nú
hefur kvatt þetta jarðlíf, svo og
hans nánasta skyldfólki, og reyndist
það mér ætíð vel og mun betur
heldur en sumt af því fólki, sem ég
ólst upp í nálægð við.
En allt er breytingum háð. Og
Guðveig Sigurðardóttir og eiga þau
Þórhall og Elísu Maríu, og Lárus
húsasmiður á dótturina Olöfu Stein-
unni. Þórhallur og Steinunn hafa
alið upp Huldu dóttur Steinunnar
og Magneu dóttur Huldu. Annað
barn Sigrúnar og Guðjóns er Jó-
hanna, f. 25. ágúst 1932. Hennar
maður er Hafsteinn Guðmundsson
sundhallarforstjóri og eiga þau
fímm börn: Hafdísi, fóstru, f. 6.
febrúar 1953, hún á tvö börn, Ragn-
heiði og Brynjar; Hauk, lögfræðiing,
f. 14. september 1954, hans kona
er Þóra Gísladóttir og eiga þau þrjár
dætur, Sigrúnu, Vigdísi og Jóhönnu;
Svölu, fóstru, f. 12. júní 1956, henn-
ar maður, Magnús Magnússon, er
flugvirki og eiga þau soninn Haf-
stein; Brynju, lögreglukonu, f. 6.
desember 1960. Hennar maður er
Skúli Jónsson, lögreglumaður í
Keflavík, og eiga þau soninn Arnar
Guðjón; og Sigrúnu, háskólanema,
f. 26. júlí 1967. Hennar maður er
Bjöm Pétursson. Þriðja barn Sigr-
únar og Guðjóns er Kristján Karl,
f. 17. júlí 1935 og er flugmaður.
Hans kona er Ingibjörg Sigurðar-
dóttir og eiga þau dótturina Tinnu.
Þau búa í Lúxemborg og eiga þar
Hotel le Roi Dagobert í borginni
Grevenmaeher.
Hann er mannvænlegur afkom-
endahópurinn þeirra Sigrúnar og
Gísli LíndalStef-
ánsson - Minning
með frönskum og sósu
TAKIÐMEÐ
- tilboð!
TAKIÐMEÐ
- tilboð!
Jarlinn
REIKNAÐU
MEÐ FACIT
Trípolíkampurinn varð að hverfa
vegna þess að háslcólabáknið þurfti
að fá meira landrými. Kunnings-
skapur minn við Gísla heitinn hélst
áfram og hitti ég hann oft.
Síðustu árin áður en Gísli missti
heilsuna var hann hjá ágætum
manni sem veitir forstöðu vistheim-
ili. Þaðan stundaði hann vinnu þang-
að til heilsan fór að gefa sig. Eftir
það var hann vistmaður á Víðines-
heimilinu í djúpri þögn.
Lýk ég þessum fáu kveðjuorðum
með því að votta eftirlifandi börnum
Gísla og öðru skyldfólki hans og
kunningjum hluttekningu mína.
Blessuð veri minning Gísla Líndals
Stefánssonar.
Þorgeir Kr. Magnússon.
NYHERJI
SKAFTAHLlÐ 24-SIMI687700
Alltaf skrefi á undan
Guðjóns og mikil gæfa fylgir heim-
ili þeirra og samheldni. Eljusamt líf
þeirra hjóna er nú á enda runnið
og við sem eftir lifum erum ríkari
fyrir samfylgd þeirra, þroska þeirra
og góðvild.
Systir mín:
Fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
(Jónas Hallgr.)
Svava Krisljánsdóttir.
Elsku amma mín, mig tekur sárt
að hafa ekki getað kvatt þig þegar
þú fórst í ferðalagið langa. Ég vildi
að ég hefði heimsótt þig, en ég
gerði mér ekki grein fyrir því hversu
veik þú varst, en í rauninni veit
maður það aldrei. En mér finnst
gott að vita að þú þjáist ekki lengur.
Heilræði ömmu þinnar
Æviskeið mitt, ungi vinur,
ætla má að styttist senn.
Harla fátt af fornum dómum
fullu gildi heldur enn.
Endurmeti sínar sakir
sá er dæmir aðra menn.
Gleðstu yfir góðum degi,
gleymdu þvi sem miður fer.
Sýndu þrek og þolinmæði
þegar nokkuð út af ber.
Aldrei skaltu að leiðum lesti
leita í fari annars manns,
aðeins grafa ennþá dýpra
eftir bestum kostum hans.
Geymdu ekki gjafir þínar
góðum vini - í dánarkrans.
(Heiðrekur Guðmundsson)
Elsku amma mín, sofðu vært.
Þín Tinna.
ANDRÉS
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22A
SÍMI18250
ÚTSALA
dæmi:
Skyrtur 550- 2.950
Peysur 1.360- 7.700
Buxur 500- 5.600
Jakkar 3.900-11.900
Jakkaföt 4.500- 8.400
ANDRÉSFATAVAL
HÖFÐABAKKA 9C
SÍMI 673755 -OPIÐ 13-17.30.