Morgunblaðið - 20.03.1993, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993
33
Sigurbjörg Guðlaugs-
dóttír frá Flatey á
Skjálfanda - Kveðja
Fædd 2. október 1899
Dáin 11. mars 1993
Landsvæðið milli Eyjafjarðar og
Skjálfanda hefur löngum verið með
afskekktustu byggðum þessa lands,
enda farið í eyði fyrir alllöngu.
Önnur aðalbyggðin hét og heitir „í
Fjörðum". Um Fjörður orti skáld-
konan Björg Einarsdóttir, Látra-
Björg:
Faprt er í Fjörðum,
þá Frelsarinn gefur veðrið blítt,
heyið grænt í görðum,
grös og heilagfiski nýtt.
En er vetur að oss fer að sveigja,
veit eg enga verri sveit
um veraldar reit,
menn og dýr þá deyja.
í riti sínu „Forn frægðarsetur“
segir sr. Ágúst Sigurðsson á Prest-
bakka um Fjörðurnar:
„En fagurt er í Fjörðum, þá
Frelsarinn gefur veðrið blítt. Engir
njóta þess nema örfáir ferðalangar,
sem leggja leið sína á þessar eyði-
slóðir vegna uppruna síns, forvitni
eða til þess að finna frið hinnar
mannlausu kyrrðar á hjara verald-
ar. En þeir sem undrast það og
þykir jafnvel sorgarefni, að enginn
skuli framar eiga hér bólfesti, eru
minntir á veturinn og síðustu hend-
ignarnar í vísu Látra-Bjargar „veit
eg enga verri sveit um veraldar
reit“. Fáir nútíðarmenn á íslandi
gætu afborið vetrarríkið í Fjörðum,
án vegasambands, pósts og síma,
án hafnar og verslunar, skóla og
kirkju og allrar félagslegrar þjón-
ustu, en í miklum snjó og við lang-
ar hríðar og átök óhindraðs norðan-
garðsins að Dumbshafi. Sá sem
talar eða ritar um nýtt landnám í
Fjörðum er ekki raunsær. Hið fyrra
er farið, með öllum hinum ósegjan-
legu erfiðleikum og þrautafullu bar-
áttu, og þjóðlífið breytt."
Þessi ummæli um Fjörður koma
í hugann, þegar minnst er Dýrleifar
Sigurbjargar Guðlaugsdóttur, eins
og hún hét fullu nafni, en í Fjörðum
átti hún heima hálfa ævina. Sigur-
björg var fædd á Knarrareyrurm á
Flateyjardal 2. október árið 1899.
Að henni stóðu traustar og rótgrón-
ar bændaættir úr Fjörðum og Flat-
eyjardal. Foreldrar hennar voru
hjónin Hólmfríður Tómasdóttir og
Guðlaugur Jónsson, sem stuttu eft-
ir aldamótin fluttu að Tindriðastöð-
um í Fjörðum og bjuggu þar óslitið
í 40 ár.
Sigurbjörg var önnur í röðinni
sex systkina, sem öll eru látin, en
þau voru: Jóninna á Hamri í Svarf-
aðardal og síðar á Dalvík, Tómas,
síðar á Miðhúsum í Hofshreppi í
Skagafirði, Guðrún, síðast í Ásgarði
á Svalbarðsströnd, Stefanía Björg,
síðast í Reykjavík og Jón á Grenivík.
Til þess var tekið með frændlið
Sigurbjargar í Fjörðum og á Flat-
eyjardal hversu frábærlega vel því
fólki fór allt verk úr hendi, svo að
nálgaðist listfengi. Eru glögg merki
þess enn sýnileg á Knarrareyri þar
sem eru vegghleðslur móðurbróður
hennar, Árna Tómassonar. Hefur
þetta listfengi og vandvirkni erfst
til margra afkomenda þeirra.
Sigurbjörg ólst upp í foreldrahús-
um til tuttugu ára aldurs, en 1919
gengur hún að eiga Jóhannes Krist-
insson sem ættaður var frá Geir-
hildargörðum í Öxnadal, en hann
hafði verið fjármaður á stórbúi sem
Björn Líndal lögmaður setti upp á
Kaðalstöðum í Fjörðum. Þau Sigur-
björg og Jóhannes settu fyrst sam-
an bú í Flatey á Skjálfanda og
bjuggu þar í 2-3 ár, en fluttu síðan
að Kaðalstöðum og bjuggu þar til
1933, að þau flytja að Þönglabakka
í Þorgeirsfirði.
En nú var byggð mjög að eyðast
í Fjörðum og einungis þrjú byggð
ból eftir og sátu þau, auk Sigur-
bjargar og Jóhannesar á Þöngla-
bakka, foreldrar ■ Sigurbjargar,
Hólmfríður og Guðlaugur á
Tindriðastöðum og Guðrún systir
hennar og maður hennar Þórhallur
Geirfinnsson á Botni. 1944 andast
Guðlaugur og varð það kornið sem
fyllti mælinn, íjölskyldurnar flutt-
ust burt og lauk þar með byggð í
Fjörðum. Þau Sigurbjörg og Jó-
hannes fluttu nú aftur til Flateyjar
og þar var Sigurbjörg uns sú byggð
lagðist af 1967. Jóhannes, maður
Sigurbjargar, lést 18. nóvember
1957 og eftir það var Sigurbjörg
hjá Hólmdísi dóttur sinni uns byggð
lagðist af í Flatey. Sigurbjörg var
þannig síðasti íbúi tveggja byggða:
Fjarða og Flateyjar. Eftir það bjó
Sigurbjörg hjá dætrum sínum, Haf-
dísi á Ákureyri og Stefaníu á Húsa-
vík, þar til að hún fluttist á Dvalar-
heimilið Hvamm á Húsavík 1983.
Síðustu árin hefur hún verið rúm-
föst í Sjúkrahúsinu á Húsavík.
Þeim Sigurbjörgu og Jóhannesi
varð 11 barna auðið og eru níu
þeirra á lífi. Börn þeirra eru: María
Hólmfríður í Reykjavík, f. 1920,
gift þeim er þessar línur ritar, en
var áður gift Jóni Thorarensen sem
nú er látinn; Jóhannes Guðni á
Húsavík, f. 1921, kvæntur Báru
Hermannsdóttur; Guðlaug Jóninna,
f. 1923, d. 1946, var gift Sigurði
Árnasyni; Stefanía Tómasína á
Húsavík, f. 1926, gift Jóni Her-
mannssyni; Nanna Hólmdís á Húsa-
vík, f. 1928, var gift Gunnari Guð-
mundssyni sem nú er látinn; Sól-
veig í Hafnarfirði, f. 1929, gift
Sveinberg Hannessyni, en var áður
gift Björgvin Pálssyni; Gunnar í
Hrísey, f. 1931, kvæntur Sóleyju
Hannesdóttur; Sigurður Sigmar í
Hrísey, f. 1932, d. 1968, var kvænt-
ur Gunnhildi Hannesdóttur; Stein-
grímur Hallur á Húsavík, f. 1935,
kvæntur Hróðnýju Valdimarsdótt-
ur; Kristinn Guðlaugur í Hrísey, f.
1938, kvæntur Hafdísi Júlíusdóttur
og Hafdís á Björgum í Hörgárdal,
f. 1942, gift Braga Pálssyni. Áður
átti Sigurbjörg dóttur, Hrefnu Hall-
grímsdóttur í Hafnarfirði, f. 1917,
gift Þórði Þórðarsyni.
Barnabörn Sigurbjargar eru 47
og afkomendur orðnir um 150.
Það hefur ekki verið björt fram-
tíð fyrir ungu hjónin sem giftu sig
10. október 1919 í einni af af-
skekktustu sveitum landsins og
framundan hefur verið strit og'
meira strit. En þau áttu það sem
mestu varðar, viljann til að lifa og
koma börnum sínum til manns og
þau áttu dugnað og elju. En þó að
sveitin væri afskekkt og vetrarríki
meira en víðast annars staðar var
Bróðir minn. + HÖRÐUR GUNNARSSON
leigubilsstjóri, Safamýri 34,
er látinn. F.h. systkina. Rósa Gunnarsdóttir. -
þó bót í máli í öllu baslinu að sjór-
inn var gjöfull og ekki kunna börn
þeirra neinar sögur af því að segja
að mat hafi skort, eða að þau hafí
nokkru sinni verið svöng.
Við nútíma íslendingar „raf-
magnsljósa og hitaveitna", svo að
vitnað sé til skáldsins á Gljúfra-
steini, höfum enga möguleika til
að skilja það líf, sem lifað var á
fyrstu áratugum þessarar aldar, en
hollt er hveijum og einum að leiða
hugann að því annað slagið og
hversu mikið við eigum því fólki sem
við það bjó að þakka.
Sigurbjörg átti að fagna miklu
barnaláni. Óll hennar börn eru
manndóms- og dugnaðarfólk, syn-
irnir til skamms tíma miklir sjó-
sóknarar og dæturnar hafa búið
fjölskyldum sínum mjög fögur og
vinsamleg heimili svo sem best
verður á kosið. Um þau öll má segja
eins og húsmóðir á stóru heimili
sagði við eina dóttur Sigurbjargar
sem verið hafði þar í vist um vetrar-
tíma: „Þakka þér fyrir öll góðu
verkin þín.“
Sigurbjörg Guðlaugsdóttir var í
meðallagi há og tággrönn. Hún var
ákaflega fíngerð kona, tíguleg og
virðuleg í framkomu, vandaði um-
sögn sína um menn og málefni í
hvívetna. Hún var skaprík, en skap-
ið var það vel agað að börn hennar
minnast þess ekki að hún hafi
nokkru sinni sagt við þau styggðar-
yrði. Ég held að blótsyrði hafi ekki
verið til í orðaforða hennar. Hún
var ein þeirra sem maður er auð-
ugri af að kynnast, af hennar fundi
fór maður ætíð ríkari og betri.
Þegar hún er nú kvödd, södd líf-
daga, verður eftir í hugum okkar
allra, sem áttum því láni að fagna
a kynnast henni, minning um eftir-
minnilega, stórbrotna fagra konu,
sem tókst að gæða líf þeirra er
nálægt henni voru innihaldi, fegurð
og virðuleik.
Þórir Daníelsson.
Birtíng afmælis- og
minningnrgreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík, og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
t
Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTVALDUR EIRÍKSSON,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 22. mars
kl. 13.30.
Helga Kristvaldsdóttir,
Eiríkur Kristvaldsson, Anna B. Ólafsdóttir,
Guðbjörg Einarsdóttir, Karl Guðnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR SCHRAM
Hringbraut 50,
lést í Landakotsspítala þann 11. mars.
Bálför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð.
Ebba Schram,
Birgir Schram, Erla Axelsd. Schram,
Sigurður, Ebba og Helgi Schram.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
KARLÞÓRÐARSON
frá Hávarðarkoti,
Þykkvabæ,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. mars
kl. 15.00.
Svava Guðmundsdóttir,
Þórður Kristinn Karlsson, Auður Þorsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
MARÍA HJÁLMARSDÓTTIR,
Hörðalandi 2,
Reykjavík,
lést 3. mars s.l.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð.
Björk Jónsdóttir,
Alda Jónsdóttir,
Hrönn Jónsdóttir,
tengdasynir, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega öllum þeim, sem veittu
okkur styrk og sýndu okkur hlýhug og
vináttu við andlát og útför eiginmanns
mfns, föðurokkar, tengdaföðurog afa,
JÓNS KR. JÓHANNSSONAR
verslunarstjóra,
Fjarðarvegi 27,
Þórshöfn.
Sérstakar þakkir færum við Slysa-
varnardeildinni Hafliða.
María Jóhannsdóttir,
Jóhann A. Jónsson, Rósa Daníelsdóttir,
Rafn Jónsson, Kristin Kjartansdóttir,
Hreggviður Jónsson, Hlfn Sverrisdóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Gemlufalli
i Dýrafirði.
Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki á Sjúkrahúsi Húsavíkur
fyrir frábæra umönnun.
Guðbjörg Sigrún Valgeirsdóttir, Guðmundur Ólafsson,
Jón Kristinn Valgeirsson,
Ingibjörg Elín Valgeirsdóttir,
Anna Jónína Valgeirsdóttir,
Arnór Valgeirsson,
Guðrún Sigríður Valgeirsdóttir,
Elísabet Valgeirsdóttir,
Friðrik Halldór Valgeirsson,
Guðmundur Valgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Gunnþórunn Friðriksdóttir,
Jónas H. Pétursson,
Baldur Ingvarsson,
Elísabet Hauksdóttir,
Matthías Vilhjálmsson,
Vilhjálmur Einarsson,
Hólmfrfður Jónsdóttir,
Helga Aðalsteinsdóttir,