Morgunblaðið - 20.03.1993, Side 36

Morgunblaðið - 20.03.1993, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þér hentar vel að verja deg- inum í lestur og bréfaskrift- ir. Ástvinur er í essinu sínu. Þú íhugar breytingar heima fyrir. Naut (20. apríl - 20. maí) s Nú er hagstætt að skemmta sér með vinum og kunningj- um. Varastu tilhneigingu til eyðslu. Ferðalag lofar góðu. Tvíburar (21. maf - 20. júní) 5» Þú nýtur þín í samkvæmis- lífinu, en ert með hugann við vinnuna. Þú færð nýjar hugmyndir sem þú vilt koma á framfæri. Krabbi (21. júní - 22. júlí) H$8 Sumir hlýða á fyrirlestur eða heimsækja söfn í dag. “Aðrir eru með heimboð eða áforma að heimsækja góða vini. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Nú er heppilegt að gera fjárhagsáætlun fýrir fram- tíðina eða ræða fjármálin við sérfræðinga. Kannaðu möguleika á fjárfestingu. Meyja V(23. ágúst - 22. september) Ástvinir undirbúa framtíð- ina saman og eru samhent- ir. Forðastu óhóf, en skemmtu þér með góðvin- um í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Vinnugleðin kemur og fer. Þú vinnur vel framan af degi, en vilt svo slappa af. í kvöld fyllist þú eldmóði á ný. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) -.Gættu þess að standa við gefið loforð. Umgengni við böm veitir þér ánægju. Ferðalög og skemmtanir eru ofarlega á baugi. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) & Heimilislífið veitir þér mesta ánægju í dag, og ekki er hentugt að bjóða heim gestum. Þú kemur öllu í röð og reglu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú færð áríðandi upplýs- .. ingar símleiðis í dag. í kvöld ' vilja ástvinir fara út og heimsækja eftirlætisstaðinn sinn. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Ferðamönnum hættir til að eyða of miklu í dag. Tóm- stundaiðja getur leitt til tekjuaukningar. Þú átt ann- ríkt í kvöld. Fiskar t(i9. febrúar - 20. mars) jZ* Þú hefur margt til málanna að leggja í dag. Varastu skuldasöfnun. Kvöldið verð- ur hrífandi og skemmtilegt. Stjörnusþána á að tesa sem dœgradvól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. DÝRAGLENS LJÓSKA / i x r rn -3*=; -±*=: BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Heimsmeistaramót unglinga verður haldið í Árósum síðsum- ars. Gestgjafamir eiga gott lið og leggja mikið í undirbúning þess. Hetjan í suðursætinu í dag, er einmitt danskur ungl- ingalandsliðsmaður, Jesper Dall að nafni: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 1074 ¥K7 ♦ ÁKD96 ♦ 1052 Vestur ♦ ÁK9832 ▼ D ♦ G75 ♦ 964 Austur ♦ G6 ¥ G1086 ♦ 1042 ♦ D873 Suður ♦ D5 ¥ Á95432 ♦ 83 ♦ ÁKG Vestur Norður Austur Suður — — — 1 hjarta 1 spaði 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Ppass 4 hjörtu Pass Pass Dobl Redobl Pass Pass Pass Útspil: spaðaás. Sagnir bera þess merki að hér eru ungir menn á ferð; bæði dobl austurs og redobl suðurs. Austur tók fyrstu tvo slaginá á spaða og skipti svo yfir í laufníu (sem reyndist afdrifaríkt). Dall gerði ráð fyrir því að trompið væri 4-1 og sá fyrir sér vinning ef einspil vesturs væri drottning, gosi eða tía. Hann tók fyrst alla laufslagina. Fór síðan inn í borð á tígul, spilaði spaðatíu og trompaði. Aftur inn á blindan á tígul og nú var það tígull sem var trompaður. Loks tromp á kóng: Vestur Norður ♦ - ¥7 ♦ D9 ♦ - Austur ♦ 983 ♦ - ¥- ■ ¥ G108 ♦ - ♦ - ♦ - Suður ♦ - ♦ - VÁ95 ♦ - ♦ - í þessari stöðu var hjarta spil- að úr borði. Austur stakk upp gosa og fékk að eiga þann slag, en Dall tók tvo síðustu á Á9. Umsjón Margeir Pétursson Á stórmótinu í Linares um dag- inn kom þessi staða upp í viður- eign Vyswanathan Anands (2.710), sem hafði hvítt og átti leik, og Evgení Bareevs (2.670), Rússlandi. Svartur lék síðast 28. - h7-h5 til að mæta hótuninni 29. e5-e6. 29. Bxh5! - gxh5, 30. Dxh5 - Be8 (Svarta staðan er töpuð. Besta tilraunin var 30. - De7 sem hvítur svarar með 31. h4! - Bxh4 (31. - Bd2 má t.d. svara með 32. Ildl og hvítur nær manninum til baka með vinningsstöðu) 32. Hf4 - Bg5, 33. Hg4 og vinnur) 31. Hf6! og svartur gafst upp. Atskákmót Taflfélagsins Hellis verður háð mánudagana 22. og 29. mars í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti og hefst keppnin báða dagana kl. 20. Tefldar verða alls sex umferðir, þijár hvort kvöld. Mótið verður reiknað til hinna nýju atskákstiga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.