Morgunblaðið - 20.03.1993, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARZ 1993
J! VEÐL ÁM
j &LW
„Einhuem •timarm tipnast þuþettacdlt,So/"
Þér er vikið af leikvelli fyrir ódrengilega framkomu!
HOQNI HREKKVISI
</ bl/EVTl KAPLI HEITIR^HÖGNAHRBLURT
BRÉF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
Einmanaleikínn - hinn mann-
skæði menningarsjúkdómur
Frá Einari Ingva Magnússyni:
Mér brá mikið þegar mér barst
fréttin. Mér var tjáð það sem ég vissi
þá þegar, að slíkur harmleikur væri
orðinn vikulegur viðburður á íslandi.
„Náungi" minn hafði tekið sitt eigið
líf.
Einmanaleikinn virðist vera vax-
andi ógn, Bem steðjar að samfélagi
manna. Þetta undarlega fyrirbæri,
að vera einmana í fjöldanum. Ekki
þykir mér fjarri lagi að það orsakað-
ist af eðli mannsins. Hann er félags-
vera og hefur þörf fyrir vini, hlýju
og öryggi, og geta séð sjálfan sig
með augum þeirra, sem umgangast
hann.
Það er erfiðara að vera einmana
einn úti í guðsgrænni náttúrunni.
Einamanaleikinn á því best uppdrátt-
ar í stórborgum manna, þótt undar-
legt megi virðast. En þar hafa siðir
og venjur heft fólk í tilfinningalegum
og mannúðlegum samskiptum. Það
Frá Geoff Crowley:
Hvers vegna er enginn rekstur
stundaður í stálbræðslunni í Hafn-
arfírði? Væri mögulegt að haga
rekstri þannig að hann yrði hag-
kvæmur?
í dag ganga margir Hafnfírðingar
atvinnulausir á meðan brotajárn
hrúgast upp, stálverksmiðjan stend-
ur ónotuð og sú afgangsorka sem
er til staðar rennur ónotuð út í sjó.
Verksmiðjan liggur undir skemmd-
um af völdum veðurs, vinda, raka
og ryðs.
Stálverð hefur hækkað um 40
dali tonnið sl. þijá mánuði því skort-
þykir oft ekki sæma að hafa of per-
sónulega samskipti við nágrannann,
að blanda geði við sessunautinn í
strætisvagninum, eða kvikmynda-
húsinu, svo ekki sé minnst á mann-
inn á sömu leið um verslunargötuna.
Það er að minnsta kosti óþægilegt
að mega ekki vegna gamalla siða
gefa sig á tal við ókunnugt fólk án
þess að vera álitinn eitthvað skrýt-
inn. Þetta veldur ómeðvitaðri spennu
og aukinni vanlíðan og á sennilega
sök á mörgum „skrítnum“ uppákom-
um á þjóðfélaginu. Einangrunin vex
og menn geta gefíst upp. „Félagi“
minn tók sitt eigið líf. Mann setur
hljóðan. Slíkt gerist orðið allt of oft.
Ég vissi ekki hversu vansæll hann
var. Svo vel hafa margir lært að
fela sínar mannlegu tilfinningar.
Gjarnan er talað um sjálfsvorkunn,
ef menn kveinka sér og kjökra. Þeim
er sagt að herða sig upp og bíta á
jaxlinn. Allt annað sé móðursýni og
þessi afskiptaleysislega sjálfsvor-
ur er á stálstöngum á markaðnum.
Við gætum framleitt 25.000 tonn á
ári af stálstöngum og aflað þannig
gjaldeyris.
25 þúsund tonna framleiðsla á ári
er sambærileg við framleiðslu í Mex-
íkó, Argentínu, Kína, íran og
Egyptalandi miðað við höfðatölu.
A íslandi fellur til nóg af brota-
járni, hér er nægt virinuafl, raforka
og tækimenntað fólk til að framleiða
stál. Fyrir 25 þúsund tonna fram-
leiðslu er öruggur markaður, það er,
svo dæmi sé tekið, einungis lítið brot
af þörf Englendinga fyrir stál.
Heimsframleiðsla stáls árið 1993 var
720 milljón tonn.
kunn. Með það eru menn yfirgefnir.
Það þykir ekki viðeigandi, að koma
slíkum manni til hjálpar af „með-
bræðrum" hans. Hann er einfaldlega
látinn eiga sig. „Náungi" minn
framdi sjálfsmorð. Þá var of seint
að fara af stað til þess eins og hálf-
vorkenna vansælli sál. Ef aðeins
hann hefði vitað, að ég sjálfur var
líka einmana. En nú er hann farinn
jafn hljótt og hann lifði. Við megum
til með að læra að ijúfa einmanaleika
náunga okkar og láta okkur varða
velferð hans, áður en fleiri deyja af
þessum mannskæða menningarsjúk-
dómi. Berum hvors annars byrðar.
Öðru vfsi fær enginn vitað annars
þjáningar, sem er einn af verstu
mannlegu harmleikjum hér á jörð.
Eigum frumkvæðið og þorum að
vera mannleg.
EINAR INGVI MAGNÚSSON,
Heiðargerði 35, Reykjavík.
ísland stendur vel að vígi vegna
ódýrrar raforku, en hún er þriðjung-
ur framleiðslukostnaðar í öðrum
löndum.
Gjaldþrot Stálfélagsins var ekki
vegna óhagkvæmni. Þrátt fyrir
kreppuna í dag er mögulegt að fram-
leiða stálstangir á Islandi. Verk-
smiðjan er nú greidd. Fyrirtæki,
starfsmenn stálfélagsins, verktakar,
bankar og þjóðin sem tapaði pening-
um vegna gjaldþrotsins hafa borgað
verksmiðjuna upp.
Hvert er þá vandamálið? Er ekki
betri kostur að skapa vinnu með því
að koma verksmiðjunni í gang en
láta hana grotna niður engum til
gagns?
Þetta er kannski allt of erfitt í
landi Iæifs Eiríkssonar, Brennu-
Njáls, Ingólfs Arnarsonar og allra
hinna víkinganna?
GEOFF CROWLEY,
Miðvangi 10
220 Hafnarfirði.
Stálsmiðjan -
Vannýtt auðlind
Víkverji skrifar
Vinur Víkveija fann í pússi sínu
við tiltekt á dögunum eitt þús-
und króna verðtryggt bréf { Happ-
drættisláni ríkissjóðs frá 1973. Á
bréfínu stóð eftirfarandi: „Skulda-
bréf þettá er hluti eitt hundrað og
þrjátíu milljón króna skuldabréfaláns
ríkissjóðs vegna Vegasjóðs og er
gefið út samkvæmt heimild í lögum
nr. 99 frá 28. desember 1971 um
fjáröflun til vega- og brúargerðar á
Skeiðarársandi, er opni hringveg um
landið. Ríkissjóður er skuldugur
handhafa þessa skuldabréfs um eitt
þúsund krónur.“ Á bréfið rita Hall-
dór E. Sigurðsson fjármálaráðherra
og Jón Sigurðsson ráðuneytisstjóri í
fjármálaráðuneytinu.
Þegar bréfíð fannst skyndilega,
kom auðvitað upp hugsunin, skyldi
einhver vinningur vera á bréfinu, en
við lestur smáaleturs þess, varð sú
von að engu: „Skuldabréf þetta fym-
ist á 10 árum frá gjalddaga og verð-
ur ekki innleyst að þeim tíma liðnum.
Falli happdrættisvinningur á skulda-
bréf þetta skal hans vitjað innan fjög-
urra ára frá útdrætti, ella verður
hann eign ríkissjóðs."
Þriðja áletrunin á bréfínu hljóðar
svo: „Ríkissjóður endurgreiðir skuld-
ina með verðbótum í hlutfalli við þá
hækkun er kann að verða á lánstím-
anum á þeirri vísitölu framfærslu-
kostnaðar, er reiknuð er 1. apríl
1973, til gjalddaga bréfs þessa 1.
apríl 1983. Miðað er við skráningu
Hagstofu íslands á vísitölu fram-
færslukostnaðar."
Nú, en hvert skyldi þá verðmæti
þessara eitt þúsund gömlu króna
vera orðið í marzmánuði 1993, 10
árum eftir gjalddaga bréfsins. Jú við
innlausn í Landsbanka Islands feng-
ust 428,70 krónur - fjögur hundruð
tuttugu og átta krónur og sjötíu
aurar - fyrir bréfíð og var bréfíð
þá búið að liggja án verðtryggingar
í 10 ár eða frá gjalddaga þess 1983.
Hve margir skyldu hafa týnt þess-
um bréfum? Hve margir skyldu hafa
glatað einnar milljón króna vinningi?
Hve mikinn hluta upphaflegrar fjár-
hæðar skyldi ríkissjóður hafa þurft
að endurgreiða? Allt eru þetta for-
vitnilegar spurningar, sem gaman
væri ef Seðlabankinn svaraði.
XXX
Málvemdun er ofarlega í huga
íslendinga. Á hátíðlegum
stundum er rætt um það að eitthvert
mesta happ, sem yfír þessa þjóð
hafí komið í málverndunarmálum,
hafí verið sú framsýni manna á mið-
öldum að þýða biblíuna á íslenzku.
Það hafí bjargað miklu og íslenzkir
prestar hafi getað lesið úr ritning-
unni í kirkjum landsins á íslenzkri
tungu.
Það má því segja að nokkuð
skökku skjóti við, þegar menn stilla
á sjónvarpsstöðina Omega, sem rekin
er af mönnum, sem hafa það að
markmiði að boða kristna trú á ís-
landi. Þar fer fagnaðarerindið aðeins
fram á ensku, raunar hefur Víkveiji
hlustað talsvert á þessa stöð og aldr-
ei heyrt stakt orð í íslenzku, þótt
sjónvarpað sé tímum saman. Þama
eru ritningargreinar lesnar og farið
með bænir á ensku og enginn segir
neitt við neinu, þótt Ríkissjónvarpið
og Stöð 2 megi ekkert senda út án
þess að íslenzkur texti fylgi útsend-
ingunni. Allt er þetta gert undir yf-
irskini tilraunaútsendingar, sem þó
hefur staðið mánuðum ef ekki miss-
erum saman.
XXX
Salóme Þorkelsdóttir, forseti Al-
þingis, hafði samband við Vík-
veija vegna klausu í dálki Víkveija
í gær. Þar var rætt um þijú hús við
Kirkjustræti, sem eru í eigu Alþing-
is. Þingforseti vildi taka fram að
forráðamenn þingsins væru sér mjög
meðvitaðir um að ástand húsanna
væri til vansa fyrir þingið og þætti
þeim leitt hvernig fyrir þeim væri
komið. Salóme vildi láta koma fram
að unnið væri að úttekt á ástandi
húsanna og lyki henni innan
skamms. Stefnt væri að því að nýta
þessi gömlu hús með einhveijum
hætti í þágu þingsins.