Morgunblaðið - 23.03.1993, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 23.03.1993, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993 11 Norræna kvikmyndahátíðin Ríkuleg flóra kvikmynda Úr finnsku myndinni Brunnurinn eftir Pekka Lehto. Á MORGUN, miðvikudaginn 24. mars, verður sett 10. Norræna kvikmyndahátíðin hér í Reykja- vík, og stendur hún til 27. mars. Er þetta í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin hér á landi. Norræna kvikmyndastofnunin stendur fyrir hátíðinni, með stuðningi frá Norrænu ráð- herranefndinni, Reykjavíkur- borg, menntamálaráðuneytinu og nokkrum íslenskum fyrir- tækjum. í tilefni af hátíðinni koma hátt í annað hundruð manns til landsins; kvikmynda- gerðarmenn, framleiðendur, forstjórar kvikmyndahúsa og fulltrúar fjölmiðla. Á dagskrá hátíðarinnar eru tuttugu kvik- myndir frá Norðurlöndunum fimm, svo til jafnmargar stutt- myndir, en einnig verða valin besta kvikmynd Norðurlanda síðasta áratugar úr tíu myndum sem tilnefndar hafa verið. Þriggja manna hópur sérfræð- inga í norrænum kvikmyndum hefur tilnefnt myndirnar Pelli sig- urvegari, Eðli glæpsins frá Dan- mörku, Eldspýtnastúlkan frá Finnlandi, Hrafninn flýgur frá ís- landi, Leiðsögumaðurinn, Hand- fylli af tíma frá Noregi, og Fanny og Alexander, Hundalíf, „II Capit- ano“ og Fórnin frá Svíþjóð sem bestu norrænu myndir síðustu tíu ára. Ein mynd af tuttugu í aðal- keppninni hlýtur titilinn „besta kvikmynd Norðurlandanna 1993“ og peningaverðlaun að upphæð 150.000 danskar krónur og í stutt- myndaflokknum eru einnig 300.000 króna peningaverðlaun sem menntamálaráðuneytið gefur til keppninnar. Danmörk Vofa Jaspers (Det skallede spögelse) heitir fjölskyldumynd eftir Britu Wielopolska (f. 1951). Myndin segir frá hinum ellefu ára gamla Jasper sem býr i dönsku sveitaþorpi. Kringum Jónsmessu erfir Jasper fornan skáp og köttinn Proust, og fer að heyra einkenni- leg hljóð úr skápnum, auk þess sem hann sér vofuna Sakleysi sigla hjá eina tungskinsnóttina. Samhliða þessari sögu segir frá eijum Jaspers við skólafantinn Maurice. Sárar ástir (Kærlighedens smerte) er eftir leikstjórann Nils Malmros (f. 1944), og rekur þroskasögu unglingsstúlkunnar Kirsten. Höfuðáherslan er á sam- band hennar við Sören, ástmann sinn og fyrrum kennara úr grunn- skóla, en Kirsten á erfítt með að takast á við þær breytingar sem aldur og þroski krefjást af henni. Sofie er frumraun norsku leik- konunnar Liv Ullmann í leikstjó- rastól. Myndin gerist í samfélagi danskra gyðinga árið 1886 og rekur þyrnum stráða sögu gyð- ingastúlkunnar Sofíe. Titilpersón- an verður ástfangin af kristnum listmálara að nafni Höjby, en strangtrúaður faðir hennar neyðir hana til að giftast Jónasi, sem reynist tæpur á geði. Sofie eign- ast son með manni sínum og er hann vonargiætan í sársaukafullri tilveru hennar, en sá tími kemur að hann verður að velja eigin lífs- leið án afskipta hennar. Snúkurinn (Snövsen) er fjöl- skyldumynd í gamansömum dúr, og segir frá örsmáu fyrirbæri með eina tá og vináttu þeirra Egils, sem er 7 ára gamall. Snúkurinn lendir í ýmsum hrakningum, er meðal annars skotið á loft og lend- ir í klóm mannræningja, og allan tímann leitar Egill dauðaleit að vini sínum. Leikstjóri er Jörgen Vestergaard. Finnland Ást Söru (Akvaariarakkaus) er nútíma ástarsaga eftir Clases Ols- son (f. 1948). Sara er óörugg ung stúlka, sem leiðist út í lauslæti vegna kynferðislegrar bælingar sinnar. Hún á kærasta, Joni, en hann er ekki nægilegur bógur til að glíma við þá erfiðleika sem dynja á sambandi þeirra, vegna leitar Söru að einhveiju sem hún veit varla sjálf hvað er. Brunnurinn (Kaivo) eftir Pekka Lehto (f. 1948) gerist á bóndabæ í suðvesturhluta Finnlands. Þar er Anna-Maija húsmóðir, en hún fellur saman undan miklu andlegu álagi. Hún og böm hennar hverfa sporlaust eina nóttina, en eftir mikla leit finnst Anna-Maija en án barnanna og spurningin sem brennur á yfirvöldum og almenn- ingi er; myrti hún börnin sín? Sjálf man hún ekki eftir því sem gerð- ist á meðan hún var í burtu. Bóhemalíf (La vie de bohéme) er útfærsla Aki Kaurismáki (f. 1957) á skáldsögu Henri Murgers frá árinu 1851, „Scénes de la vie du bohéme". Myndin sýnir okkur grátbroslega veröld þriggja lista- manna í París, þeirra Marcel, Ro- dolfo og Schaunard, sem eru á sífelldum flótta undan lánar- drottnum og leigusölum, enda peningaleysið nær algert. Þeir kynnast tveimur saklausum sveitastúlkum, Mimi og Musette, en þær eiga erfitt með að fóta sig á strætum stórborgarinnar. Týndi sonurinn (Tuhlaajapoika) er saga um kvalalosta og kvala- þorsta eftir Veikko Aaltonen (f. 1955). Myndin byggir á þemanu um hinn veikari og hinn sterkari, og túlka persónurnar Lindström og Esa þessa tvo þætti kvikmynd- arinnar, sem er með ívafi ofbeldis og morðs. Noregur Pólstjarnan (Stella Polaris) er svipmynd af lífskjörum í Finnmörk í Norður-Noregi í lok seinni heims- styijaldar, en þegar þýski herinn yfirgaf þessar slóðir skildu þeir eftir sviðna jörð og rústir á svæði sem var stærra en Benelux-löndin samanlagt. Fyrrum íbúar svæðis- ins höfðu búið í fyrrum stríðs- fangabúðum en þurfa nú að endur- reisa þorp sín og koma lífinu í fyrra horf, sem er ýmsum erfið- leikum bundið. Leikstjóri er Knut Erik Jensen (f. 1940). Svartir hlébarðar (Svarte pant- ere) er sýn leikstjórans Thomasar Robsahm Tognazzi (f. 1964) á flokk öfgasinnaðra umhverfis- sinna, sem beijast fyrir frelsun dýra og friði á jörðu. Skemmdar- verk, innbrot og þjófnaðir þykja þeim ekkert tiltökumál, en ráða- menn og fjölmiðlar eru vitaskuld á öðru máli. Loftskeytamaðurinn (Telegraf- isten) er túlkun leikstjórans Erik Gustavson á bókinni Draumóra- menn eftir Knut Hamsun. Við- fangsefnið er leitin að hamingju, sem er í senn með ívafi erótíkur og örvæntingar. Söguhetjan Rol- andsen er sérvitur uppfinninga- maður sem svífst eihskis tii að vinna ástir hinnar fögru Elísu, en hún hefur tekið bónorði annars manns til að þóknast föður sínum. Rolandsen á erfitt með að afbera þetta og grípur til örþrifaráða. Hinn fullkomni glæpur (Det perfekte mord) er kvikmynd Evu Isaksen (f. 1956) um kvikmynda- leikstjórann Pierre, sem vinnur að gerð kynferðislegrar hrollvekju ásamt ástkonu sinni Grétu. Hún leikur tálfagra stúlku sem myrðir bólfélaga sína. Svipaðir atburðir fara að gerast í veruleikanum, og tekur Pierre að gruna að brotal- amir í sambandi þeirra Grétu hafí leitt hana út í að framkvæma at- burði kvikmyndarinnar. Svíþjóð Stóri feiti pabbi (Min store tjocke far) eftir Kjell-Áke Anders- son (f. 1949), segir frá sambandi feðga í sveitahéraði í Svíþjóð á gamansaman hátt. Faðirinn er athafnamaður mikill, bóndi, aðal- söngvarinn í bænum Norrköping, varaformaður fótboltafélagsins og framkvæmdastjóri lítils flutninga- fyrirtækis, en heldur mikið gefínn fyrir sopann. Hann á sér lítið leyndarmál, sem sonurinn þekkir „II Capitano" er endursögn Jan Troells (f. 1931) á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað í smábæ í Norður-Svíþjóð árið 1988. Ungt finnskt par myrðir unglingspilt, föður hans og móður og leggur síðan á flótta. Fjölmiðl- ar og almenningur fyllast hryllingi og fylgjast grannt með eltingar- leik lögreglu við þessar tvær ör- væntingafullu manneskjur, sem endar í Danmörku nokkrum dög- um síðar. Freud flytur að heiman (Freud flyttar hemifrán) er eftir Susanne Bier (f. 1960). Freud er ung kona af gyðingaættum, sem þráir frjáls- ræði, brýst út úr viðjum fjölskyldu sinnar og á snöggsoðið ástarævin- týri með mótorhjólaekli. Hún á þó óuppgerðar sakir við móður sína. Englabærinn (Ánglagárd) er hugarfóstur enska leikstjórans Colin Nutley, sem rýnir í þröng- sýni, fordóma og kynþáttahatur í sænskum smábæ. Þangað kemur ung stúlka, Fanney, þegar afi hennar andast og eftirlætur henni allar eigur sínar, og stingur hún illyrmislega í stúf við forpokaðan smábæjarandann, enda eitilhart afkvæmi stórborgarinnar. Hún umturnar friðsælu yfirbragði bæ- jarlífsins, og snúast flestir íbúar gegn henni, Oþarft er að kynna fyrir íslensk- um áhorfendum þær íslensku myndir sem sýndar eru á hátíð- inni, en þær eru Svo á jörðu sem á himni, eftir Kristínu Jóhannes- dóttur, Börn náttúrunnar, eftir Friðrik Þór Friðriksson, Ingaló, eftir Ásdísi Thoroddsen og Só- dóma Reykjavík, eftir Oskar Jón- asson. Morgunblaðið mun gera dagskrárliðum hátíðarinnar frek- ari skil síðar, og birta dagskrá hennar daglega. SFr Lúðrasveit verkalýðsins 40 ára ________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Lúðrasveit verkalýðsins hélt upp á 40 ára afmæli sitt sl. laugar- dag með tónleikum í Háskólabíói. Á efnisskránni voru ýmis lúðra- sveitarlög, marsinn, Gamlir félag- ar, eftir Árna Björnsson, svítur eftir Vaughan-Williams og Malc- olm Arnold, umritanir á Haustinu eftir Vivaldi og tokkötunni í d- moll eftir Bach, svo' og íslenskum lögum eftir Jón Múla Árnason, Karl O. Runólfsson og Inga T. Lárusson. Varðandi umritanir á þekktum tónverkum er rétt að hafa í huga, að það er skylda umritarans, að vera heiðarlegur gagnvart frum- gerð verksins og það einkenndi Vivaldi-útfærsluna en aftur á móti var tokkatan (d-moll) eftir Bach illilega skæld til og skemmd, bæði hvað snertir tónræna með- ferð efnisins og með imbahryn, sem átti að vera til að poppa upp gamla Bach, en það er alger óþarfi. Önnur verkefni voru ágætlega útfærð og það var athyglisvert, hversu hreinn leikur sveitarinnar var og sáralítið um misfellur. Brassið var sérlega hljómfallegt og það var „sungið" á lúðrana og „tréflokkurinn“ — flautur, 'klari- nettur og saxófónar — var ekki þaninn, svo að leikur þeirra var oftast tandurhreinn. Þarna hefur stjórnandinn Malc- olm Holloway unnið vel og voru vönduð vinnubrögð ráðandi í út- færslu allra verkefnanna. Unga fólkið í lúðrasveitinni er gott dæmi um þá músíksprengingu, sem átti sér stað með stofnun barnalúðras- veitanna en á tónleikunum komu fram ungir einleikarar, sem léku mjög fallega á trompetta í lagi eftir Inga T. Lárusson. í Haustinu eftir Vivaldi og Vikivaka Jóns Múla reyndi nokkuð á skalatækni og samstillingu hjá flautum og klarinettum, auk þess sem ýmis- legt skemmtilegt gat að heyra hjá allri hljómsveitinni í svítunum eft- ir Vaughan-Williams og Malcolm Arnold. Lúðrasveit verkalýðsins er óskað til hamingju með afmæl- ið og sömuleiðis góða tónleika. Miðasala á Coppelíu að hefjast MIÐASALA á Coppelíu, sem frumsýnd verður í Borgarleik- húsinu miðvikudaginn 7. apríl nk., hófst í gær. Coppelía er færð upp af Islenska dansfíokknum í tilefni 20 ára af- mælis flokksins og þess að 40 ár eru liðin frá því Listdansskóli Þjóð- leikhússins, nú Listdansskóli Is- lands, var stofnaður. Þetta er í annað skiptið sem Coppelía er sett upp hér á landi, en hún var fyrsta stóra verkefni íslenska dansflokks- ins fyrir 18 árum. Stjórnandi uppsetningarinnar nú er Eva Evdokimova, ein frægasta ballerína samtímans. Hún mun jafnframt dansa aðalhlutverkið á 3. og 4. sýningu. Tónlistin í Coppel- íu er eftir Delibes og verður flutt af lítilli hljómsveit undir stjórn Arn- ar Óskarssonar, en leikmynd og búningar eru hannaðir af Hlín Gunnarsdóttur. Frumsýningin verður 7. apríl, 2. sýning, fimmtudaginn 8. apríl, 3. sýning, laugardaginn 10. apríl Þröstur Leó Gunnarsson í hlut- verki dr. Coppelíusar og Lára Stefánsdóttir í hlutverki dúkk- unnar Coppeliu, í samnefndum ballett sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu 7. apríl nk. klukkan 16 og 4. sýning, mánudag- inn 12. apríl klukkan 20. (Fréttatilkyiuiing)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.