Morgunblaðið - 23.03.1993, Side 15

Morgunblaðið - 23.03.1993, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993 15 Undandráttur Lækna- félags Reykjavíkur eftirLúðvík Ólafsson í Morgunblaðinu 13. mars sl. er í miðopnu greint frá samþykkt lög- mæts fundar Læknafélags Reykja: víkur (LR) gegn tilvísunarskyldu. í greininni er tilvitnun í formann LR þar sem hann kveður ákveðinn hóp félagsmanna óhressan með sam- þykktina. Nánar greinir hann ekki frá málsatvikum og er það að von- um. Þeir, sem þekkja ekki vel til umræðu um tilvísanir, láta auðveld- lega blekkjast og svo fór um marga þá sem lásu þessa frétt. Kerfí eða skylda? Staðreyndir málsins eru þær, að tilvísanir hafa verið ræddar og eru umdeildar meðal lækna. Hér er nauðsynlegt að skilgreina tvö hugtök. Annars vegar er tilvís- unarkerfi, sem stuðlar að skyn- samlegri nýtingu heilbrigðisþjón- ustu utan sjúkrahúsa með því að beina fyrstu samskiptum vegna sjúkdóma til heimilisiækna. Það er margyfírlýst markmið læknafélag- anna. Hins vegar er tilvísunarskylda, sem meinar fólki aðgang að sér- fræðingum án milligöngu heimilis- læknis. Slík frelsisskerðing hefur átt sér fáa formælendur. Hópur lækna er tilvísanakerfí fylgjandi af tveimur ástæðum. Ann- ars vegar eru faglegar ástæður. Tilvísun heimilislæknis til sérfræð- ings tryggir eins og unnt er, að nauðsynlegar upplýsingar um sjúkl- ing berist til sérfræðings og að sér- fræðingur sendi niðurstöður sínar til baka að rannsókn og meðferð lokinni. Um þetta er enginn ágrein- ingur enda ákvæði um það í siða- reglum lækna. Hins vegar liggja einnig kostnað- arleg rök til tilvísanakerfis. Þau byggja á þeirri grundvallarhug- mynd, að heilbrigðisvandamál skuli leysa á fullnægjandi hátt með sem minnstum tilkostnaði. Þar sem heilbrigðisþjónustan er að verulegu leyti rekin fyrir fé úr sameiginlegum sjóði landsmanna skal hagsýni og ráðdeildar gætt í notkun þess. Þetta er áhugamál okkar sem skattgreiðenda ekki síð- ur en lækna. Því betur sem með féð er farið, þeim mun lengur endist það og nær til fleiri verkefna. Tilvísunarkerfí er ætlað að tryggja sem bestan árangur í átt að þessum markmiðtim. Því er eðli- legt, að þeir, sem leita til sérfræð- inga eftir að hafa ráðfært sig við heimiiislækni, greiði lægra gjald en þeir, sem leita þangað milliliða- laust. Slíkt kerfí sparar ijármuni vegna þess að heimilislæknar leysa án sérfræðiaðstoðar mörg þeirra vandamála sem borin eru upp við þá. Þeir, sem leita milliliðalaust í sérfræðiþjónustu, eigi á hinn bóginn að greiða hærra hlutfall af kostnað- inum. Þeirra er valið. Samþykkt Læknafélags Reykjavíkur Sú skoðun á sér fáa formælendur að koma á tilvísunarskyldu í þeim skilningi sem samþykkt LR gengur út á þ.e.a.s. að meina fólki að leita til sérfræðinga sem ekki hafa til þess milligöngu annarra lækna. Þess vegna var samþykktin óþörf og villandi. Því er spurt: Hvers vegna var LR að gera slíka sam- þykkt? Svarið er einfalt, Hluti lækna í LR vill að fólk geti farið til hvers þess læknis sem það kýs og fengið stóran hluta kostnaðarins greiddan úr sameiginlegum sjóði landsmanna án tillits til þess, hvort þessarar þjónustu er þörf eða ekki. Þetta sjónarmið er erfítt að veija en miklir hagsmunir eru í húfu. Því var nauðsynlegt að beija saman tillögu, sem fjallaði ekki um ágrein- ingsmálið en sem ókunnugum virt- ist gera það í fljóti bragði. Með þessu á að blekkja almenning, ríkis- stjórn, heilbrigðisnefnd Alþingis o.fl. Í trausti þess að þessi aðilar geri ekki greinarmun á tilvísunar- kerfí sem faglegu og fjárhagslegu stýrikerfi annars vegar og tilvísun- arskyldu sem frelsisskerðingu hins vegar var umrædd samþykkt gerð. Síðan á að veifa henni í allri um- ræðu um tilvísunarmál án þess að hún hafí nokkuð með þau að gera. Slíkt er óheiðarlegt. Formaður LR brást þeim félags- mönnum sem andvígir voru sam- þykktinni með því að skýra ekki frá því hvers vegna þeir voru „óhress- ir“. Formaður LR brást blaðamanni Morgunblaðsins með því að skýra Lúðvík Ólafsson „Því var nauðsynlegt að berja saman tillögu, sem fjallaði ekki um ágreining'smálið en sem ókunnugum virtist gera það í fijóti bragði. Með þessu á að blekkja al- menning, ríkissljórn, heilbrigðisnefnd Al- þingis o.fl.“ honum ekki frá eðli málsins en láta hann halda að hópur lækna vildi skerða rétt fólks til að velja sér lækni að vild. Ennfremur brást hann lesendum Morgunblaðsins með því að leyna blaðamanni hinu rétta eðli málsins. Höfundur er læknir. Ljósmynda- sýning um Surtseyjar- og Heima- eyjargosið Menningarmálanefnd stend- ur fyrir ljósmyndasýningu í Vestmannaeyjum þar sem þess verður minnst að 30 ár eru liðin frá upphafi Surtseyjargossins og 20 ár frá eldgosinu á Heima- ey. Bæði áhuga- og atvinnuljós- myndarar ættu að sýna þessu áhuga, þar sem vitað er að fjöldinn allur af myndum er til af þessum viðburðum. Askilur menningar- málanefnd sér að velja úr myndum eftir því sem berst. Sýningin verður haldin í íþróttamiðstöðini dagana 3.-11. júlí og veitt verða verðlaun fyrir áhugaverðustu myndina. Vonast er til þess að sem flest- ir sem eiga áhugaverða mynd eða myndir frá þessum umrótatímum í sögu Eyjanna taki þátt í sýning- unni. Sjá nánari upplýsingar í aug- lýsingu. (Fréttatilkynninfr) XJöföar til XX fólks í öllum starfsgreinum! jEnna miðað við efnahagshorfur! LADA • LADA • LADA • LADA SAFÍR Frá 418.000,- kr. 104.500,- kr. út SKUTBÍLL Frá 498.000,- kr. 124.500,- kr. út SAMARA Frá 523.000,- kr. 131.000,- kr. út SPORT Frá 798.000,- 200.000,- kr. út og 10.051,- kr. í 36 mántiði og 11.974,- kr. í 36 mánuði og 12.568,- kr. í 36 mánuði og 19.172,- kr. í 36 mánuði AFAR KAr.VILI I I l! KOSTIJR! BIFREIÐAR 8t LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLA 13. SfMI: 68 12 00 BEINN SÍMI: 3 12 36

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.