Morgunblaðið - 23.03.1993, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993
Dómur í Hæstarétti
Fangelsisvist fyr-
ir fjármálamisferli
FYRRUM framkvæmdastjóri Byggingafélagsins Hamra hf, sem varð
gjaldþrota 1989, hefur verið dæmdur í Hæstarétti til níu mánaða
fangelsisvistar, þar af 6 mánuði skilorðsbundið, fyrir brot á lögum
um söluskatt, staðgreiðslu opinberra gjalda og skylduspamað, fyrir
tékkabrot, fjársvik og skilasvik í tengslum við rekstur byggingafé-
lagsins. Þá var hann dæmdur til að greiða 3,5 millj. króna sekt í
ríkissjóð innan fjögurra vikna en sæta ella sjö mánaða fangelsi til
viðbotar.
í dómi Hæstaréttar kemur fram
að ósannað sé að maðurinn hafí
hagnast sjálfur á brotum sínum og
að hann sé sjálfur gjaldþrota. Rann-
sókn málsins hófst að frumkvæði
skiptaráðanda í Kópavogi eftir að
Byggingafélagið Hamrar varð
gjaldþrota.
Ýmis fjársvik
Maðurinn er, auk söluskatts-
undandráttar, sakfelldur fyrir að
standa ekki skil á 523 þúsundum
króna í staðgreiðslu skatta starfs-
manna fyrir októbermánuð árið
1988, einnig fyrir fjárdrátt með því
að standa ekki skil á skylduspam-
aði sem hann dró af launum. Þá
er hann talinn hafa gerst sekur um
brot á tékkalögum með útgáfu inni-
stæðulausra tékka og fyrir fjársvik
með því að hafa haldið áfram að
taka vörur út í reikning hjá JL-
byggingavörum eftir að fyrirtækið
hafði fengið greiðslustöðvun og
honum átti að vera ljóst að staða
þess var vonlaus, að mati Hæsta-
réttar. Þá var hann talinn hafa
gerst sekur um skilasvik með því
að leynt kaupendur íbúðarhúsa því
að húsin höfðu verið veðsett Búnað-
arbanka og fyrir að hafa borið hags-
muni bankans fyrir borð með því
að afhenda kaupendum afsöl sem
hafí útilokað að bankinn hafí feng-
ið þau veðskuldabréf sem honum
hafí borið samkvæmt samningum.
Dóm Hæstaréttar kváðu upp
hæstaréttardómaramir Þór Vil-
hjálmsson, Guðrún Erlendsdóttir,
Haraldur Henrysson, Hrafn Braga-
son og Pétur Kr. Hafstein.
Gunnar Guðmundsson lögfræðingur
Urskurður hæstarétt-
ar í Ankara jákvæður
HÆSTIRÉTTUR í Ankara í Tyrklandi hefur sent frá sér dómsúr-
skurð vegna tyrkneska forræðismálsins 25. febrúar. I honum er
rakið að hæstiréttur hafí vísað málinu aftur í hérað af þeirri ástæðu
að ekki hafí verið afíað upplýsinga um ríkisborgararéttindi Sophiu
Hansen og Halims AIs í löndunum tveimur og þvi hvort hjónaband
þeirra væri löglegt samkvæmt tyrkneskum lögum. Gunnar Guð-
mundsson, lögfræðingur Sophiu, sagði að úrskurðurinn væri mjög
jákvæður af þeirri ástæðu að á honum væri ljóst að rétturinn vildi
skoða málið ofan í kjölinn áður en komist væri að endanlegri niður-
stöðu.
í ítarlegri greinargerð hæsta-
réttar kemur fram að undirrétti
láðist að kanna hjá tyrkneska inn-
anríkisráðuneytinu hvort Sophia
Hansen væri tyrkneskur ríkisborg-
ari og sömuleiðis hvort Halim A1
væri tyrkneskur ríkisborgari eða
hvort hann hefði fyrirgert tyrk-
neska ríkisborgararétti sínum þeg-
ar hann gerðist íslenskur ríkisborg-
ari. Ennfremur hafí ekki verið
kannað hvort Sophia og Halim
hefðu verið gift samkvæmt tyrk-
neskum lögum og hvort Islending-
ar væru aðilar að samningum um
fullgildingu hjónabanda milli land-
anna.
í úrskurðinum segir að lokum
að skilnaðardómur standist ekki
lög þar eð hann sé kveðinn upp
án undangenginnar könnunar um
hvort stefndi sé tyrkneskur ríkis-
borgari og án þess að sameiginleg
búseta hjónanna hafí verið ákvörð-
uð. Dómurinn er ógildur og sagt
að óþarfí sé að taka til greina aðr-
ar ástæður til áfrýjunar.
Á næstu dögum verður upplýst
hvenær forræðismálið verður tekið
fyrir í undirrétti að nýju.
Morgunblaðið/Kristinn
Umfjöllumn hefur örvað böm til lesturs
I FRJÁLSLESTRARSTUND í Villingaholtsskóla, sem er fámennur sveitaskóli eins og Lundarskóli
• •
Þróunarverkefni Lundarskóla í Oxarfirði „að læra að læra“
Læsi er undirstaða vel-
gengni fólks í lífinu
LUNDARSKÓLI í Öxarfírði fékk styrk úr Þróunarsjóði grunn-
skóla til að vinna að verkefni sem stuðlaði að betri námsárangri
nemenda. Verkefnið hlaut heitið „að læra að læra“ - og byggist
fyrst og fremst á því að bæta lestrartækni, glósugerð og ritun,
að sögn skólastjórans Halldórs Gunnarssonar, sem segir að Lestr-
arkeppnin mikla hafi fallið vel inn I verkefni skólans.
„Læsi er undirstaða velgengni
í lífínu,“ segir Björg Dagbjarts-
dóttir kennari. „Lestrarkeppnin
var þarft og gott átak sem hreyf-
ir við krökkunum. Foreldrar hafa
líka mikið hringt og spurt.“ Og
Björgu fínnst að forráðamenn
bama í sveitum séu almennt
áhugasamir um nám barna sinna.
„Það er mín skoðun, að foreldrar
og fullorðnir sem bömin umgang-
ast, geti haft geysileg áhrif á
velgengi nemenda, með því að
sýna áhuga á því sem þau eru
að fást við.
Börn þroskaðri málfarslega
Eldra fólkið býr í nágrenninu
hér. Amman og afínn tala daglega
við bömin, sem sést á því hvað
börn em þroskuð málfarslega,
þegar þau koma inn í skólann.“
Björg gerði málfarsathugun á
bömum í Lundarskóla fyrir tveim-
ur áram og segir, að mörg dæmi
um frábærlega skemmtilega mál-
notkun sýni að krakkamir tala
ekki eingöngu við jáfnaldra sína.
Sveitaskóli og heimavist
Lundarskóli, sem telur 36 nem-
endur, er fyrst og fremst sveita-
skóli. Nemendur í 1.-7. bekk eru
úr Kelduhverfí og gamla Öxar-
ijarðarhreppi. Grunnskólinn á
Kópaskeri annast þá aldurshópa
í sínu nágrenni og síðan samein-
ast allir' nemendur héraðsins í
þremur síðustu bekkjum grunn-
skólans. „Erfitt hlutskipti að vera
unglingur á sveitabæ, en heima-
vistin hér bætir það upp,“ segir
Björg. „Mjög gott fyrir krakkana
að vera hér saman og ekki þurfum
við að hafa áhyggjur af reyking-
um eða vímuefnum, slíkt þekkist
ekki í skólanum. Þau verða að
marka þá stefnu sjálf, því það
nægir ekki að fullorðnir setji boð
og bönn.“
„Heimavistin á líka stóran þátt
í þeirri velgengni, að skólinn skuli
vera gjaldgengur með lið á ís-
landsmóti í blaki,“ segir Halldór.
„Við erum með pínulítinn íþrótta-
sal, en íþróttaiðkun hefur engu
að síður skapað mikla ánægju.
Ábyrgir nemendur
Ábyrgðartilfínning og sam-
viskusemi nemenda, einkum
þeirra elstu, hefur verið sérstak-
lega góð í vetur og fyrravetur,
sem má meðal annars tengja þró-
unarverkefninu. Nánast undan-
tekning, ef nemendi héðan fer
ekki í framhaldsskóla." Halldór
segir að verulegur hluti fari í
Menntaskólann á Akureyri og
Verkmenntaskólann. Nokkrir fari
á íþrótta- eða ferðamálabraut að
Laugum og viðskipta- eða heilsu-
gæslubraut framhaldsskólans á
Húsavík.
Mikill gróður er í nágrenni
Lundarskóla og jarðhiti í sandin-
um, sem ennþá er ekki búið að
nýta nema til laxeldis. „Gott að
krakkarnir geti kynnst fleiri at-
vinnugreinum en sveitastörfum,"
segir Björg.
Er hægt að meta úrslitin?
í sambandi við Lestrarkeppina
miklu segir hún að krakkamir
velti mikið fyrir sér, hvemig úr-
slitin verði metin. „Ef til vill er
nauðsynlegt að stilla slíku átaki
upp í keppnisformi, en það hlýtur
að vera gífurleg vinna að meta
hver ber sigur úr býtum.“ Björg
segir að það standi samt upp úr,
að öll þessi fjölmiðlaumfjöllun
hafi örvað börn til aukins lesturs.
MA BJOÐA ÞER AÐ PROFA
þennan ódýra, góða og heimilislega mat?
Lifur er ódýrt hráefni sem fæst allt árið um kring. Það er tilvalið að lækka matarreikninginn með því að hafa rétti úr lifur á borðum minnst einu
sinni í viku. Hér eru tvær góðar og einfaldar uppskriftir að ljúffengum og fljódegum réttum úr lifur. Gerið svo vel og verði ykkur að góðu.
1 lifur, um 450 g
2 msk hveiti eða heilhveiti
salt ogpipar
1- ll/2dl mjólk
2 laukar, í sneibum
smjörlíki éba olía
R B U
Hreinsið lifrina og hakkið.
Blandið saman við hana
hveiti, kryddi og mjólk.
Athugið að deigið er mjög
þunnt. I það er líka ágætt
að bæta V2 -1 dl af
haframjöli.
Brúnið laukinn létt í
smjörlíki eða olíu og
geymið hann. Bætið við
feiti og setjið lifrardeigið á
pönnuna með skeið. Steikið
buffin fallega brún í 2-3
mín. hvorurn megin.
Leggið laukinn ofan á
buffin og berið þau fram
heit með kartöflum og
soðnu grænmetí, og ef til
vill með bræddu smjöri.
Lifrarbuff er þægilegt að
eiga í frysti og fljótíegt að
hita það upp á pönnu eða í
ofni.
1 lambaUfur, um 450 g
2 tsk hveiti
2 tsk sítrónusafi
2 msk sojasósa
1 eggjahvíta
1- 2 laukar, í sneibum
2- 3 msk olía
salt ogpipar
2 dl kjötsoð (af teningi)
■ U R
M E Ð
3 hvítlauksrif söxuð smátt
fínt maísmjöl (maisena)
Blandið saman í skál hveiti,
sítrónusafa, sojasósu og
eggjahvítu. Hreinsið lifrina
og skerið hana í þunnar
sneiðar. Veltið þeim upp úr
blöndunni og látið þær
liggja í henni í 20 mínútur.
Brúnið laukinn og hvít-
laukinn létt á pönnu og
geymið síðan.
Steikið lifrina í 2-3 mín.
hvorum megin, kryddið
hana með salti og pipar og
takið hana af pönnunni.
Hellið soðinu á pönnuna,
H V
bætið lauknum við og
sjóðið í 3 mín. Þykkið soðið
hæfilega með fínu
maísmjöli hrærðu saman
við kalt vatn og látið sjóða í
1-2 mín. Setjið lifrina út í
sósuna og látið hana sjóða
með, en alls ekki lengur en
nauðsynlegt er því að lifrin
A U K
á að vera mjúk og safarík.
Berið réttinn ffam með
hrísgijónum og grænu
salati.
SAMSTARFSHÓPUR
UM SÖLU LAMBAKJÖTS