Morgunblaðið - 23.03.1993, Side 35

Morgunblaðið - 23.03.1993, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993 35 Landskeppnin hálfnuð Frakkar hafa nauma forystu Skák Bragi Kristjánsson Landskeppnin í skák við Frakka er hálfnuð, þegar þetta er ritað. Frakkamir hafa eins vinnings forskot, 25lh-2.AVi, eft- ir að þeir sneru keppninni sér í vil í 4. umferð. Úrslit einstakra umferða hafa orðið þessi: (íslendingar höfðu hvítt á öllum borðum í 1., 3. og 5. umferií). 1. umf.: Ísíand - Frakkland, 6-4 2. umf.: ísland - Frakkland, 4A-5A , 3. umf.: ísland - Frakkland, 5-5 4. umf.: ísland - Frakkland, 4-6 5. umf.: ísland - Frakkland, 5-5 Um einstök úrslit vísast til meðfylgjandi töflu, en staða efstu manna í einstaklings- keppninni er þessi: 1. Jóhann Hjartarson, Wi v. 2. -3. Bachar Kouatly, 3Vi v. 2.-3. Manuel Apicella, %Vi v. 4.-5. Björgvin Jónsson, 3 v. 4.-5. Eric Prie, 3 v. Keppnin hefur verið mjög spennandi og skemmtileg, enda eru sveitimar svipaðar að styrk- leika (meðalstig beggja 2.480!). Taugaspenna hefur nokkuð sett svip á taflmennskuna og kepp- endur hafa stundum leikið illa af sér, en slíkt fylgir oft harðri og jafnri keppni. Seinni hluti landskeppninnar verður tefldur í Digranesskóla í Kópavogi, og verður 6. umferðin tefld þar í dag kl. 16-23, en þá hafa Frakkar hvítt á öllum borð- um: Prie - Jóhann, Bricard - Margeir, Hauchard - Jón L., Koch - Helgi, Marciano - Hann- es, Chabanon - Karl, Dorfman - Þröstur, Renet - Héðinn, Kouatly - Björgvin, Apicella - Róbert. Við skulum nú sjá skák úr 5. umferð, þar sem Karl Þorsteins yfirspilar þjálfara Frakkanna og 1. borðsmann, Dorfman hinn sovéskættaða. Hvítt: Karl Þorsteins Svart: Iosif Dorfman Griinfelds-vörn. 1. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 - d5, 4. cxd5 — Rxd5, 5. e4 — Rxc3, 6. bxc3 — Bg7, 7. Bc4 — c5, 8. Re2 - 0-0, 9. 0-0 - Rc6, 10. Be3 - Bg4, 11. f3 - Bd7, 12. Hbl — Ra5, (í skákinni Karl - Kouatly í 3. umferð varð framhaldið: 12. — a6, 13. dxc5 - Ra5, 14. Bb3 - Dc7, 15. Rf4 - e6, 16. Dc2 - Bh6, 17. Dcl - Bb5, 18. Hf2 - Hac8, 19. Rxe6!? — Bxe3, 20. Dxe3 — fxe6, 21. Bxe6+ - Hf7, 22. Bxc8 - Dxc8, en lokin urðu jafntefli eft- ir mikil átök.) 13. Bd3 - Hc8, 14. Dd2 - (Eftir 14. d5 - a6, 15. c4?! - b5, 16. cxb5 - c4, 17. Bc2 - axb5, 18. Bd4 — c3!? náði svart- ur mótspili á drottningarvæng í skákinni Sadler-Kouatly, Frakk- landi, 1992). 14. - b5, 15. d5 - (Eftir 15. Bxb5 - Bxb5, 16. Hxb5 - Rc4, 17. Dd3 - Rxe3, 18. Dxe3 — cxd4, 19. cxd4 — Hc2 nær svartur miklu mót- spili fyrir peðið). 15. - a6, 16. Bh6 - Bxh6, 17. Dxh6 — e6 (Dorfman hyggst tvístra miðborðspeðum hvíts, en honum fallast alveg hendur við næsta leik Karls). 18. e5! — c4 (Eða 18. — exd5, 19. Rf4 - De7, 20. Hfel - f5 (20. - Be6, 21. Rh5 - gxh5, 22. Bxh7+ - Kh8, 23. Bg6+ - Kg8, 24. Dh7+ mát) 21. exf6 — Dxf6, 22. Rxd5 — Dg7, 23. Re7+ - Kh8, 24. Rxg6+ - Kg8, 25. Dxg7+ — Kxg7, 26. Rxf8 — Kxf8, 27. Bxh7 og hvítur vinnur létt). 19. Bc2 - Dc7, 20. f4 - f5 (Svartur á varla annarra kosta völ. Eftir 20. — exd5, 21. f5 er svartur vamarlaus, og að auki vofir fiótunin R-g3-e4 (eða jafn- vel h5) yfir honum). 21. exf6 - Hxf6, 22. dxe6 - Bxe6, 23. f5 - Db6+, 24. Rd4 — Bf7, 25. fxg6 — hxg6 26. Dg5 - Hxfl+, 27. Hxfl - Hc5, 28. Df4 - (Með 28. De7 hefði Karl getað stytt þjáningar andstæðingsins, t.d. 28. — Hc7, 29. Dd8+ - Kg7, 30. Bxg6! - Kxg6, 3l. Hf3 og svarti kóngur- inn er vamarlaus). 28. - Dc7, 29. Df6 - Hh5, 30. h3 - (Einfaldara var 30. g3 o.s.frv.) 30. - Hxh3, 31. Dxf7+ - Dxf7, 32. Hxf7 - Hxc3, 33. Hf6 - b4, 34. Hxg6+ - Kf8, 35. IIxaG — b3, 36. axb3 — cxb3, 37. Bg6 - Rc4, 38. Ha7 - He3, 39. Rf5 og svartur gafst upp, því að hann verður mát eftir Ha7 — a8+. ■ OPIÐ hús verður hjá Nýaldar- samtökunum fimmtudaginn 25. mars nk. Þórkatla Aðalsteins- dóttir sálfræðingur heldur fyrir- lestur um meðvirkni. Meðvirkni er hinn duldi sjúkdómur aðstand- enda alkóhólista og eiturlyfjaneyt- enda, eða fólks sem kemur frá erfiðum heimil- isaðstæðum. Umfjöllun um þennan gleymda hóp í meðferðarfræð- inni hefur sífellt orðið háværari og því er fyrir- lestur sem þessi, er veitir fræðslu um einkenni meðvirkni og leiðir til að lækna hana, mjög þarfur. Þórkatla hefur sem sálfraeðingur leiðbeint og unnið með meðvirkum einstaklingum. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.30 í sal samtak- anna á Laugavegi 66, 3. hæð. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. (Fréttatilkynning) ■ Jógastöðin Heimsljós stendur fyrir sjálfseflingamámskeiðum á næstunni. Kennari er Sandra Scherer frá Kripalumiðstöðinni í Bandaríkjunum. Þriðjudags- kvöldin 23. og 30. mars verða námskeiðin Vertu þú sjálfur og Betri samskipti. Laugardaginn - 27. mars leiðbeinir Sandra í líf- öndun. Síðasta námskeiðið er svo hugleiðslunámskeið sem haldið verður helgina 2.-3. apríl. Skrán- ing og nánari upplýsingar eru gefnar hjá Jógastöðinni Heims- (jósi, Skeifunni 19 milli klukkan 17 og 19. (Fréttatilkynning) skólar/námskeið stjórnun ■ Breyttu áhyggjum í uppbyggjandi orku Nýtt ITC námskeið, með áherslu á stjórnun, skipulagningu og tímasetningu til aö gera fundi markvissari. Táknmál líkamans, veganesti ræöumanns, nefnd- arstörf, fundarstjóri, formaður, stjórnar- fundir, fundarsköp og tillöguflutningur. Að koma máli á framfæri á fundi og hvemig afgreitt 2ja kvölda námskeið 29. og 31. mars. Félagsmálaskóli ITC, Guðrún, sími 46751. tölvur ■ Macintosh fyrir byrjendur. 15 klst. um stýrikerfi, ritvinnslu, gagna- söfnun og töflureikni. 180 bls. handbók fylgir. 29. mars til 2. apríl kl. 13-16. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Filemaker Pro gagnagrunnur. 15 klst. um gagnagrunninn vinsæla fyrir Macintosh- og Windows-notendur. 29. mars-2. apríl kl. 9-12. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ PageMaker umbrotsnámskeið 15 klst. námskeið fyrir þá, sem sjá um útgáfu fréttabréfa, ársskýrslna, eyðu- blaða og annars prentaðs efnis. Kvöldnámskeið 5.-26. apríl, tvisvar r viku kl. 19.30-22.30 eða 14.-20. apríl frá kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Word fyrir Windows 15. klst. námskeið, ítarlegra og lengra en hjá öðrum skólum, 29. mars til 2. aprfl kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Word á Macintosh. 15 klst. námskeið um ritvinnsluna Word 5.1. 29. mars til 2. april kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Word framhaldsnámskeið 9 klst. Kennt er umbrot með Word, gerð límmiða og fjölvagerð, 5.-7. aprfl kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Excel-töflureiknirinn. 15 klst. ítarlegra og lengra námskeið fyrir Macintosh- og Windows-notendur. 14.-20. aprfl kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Windows og PC grunnur 9 klst. um Windows og grunnatriði PC notkunar 5.-7. apríl kl. 9-12. Tölvuskóli Tölvu- og verkfræði- þjónustunnar, s. 688090. ■ Bókhaldsnám Bókfærsla fyrir byrjendur (16 klst.). Bókhaldsnám fyrir þá sem starfa vilja sjálfstætt við bókhald (72 klst.). Með náminu fylgir skólaútgáfa af fjár- hagsbókhaldi og 15.000 kr. ávísun til kaupa á bókhaldshugbúnaði. Boðið er upp á dag- og kvöldnámskeið. Innritun stendur yfir. ■ EXCEL OG Word Vönduð námskeið. Tónlist auðveldar nám. Næstu námskeið: Excel 29. mars-1. aprfl kl. 13-16. Word 30. mars-2. aprfl kL 9-12. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. ■ Bókhaldsnám Bókfærsla fyrir byijendur (16 klst.). Bókhaldsnám fyrir þá sem starfa vilja sjálfstætt við bókhald (72 klst.). Með náminu fylgir skólaútgáfa af fjár- hagsbókhaldi og 15.000 kr. ávísun til kaupa á bókhaldshugbúnaði. Boðið er upp á dag- og kvöldnámskeið. Innritun stendur yfír. ■ Tölvuskóli í fararbroddi Úrval vandaðra námskeiða. Reyndir ieið- beinendur. Kynntu þér námsskrána. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. tungumál ■ Enskuskóli nærri York Alm. námskeið 2-20 vikur. Stöðupróf í upphafi náms. Fámennir hópar (6-7). Viðurkennd próf ef óskað er. Upplýsingar gefa Marteinn eða Ágústína, sími 32492 eftir kl. 19. Enska málstofan ■ Enskukennsla *' Við bjóðum tíma í ensku í samræðuformi (megináhersla á þjálfun talmáls). Einkatímar Enska, viðskiptaenska, stærðfraeði (á öllum skólastigum). Allir kennarar eru sérmenntaðir í ensku- kennslu. Upplýsingar og skráning í síma 620699 frá kl. 8-12 alla virka daga. I ýmislegt ■ Bréfanám er góður kostur Þú sparar tíma og ferðakostnað og ræður námshraðanum. Við notum kennslubréf, hljóðbönd, myndbönd, síma, símbréf og náms- ráðgjöf til að aðstoða þig. Erlend tungumál, íslenska fyrir útlend- inga, íslensk stafsetning, starfsmenntun, s.s. vélavaröamám, siglingafræði og bókfærsla, nám á framhaldsskólastigi, teikning, sálarfræði o.m.fl. Sendum ókeypis kynningarefni um alit land, sími 91-629750. hefst í kvöld kl. 19.30 leiðbeinendur eru Helgi Valdimarsson og Sólveig Ei- riksdóttir. Upplýsingar í síma 14742. Heilsuskóli Náttúrulækningafélags íslands. ■ Leiklist Hefur þú áhuga á að Læra leiklist? Tek nemendur í einkatíma í framsögn og leik- túlkun. Upplýsingar í síma 42485. ■ Hómopatanámskeið Kynningamámskeið í hómopatíu verður haldið 27.-28. mars á Lindargötu 14. Fyrirlesari verður David Howell, skóla- stjóri Midlands skólans í Bretlandi. Uppl. i síma 674991 og 12504. ■ Snyrtinámskeið Julian Jill snyrtinámskeiðin em að hefj- asL Undirstöðuatriðin í umhirðu húðar, förðun og handsnyrtingu kennd. Aðeins em teknir 6 á námskeið en hvert nám- skeið stendur í 3 klst. og kostar 2.500 kr. Þátttakendur fá 15% afslátt af öllum Julian Jill vörum. Upplýsingar f síma 626672 frá kl. 10-13. NÁMSAÐSTOÐ ■ Námsaðstoð við grunn-, framhalds- og háskólanema. Flestar námsgreinar. Einkatönar - hópar. Reyndir réttindakennarar. Innritunísíma 79233 kl. 14.30-18.30. Nemeruíapjónustan sf. IVÉLRITUNARSKÓLINN 1 ÁNANAUSTUM 15 101 REYKJAVÍK I SÍMi 2 80 40 ■ Kanntu að vélrita? Vélritun er undirstaða tölvuvinnslu. Kennum blindskrift og almennar upp- setningar á nýjar, fullkomnar rafeinda- vélar. Morgun- og kvöldnámskeið byrja 29. mars. Innritunís. 28040 og 36112. ( ■ wmmvm MTæknival Skelfan 17, sfmi 68 16 65

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.