Morgunblaðið - 23.03.1993, Page 39

Morgunblaðið - 23.03.1993, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993 39 Kostnaður við hjálparstarfið í Sómalíu kominn í milljarð Viðamesta verkefni okkar um þessar mundir er í Sómalíu þar sem tvær Herkúlesfiugvélar fara þrjár ferðir á dag frá Nairóbí til átta áfangastaða i landinu. Þetta flug kostar yfir 6 milljónir króna á dag og frá í maí á síðasta ári hefur um einum milljarði króna ver- ið varið til þessa verkefnis, segir Johan Balslev í samtali við blaða- mann Morgunbiaðsins en hann er deildarstjóri hjá Lutheran World Service sem er sú deild innan Lútherska heimssambandsins sem annast neyðarhjálp og þróunarmálefni og er til húsa í aðalstöðvum samtakanna í Genf. -Verkefnið er kostað af fjöl- mörgum aðilum innan Lútherska heimssambandsins en það eru starfsmenn ýmissa hjálparstofn- ana sem koma við sögu á vett- vangi, sjá um skipulag og útdeil- ingu hjálpargagnanna, en þar má nefna samtök eins og Læknar án landamæra, Bjargið börnunum og fleiri. Hversu lengi má gera ráð fyrir að þörf sé fyrir þetta hjálparstarf? -Því er nú ekki auðvelt að svara en við gerum þó ráð fyrir að það standi næstu tvo til þrjá mánuðina og við höfum fjármagn til að halda það út. Ég vona þó að eftir það geti menn snúið sér að uppbygg- ingu á ný. Fjármagnið ekki vandamál Hefur gengið vel að fá fjár- magn? -Já, það hefur aldrei verið vandamál og það er alltaf auðveld- ara að fá fjármagn í stór neyðar- verkefni en lítil. Þau vekja svo litla athygli. Það á til dæmis við um nýlegt verkefni í Bútan þar sem eru flóttamenn frá Nepal. Þetta hefur ekki verið í fréttum en ætti auðvitað þangað fullt erindi eins og önnur mannleg neyð sem við erum að sinna. Johan Balslev segir að næst stærsta verkefnið sé í Króatíu og Bosníu og felst aðallega í endur- byggingu húsnæðis og útvegun matvæla. Einnig þar hafa margir lagt fram sinn skerf og segir Jo- han Balslev að þar sé unnið sann- kallað þverkirkjulegt starf. Nýlega tilkynnti USAid um 5 milljón doll- ara framlag (yfir 300 milíjónir is- lenskar), Alkirkjuráðið hefur einn- ig lagt fram umtalsvert fé og fjár- magn hefur farið frá íslandi til verkefna á Balkanskaga. Þriðja stórverkefnið sem Lutheran World Service vinnur að um þessar mund- ir er loftbrúin milli Nairóbí og Júba í suðurhluta Súdans en fyrir nokkru hófust einnig flutningar með bílum m.a. frá Uganda. Auk þessara verkefna segir Johan Balslev að til séu það sem hann kallar jákvæð neyðarhjálparverk- efni: -Dæmi um það eru flutningar flóttamanna frá Malawi til heim- kynna sinna í Mósambik þar sem nú er kominn friður. Um það bil ein milljón manna hraktist frá landinu og við áætlum að það taki um eitt ár að flytja þá til baka. Hlutverk okkar er að aðstoða við að byggja upp þjóðfélagið á ný og á ég þar við heilsugæslu, skóla, samgöngur og hvaðeina annað sem þarf til að venjulegt þjóðfélag geti starfað eðlilega. Lutheran World Service notaði í fyrra nærri tvo milljarða króna til neyðarhjálpar og hefur sú upp- hæð vaxið nokkuð síðustu tvö árin. Ástæðan er m.a. dýrir loftflutning- ar en einnig hefur neyðarverkefn- um beinlínis fjölgað. -Neyðarhjálp lýkur trúlega aldr- ei og það sorglega er að hún staf- ar æ oftar af völdum manna. í Afríkuríkjum hefur einræðisherr- um verið steypt af stóli og borgara- styrjaldir brotist út með tilheyr- andi neyðarástandi sem tekur mörg ár að laga. En það tekst þó um síðir, t.d. í Uganda, Mósambik og Suður Afríku þar sem ástandið fer batnandi og þess vegna höldum við ótrauð áfram með verkefni sem þessi - það þýðir ekkert að leggja árar í bát. Neyðarhjálparverkefnin gera yfirleitt ekki boð á undan sér en mér sýnist þó líklegt að aðstoð- ar verði þörf áður en langt líður í fyrrum Sovétlýðveldunum. Johan Balslev hefur starfað hjá LWS síðustu 12 árin og áður var hann í mörg ár við þróuanrstörf í Afríku og Asíu. Hann er Dani og bjó áður á Jótlandi þar sem hann rak búgarð og segir aðspurður ekki álitlegt að snúa sér að dönsk- um landbúnaði á ný. En hann þekkir orðið vel til neyðarhjálpar og þróunarmála frá öllum hliðum. Ný reynsla -Reynslan á Balkanskaga er þó alveg ný því fram að því hafði ég eingöngu haft afskipti af starfi meðal þjóða þriðja heimsins. Á Balkanskaga er starfið á vissan hátt auðveldara, þar eru lífsgæðin og möguleikarnir meiri, fólkið bet- ur menntað og hefur möguleika á að bjarga sér á ýmsan hátt sjáift og þar er ekki um eins miklar fjar- lægðir að ræða og við hjálparstörf í Afríku eða Asíu. Við flytjum til dæmis mikið af hjáplargögnum til Ungveijalands eða staða í ná- grenni Bosníu og Króatíu og síðan koma bílstjórar þaðan og sækja vörurnar. Én vitanlega er starfið þarna á margan hátt hættulegra vegna stríðsátakanna. Hjá Lutheran World Service starfa 25 manns í aðalstöðvunum í Genf og um 100 manns á hinum ýmsu stöðum úti í heimi þar sem verkefni eru í gangi. Það eru sér- hæfðir starfsmenn en auk þeirra hefur stofnunin á sinum snærum nálega 5 þúsund manns um þessar mundir, þ.e. íbúa í viðkomandi löndum sem ráðnir eru til ýmissa tímabundinna starfa. Johan Balslev gat þess fyrr að yfirleitt væri ekki vandamál að fá fjármagn til stærri verkefna og hann lýsir því að lokum hvernig það gengur fyrir sig að koma hjálpinni af stað þegar neyðin kallar: -Það fyrsta sem við gerum er Johan Balslev Morgunblaðið/jt að safna upplýsingum um ástandið og umfang nauðsynlegrar neyðar- hjálpar. Þetta gerum við með því að senda fulltrúa okkar á staðinn, annað hvort héðan frá aðalstöðv- unum eða öðrum stöðum ef það hentar betur. Þeir senda síðan til aðalstöðvanna áætlun um kostnað og við leitum til aðildarkirkna um framlög og tekur þessi þáttur yfir- leitt ekki meira en tvo daga. Við köllum strax eftir viðbrögðum stærstu og fjársterkustu landanná sem venjulega koma samdægurs og ef undirtektir þeirra eru slíkar að yfir helmingur kostnaðar er fenginn hrindum við verkefninu af stað því auðvitað þarf að bregð- ast fljótt við. Síðan fer tíminn í að sjá um að verkefnið gangi upp og jafnframt að fjármagn fáist til að greiða það sem á vantar. Þar kemur að góðu gagni að geta átt von á framlögum frá stórum sem litlum löndum og hlutfallslega hafa komið mjög rausnarleg framlög frá íslandi í mörg neyðarverkefni okk- ar, segir Johan Balslev og á hann þar m.a. við fjármagn sem Hjálpar- stofnun kirkjunnar hefur sent til að kosta endurbyggingu húsnæðis í Króatíu, m.a. eftir söfnunina Hjálpum þeim í fýrra og framlög sem ríkissjóður hefur falið Hjálpar- stofnun að nýta til neyðarhjálpar. Ég held að kerfið og uppbygg- ingin hér skili mjög góðum árangri enda sýnir víðtækur stuðningur í einstökum kirkjum það að hjálpin skilar sér. Pjölmiðlar gegna mjög mikilvægu hlutverki í að koma á framfæri upplýsingum um ástand og gang mála og við verðum að sýna árangur í verki. jt Sundurskotin skólastofa í Króatíu bíður lagfæringar en íslendingar hafa lagt fram umtalsvert fjár- magn í neyðarhjálp á Balkanskaga og einnig sent þangað fatnað og matvæli. 40 þúsund hafa séð Karlakór- inn Heklu KVIKMYNDAFÉLAGIÐ Umbi sf. hefur starfað í tíu ár og liggja fimm kvikmyndir að baki, auk heimildarmynda, auglýsinga og sjónvarpsmynda. Helstu myndir félagins eru Skilaboð til Söndru (1983), Stella í orlofi (1986), Kristnihald undir jökli (1989) og Karlakórinn Hekla, sem fjörutíu þúsund manns hafa þegar séð, en sýningum er engan veginn lokið. Alls hafa verkefni félagsins kost- að á núvirði um 300 milljónir og hefur um helmingur þess fjár kom- ið að utan. Meðalaðsókn á leiknar myndir félagsins hefur verið um fjörutíu þúsund manns, sem er með því hæsta sem þekkist hérlendis. Um þessar mundir er verið að ganga frá erlendri dreifingu á Karlakórnum Heklu, en þegar hafa sex lönd keypt myndina til sýninga, þar af ljögur bæði í kvikmyndahús Og Sjónvai p. ÍFrMlatilkvnninpI Fyrirferðarlítil og hljómurinn er eins og þruma úr heiðskíru tœki. Verð aðeins 52.500 Stgr. • 9 0 0 Heimilistæki SÆTÚNI 8 • SÍMI: 6915 15 • KRINGLUNNI • SÍMI: 69 15 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.