Morgunblaðið - 23.03.1993, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993
41
Kristbjörg Guðmunds
dóttir — Minning
Fædd 3. nóvember 1898
Dáin 22. febrúar 1993
Lát konu sem komin er yfir ní-
rætt kemur varla á óvart. En það
vekur upp margar hugsanir, fyrst
sjálfsásökun fyrir að hafa ekki kom-
ið oftar til hennar síðustu árin henn-
ar á elliheimilinu. Hún fylgdist með
því sem gerðist utan veggja þess,
og það var hennar ánægja að kunn-
ingjarnir kæmu í heimsókn. Yfir
henni hvíldi sama róin og fyrr, hóg-
værðin og tillitssemin við aðra. Frá
henni stafaði sömu hlýjunni og vel-
vildinni í garð alls sem á líf og tilfinn-
ingu. Ég held að hún hafi munað
það frá uppvextinum að viðmótið
skiptir miklu máli.
Kristþjörg fæddist á Stokkseyri
3. nóvember 1898. Hún var líklega
fjórða bam foreldra sinna, sem voru
Lára Sveinbjömsdóttir frá Minnidöl-
um í Mjóafirði og Guðmundur Jóns-
son, fæddur í Vetleifsholtsparti í
Holtum í Rangárvallasýslu. Eldri en
Kristbjörg voru Antonía, Ágústa og
Vilborg, en yngri Guðmundur, fædd-
ur 1900, Sveinbjörg Lára, fædd
1902, Ambjörn Helgi, fæddur 1903,
Ásgeir Sigurður, fæddur 1905, Þór-
arinn Kristinn, fæddur 1907, Jón,
fæddur 1909, og Kristbjörg, fædd
1910. Foreldrar þeirra vom bláfá-
tæk, og þegar Kristbjörg var komin
með beinkröm tóku hana í fóstur
gömul hjón. „En konan var læknir
af Guðs náð,“ eins og Kristbjörg
orðaði það, og gaf henni grasaseyði
og fleira sem reyndist vel. Og af því
fór hún að dafna. Hjá þessum hjónum
var hún þangað til hún fór líklega
fyrst sumartíma á sjöunda ári snún-
ingastelpa að Efri-Vatnahjáleigu (nú
Svanavatn) í Austur-Landeyjum.
Sumarið eftir kom hún aftur að
Svanavatni, og var þar til fimmtán
ára aldurs, er hún fór vinnukona að
Bakka í sömu sveit. Þar hitti hún
mannsefni sitt, Einar Jónsson, sem
varð hennar samferðamaður á meðan
bæði lifðu.
Árið 1922 fóru þau að búa á Tjöm-
um í Vestur-Eyjafjallahreppi þar sem
Einar hafði alist upp að miklu leyti
og búið sjálfur um tíma með systur
£
Tökum að okkur
erfidiykkjur í
ný uppgerðum
Gyllta salnum.
Hlaðborð og
nýlagað kaffi
kr. 790,-
HótelBorg
sími 11440.
Blómastofa
FriÖfinns
Suöuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- eínnig um helgar.
Skreytingar viö öll tllefni.
sinni. í austurbænum á Tjömum
fæddust bömin þeirra öll nema eitt,
heilbrigð og vel gerð: Þuríður, Jám-
gerður, Sigurður, Leifur Sveinn, Jón,
Þórarinn Guðmundur, Magnús,
Kristján, Sigríður, Sigurður og Lóa.
Þá var varla hljóðlátt á þeim heima-
slóðum eins og nú. Því í vesturbæn-
um var líka bamahópur og í stöðugu
sambandi, leiksystkini sem áttu sér
eina mömmu í vesturbænum og eina
mömmu í austurbænum. Auðvitað
þurftu þær stundum að vega og
meta ýmis mál, en þær létu það ekki
hafa neitt að gera með þeirra vináttu.
Lengi hafði verið tvíbýli á Tjöm-
um, en 1940 var orðið þröngt um,
margir munnar að fæða á báðum
bæjum. Þá losnaði jörð í grendinni
og Kristbjörg og Einar fóm að Brún-
um í sömu sveit. Þar fæddist þeim
eitt bam, Lóa Þórey. 1946 losnuðu
Tjamir og þau komu þangað aftur,
en bara stutt, því að 1947 fóm þau
að Bakka, þangað sem þau höfðu
verið í vinnumennsku. Nú vom þau
húsbændur. Kristbjörg var síðasta
húsfreyjan á ’ljörnum, og Einar var
síðasti bóndinn, þar sem búið hafði
verið frá ómunatíð. Af fyrmm föður-
leifð hans fóm þau ekki fyrr en
Markarfljót gerði ómögulegt að vera
vegna landbrots. Það kemur fram í
viðtali við Kristbjörgu sem tekið var
fyrir tíu árum að þau fóru nauðug
frá Tjörnum. „Tjarnir fóru vel með
sína,“ segir hún, en jörðin Bakki með
sínum hlunnindum, þar sem þau
unnu hvort öðm heit og bjuggu síð-
ustu árin er líka góð, og henni hlýtur
oft að hafa liðið vel á Bakka. Fyrst
hjá fólki sem reyndist henni sannir
vinir bæði fyrr og síðar. Hjá því
höfðu tveir synir hennar alist upp,
og sambandið varð heldur ekki enda-
sleppt. Oft kom þetta fólk að heim-
sækja hana síðustu árin. Þetta veit
ég að hún og böm hennar kunnu að
meta. 1962 hættu þau svo búskap
og Jón sonur þeirra og tengdadóttir
tóku við. Einar dó 1967, Kristbjörg
þurfti þá orðið að vera undir læknis-
hendi vegna sjúkdóms í augum. Og
á Droplaugarstöðum dvaldi hún síð-
asta áratuginn.
Saga þess fólks sem nú er að
fæðast á Islandi verður varla lík sögu
Kristbjargar eða samferðafólks
hennar. Nú skilja varla þeir sem
ekki sáu misjöfn handtök, hvað miklu
máli skipti hvernig verkfærunum var
beitt. Einar á Tjörnum var alveg
sérstakur sláttumaður, það var eins
og ljáförin yrðu breiðari hjá honum
en hinum, og Kristbjörg var ham-
hleypa við rakstur á þurru heyi. Þau
vom líka alltaf vinnandi, þannig
komust þau af. Líf hennar var í flestu
líkt og líf margra kvenna á fyrri hluta
þessarar aldar. Brauðstrit, vinna og
meiri vinna, allt í þágu annarra. Hún
hugsaði ábyggilega ekki: Hvað getur
heimurinn gert fyrir mig? Heldur:
Hvað get ég gert fyrir hina? Það er
ólíkt uppeldi bama nú og þá, þegar
þau gátu borið undir mömmu hin
ýmsu mál sem upp komu. Mamma
er alltaf réttlátur dómari, það vita
öll börn. En móðurhlutverkið út-
heimtir þolinmæði, fómfýsi og mildi
sem Kristbjörg átti í ríkum mæli.
Kaflar í ævi Kristbjargar voru svo
erfiðir að varla er skiljanlegfhvernig
hægt var að standa. Fjögur börnin
þeirra dóu, tvær yngstu stúlkurnar
+
afi
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
og langafi,
JAKOB ÞORSTEINS JÓHANNSSON
fyrrv. vörubifreiðarstjóri
Hrafnistu,
áður til heimilis Skálagerði 11,
er andaðist 12. mars sl. verður jarð-
sunginn frá Áskirkju, miðvikudaginn 24.
mars nk. kl. 13.30.
Ingibjörg Hjartardóttir,
Björgvin Jakobsson,
Elsa Jakobsdóttir,
Bára Jakobsdóttir,
Jóhann Jakobsson,
Hjörtur Jakobsson,
Guðmundur Jakobsson,
Ólafur Haukur Árnason,
Unnur Ólafsdóttir,
Auður Gunnarsdóttir,
Anna Einarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför mannsins
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
EGILS BJARNASONAR,
fornbókasala.
Sérstakar þakkir færum við Kirkjukór
Kópavogs, organista og Kársnessókn.
Gyða Siggeirsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og langafabarn.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför,
ELÍNAR JÓNSDÓTTUR
frá Ólafshúsum.
Erla Þorvarðardóttir,
Hilmir Þorvarðarson,
Sigriður Þórðardóttir,
Þorvarður Þórðarson,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
og Leifur og Þórarinn, auk þess dó
lítið barnabarn heima hjá ömmu
sinni, og bærinn þeirra brann með
öllu sem þau áttu. Og út úr öllu
þessu kemur enginn án þess að á
honum sjái. Auk þess að bera sinn
harm studdi hún Einar þegar þungar
hugsanir sóttu að honum, og þau
studdu hvort annað, það fann ég líka.
Móðir mín og Einar voru systkini og
þessar fjölskyldur bjuggu sín í hvor-
um bænum á Tjörnum, samgangur-
inn var því mikill, líka eftir að flutt
var frá Tjömum og fjölskyldurnar
hjálpuðust að þegar mest þurfti með.
Eg man hvað mikinn styrk Krist-
björg og Einar áttu til að gefa for-
eldrum mínum þegar þau misstu
dóttur sína.
Mér var Kristbjörg sem önnur
móðir, og þegar lengra varð milli
bæjanna fékk ég stundum að fara í
orlof að Bakka í nokkra daga sam-
fellt til að leika mér við krakkana.
Þá kynntist ég henni líka sem hús-
móður á stóru heimili. Borðið var
alltaf hlaðið af góðum mat. Þó að
gestir væru auk heimafólks dag eftir
dag, voru margir diskar fullir af
bakkelsi. Það var hennar vilji að
gera sem allra best við alla, gesti,
heimafólk og líka við dýrin sín. Þau
hændust að henni og hópuðust í
kringum hana. Ég held varla að hún
hafí kunnað að spara, hún gaf allt
sem hún gat. Maður fann svo vel að
í öllu hennar viðmóti og hlýju var
hvergi falskur tónn, en óblandinn
heiðarleiki og góðvild.
Ef við megum eiga Guðstrú, og
við verðum dæmd af verkum okkar,
er rökrétt að heimkoma Kristbjargar
hafí verið góð. Og að hennar hafí
þá Iíka beðið vinir í varpa þegar von
var á gesti.
Grétar Haraldsson.
Minning
Helga Sigurðardóttir
Þegar mér bárust fréttirnar um
að amma mín, Helga Sigurðardóttir,
væri látin, fannst mér það svo óraun-
verulegt þó að ég vissi að hún væri
búin að vera mikið veik undanfarin
ár og hreint og beint undur að hún
skyldi rísa á fætur eftir hvert hjar-
takastið á fætur öðru.
í Orðskviðunum 18:14 segir:
„Hugrekki mannsins heldur honum
uppi í sjúkdómi hans.“
Það á svo sannarlega við ömmu
Helgu. Hún kvartaði ekki og var allt-
af jákvæð og sagðist ætla að lifa.
Hún var svo sannarlega hugrökk
og tilbúin að gleðja aðra og gefa góð
ráð.
Þegar ég var lítil vissi ég að amma
og afí tækju mér alltaf opnum örmum
og leitaði ég oft á náðir þeirra þegar
erfiðleikar voru hjá mér. Heimili
þeirra einkenndist af gestrisni og
hlýju og þar átti maður alltaf von á
að hitta önnur ættmenni óg fá góðar
kökur.
Mér er minnisstætt eitt skipti þeg-
ar ég hafði brotið dýrmætan hlut og
var mjög leið yfir því. Þá sagði
amma: „Það tekur því ekki að syrgja
dauða hluti, heldur miklu fremur eig-
um við að láta okkur vera annt um
þá sem lifandi eru.“ Þessi orð höfðu
sterk áhrif á mig.
Sama dag og tíðindin bárust
hljómaði innra með mér Sálm. 90:10:
„Ævidagar vorir eru sjötíu ár og
þegar best lætur áttatíu."
Eg og fleiri höfum beðið gegnum
árín að amma mætti lifa, en þennan
dag hljómaði þetta biblíuvers stöðugt
innra með mér. Ég vissi að amma
var 81 árs og ég þyrfti að vera viðbú-
in. Ég veit að hún er núna hjá frels-
ara vorum, Jesú Kristi, og þó að ég
gæti ekki kvatt hana, munum við
tala saman seinna í himnaríki.
I Jóhannesarguðspjalli 11:25
stendur: „Jesús mælti: Ég er uppris-
an og lífið. Sá sem trúir á mig mun
aldrei að eilífu deyja.“
Ég bið Guð föður vorn, Guð allrar
huggunar, að hugga öll böm ömmu
Helgu: Sigurð G. Njálsson, Sigurð
N. Njálsson, Sigurbjörgu Njálsdótt-
ur, Steinunni Njálsdóttur og Elínu
Njálsdóttur.
Helga S. Sigurðardóttir.
+
Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúö og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ÖNNU SIGRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR
frá Patreksfirði,
Álfheimum 22, Reykjavík.
Agnes Ágústsdóttir,
Hannes Agústsson,
Herdfs Heiðdal,
Haukur Heiðdal,
Elín Heiðdal,
Elín Þorkelsdóttir,
Sigrún Sigurjónsdóttir,
Magnús Olafsson,
Helga Haraldsdóttir,
Gi'sli Þorvaldsson,
Ólafur Pétursson
og fjölskyldur.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður, tengdaföður og afa,
VALDIMARS SIGURÐSSONAR,
Víðilundi 18,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar FSA í Seli.
Hrafnhildur Þorvaldsdóttir,
Vala Valdimarsdóttir,
Kristín Sigríður Valdimarsdóttir,
Einar Már Valdimarsson, Margrét ísdal,
Arna Þorvalds, Friðfinnur Daníelsson
og barnabörn.
GRÁSTEINN
B L Á G R Ý T I , L I P A R I 1
GABBRÓ.MARMARI
II
H
G R A N f T
S.HELGASON HF STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 KÓPAVOGI SÍMI: 91 76677