Morgunblaðið - 23.03.1993, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 23.03.1993, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993 Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema 413 nemendur í 22 skólum tóku þátt í keppninni STÆRÐFRÆÐIKEPPNI framhaldsskólanema veturinn 1992-1993 var í tveimur hlutum. Fyrri hluti keppninnar fór fram 20. október 1992. Hann var í tveimur stigum; neðra stigið, sem ætlað var nemendum á fyrri tveimur árum framhaldsskólanna, og efra stigið, sem ætlað var nemendum á seinni tveimur árum framhaldsskólanna. Alls tóku 413 nemendur úr 22 skólum þátt í keppninni, þar af tóku 217 nemendur þátt í efra stigi og 196 í neðra stigi keppninnar. Seinni hluti keppninnar var úr- slitakeppni, haidin laugardaginn 6. mars 1993 í Háskóla Islands. Þátt- takendur voru 36. Dómnefnd ákvað að þrír hæstu keppendur skyldu hljóta peningaverðlaun. Fyrirtækin ístak hf. og Steypustöðin hf. bera allan kostnað af keppninni og veita verðlaunin, en keppnin hefur notið rausnar þeirra mörg undanfarin ár. í tíu efstu sætunum voru: 1. Bjami V. Halldórsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 2. Daníel F. Guðbjartsson, Fjölbrautaskóla Suðumesja, 3. Stef- án Jónsson, Menntaskólanum á Ak- ureyri, 4. Guðjón I. Guðjónsson, Menntaskólanum við Sund, 5. Sig- urður Freyr Marinósson, Mennta- skólanum í Reykjavík, 6. Ari Eiríks- son, Menntaskólanum á Akureyri, 7. Bergþór I. Björgvinsson, Mennta- skólanum á Laugarvatni, 8. Alfreð Hauksson, Menntaskólanum í Reykjavík, 9.-10. Davíð Þór Braga- son, Menntaskólanum á Akureyri, og 9.-10. Eggert Jón Magnússon, Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þessum tíu efstu keppendum hefur verið boðið að taka þátt í sjöundu norrænu stærðfræðikeppninni, sem verður haldin í skólum keppenda 17. mars 1993. (Fréttatilkynning) UR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 19. - 22. mars 1993 Tilkynnt var um 72 umferðar- óhöpp á tímabilinu. Þar af urðu meiðsli á fólki í þremur tilvikum. Tjón varð á 142 ökutækjum, en líklegt má telja að hátt í þriðja hundrað ökutæki hafí skemmst meira og minna í umferðaróhöpp- um á starfssvæði lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Hér er um að ræða umtalsverða upphæð í krónum talið sem ýmist tjónvaldar eða tryggingafélög þurfa að greiða á næstunni. Auk þeirra tjóna sem urðu um helgina var tilkynnt um 140 umferðaróhöpp til lögreglunnar í liðinni viku svo segja má að tjónið á þessu tíma- bili öllu hafi verið gífurlegt. Lykill- inn að lausn þess að bæta megi ástandið hlýtur þó að liggja hjá sérhveijum ökumanni. Það að tvö hundruð umferðaróhöpp verði á viku tímabili á ekki stærra svæði hlýtur að kalla á ítarlega umhugs- un og nauðsyn þess að fólk skoði hug sinn betur, miklu betur, með tilliti til þátttöku þess í umferðinni. Innbrot voru 7 talsins í umdæm- inu. Til samanburðar voru þau 25 talsins þegar verst lét um tíma fyrir þremur vikum. Nauðsynlegt er að fólk haldi vöku sinni og til- kynni allt ef grunsemdir vakna um_ refsiverða háttsemi. A föstudagsmorgun hringdi fólk mikið í neyðarsímann til þess að fá staðfestingu á því að það hvíta sem það sá út um gluggann þegar það vaknaði væri snjór og hvort að raunverulega gæti verið hált og illfært fyrir neyðaraðstoð, en í upplýsingasímanum 699020 eru veittar upplýsingar hjá lög- reglu um allt það sem fólk fýsir að fá að vita. 20 ökumenn, sem lögreglan hafði afskipti af, eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfeng- is. Af þeim höfðu þrír lent í um- ferðaróhöppum áður en til þeirra náðist. Snemma á laugardagsmorgun sást hvar piltur braut rúðu í versl- un við Brautarholt, en tók til fót- anna er hann varð mannaferða var. Lögregiumenn handtóku pilt- inn á hlaupum þar skammt frá, en ástæða þótti til að flytja hann á slysadeild sökum þess hve illa hann hafði skorið sig við rúðubrot- ið. Að því búnu fékk hann vistun í fangageymslu. Á sunnudagskvöld var bifreið- um mjög illa lagt við Laugaveg í nálægð við kvikmyndahús, sem þar eru. Aðrir ökumenn, sem leið áttu um, áttu erfitt með að kom- ast leiðar sinnar. Flytja þurfti fimm bifreiðir af Laugaveginum með dráttarbifreið og tvær af Njálsgötu. Segja má að þar hafi letin verið mönnum dýrkeypt því nóg var að löglegum bifreiðastæð- um þar skammt frá. Aðfaranótt mánudags varð vart við mann lokaðan inn í einu fyrir- tækja borgarinnar. Maðurinn, sem hafði reynt að vekja á sér at- hygli, hafði læst sig inni á stiga- gangi og komst hvorki út né í síma. Þegar hann hafði verið að yfirgefa eitt fyrirtækið í húsinu læsti hann samviskusamlega á eftir sér, en uppgötvaði þá sér til mikillar hrellingar að lyklarnir höfðu orðið eftir inni og þar sem útidyrnar voru ekki opnanlegar nema með lykli komst hann ekk- ert. Þannig varð hann að bíða í nokkrar klukkustundir þangað til hans var vitjað. Lögreglumenn nálguðust lykla hjá samstarfs- manni mannsins og leystu hann úr prísundinni. V erðlaunaafhending FRÁ afhendingu verðlauna, frá vinstri: Ágúst Valfells, verkfræðingur, fulitrúi Steypustöðvarinnar, Stef- án Jónsson, MA, Bjarni V. Halldórsson, MR, Daníel F. Guðbjartsson, FS, og Sverrir Örn Þorvaldsson, stærðfræðingur í dómnefnd. Sjúkrasamlög ákjós- anleg heildarlausn? Margvíslegar hugmyndir viðraðar á sameiginlegum fundi Félags um heilbrigðislöggjöf og Félags um heilsuhagfræði RJÚFA þarf tengslin milli þjóðartekna og heilbrigðisþjónustu en það myndi gerast ef sjúkrasamlögin yrðu tekin upp á ný. Byggðastefna hefur orðið til þess að Reykvíkingar hafa misst af lestinni varðandi heilsugæslustöðvar. Aukinn kostnaður er fyrirsjáanlegur í heilbrigð- iskerfinu vegna þess að hlutfall 65 ára og eldri fer stöðugt vax- andi. Þessi sjónarmið og mörg fleiri komu fram á sameiginlegum fundi Félags um heilbrigðislöggjöf og Félags um heilsuhagfræði um framtiðarstefnuna í heilbrigðismálum laugardaginn 13. mars. Fundinn sátu um 60 manns og var fjallað um siðfræðileg og hag- fræðileg álitamál. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hóf fund- inn með framsöguræðu, fjallaði um bakgrunn núverandi heil- brigðiskerfis og rakti þróunina á síðustu áratugum. Hann sagði að vaxandi hlutfall 65 ára og eldri hlyti að leiða til aukins kostnaðar í heilbrigðismálum þó að gætt væri fyllsta aðhalds og myndi þetta hlutfall vaxa mjög eftir alda- mót. Útgjöld til heilbrigðismála hafa stöðugt farið vaxandi undan- fama áratugi en Sighvatur benti á að hlutur einstaklinga hafði ekki aukist og verið 13% á ámnum 1984-92. Sjúkrasamlög á ný? Ólafur Örn Amarson yfirlækir á Landakoti fjallaði um kosti þess að endurvekja sjúkrasamlögin. Hann benti á að ijúfa yrði tengsl- in á milli þjóðartekna og heilbrigð- isþjónustu því heilbrigðisþjónustan mætti ekki ráðast af því hversu mikið fiskaðist frá ári til árs. Ólafur gagnrýndi niðurskurðar- stefnuna sem verið hefur í heil- brigðismálum og sagði hana hafa einkennst af því að þegar skorið hefði verið niður á einum stað hefði það orsakað þenslu á öðram. Sighvatur Björgvinsson mót- mælti þessu og nefndi dæmi um niðurskurð sem hefur skilað árangri. Ólafur sagði að aukinn spamað- ur í heilbrigðiskerfinu stafaði ekki aðeins af niðurskurði heldur hefðu framfarir í læknisfræði gert það að verkum að margar aðgerðir væm nú gerðar með hagkvæmari og ódýrari hætti en áður. Hann lauk máli sínu með því að fjalla um vangaveltur ráðherra þess efnis að vaxandi hlutfall 65 ára og eldri hlyti að leiða til auk- ins kostnaðar í heilbrigðiskerfinu. Ólafur taldi litla ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu því framf- arir í læknisfræði myndu í framtíð- inni leysa ýmsan vanda sem nú veldur miklum kostnaði. Reykvíkingum refsað Skúli G. Johnsen borgarlæknir sagði það staðreynd að heilbrigðis- málum hér á landi hefði lengi ver- ið illa stjórnað. Tvö undanfarin ár hefði fyrst verið farið að gera nýja hluti og stokka upp. Sem dæmi um hina slöku stjóm mætti nefna uppbyggingarpólitíkina á heilbrigðisstofnunum frá árinu 1973 þegar ríkið hóf að greiða 85% af stofnkostnaði slíkra stofnana í stað 60% áður. Byggðastefna hefði verið í algleymingi og gengið út á að pumpa sem allra mestum fjár- munum út á land. Þegar litið væri á það hversu Reykjavík væri af- skipt á þessu sviði, bæði er varð- aði byggingu heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa, annarra en ríkissp- ítala, á tímabilinu 1974 og allt til 1989-90 þá virtist sem lands- byggðarþingmönnum hefði fundist það ágæt byggðastefna að refsa Reykvíkingum. Afleiðingin væri sú að nú stæðu menn uppi með tóm hjúkrunarpláss út um allt land á meðan hundruð gamalmenna bíða hér í Reykjavík. Önnur afleið- ing af þessu væri að læknisþjón- usta í Reykjavík væri nú mun dýrari en verið hefði ef heilsu- gæslustöðvar hefðu verið byggðar. Sérfræðingarnir væru nefnilega meira og minna að sinna heimilis- læknastörfum en gegn miklu hærra gjaldi en heimilislæknamir fá. Sérfræðiþjónusta vönduð og ódýr Sverrir Bergmann formaður Læknafélags íslands sagði að ís- lenska heilbrigðiskerfíð væri afar gott en þar mætti þó ýmsu breyta. Hann nefndi sérstaklega öldrunar- mál, endurhæfingu og geðlækna- þjónustu. Hann sagði að frum- heilsugæsla hefði tekið miklum framförum og væri til fyrirmynd- ar. Sverrir sagði að sérfræðingar utan sjúkrahúsa væru mjög mikil- vægir í kerfinu og væri sérfræði- þjónustan hér ódýr en vönduð. Fjölmargir tóku til máls á fund- inum og svaraði ráðherra fyrir- spurnum í lok hans. n 'i j ^yifyjJiJiio Einn stærsti innisalur á landinu Vantar allar gerðir bíla á staðinn. Vanir menn, göð þjónusta. Opið frá 10-22 alla virka daga. Einnig laugardaga og sunnudaga. ft B

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.