Morgunblaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLABIÐ FIMMTUDAGUR 15. ABRÍL 1993 11 Samsýning í Listmunahúsinu Listmunahúsið í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu tók til starfa með glæsibrag síðasta vor og stóð fyrir nokkrum ágætum sýningum á síð- asta ári. Hins vegar hefur fram- haldið ekki gengið sem skildi, og eftir góða samsýningu lítilla mynda fýrir síðustu jól lagðist starfsemin því miður af um sinn. Nú hafa hins vegar orðið eig- endaskipti á þessu sýningarhúsi, og nýir eigendur hafa tekið við. Mun ætlunin að halda áfram að reka sýningarsal á svipaðan hátt og áður með sölugallerí við hliðina. Skal eigendunum óskað velfarn- aðar í upphafi, og vonandi verður Listmunahúsið í framtíðinni sterkur vettvangur myndlistar í höfuðborg- inni. Starfsemin hefur nú hafist að nýju með samsýningu á verkum fimm þekktra myndlistarmanna, þeirra Guðmundu Andrésdóttur, Guðmundar Benediktssonar, Jó- hannesar Jóhannessonar, Kjartans Guðjónssonar og Valtýs Pétursson- ar. Allir þessir listamenn voru fæddir um 1920 og tóku þátt í þeirri formbyltingu sem varð í ís- lenskri myndlist á sjötta áratugn- um. Valtýr er látinn, en hin eru enn í fullu fjöri í myndlistinni, og flest verk þeirra á þessari sýningu hafa verið unnin á allra síðustu árum. Hér gefst því ágætt tækifæri til að fylgjast með hvaða framþróun á sér stað í verkum þessara þekktu listamanna. Jóhannes Jóhannesson sýnir hér níu verk, þar sem oddbogaformið, sem hefur einkennt verk hans síð- ustu ár, er í aðalhlutverki. Hér birt- ist það í léttum leik mismunandi lita, þar sem fínna má gott jafn- vægi milli lita og línu, eins og í „Haustbirta" (nr. 6). Guðmunda Andrésdóttir sýnir hér nokkur eldri verk, frá 1969 og 1972, sem sýna vel hvers vegna þetta var mikilvægt tímabil í list- sköpun hennar; hinir djörfu litir í „Upprifjun" (nr. 12) draga enn að sér athygli. Kjartan Guðjónsson sýnir átta málverk frá síðasta ári; í sumum þeirra er kvenímyndin sterkur þátt- ur, og listamaðurinn virðist vera að gera nokkrar tilraunir með liti og vinnuaðferðir, t.d. í „Ljúfur svefn“ (nr. 15); aðrartengjast sjón- um á einn eða annan hátt, líkt og myndir Kjartans hafa oft gert áður. Á sýningunni eru alls tíu verk eftir Valtý Pétursson, öll frá síð- asta áratug. Uppstillingamar eru sérstaklega áhugaverðar, sem og stílfærðar konumyndir, líkt og nr. 30, þar sem heitir litfletir og hring- formin ráða mestu. Hafnarmynd- irnar eru hins vegar nokkru kraft- minni og hafa ekki sömu skírskotun nú og fyrr. Guðmundur Benediktsson sýnir sex höggmyndir, flestar unnar úr eir. Verkin byggja oft á jafnvægi og tengingu tvískiptra forma, og Guðmundur hefur nú einnig látið eirinn taka á sig ýmis litbrigði, sem njóta sín vel í verkunum. Sýningunni er ágætlega fyrir komið í sýningarsalnum, þannig að verk hvers listamanns njóta sín að mestu sem ein heild. Einkum á þetta við verk þeirra Jóhannesar og Valtýs, og er ljóst að myndlist hinna eldri getur verið lifandi í sam- tímanum engu síður en verk yngri listamanna. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hér verk Valtýs Péturssonar, sem hafa ef til vill að nokkru lent í skugga starfa hans sem myndlistargagnrýnanda um áratuga skeið. Samsýningin á verkum þeirra Guðmundu Andrésdóttur, Guð- mundar Benediktssonar, Jóhannes- ar Jóhannessonar, Kjartans Guð- jónssonar og Valtýs Péturssonar í Listmunahúsinu við Tryggvagötu stendur til sunnudagsins 18. apríl. Baltasar í FÍM-salnum FÍM-salnum við Garðastræti stendur nú yfir sýning á nokkrum verkum myndlistarmannsins Balt- asars, sem hafa kviknað út frá lestri hinna fornu Eddukvæða, og má með nokkrum rétti líta á sýninguna sem framhald af sýningu sem hann hélt í lista- og menningarstofnun- inni Hafnarborg í Hafnarfirði fyrir tveimur árum. Á sýningunni getur að líta fjögur málverk, unnin með blandaðri tækni, og síðan stórar, svartar teikningar, sem tengjast sömu við- fangsefnum. Tvær teikninganna hér eru raunar undirbúningur að stórum málverkum í þessum myndaflokki listamannsins, sem voru afhent Spánarkonungi að gjöf, þegar hann kom hingað til lands í opinbera heimsókn. Það eru hin stóru örlög, sem eru viðfangsefni Eddukvæðanna og þeirra myndverka, sem Baltasar Baltasar: Loki í valsham. hefur verið að skapa út frá þeim nú um nokkurra ára skeið. Þarna eiga sér stað stöðug átök lífs og dauða og þeirra táknmynda, sem tengjast örlögunum, þ.e. goða og kynjavera - fugla, úlfa og hesta. Öll trúarbrögð eiga sér sögur er tengjast þessum hildarleik, en hin norræna goðafræði býður örugg- lega upp á dramatískari átök huldu- heima en flestar þeirra trúarkenn- inga, sem enn Iifa. Því er auðvelt að skilja, að þessi viðfangsefni hafi náð að heilla listamanninn. Þrátt fyrir svipaða uppbyggingu, hefur hvert málverk til að þera sinn sérstaka svip og sinn eigin lita- skala. Þannig verður „Skírnir" til úr rauðum eldglæringum í dulúð- ugu umhverfi; meira þarf ekki til að móta þennan fræga fararskjóta. í „Gangleri" leggur listamaðurinn hins vegar meira upp úr myndbygg- ingunni, og fyrir vikið verður hið sterka miðvægi flatarins meira áberandi en ella. „Frigg í valsham" er ef til vill sterkasta málverkið hér, og sýnir vel hversu mikilvæg einstök smáat- riði geta verið fýrir heildina í verk- um Baltasars. Drunginn og birtan takast á um völdin yfir málverkinu, en í miðju þess skerpast átökin í rauðum gogg og augum fuglsins, sem baðar út vængjunum. Teikningarnar eru mótaðar á frjálsan og óþvingaðan hátt, en í þeim eru aðalatriðin dregin skarp- lega fram, og engin aukaatriði ná að draga athyglina frá þeim. Fugls- líki goðanna koma víðar fyrir en í málverkunum, og má t.d. benda á „Loka í valsham" og „Óðinn“ í því sambandi. Hestar hafa einnig átt mikið dálæti listamannsins, enda eru það ætið reisulegar skepnur, sem birtast í myndum hans, eins og sést hér í „Hrímfaxi". Sýningunni er afar vel fyrir kom- ið í því takmarkaða rými, sem FÍM- salurinn býður upp á. Málverkin hafa nægt svigrúm og njóta sín vel, sem leiðir síðan til þess að hin- ar svörtu og sterklegu teikningar, sem eru settar í mikla og þunga járnramma til frekari áherslu, fá einnig það pláss sem þær þurfa til að standa sjálfstætt. Þama hafa menn staðist ágætlega þá freist- ingu, sem felst í því að ofhlaða list- sýningar. Sýning Baltasars í FÍM-salnum við Garðastræti stendur til mánu- dagsins 19. apríl. Stykkishólmskirkja Söngvar ljóss og myrkurs SIGURÐUR Bragason söngvari og Bjarni Þ. Jónatansson píanó- leikari halda tónleika í Stykkis- hólmskirkju á laugardaginn 17. april, kl. 16.00. Tónleikarnir hafa yfirskriftina Söngvar ljóss og myrkurs og á efnisskrá þeirra er m.a. ljóðaflokkurinn Söngvar og dansar dauðans eftir Modest Mússorgskíj fluttur á rússnesku. Einnig verða flutt íslensk lög eftir Jón Leifs, Sigvalda Kaldal- óns, Árna Thorsteinsson og gamansöngvar eftir Atla Heimi Sveinsson, ásamt sönglögum eft- ir ítalska höfunda s.s. Paolo Tosti, Giuseppe Verdi o.fl. Sigurður Bragason hefur sungið á fjölmörgum tón- leikum hér heima og erlendis; í út- varpi og sjónvarpi. Hann hefur sungið í óperum í Þjóðleik- húsinu og íslensku óperunni, einnig með Óperusmiðj- unni í Borgarleik- húsinu og með ís- lensku hljómsveit- Br^ason mm í Langholts- kirkju. Fyrir fímm árum síðan kom út plata með söng hans. Sigurður hefur verið stjórn- andi Árnesinga- kórsins í Reykjavík frá 1988 og kenn- ari við Tónlistar- skólann á Akranesi frá 1986. Hann Bjarni Þ. Jóna- hefur haldið tón- tansson. leika m.a. i Berlín, Bonn, Mílanó, Kaupmannahöfn og Osló og er boð- ið að syngja í La Salle Oliver eftir Messiaen í Grenoble í Frakklandi í sumar, og einnig í hinum kunna Fílharmóníusal í'Köln. Bjarni Þ. Jónatansson hóf tónlist- arnám við Tónlistarskóla Eyrar- bakka en síðan lá leiðin í Tónlistar- skólann í Reykjavík og eftir loka- próf þaðan var hann við framhalds- nám hjá prófessor Philip Jenkins í Lundúnum. Bjami hefur auk þess sótt fjölda námskeiða, einkum í ljóðasöng. Auk kennslu hefur Bjami fengist töluvert við undirleik og komið víða fram með kórum og ein- söngvumm. Hann hefur verið fast- ráðinn píanókennari og undirleikari við Nýja tónlistarskólann frá 1982. Wllllil Kynnum nýja vor-matseðilinn^ með girnilegum suður-amerískum réttum, sem gæla við bragðlaukana. Sundlaugin er opin öllum alla daga: Vatnsrennibraut, barna-busllaug, heitir pottar og náttúrugufubað innifalið. sxcittfiliig Hinir frabæru LOS PARACAYOS skemmta matargestum öll kvöld vikunnar og í síðdegiskaffi- tímanum laugardag og sunnudag. HÓTEL ÖDKi HVERAGERÐI• SIMl 98-34700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.