Morgunblaðið - 15.04.1993, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRIL 1993
Tvíhöfði skilar áliti, kvótaeigendur hrósa sigri
Framsókn líkleg til stuðnings
eftir Jóhann
*
Arsælsson
Niðurstaða ríkisstjórnarflokkanna
við endurskoðun fískveiðistefnunnar
er í hnotskurn: að festa aflahlut-
deildarkerflð í sessi og að veita
kvótaeigendum víðtækt frelsi til að
hagnast á kostnað sjávarútvegs-
byggðanna, sjómanna og fískverka-
fólks, og útlendingum möguleika til
að eignast hlut í auðlindinni.
Tvíhöfðanefndin hefur skilað áliti.
Með því eru hrossakaup stjórn-
arflokkanna frá því í haust staðfest.
Höfuðniðurstaða stjórnarflokk-
anna er að festa núgildandi kvóta-
kerfí í sessi með því ígildi eignar-
halds á auðlindinni sem því fylgir.
Þær breytingar sem tvíhöfðanefndin
leggur til að verði gerðar á fiskveiði-
stjóminni ganga allar í þá átt að
afhenda kvótaeigendum endanlega
eignarréttinn á flskinum í sjónum
og gera þennan aðgang að auðlind-
inni að verslunarvöru.
í þeim tilgangi leggur nefndin til
eftirfarandi:
Aflamarkskerfíð verði fest í sessi.
(Þar er í raun átt við allt nið svokall-
aða kvótakerfí og þar með aflahlut-
deildina, það er að segja hver kvóta-
eigandi á tiltekin % úr viðkomandi
fiskistofni.)
Aflamark verði sett á keilu, löngu,
lúðu, steinbít og blálöngu.
Vinnslustöðvar megi eiga kvóta.
Smábátar fari á aflamark.
Tvöföldun línuaflans verði afnumin.
Útlendingum verði veittar heim-
ildir til fjárfestinga í íslenskum sjáv-
árútvegi.
Veikburða viðnám Alþýðuflokks-
ins sem fólst í því reyna að koma á
sölu veiðiheimilda hafði þann árang-
ur að gert er ráð fyrir að farið verði
að innheimta veiðileyfagjöld í árslok
1996. Það breytir engu um algeran
sigur veiðiréttareigenda í sjálfu
grundvallaratriði málsins þ.e.a.s.
ígildi eignarréttar kvótaeigenda í því
að nýta auðlindina verður áfram í
gildi.
Alþýðuflokkurinn hafði í raun
aldrei neina' skoðun á því hvernig
stjórnkerfí fískveiða ætti að vera.
Þar ætluðu menn að leysa öll vanda-
málin með því að selja veiðileyfin.
Sú aðferð getur aldrei tryggt þjóð-
inni full yfirráð yfír auðlindinni nema
ríkissjóður selji veiðileyfín hæstbjóð-
enda. Ef það yrði gert myndi verða
algert upplausnarástand í þjóðfélag-
inu og öryggi fyrirtækja og byggðar-
laga væri stefnt í stórkostlega
hættu.
Hugmyndir Alþýðuflokksins stóð-
ust ekki umræðuna milli stjórn-
arflokkanna, þeir urðu að viður-
kenna að þær gengu ekki upp. For-
svarsmenn kvótaeigenda, sem virð-
ast fara með þessi mál í Sjálfstæðis-
flokknum, fóru með sigur af hólmi.
Hið svokallaða veiðileyfagjald er
ekki líklegt til að breyta í neinu
þeirri þróun sem kvótakerfið er að
leiða yfir þjóðina.
Það er hins vegar líklegt að gjald-
ið verði að einhveiju leyti nýtt til
að láta útgerðina standa undir rann-
sóknum og kostnaði sem tilheyrir
sjávarútveginum.
Ríkisstjómin virðist stefna nú að
því að afgreiða þessi mál í tvennu
lagi þ.e.a.s. frumvarp um þróunar-
sjóð nú á þessu þingi en aðrar breyt-
ingar sem nefndin leggur til verði
afgreiddar síðar.
I hugmyndum um „þróunarsjóð"
er gengið út frá því að aflamark-
skerfi verði áfram í gildi þannig að
verði þau áform að veruleika hefur
núgildandi kvótakerfi verið fest í
sessi.
Fyrrverandi sjávarútvegsráð-
herra, Halldór Ásgrímsson, hefur
talað þannig um þessar hugmyndir
og meðferð málsins, að leiða má að
því líkur að Framsóknarflokkurinn
muni vera tiltölulega ánægður með
þróun þessa máls og væri jafnvel
tilbúinn að liðka fyrir því að það fái
í heild framgang á þessu þingi.
Þetta er einkar athyglisvert, þeg-
ar það er haft í huga, að ekkert
samráð hefur verið haft við stjórn-
arandstöðuna um þessi mál en um
það var ákvæði í lögunum um stjórn
fískveiða.
í hinni svokölluðu „Hvítbók" rík-
isstjómarinnar er eftirfarandi boð-
skapur til þjóðarinnar:
„Mörkun heildstæðrar sjávarút-
vegsstefnu.
Ríkisstjórnin hyggst móta sjávar-
útvegsstefnu er nær jafnt til veiða,
vinnslu og markaðsmála, hamlar
„Það hefur aldrei verið
mikilvægara en nú að
safna liði gegn þessu
stórhættulega mið-
stýrða kerfi, þar sem
ríkið tryggir þeim út-
völdu frið til að leggja
atvinnugreinar undir
sig, gefur þeim vopn í
hendur til að flytja lífs-
björgina frá einni
byggð til annarrar og
skammta viðskipta-
mönnum sínum það
fiskverð sem þeim
þóknast.“
gegn ofveiði, treystir byggð, stuðlar
að hagræðingu, og tryggir stjórn-
skipulega stöðu sameignarákvæðis
laga um stjórn fískveiða."
Það virðist ekki vera nokkur vafi
á því hvernig eigi að skilja þetta
fyrirheit. Þetta er yfirlýsing um að
þjóðinni sem heild verði tryggð
ævarandi og óumdeilanlegur eign-
arréttur yfir auðlindinni.
Verði framgangur málsins með
þeim hætti sem stjórnarflokkarnir
hafa boðað eru það hreint og klárt
svik á þessu fyrirheiti sem þarna var
gefíð. En hver er reynsla síðustu ára
af kvótakerfinu og hvers má vænta
á næstunni ef þær breytingar verða
sem stjómarflokkarnir boða á fisk-
veiðiþjóðinni?
Tilflutningur veiðiheimilda sem
hefur valdið byggðaröskun og at-
vinnumissi hefur farið hraðvaxandi,
hann mun nú breytast í lokaorrustu
fólks í hinum einstöku útgerðarbæj-
um fyrir lífí sinnar byggðar og sveit-
arfélögin munu neyðast til að taka
enn meiri þátt í rekstri sjávarútvegs-
fyrirtækja til að geta ráðið úrslitum
um það að kvótinn verði ekki seldur
úr byggðarlögunum. Tími hinna
stóru bæjarútgerða er að renna uþp.
Kvótaeigendur munu nú fara að
beita eignarhaldi sínu á aflaheimild-
unum af fullum þunga en það hafa
Jóhann Ársælsson
fæstir af þeim gert til þessa og
margir ekki tekið þátt í viðskiptum
með kvóta vegna andstöðu sinnar
við kvótakerfið.
Nú þegar eru þau fyrirtæki sem
komist hafa yfir ríflegar aflaheimild-
ir farin að vinna á mun lægra hráefn-
isverði en fæst á markaðnum. Sá
gróði sem þannig fæst er ekki vegna
sparnaðar eða hagræðingar, hann
er fenginn á kostnað sjómanna og
kvótalítilla útgerðarmanna. Þessi
fyrirtæki láta aka aflanum til sín
um þvert og endilangt landið og
fólkið í byggðarlögunum sem hafa
byggst upp vegna nærliggjandi
fískimiða má horfa upp á það að
aukin fískgengd á heimamiðum (sem
er væntanlega vegna friðunar und-
anfarinna ára) verður ekki til hags-
bóta fyrir fólkið þar heldur er aflinn
seldur á því verði sem kvótaeigand-
anum þóknast að greiða og honum
ekið til vinnslu jafnvel hundruð kíló-
metra yfir íjallvegi að vetrarlagi.
Svona stórkostleg er hagræðingin.
Fiskverð á mörkuðum er og hlýtur
alltaf að vera breytilegt og kannski
hefur það verið of hátt á undanförn-
um misserum en fiskverð kvótaeig-
enda er fundið út með því að leita
upp þann útgerðarmann sem verst
er staddur og bjóða honum vinnu
við að fiska til að gera eitthvað.
Aflahlutur sjómanna verður eftir
þessu.
Þetta snilldarlega úthugsaða kerfi
mun tryggja að útgerðarmenn sem
ekki eiga nógan kvóta og sjómenn-
irnir sem eru á bátunum hjá þeim
munu borga kostnað kvótaeigend-
anna við að komast yfir enn meiri
veiðiheimildir og í krafti þeirrar að-
stöðu munu enn fleiri verða hneppt-
ir í ánauð.
Stjórnarflokkarnir hafa klúðrað
endurskoðuninni á lögunum um
stjórn fiskveiða með því að ætla sér
að leysa þetta mikilvægasta atvinnu-
mál landsmanna með pólitískum
hrossakaupum.
Verði sú niðurstaða sem þeir hafa
komist að framtíðarlausn í málefn-
um sjávarútvegsins mun hefjast ör-
væntingarfull barátta milli sjávarút-
vegsbyggðanna um lífsgrundvöll
sinn, kjör sjómanna munu skerðast
stórkostlega og umboðsmenn er-
lendra aðila munu fá möguleika til
að flytja fiskinn úr landi á hinu nýja
fiskverði kvótaeigendanna.
Til þess að þessi skelfilega fram-
tíðarsýn verði ekki að veruleika
verða menn úr öllum starfsstéttum,
þjóðfélagshópum og stjórnmála-
flokkum að taka höndum saman um
aðra skipan mála.
Sem framlag sitt inn í þá umræðu
hefur þingflokkur Alþýðubandalags-
ins lagt fram þingsályktunartillögu
um samstarf allra flokka um mótun
sjávarútvegsstefnu sem sjávarút-
vegsnefnd Alþingis hafi forystu um.
Þar koma fram í drögum að laga-
frumvarpi sem fylgir tillögunni út-
færðar tiilögur um sóknarstýringu,
sem fulltrúar úr sjávarútvegsráði
flokksins hafa mótað. Þingflokkur-
inn hefur ekki samþykkt tillögurnar
sem endanlega frágengnar frá sinni
hendi en leggur þær fram, til um-
ræðu og lýsir sig reiðubúinn til að
skoða aðrar hugmyndir sem uppfylla
þær kröfur sem flokkurinn hefur
mótað og sem hann telur að verði
að gera til stjórnunar á þessari sam-
eiginlegu auðlind þjóðarinnar.
Þessar hugmyndir verða kynntar
■með ýmsum hætti á næstunni. Það
hefur aldrei verið mikilvægara en
nú að safna Iiði gegn þessu stór-
hættulega miðstýrða kerfi, þar sem
ríkið tryggir þeim útvöldu frið til
að leggja atvinnugreinina undir sig,
gefur þeim vopn í hendur til að flytja
lífsbjörgina frá einni byggð til ann-
arrar og skammta viðskiptamönnum
sínum það fiskverð sem þeim þókn-
ast.
Höfundur er alþingismaður
Aiþýðubandalagsins.
Norrænt kvennaþing —
Nordisk Forum 1994
eftir Valgerði
Gunnarsdóttur
Nýtt norrænt kvennaþing
Norðurlöndin eru án efa í farar-
broddi í jafnréttismálum í heiminum
í dag. Aðrar þjóðir líta til Norður-
landabúa sem fyrirmyndar á þessu
sviði. Við íslendingar njótum góðs
af merku samstarfi Norðurlanda-
þjóðanna í jafnréttismálum og má
þar nefna norræna jafnlaunaverk-
efnið og samnorrænu jafnréttisáætl-
unina sem samþykkt var á norræna
kvennaþinginu, Nordisk Forum, í
Osló 1988. Það þing var stærsta
norræna átakið í jafnréttismálum
með allt að 10.000 þátttakendum frá
öllum Norðurlöndunum. Nordisk
Forum í Osló þótti takast sérlega
vel og var mikil hvatning þeim er
þingið sóttu. Nú hefur Norræna ráð-
herranefndin og Norðurlandaráð
ákveðið að blása til nýrrar sóknar í
jafnréttismálum og efna til annars
norræns kvennaþings, Nordisk For-
um, sem verður haldið í Ábo í Finn-
landi fyrstu vikuna í ágúst 1994.
Norræna ráðherranefndin lagði ram-
mann að þinginu sem hefur verið
valin yfirskriftin Líf og störf kvenna,
hamingja og frelsi. M.a. er lögð
áhersla á að rædd verði tengsl heim-
ila og atvinnulífs, launajafnrétti og
breytt fjölskylduábyrgð í nútíma-
samfélagi. Stefnt er að því að þátt-
takendur verði ekki færri en í Osló
eða allt að 10.000 manns.
Markmið
Tilgangurinn með nýju norrænu
kvennaþingi er margvíslegur. Hann
er m.a. sá að meta þann árangur
sem náðst hefur síðan á Nordisk
Forum 1988 og glæða á ný jafnrétt-
isumræðu á Norðurlöndunum. Þing-
inu er ætlað að hvetja til nýrra að-
gerða og vekja nýjar hugmyndir í
jafnréttismálum. Það á einnig að
auka tengsl milli kvenna og kvenna-
hreyfínga á Norðurlöndunum og við
nágranna þeirra í Austur-Evrópu,
en konum frá Eystrasaltslöndunum
verður boðin þátttaka í þinginu.
Mikil áhersla er lögð á að hvetja
ungar konur til þátttöku og til að
þær leggi sitt af mörkum til jafnrétt-
isumræðunnar. Síðast en ekki síst
verður Nordisk Forum ’94 liður í
undirbúningi Norðurlandanna fyrir
kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna sem haldin verður 1995.
Opinber jafnréttisráðstefna
Jafnframt kvennaþinginu verður
haldin opinber jafnréttisráðstefna í
Ábo 1994. Þar munu mæta m.a.
stjómmálamenn, embættismenn og
fulltrúar kvennasamtaka til að
leggja línur fyrir framtíðina. Niður-
stöður ráðstefnunnar verða uppi-
„Það er ekki nokkur
vafi á því að þátttaka á
Nordisk Forum í Ábo
1994 verður ógleyman-
leg upplifun. Vonandi
verður það einnig
hvatning til að sýna
styrk og samstöðu í
baráttuni fyrir auknum
áhrifum kvenna á öllum
sviðum þjóðfélagsins til
hagsbóta fyrir alla.“
staðan í nýrri jafnréttisáætlun fyrir
Norðurlönd næstu 4 árin á eftir.
Verður hún væntanlega samþykkt
af jafnréttisráðherrunum á ráðstefn-
unni.
Undirbúningur
Undirbúningur fyrir Nordisk For-
um ’94 er þegar kominn nokkuð vel
á veg. Undirbúningsnefndir eru
teknar til starfa á öllum Norðurlönd-
unum en formenn nefndanna mynda
sameiginlega framkvæmdanefnd
sem ber ábyrgð á fjárhag þingsins
og hefur yfirumsjón með fram-
kvæmd þess. Undirbúningsnefndirn-
ar sjá þó aðeins um verkleg atriði
Valgerður Gunnarsdóttir
og að miðla upplýsingum um þingið
en efni og innihald mun ráðast af
því hvað þátttakendur sjálfir vilja
sjá og heyra — hvert þeirra framlag
verður. Þátttaka er öllum opin, jafnt
konum sem körlum sem hafa áhuga
á jafnréttismálum, svo og félaga-
samtökum og hópum.
Staður og efni
Ábo er gamall og fallegúr bær
og rennur áin Aura gegnum hann
miðjan. í miðbænum sem verður
vettvangur Nordisk Forum, stendur
gömul dómkirkja, gömul og falleg
menningarmiðstöð og háskólinn.
Þetta svæði er vel afmarkað svo
auðvelt er að komast á milli staða
og njóta þess efnis sem í boði verð-
ur. Einnig verða öll söfn, bíóhús,
leikhús og fleiri staðir lögð undir
atburðina. Auk fræðsluefnis og
menningaratriða er fyrirhugað að
hafa leikfimi daglega fyrir þátttak-
endur og einnig kvennaskokk eða
göngu. Þá verður róðrakeppni á
ánni Aura og landskeppni kvenna í
fótbolta er á dagskrá. Menningaratr-
iði verða án efa mjög fjölbreytt. I
bígerð er að halda kvikmyndahátið
með myndum sem leikstýrt er af
konum, þá verður haldin rokkhátíð
á vegum Ábobæjar og söfn bæjarins
lögð undir myndlist eftir konur frá
öllum löndunum.
Á hveiju sumri er haldin í Ábo
svokölluð nótt listanna og sumarið
’94 verður hún vikuna sem Nordisk
Forum stendur, nánar tiltekið þ. 4.
ágúst. Þá nótt verða öll kaffi- og
veitíngahús, söfn, kvikmyndahús og
leikhús í bænum opin alla nóttina.
Líklega verður blysför á bátum niður
ána þessa nótt og ýmislegt annað
sem erfitt er að geta sér til um nú.
Framkvæmdanefndin mun standa
fyrir einu dagskráratriði á dag.
Meðal efnis sem fjallað verður um
er norræna velferðarkerfið, framtíð
þess og þær breytingar sem eru að
verða á því í öllum löndunum. Einn-
ig verður fjallað um frumbyggjakon-
ur, kjör þeirra og framtíð. Aætlað
er að fá Nóbelsverðlaunahafann
Rigobertu Menchu til að ávarpa
þinggesti af því tilefni.
Það er ekki nokkur vafi á því að
þátttaka á Nordisk Forum í Ábo
1994 verður ógleymanleg upplifun.
Vonandi verður það einnig hvatning
til að sýna styrk og samstöðu í bar-
áttuni fyrir auknum áhrifum kvenna
á öllum sviðum þjóðfélagsins til
hagsbóta fyrir alla.
Höfundur er formaður íslensku
undirbúningsnefndarinnar fyrir
Nordisk Forum '94.
k
-
Cs
f
f
i
(
f
í
í
L
(