Morgunblaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRIL 1993 19 Óeirðir og mann- fall í Suðiir-Afríku ^ Höfðaborg, Jóhannesarborg. Reuter. OEIRÐIR blossuðu upp í nokkrum borgum í Suður-Afríku í gær þegar milljónir blökkumanna tóku þátt í útifundum til að syrgja blökkumannaleiðtogann Chris Hani, sem var myrtur á laugardag. Lögreglan skaut að minnsta kosti sex blökkumenn til bana og særði 245 menn í Soweto, borg við Jóhannesarborg, þegar um 15.000 blökkumenn gengu að lögreglustöð eftir útifund þar sem Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins (ANC), hélt ávarp. Lögreglumaður beið bana eftir að hafa orðið fyrir skoti í höfuðið þegar ungir blökkumenn gengu berserks- gang um miðborg Höfðaborgar, létu greipar sópa um verslanir og grýttu lögreglumenn. Oeirðir blossuðu enn- fremur upp í Durban, Pietermaritz- burg, höfuðborg Natal-héraðs, og Port Elizabeth eftir útigöngur á veg- um Afríska þjóðarráðsins. Nefnd alþjóðlegra friðareftirlitsmanna sagði að „glæpahópar" hefðu aðal- lega staðið fyrir óeirðunum. Lest fór af sporinu í grennd við Höfðaborg vegna óláta farþega hennar, sem voru á leið á minning- arathöfn um Hani. Þá voru tveir hvítir menn myrtir í bifreið í Tran- skei-heimalandinu, en ekki var vitað hvort atburðurinn tengdist -morðinu á Hani. Alls voru haldnar 84 minningar- Fundur sjö helstu iðnríkja heims í Tókíó Enn rneiri að- athafnir um Hani í Suður-Afríku. Nelson Mandela flutti tilfinninga- þrungið friðarákall á 20.000 manna fundi á íþróttaleikvangi í Soweto. Hróp voru gerð að honum þegar hann sagði að hann hefði fengið samúðarskeyti frá fólki í Þjóðar- flokknum. „Ég skil reiði ykkar,“ bætti hann við til að sefa fólkið. „Það er enginn flokkur sem ber jafn mikla ábyrgð á þjáningum ykkar og Þjóðarflokkurinn." Leiðtogi kommúnista myrtur Hani var aðalritari kommúnista- flokksins og einn af vinsælustu leið- togum blökkumanna í Suður-Afríku. Hann var skotinn til bana á heimili sínu á laugardag og verður borinn til grafar á mánudag. Fjölflokkavið- ræðum um lýðræðislega Suður-Afr- íku áttu að hefjast að nýju þann dag en þeim hefur verið frestað vegna morðsins. Innflytjandi frá Póllandi, Janusz Walus, hefur verið sakaður um morðið og dæmdur í gæsluvarðhald til 12. maí. Sorg í Suður-Afríku Ættingjar og vinir blökkumanns sem var skotinn til bana í gær syrgja hann í bænum Tokaza, austan við Jóhannesarborg í S-Afríku. stoð við Jeltsín Tokió. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN tilkynnti í gær um nýja 1,8 milljarða efnahags- aðstoð við stjórn Borís Jeltsíns Rússlandsforseta og hvatti til þess á fundi fjármála- og utanríkisráðherra sjö helstu iðnríkja heims í Tókíó að stofnaður yrði fjögurra milljarða dollara sjóður til að styðja einka- væðingu í Rússlandi. Búist er við því að Bill Clinton Bandaríkjafor- seti tilkynni í vikulok um 1,8 milljarða aðstoð til viðbótar framan- greindri aðstoð en í byijun mánaðarins veitti hann Jeltsin 1,6 millj- arða dollara aðstoð. Bandarískir embættismenn hvöttu óspart til þess á fyrri degi ráðherrafundarins í gær að iðnríkin fylktu' sér um Jeltsín og veittu stjórn hans efnahagsaðstoð. Að kvöldi höfðu Japanir samþykkt að leggja deilu við Rússa um yfirráð Kúrileyja til hliðar og veita þeim 1,82 millj- arða dollara neyðarhjálp. Bretar samþykktu sömuleiðis að veita Rúss- um 500 milljóna punda útflutningsl- án og hækka tækniaðstoð til þeirra úr 60 milljónum í 120 milljónir punda. Loks tilkynnti Henning Chri- stophersen, varaforseti fram- kvæmdastjórnar Evrópubandalags- ins (EB), að EB myndi veita Sam- veldisríkjunum um þriggja milljarða dollara aðstoð. í aðstoð EB er að fínna 610 millj- óna dollara tækniaðstoð sem þegar er að fínna í fjárhagsáætlun banda- lagsins fyrir þetta ár og samsvar- andi upphæð á næsta ári. „Jeltsín er mun trúverðugri en hugsanlegir arftakar hans,“ sagði Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Með ráðherra- fundinum er ætlunin að veita Jeltsín og umbótastefnu hans eins mikinn stuðning og hægt er fyrir þjóðaratkvæðið um forsetann og stjórnarstefnu hans 25. apríl næst- komandi. Efnahagsþróunin í Mið- og A-Evrópu „EB sýni meiri sveigjanleika“ - sagði Jón Baldvin Hannibalsson Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davídsdóttur, fréttaritara Morgrinblaðsins. í GÆR lauk í Kaupmannahöfn ráðstefnu um efnahagsþróun í Austur- og Mið-Evrópu. Auk fulltrúa þeirra landa sátu ráðstefnuna fulltrúar EB- og EFTA-landanna, en Danir áttu frumkvæði að því að halda hana. Á ráðstefnunni kom fram að óþolinmæði gætir meðal Austur- og Mið-Evrópulandanna þvi þeim finnist nokkurrar mótsagnar gæta í yfirlýsingum um góðan vilja EB annars vegar og hins vegar í því hversu hægt gengur að þeirra mati að koma á fijálsum viðskiptum milli EB og landanna í Austur- og Mið-Evrópu, eins og yfirstandandi kjötstríð sýni. í ræðu sinni á ráðstefnunni benti Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra á að EB þyrfti ekki síst að sýna meiri sveigjanleika í sam- skiptum sínum við Áustur- og Mið- Evrópulöndin. Þessi orð fengu góðan hljómgrunn meðal margra. I samtali við Morgunblaðið sagði Jón Baldvin að eðlilega gætti vaxandi óþolin- mæði í þessum löndum, því hægt gengi að liðka fyrir viðskiptum innan Evrópu. Þó Vestur- og Norður-Evr- ópulöndin prédikuðu viðskiptafrelsi, gengi þeim erfiðlega að lifa eftir þvíj eins og kjötmálið nú sýndi. Á ráðstefnunni fóru Ungveijar og fleiri ekki dult með löngun sína til að ganga í EB. Jón Baldvin sagði að þar skiptu ekki aðeins efnahags- sjónarmið máli, heldur einnig örygg- issjónarmið. Þessi iönd vildu vera við akkeri innan EB, er allt færi í kaldakol í Rússlandi. Flest þátttökulöndin sendu utan- ríkisráðherra sína á fundinn, utan hvað utanríkisráðherrar Frakklands, Bretlands, Þýskalands og Ítalíu voru uppteknir vegna fundar sjö stærstu iðnrílq'a heims í Tókýó. Fyrir ráðstefnuna gætti nokkurs efa um árangur hennar, því EB hef- ur ekki á pijónunum neina áþreifan- lega áætlun til að örva viðskipti við Mið- og Austur-Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.