Morgunblaðið - 15.04.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993
21
Kortafyrirtækið Visa-
Island er 10 ára í dag
„HVARVETNA um heiminn er litið á velgengni fyrirtækisins sem
hið íslenska undur. Það er talin góð fyrirmynd fyrir þá sem vilja
hefja sams konar rekstur og hér er sífellt tekið á móti gestum
og svarað fyrirspurnum um hina ýmsu þætti starfseminnar," seg-
ir Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri greiðslukortafyrirtækis-
ins Visa íslands sem á tíu ára afmæli í dag. Með tilliti til rekstrar-
yfirlits fyrirtækisins dytti sennilega fæstum í hug að rengja orð
hans enda hefur uppgangur fyrirtækisins verið með þeim hætti
að undrum sætir og mætti því til stuðnings benda á að aðeins
tíu árum eftir stofnun þess eru Visa-kort komin inn á 80% heimila
í landinu og þau bera um 60% allra landsmanna á aldrinum 18-67
ára.
Að taka af skarið
Jóhann Ágústsson, stjórnarfor-
maður Visa-Islands til tíu ára, er
einn af þeim sem vann að stofnun
fyrirtækisins. „Við getum rakið
upphafið til þess að árið 1980 kom
hér starfsmaður frá Barclay’s
banka og í kjölfarið fór ég út og
ræddi við forsvarsmenn bankans
um möguleikann á því að Visa
greiðslukort fyrir Islendinga yrðu
gefin út hjá þeim. Eitthvað hefur
þeim þó ekki litist á þessa hug-
mynd, kannski fundist markaður-
inn of lítill eða hætt við af öðrum
ástæðum, og niðurstaðan varð sú
að við ákváðum að taka sjálfir
af skarið og sækja um beina aðild
að Visa-International. Hana feng-
um við og Landsbankinn gaf út
fyrstu kortin fyrir íslendinga til
notkunar erlendis 1981 ,“ segir
Jóhann.
Á þessum tíma höfðu einkaaðil-
ar Eurocard-viðskipti með hönd-
um en reksturinn gekk ekki upp
og þrír bankar, Útvegsbanki,
Sparisjóður vélstjóra og Verslun-
arbanki, gerðust eignaraðilar að
fyrirtækinu. „Það var því auðvitað
spurning um samkeppni þegar
Búnaðarbanki, Iðnaðarbanki, Al-
þýðubanki, Samvinnubanki og 13
sparisjóðir tóku höndum saman
með Landsbanka og stofnuðu
Visa-ísland 15. apríl 1983,“ segir
Jóhann og rifjar upp að margar
spurningar hafi brunnið á sex
manna undirbúningsnefnd að
stofnun fyrirtækisins, sem í voru,
auk Jóhanns frá Landsbanka,
Sólon Sigurðsson frá Búnaðar-
banka, Sveinn Hannesson frá Iðn-
aðarbanka, Margeir Daníelsson
frá Samvinnubanka, Jóhannes
Siggeirsson frá Alþýðubanka og
Sigurður Hafstein frá sparisjóð-
unum.
Viss áhætta
„Með tilvísun til strangra gjald-
eyrisreglna á þessum tíma veltum
við því t.d. fyrir okkur hvort nauð-
synlegt væri gefa út sérstök kort
til notkunar erlendis og önnur til
notkunar hér á landi. Svo fór þó
ekki því eftir að við gáfum út
fyrstu kortin til notkunar erlendis
8. ágúst árið 1983 voru reglurnar
rýmkaðar og 10. desember sama
ár voru gefin út fyrstu kortin til
innlendrar og erlendrar notkun-
ar,“ segir Jóhann og bætir við að
á þessum tima hafi líka komið upp
sú spurning hvort væri réttara að
gefa út greiðslukort eða svokölluð
debetkort, sem áætlað er nú að
verði tekin í notkun á þessu ári.
Jóhann segist sannfærður um
að fyrirtækið hefði aldrei komist
á legg nema með jafn góðri sam-
vinnu og náðst hefði milli bank-
anna. Samskipti manna í sjórninni
hafi verið til fyrirmyndar og
starfsfólk Visa hafi alltaf staðið
sig frábærlega vel. Hann viður-
kennir hins vegar að áhætta hafi
verið tekin i upphafi. „Við áttum
engan veginn von á þessum rosa-
legu viðskiptum og vorum stund-
um kaldir. Létum fólk hafa kort
sem lenti fljótlega í vanskilum en
með þessum hætti grisjuðum við
auðvitað hópinn og nú eru van-
skil minni háttar miðað við hvað
tíðkaðist í upphafi," segir hann
og nefnir að bryddað hafi verið
uppá miklum nýjungum á þeim
tíma sem fyrirtækið hafi starfað.
Hann segir að þær hafi tekist vel
og er bjartsýnn á framtíðina.
„Við höfum stundum verið gagn-
rýndir fyrir að ýta undir neyslu
fólks en ég held að það hafi áttað
sig og þrátt fyrir að alltaf heyrist
einhveijar gagnrýnisraddir séu
greiðslukortaviðskipti af hinu
góða og eigi eftir að ryðja pappír-
sviðskiptum úr vegi.“
Millifærsla
Eitt fýrsta verk undirbúnings-
nefndarinnar var að ráða fram-
Stjórnarformaður
Jóhann Ágústsson er einn af
þeim sem vann að undirbúningi
að stofnun fyrirtækisins og
hefur verið stjórnarformaður
þess í 10 ár.
kvæmdastjóra að fyrirtækinu og
reyndist ekki skortur á umsælq-
endum því á þriðja tug manna
sótti um starfið. Einar S. Einars-
son, sem ráðinn var framkvæmda-
stjóri og gegnt hefur starfinu síð-
an, segist hafa sótt um stöðuna
af rælni. „Ég hafði starfað í Sam-
vinnubankanum í 20 ár og var
farinn að hugsa mér til hreyfings.
En auðvitað vissi ég á þessum
tíma tæplega hvað Visa var, hvað
þá öll þjóðin," segir hann en um-
skiptin eða millifærslan eins og
Einar orðar það í gamni gekk
skjótt fyrir sig því aðeins tíu dög-
um eftir að Einar var ráðinn í
starfið átti hann að vera búinn
að ganga frá sínum málum í Sam-
vinnubankanum og taka við því.
Umskipti
Einar minnir á að mikil um-
skipti hafí orðið hjá fyrirtækinu
síðan það hóf starfsemi sína að-
eins í einu herbergi. „Starfsmenn-
irnir voru t.d. aðeins þrír í upp-
hafi og ég man eftir því að mikil
umræða var um það hvort ráða
ætti ritarann minn til starfa hálf-
an eða allan daginn þegar hún
var ráðin. Nú eru hér 50 manns
og samtals starfa um 250 manns
við kortaþjónustuna á öllum af-
greiðslustöðum," segir Einar.
Starfsemin hefur að sama skapi
blómstrað. „Árið 1984 veltum við
rúmlega 40 milljónum en í fyrra
var veltan orðin 40 milljarðar.
Fólk áttar sig kannski betur á
þessum upphæðum ef ég segi að
viðskiptin fyrir hádegi í einum
mánuði jafnast á við kostnaðinn
við að reisa eina Perlu og veltan
allan daginn í heilan mánuð er á
við kostnaðinn við heilt ráðhús,"
segir Einar og bætir við að þó svo
að vanskil séu um 3-4% í hveijum
F ramkvæmdastj óri
Einar S. Einarsson segir að til
séu margir skondnar sögur í
kringum visakortaviðskipti og
töluvert sé um að fólk hringi
inn þegar það lendi í vandræð-
um á erlendri grund.
mánuði séu þau aðeins um 1% á
ársgrundvelli og sýni að fólk láti
greiðslukortið ganga fyrir þegar
gert sé upp í lok hvers mánaðar.
Myntkort og fleiri nýjungar
Hann segir að margar skýring-
ar liggi að baki því hversu íslend-
ingar hafa verið fljótir að tileinka
sér greiðslukort. „íslendingar eru
nýjungagjarnir og fljótir að hag-
nýta sér þjónustu sem kemur þeim
til góða og veitir aukið svigrúm
eins og greiðslukortin og sú þjón-
usta sem við höfum verið að inn-
leiða í tengslum við þau, t.d. í
formi raðgreiðslna og boð-
greiðslna o.fl. En við megum held-
ur ekki gleyma því að Islendingar
ferðast mikið og þá veitir greiðslu-
kortið visst öryggi um leið og því
fylgir ferðatrygging," segir Einar.
Nýjungar eru sífellt á döfínni
hjá Visa og er ekki langt að bíða
þeirrar næstu sem er útgáfa svo-
kallaðra debetkorta eða stað-
greiðslukorta og koma þau að
hluta til í stað ávísana. „Verkefni
næsta árs eru síðan svokölluð
Myntkort en það eru kort sem
fólk getur keypt t.d. á L000 kr.
stykkið og notað í stað smápen-
inga, t.d. í strætisvagna og bíla-
geymslur. Þar verða vélar sem
lesa af kortinu og gera smápen-
inga óþarfa. Ef við skyggnumst
síðan enn lengra í framtíðina er-
um við að velta fyrir okkur kortum
sem hægt er að kalla Greindar-
kort og eru eins konar tölvur sem
hægt verður að nota sem greiðslu-
kort og debetkort til að taka út
af mismunandi reikningum. Kort-
ið verður líka hægt að nota sem
klukku og minnisblokk svo eitt-
hvað sé nefnt,“ segir Einar og
upplýsir að landinn megi tæpast
búast við þessari byltingu fyrr en
um næstu aldamót.
Kortavelta 1983-1992
Á dcscmber verðlagi 1992
1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992
ite&Vi)itowaa)aKa>iBwatoiiii8aa>iiiiwwiBwra»i»aMÍbBárisB«igto8WtteB»awwww^
V/SA
Kortafjöldi
1983-1992
1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992
51% 34% 29% 11% 4% 4% 6% 5%
£
TEFAL V O
smátækin eru þekkt um allan heim
fyrir gæði og endingu. Hjá Bræðrunum Ormsson
bjóðast þér nú heimilistæki á sérstöku vortilboði.
Gufustraujárn 1418 m/spray
Verð áður kr. 4.270. Tilboð kr. 3.690 stgr.
Baðvog 3302 electronic m/minni
Verð áður kr. 8.351. Tilboð kr. 6.490 stgr.
RTI LBOÐ
Mínútugrill 1304
Verð áður kr. 8.790. Tilboð kr. 7.490 stgr.
Upplýsingar um
umboðsmenn
fást hjá
Kaffivél 8921 8 bolla, 1200 W
Verð áður kr. 2.730. Tilboð kr. 2.290,- stgr.
Umboðsmenn um land allt.
62-62-62
BRÆÐU RNIR
DJOKMSSÖNHF
Lágmúla 8, sími 38820.