Morgunblaðið - 15.04.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993
23
Börn sólarinnar
Morgunblaðið/Rúnar Þór
VOÐAVERK sem framin voru fyrir tæpum 90 árum eru rifjuð upp
í sýningunni Börn sólarinnar,
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri
Böm sólarimiar sýnt í
fyrsta sinn hérlendis
LEIKFÉLAG Menntaskólans á
Akureyri frumsýndi á þriðju-
dagskvöld leikritið Börn sólar-
innar eftir Maxim Gorki í þýð-
ingu Eyvindar Erlendssonar og
leikstjórn Sigurþórs A. Heimis-
sopar.
Leikritið Börn sólarinnar skrif-
aði Gorki eftir að hafa orðið vitni
að blóðbaði í Pétursborg 9. janúar
árið 1905, en þá skaut herinn á
friðsamlega kröfugöngu fyrir
framan Vetrarhöllina. Þessi at-
burður er síðan þekktur sem „Blóð-
sunnudagurinn".
Líf í tilraunaglösum
I leikritinu ræðst hann að rússn-
eskum menntamönnum fyrir
sinnuleysi um kjör alþýðunnar og
hæðist að prófessor nokkrum sem
reynir eftir fremsta megni að fram-
kalla líf í tilraunaglösum á vinnu-
stofu sinni.
Þetta er í fyrsta sinn sem leikrit-
ið Börn sólarinnar er sýnt hér á
landi, en með helstu hlutverk fara
Þórarinn Stefánsson, Sædís Gunn-
arsdóttir, Tinna Ingvarsdóttir,
Óskar Örn Óskarsson, Arný Leifs-
dóttir og Vilhjálmur Árnason, en
alls taka 17 leikendur þátt í sýning-
unni.
Fjórar sýningar
Æfingar hafa staðið yfir síðan
í febrúar og 'eru áætlað að sýna
verkið fjórum sinnum, frumsýning
var sem fyrr segir þriðjudagskvöld-
ið 14. apríl, þá verður sýnt í kvöld,
15. apríl, og síðan verða tvær sýn-
ingar í næstu viku, mánudags- og
þriðjudagskvöld, 19. og 20. apríl.
Að venju verða sýningar félags-
ins í samkomuhúsinu og nýtur það
sem fyrr gestrisni Leikfélags Ak-
ureyrar og að þessu sinni í nokkuð
breyttri leikmynd Karls Aspelunds
fyrir sýningu LA á Leðurbiökunni.
Morgunstund
við Leirurnar
ÞAÐ ER vor í lofti, einstök veður-
blíða dag hvern og sumarið á næstu
grösum. Síðustu daga hafa veiði-
menn verið á ferð með stangir sín-
ar inn við Leirur og rennt þar fyr-
ir silung sem er að ganga niður
úr Eyjafjarðará. Hettumávarnir eru
líka á ferðinni á þessum slóðum
snemma dags í leit að æti og eflaust
þykir þeim fátt betra til morgun-
verðar en loðna, sem þeir stinga
sér eftir af miklu kappi.
..V-
v>A
WfiK "a, ___
. . : ...V - --Sffi-k
' - ' ViLr- .. - • . .
.... A • '
' ■ t Æf'y'T ■' íl
jPM'" ■ - - - ■
.. . ..... , . . ......................................." ' "u """° '' 1
\ •.•• •■'
m ■ •."• ^
... .
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Þýsk-íslenska kaupir Reynishúsið af Byggðastofnim
Opnar þar bygg--
ingavöruverslim
ÞÝSK-íslenska hf. keypti í gær af Byggðastofnun húseignina við
Furuvelli 1 á Akureyri, sem gjarnan gengur undir nafninu Reynishús-
ið, eftir samnefndu trésmíðaverkstæði.
Skákþing
að hefjast
SKÁKÞING Norðlendinga
1993 verður haldið á Hótel
Húsavík 16.-18. apríl nk.
Skákmót í opnum flokki
hefst kl. 11 f.h. stundvíslega
■föstudaginn 16. apríl en laug-
ardaginn 17. apríl kl. 13 í öðr-
um flokkum. Ollum er heimil
þátttaka.
Teflt verður í eftirfarandi
flokkum ef næg þátttaka fæst:
Opnum flokki, kvennaflokki,
unglingaflokki 13-16 ára og
barnaflokki 12 ára og yngri.
Tefldar verða minnst sjö
umferðir eftir Monrad-kerfi í
öllum flokkum.
Þar verður opnuð í sumar eða
næsta haust byggingavöruverslun
auk þess sem í húsinu verður
birgðastöð. Byggðastofnun keypti
húsið á uppboði síðasta haust og
hefur frá þeim tíma reynt að selja
eignina.
Þýsk-íslenska hefur á undanförn-
um misserum verið að auka umsvif
sín á byggingavörumarkaðnum.
Félagið á hlut í allmörgum bygg-
ingavöruverslunum á landsbyggð-
inni, en hefur ekki verið með sér-
staka verslun á Akureyri fram til
þessa.
Verslun og birgðastöð
Ómar Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Þýsk-íslenska, sagði
að í húsnæðinu við Furuvelli yrði
opnuð verslun næsta sumar eða
haust, eða um leið og búið væri að
laga húsnæðið að breyttri starf-
semi. Þá yrði einnig birgðastöð í
húsinu fyrir þær verslanir fyrirtæk-
isins norðan heiða og á svæðinu
austur eftir.
Byggðastofnun keypti húsið á
uppboði í október síðastliðnum á
26,5 milljónir króna, að sögn Valtýs
Sigurbjarnarsonar, forstöðumanns
Byggðastofnunar á Akureyri. Húsið
er á tveimur hæðurn, 1.660 fermetr-
ar að stærð og þar eru nú verslan-
ir'og trésmíðaverkstæði, sem vænt-
anlega munu flytja starfsemi sína
annað eftir kaup Þýsk-íslenska á
húsinu.
Kaupverð fékkst ekki uppgefið í
gær, en Byggðastofnun tekur hús-
næði sem Þýsk-íslenska átti í Hafn-
arfirði upp í kaupin. Gert er ráð
fyrir að stjórn Byggðastofnunar
samþykki samning um kaup Þýsk-
íslenska á húsinu á fundi næsta
þriðjudag.
Samkeppni
Hvað varðar markaðinn á Akur-
eyri, sagði Ómar að þokkaleg sam-
keppni væri á byggingavörumark-
aðnum, en þó væri hún minni en
víða annars staðar.
Hótel
\=j±Harpa
Hópar -
einstaklingar
Minnum á blómstrandi
menningar- og skemmtana-
líf, landsins besta skíðafjall
og vetrartilboð okkar.
Hótel Harpa
Góð gisting á hóflegu verði
íhjarta bæjarins.
Sími 96-11400
Ath. að Hótel Harpa er ekki i simaskránni.
Leiðsögumenn
Leiðsögumenn, með réttindi, óskasttil starfa
í júní, júlí og ágúst 1993.
Tungumál enska og þýska.
Upplýsingar í síma 96-23510.
0| SÉRLEYFISBÍLAR AKUREYRAR HF.
ÖUCaJ akureyri bus company
Dalbraut 1, 600 Akureyri.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Reynishúsið
ÞÝSK-ÍSLENSKA hefur keypt Reynishúsið við Furuvelli 1 og þar
verður í sumar eða haust opnuð verslun auk þes sem í húsinu verð-
ur birgðastöð. Byggðastofnun hefur átt húsið frá því síðasta haust.
Aðalfundur Kaupfélags Eyflrðinga verður
haldinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri,
mánudaginn 26. apríl nk.
Fundurinn hefst kl. 10.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál, sem
heyra undir aðalfund skv. félagssamþykktum.
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga.